Björgvin sniðugur!?

Get ekki annað en dáðst að þessu pólitíska útspili Björgvins G. Sigurðssonar - segir af sér korteri áður en átti að reka hann!!! Nú getur hann sagst hafa axlað sína pólitísku ábyrgð og á mun betri möguleika í komandi prófkjöri fyrir vikið.

Ef Björgvin hefði gert nákvæmlega þetta fyrir 3 mánuðum - já eða 2 - þá hefði þetta verið alvöru. Þá hefði líka verið komið nýtt fólk í fjármálaeftirlitið sem hefði getað látið til sín taka. Fyrrverandi forstjóri og stjórn eru auðvitað búin að sýna og sanna hversu ómögulegir þeir eru í að taka á málum. Vonandi stendur nýtt fólk sig betur. 

Þó mér finnist þessi afsögn koma fullseint þá tók ég nú samt gleðikipp við tíðindin. Þetta er til marks um að mótmælin eru að skila sínu. Nú er búið að boða til kosninga, einn ráðherra hefur sagt af sér og forstjóri og stjórn FME víkja. Loksins erum við að sjá að það er ekki hægt að koma heilu þjóðfélagi á hausinn án þess að einhver axli ábyrgð. Baráttan er samt ekki búin enn. Það er margt eftir og mun fleiri eiga eftir að viðurkenna og axla sína ábyrgð.

Að lokum er hér áskorun frá Neyðarstjórn kvenna sem send var út í gær:

Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum. Nauðsynlegt er að tryggja þrískiptingu valdsins og utanþingsstjórn sem skipuð er fagfólki og sérfræðingum sem ekki sitja á þingi er kjörin leið til þess. Til að tryggja lýðræðislegt fyrirkomulag er jafnframt nauðsynlegt að utanþingsstjórn sé skipuð jafnmörgum konum og körlum.

Um Neyðarstjórn kvenna
Neyðarstjórn kvenna er stofnuð vegna þeirrar kreppu sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Neyðarstjórnin hefur það markmið að stuðla að uppbyggingu þjóðfélagsins þar sem í heiðri eru höfð viðhorf og gildi sem fela í sér virðingu fyrir manneskjunni, samfélaginu, lífinu, náttúrunni og umhverfinu. Nú þegar hafa nokkur hundruð konur komið að starfi Neyðarstjórnarinnar og á þriðja þúsund konur eru skráðar í nethóp félagsins.

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta bara pólitískt trikk til að verja sig og geta komið aftur í sama valdapakkann. Mjög lélegt trikk og fólk mun ekki falla fyrir því. Þau eiga öll að fara.

Halldór Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fá bær pistill eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttir í Mogganum í morgun.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.1.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Dóri - já einmitt. Ef stjórnin vildi sitja áfram hefði þurft að hreinsa rækilega til í upphafi. Þau hefðu þurft að sýna að þeim væri treystandi með því að taka málin föstum tökum - og af réttlæti.

Ragnar - finnst pistillinn hennar Kolbrúnar ekkert til að hrópa húrra fyrir þó þar séu vissulega góðir punktar. Hún hefur þó greinilega ekki mætt á mótmælin fyrst hún talar um að þetta séu háværir krakkar. Ég fór flesta daga vikunnar og það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé afar fjölbreyttur hópur... sem dæmi - ég þarna á milli kl. 7 og 8 á föstudaginn. Þá voru mótmælin fámenn en samt var aldursbreiddin mjög mikil. Nokkur ungmenni en þó ekki mörg. Fólk á miðjum aldri og upp úr var mun meira áberandi. Að afgreiða mótmælendur sem krakka og skríl er bara hentistefna hjá Kolbrúnu - annars þyrfti hún kannski að endurskoða sína afstöðu, þ.e. þegar hún áttar sig á því hvað þetta er fjölbreyttur og stór hópur.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég er sammála.  Útspil Björgvins er aulalegt, og lyktar af því að  þykjast vera að sýna hugrekki þegar engir aðrir kostir eru eftir.  Þetta átti að gerast miklu fyrr.

Bergþóra Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 332722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband