Sjálftöku hinna ríku verður að linna

Sjálftöku hinna ríku verður að linna. Það er gjörsamlega óverjandi að gera starfslokasamning við mann sem hefur brugðist í sínu starfi upp á heilt ár. Skv frétt á visir.is er Jónas með 1,7 milljónir í laun á mánuði sem þýðir að hann fær 20,4 milljónir fyrir að gera ekki neitt.

Nú þegar kreppan skellur á og „allir eiga að leggja sitt af mörkum“, eins og tíðrætt er um, þá verður að hafa réttlætis- og sanngirnissjónarmið efst á blaði. Það er engin sanngirni í því að flest þeirra sem missa vinna eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest en síðan eru sérsamningar fyrir hina ríku og útvöldu. Þetta er almannafé og það er hægt að gera heilan helling fyrir þennan pening - t.d. að halda geðdeild FSA opinni.  Niðurskurðurinn þar var upp á 17,5 m - lægri upphæð en Jónas fær fyrir að sitja og bora í nefið.  


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já og jafnvel lengur.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:48

2 Smámynd:  (netauga)

Og ég sem var að vona að svona „óskammfeilni “ væri að líða undir lok...

(netauga), 25.1.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Þetta er svo fjarri því að vera búið.  Hversu lengi enn á að verðlauna þessa duglausu karla fyrir að klúðra því sem þeir eiga að gera?  Þetta er algjörlega óþolandi!

Bergþóra Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Að hann geri ekki neitt þennan tíma, er þá vegna þess að þess hefur verið óskað að hann gerði ekki neitt.

Venjulega eru starfslokasamningar gerðir til þess að menn hafi sig hæga, allavega á meðan þeir eru að renna sitt skeið. Hann á alveg örugglega eitthvað banvænt í handraðanum þessi karl. Það hefur bara tekið of langan tíma þetta atriði. Sennilega hefur þurft þennan tíma til þess að laga til og skúra burt mesta skítinn áður en nýjir taka við ef þeir skildu vera heiðarlegir og fara að opinbera eitthvað slæmt. 

Sko, það að horfa fram á slys, og gera ekki neitt til þess að afstýra því, hvort sem það er til þess að koma í veg fyrir það eða ekki, er ekki góð lenska. Meira að segja straffbart. 

Kv.

Guðjón Emil Arngrímsson, 26.1.2009 kl. 03:04

5 Smámynd: Arndís Ósk Hauksdóttir

Já, ég er allavega í áfalli yfir þessu. Að það eigi að borga þessum dreng milljónir fyrir að hafa ekki staðið sig í starfi. Og afhverju á hann að sitja til 1. mars. Til að geta betur tekið til eftir sig ósóman? Þetta er algjört hneyksli.

Arndís Ósk Hauksdóttir, 26.1.2009 kl. 08:38

6 Smámynd: Kristján Logason

Góð ábending Katrín

Kristján Logason, 26.1.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Aliber

Ég ætla ekki að verja þennan mann né störf hans, en gott fólk við verðum að átta okkur á einu.

Þessi maður er rekinn og má ekki starfa annarsstaðar vegna þeirrar vitneskju sem hann hefur um fjármálafyrirtæki á Íslandi. Þess vegna verður ríkið að borga honum laun þann tíma sem hann má ekki vinna.

Ef hann færi að starfa t.d. hjá Askar Capital eða einhverjum af sparisjóðunum þá hefði hann upplýsingar um stöðu mála hjá öllum keppinautunum. Af samkeppnisástæðum neyðumst við til að greiða honum árslaun fyrir.

Ég efast ekki um að hann vildi frekar vinna en að þurfa að sitja auðum höndum.

 góðar stundir

Aliber, 26.1.2009 kl. 11:51

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu atvinnuleysi þá á þessi klausa ekkert sérstaklega vel við. Þar að auki eru til aðrar atvinnugreinar sem hann getur leitað fyrir sér í. Það er ekki forsvaranlegt að ríkið (við) greiðum honum 1,7 milljónir í laun á mánuði á meðan aðrir sem missa vinnuna fá um 130þús.

Þeir sem eru í forréttindastöðum hafa verið duglegir við að útbúa sínar eigin reglur til að réttlæta alls kyns launagreiðslur sem standa öðrum launþegum ekki til boða. Þar er nærtækast að nefna himinhá laun, kaupréttarsamninga - og starfslokasamninga sem eru ekki í samræmi við almenn kjör. Við eigum ekki að taka þessum útskýringum þegjandi og hljóðalaust heldur einmitt skoða þetta út frá því að nú eiga allir að leggja sitt af mörkum - og þeir sem mest hafa (og sérstaklega þeir sem komu okkur á hausinn) eiga að borga mest.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:08

9 Smámynd: Aliber

Ég er ekki að segja að þetta séu sanngjarnar greiðslur né að þær eigi vel við. En ráðningarsamningurinn er svona og þótti eðlilegur þegar hann var ráðinn og ber okkur að fara eftir því. Ég var einfaldlega að benda á rökin við þessa klausu.

kv,

Aliber, 26.1.2009 kl. 12:13

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm - en hann hefur möguleikann á að afþakka greiðslurnar og semja um eitthvað sem er sanngjarnt miðað við stöðuna í dag.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:49

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum. Það sér víst bara skríllinn samt. Hinum finnst þetta ofur eðlilegt held ég.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband