Tunglið er úr osti

Ég vona að einhver taki saman lista yfir öll þau gullkorn sem fallið hafa af vörum ráðamanna síðustu mánuðina. Hér er eitt skondið. Björgvin segir sem sagt að þeim hafi tekist að forða þjóðargjaldþroti. Hann er líka bjartsýnn á framhaldið. Hið rétta er að ráðamönnum þjóðarinnar tókst ekki að forða okkur frá þjóðargjaldþroti. Þeim tókst akkúrat hitt - að koma okkur á hausinn með dyggri aðstoð útrásarvíkinganna. Jújú, tæknilega séð erum við ekki gjaldþrota. Tæknilega. Skuldsetningin er hins vegar slík að auðvitað erum við gjaldþrota. Við fáum bara brjálæðislega mikið af lánum sem kemur í hlut komandi kynslóða að borga ásamt því sem við munum sjá stórfelldan niðurskurð í heilbrigðis-, mennta- og velferðakerfum okkar. Ráðamenn ættu því að spara að slá sér á brjóst fyrir þann hetjuskap að hafa forðað okkur frá þjóðargjaldþroti. Það er álíka satt og að tunglið sé úr osti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

En kæra Katrín ekki eyðileggja draumsýn litlu músarinnar

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já, þær hafa verið margar yfirhylmingarnar eða eigum við að segja tilraunirnar til að slétta yfirborðið á undanförnum vikum. Er annars sammála þér með hin sérkennilegu gullkorn og orðfæri sem hafa verið notuð síðan í október. Það þarf að taka það saman. 

Anna Karlsdóttir, 27.1.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband