Allt að gerast

Fréttatilkynning - stofnfundur nýrrar stjórnmálahreyfingar kvenna

Neyðarstjórn kvenna er stofnuð vegna þeirrar efnahagskreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Afleiðingar kreppunnar munu ráðast að miklu leyti af því hvernig við tökumst á við hana. Jafnrétti, virðing og velferð eru mikilvæg gildi í enduruppbyggingu samfélagsins. Neyðarstjórnin stefnir að markvissri uppbyggingu samfélags þar sem borin er virðing fyrir mannréttindum, lífinu, náttúrunni, umhverfinu og jafnrétti. Neyðarstjórn kvenna mun vinna að þessum markmiðum með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal með kvennaframboði í komandi alþingiskosningum.

Á fundinum verður Neyðarstjórn kvenna formlega stofnuð og kosið verður í stjórn hennar, lagður verður fram nýr samfélagssáttmáli ásamt kröfugerð.

Sérstakir gestir fundarinns verða;
Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands, mun flytja erindi en Hólmfríður hefur m.a. kynnt sér efnahagskreppuna í Argentínu og aðgerðir argentínskra kvenna.
Ellen Kristjánsdóttir söngkona mun syngja nokkur lög.
Kristín Ómarsdóttir skáldkona mun flytja ljóð fyrir stofnfundargesti
Allar nánari upplýsingar liggja fyrir hjá:
Bryndísi Bjarnarson, s. 891 8206 og
Ragnhildi Sigurðardóttur, s. 847 7164


Neyðarstjórnin byggir á grasrót sem spratt upp í október 2008 en nú eru um 2200 konur skráðar í hópinn hér á Fésbók. Hreyfingin er opinn öllum konum sem vilja leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum.
Þegar hafa verið haldnir nokkrir fundir og hafa þeir verið fjölsóttir og þátttakendur skipt hundruðum. Við finnum að mikil þörf er fyrir slíka hreyfingu og afar brýnt að rödd kvenna sé ekki kæfð í því mikla þjóðfélagsumróti sem nú er ríkjandi. Það er markmið okkar að styðja konur til áhrifa m.a. í stjórnmálum og atvinnulífi. Verið er að vinna samfélagssáttmála samtakanna en hann verður eins konar stefnuskrá þeirra. Hreyfingin er þverpólitísk og hyggst taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem framundan er með jafnréttishugsjónina að leiðarljósi og mun því bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þið komist aldrei á þing og konur sem munu kjósa ykkur myndu aldrei kjóska Sjálfstæðisflokkinn. M.ö.o. þetta framboð er eingöngu til þess að tryggja Sjálfstæðiflokknum hlutfallslega betri útkomu en ella.

Sorry ég bara hef þessa skoðun - en ég virði fullkomlega rétt ykkar til að fara þessa leið. Gangi ykkur vel.

Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þakka traustið... ;)

Ég myndi hins vegar vilja sjá velgengi kvennaframboðs byggjast á nokkrum þáttum - eins og t.d. málefnum, hugmyndafræði og frambjóðendum.

Varðandi þetta með atkvæði til að styrkja Sjálfstæðisflokkinn í sessi þá eru ýmis önnur atkvæði sem koma til greina. Það koma til dæmis til greina atkvæði þeirra sem myndu sleppa því að kjósa því þeim hugnast enginn af núverandi flokkum. Einnig eru atkvæði þeirra sem hefðu að öðrum kosti skilað auðu vegna skorts á trausti á alla flokkanna.

Annars á þetta allt eftir að koma í ljós. Vona bara að konum muni finnast þetta ákjósanlegur vettvangur til að taka þátt í stjórnmálum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Muddur

Skýtur ekki dálítið skökku við að flokkur sem sem leggur áherslu á jafnrétti kynja, sé eingöngu skipaður konum og aðeins ætlaður fyrir konur? Er það ekki dálítið öfugmæli?

Muddur, 28.1.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Tek undir með Þór

Að það er hætta á því að nýtt kvennaframboð taki eingöngu af vinstri flokkunum og það komi Sjálfstæðisflokknum til góða.

En ef ykkur tekst að hafa konur af hægri kantinum í efstu sætum og vera með stefnumál sem höfða til hægri kvenna, er möguleiki að ykkur takist að höggva í raðir Sálfstæðisflokksins.

Gangi ykkur vel í ykkar baráttu

Gylfi Þór Gíslason, 31.1.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband