Karlaveldið Ísland

Nú hefur Hagstofan gefið út skýrslu sem staðfestir enn og aftur hversu slæm staða hér er í jafnréttismálum. Málin hafa sem sagt ekkert þokast áfram síðustu tvo áratugi eða svo. Þetta eru reyndar ekki nýjar fréttir fyrir þau okkar sem erum á kafi í þessari baráttu en engu að síður er bráðnauðsynlegt að fá þessa staðfestingu í opinberri skýrslu, sem og að fá heildaryfirlit yfir stöðuna.

Ég vona að nú á þessum síðustu og verstu tímum staldri fólk sem að öllu jöfnu hefur talið stöðuna ágæta aðeins við og setji jafnréttismálin í samhengi við þá lýðræðisumræðu sem nú er hafin. Margir hafa talað um að hér ríki ekki lýðræði í reynd heldur flokksræði. Önnur útgáfa á þessu er að skoða þetta út frá kynjasjónarhóli og segja að hér ríki ekki heldur eingöngu flokksræði heldur búum við í karlaveldi. Með öðrum orðum, við búum í samfélagi þar sem karlar hafa enn tögl og haldir og það sést svart á hvítu á tölfræðinni. Í þeirri lýðræðisumræðu sem nú er í gangi er þjóðfélaginu lífsnauðsynlegt að skoða lýðræði í orðsins fyllstu merkingu og hvað það þýðir. Það gengur ekki í samfélagi sem kynin byggja til jafns að karlar séu alls staðar í meirihlutastöðum valds. Það þýðir ekki einungis að karlar ráði heldur einnig að karllæg hugmyndafræði (heimurinn skilgreindur út frá sjónarhóli karlmannsins) verður ríkjandi hugmyndafræði. Ef við tökum þetta aðeins út frá hefðbundnum kynhlutverkum þá er t.d. borðleggjandi að tengja græðgisvæðingu síðustu áratuga beint við fyrirvinnuhlutverkið - eitt helsta og áhrifamesta karlmennskuhlutverkið. Kyn skipti gríðarlega miklu máli þegar kemur að vonum og væntingum í lífinu - og hvaða hlutverk okkur er ætlað að uppfylla. Kynið og ríkjandi hugmyndir um kynhlutverk verður því að taka til gagngerrar endurskoðunar ef okkur á nokkurn tímann að takast að nálgast einhverjar lýðræðishugmyndir. Sömu sögu má segja um ýmsa aðra hópa. Lýðræðið er lítið í reynd ef það er þaulskipulagt í kringum einn eða tvo ríkjandi hópa. Byggja þarf upp sanngjarnt og réttlátt samfélag fyrir alla sem hér eru - fólk af erlendum uppruna, samkynhneigða, aldraða, öryrkja, börn, karla, konur o.s.frv. 

Sem stendur er allt of margt miðað við of fáa og út frá valdatengslum - völdum og yfirráðum, stéttskiptingu og óréttlæti. Það þarf að breyta mun fleiru en bara flokksræðinu eigi framtíðin að líta nokkurn veginn út eins og við viljum. 

Hér er Hagstofuskýrslan - fyrir þau sem vilja skoða

 


mbl.is Mun fleiri karlar en konur í áhrifastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér Katrín.

Ég sé það svo glögglega að nú í þessari kreppu þá erum við erum í raun að færast til baka.  Nú vil engin hlusta á jafnrétti kynjanna. 

Sýnt var frá fundi stjórnarflokkanna í gær, allt karlar. Allt karlar að tala saman, allt karlar í kringum þá, allt karlar að taka myndir. 

Halla Rut , 23.1.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 332722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband