Til stuðnings Geirs???

Í fyrri færslu minni gagnrýndi ég frétt mbl.is fyrir að þar kæmi ekki fram hver er að baki mótmælunum gegn mótmælendum á sunnudaginn. Fyrst fjölmiðlar ætla ekki að standa sig í stykkinu við að upplýsa almenning þá skal ég taka það að mér í bili ;) Svo virðist sem aðalsprautan að baki mótmælum gegn mótmælendum sé maður að nafni Andrés Pétur. Hann stofnaði grúppu á facebook sem ber nafnið „Fordæmum mótmælendur sem beita ofbeldi og ógnandi aðferðum ". Sami Andrés Pétur stofnaði líka aðra grúppu á facebook. Sú nefnist „Stuðningsmenn Geirs H Haarde “.

Hér virðist því vera um meðvitaða tilraun að ræða til að etja mótmælendum saman - kljúfa samstöðuna. Sunnudagsmótmælin mætti því túlka út frá orðum Þorgerðar Katrínar sem sagði að mótmæli mættu ekki snúast upp í andhverfu sína - og Fréttablaðið velti fyrir sér hvort mótmæli sem gerðu það væri þá ekki meðmæli! Sem má alveg túlka sunnudagsmótmælin fyrir að vera. Friðsamir mótmælendur ættu einmitt að velta vel og vel vandlega fyrir sér hvort slíkt sé ekki einmitt tilraun til að etja tveim hópum saman - og draga þannig athygli frá málstaðnum en eykur aftur á móti líkurnar á óeirðum.

Friðsömum mótmælendum bendi ég á annan skýran og góðan valkost - appelsínugulan. Hér er heimasíða þeirra. Hér er málið einfalt. Vertu í appelsínugulu þegar þú mætir á mótmæli og segðu þannig að þú sért friðsamur mótmælandi. Ofbeldi er aldrei valkostur. Hef reyndar ekki hugmynd um hver er á bak við appelsínugulan - en hér er þó um friðarboðskap að ræða... en ekki að stefna fólki á fund.

Bendi hér líka á flotta grein í tímaritinu Nei, „Að lifa eins og skepna."

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er hvítliðabragur á þessu, nokkuð ljóst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir að upplýsa okkur um þetta Katrín Anna. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.1.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er nátturulega bara BULL ... Velflestir sem voru þarna voru ALGJÖRLEGA Á MÓTI OFBELDI...

Ég get ekki borið ábyrð á því hvað einhver hópur æstra einstaklinga gerir.. Ég er þarna sem fulltrúi sjálfs míns og ber þar fyllilega ábyrð á mínum gjörðum.  

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: AK-72

Nú hefur komið í ljós að þetta voru gíðkunningjar lögreglunnar sem blönduðu sér í hópinn og ætluðu að ná fram hefndum. Semsagt ekki mótmæelndur í nótt.

Nú spyr maður sig, var ekki vaðið of fljótt af stað hjá viðkomandi hvítliða(ég vill reyndar kalla þá frekar svartstakka en það er annað mál), án þess að hafa staðryendir málsins fyrir sér. Fordæming á ofbeldi lítils hóps en ekki ofbeldis þeirra lögreglumanna sem gengu of langt eða svartstakkana Klemensbræðra, eru líka umhugsunarverðar.

Reyndar fer þessi yfirlýsing á facebook í taugarnar á mér vegna orðalags og þessarar tilvitnun í stjórnarskrá. Hvernig getur þing verið heilagt, þegar búið erð að eyðuleggja orðspor þess af siðblindu fólki? Hvernig getur stjórnarskrá veirð heilög lengur þegar mennirnir sem sitja inni á þingi hafa, padron my French, skeint sér á henni? Einnig það að óhefðbunin mótmæli eru fordæmd....hvað eru óhefðbun mótmælli? Er það ekki allt sem pirrar ráðamenn eins og trumbusláttur? Eða er það bara yfirleitt að rífa sig upp úr sófanum til að mótmæla? Er það óhefðbundið að hætta að tuða út í horni?

Appelsínugulan kvitta ég upp á., og held áfram þar til yfir lýkur í baráttunni.

AK-72, 22.1.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Johann Trast Palmason

ég talaði við löregluna í dag og hun sagði að þetta hefðu ekki verið mótmæli í nótt og fólkið ekki mótmælendur, þeir sögðu motmælendur allt annað fólk.

Voru þetta kanski ungir sjálfstæðismenn með örvæntingafulla tilraun til að eyðileggja mótmælin ? mar veltir því fyrir sér en nóg um það

Hver er eiginlega þessi Andrés Pétur ? og hvað hefur hann sér til frægðar unnið annað en stofna þessar grubbur ?

Johann Trast Palmason, 22.1.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Þórarinn Sigurður Andrésson

já mig langar að taka undir að það er HVÍLIÐABRAGUR á þessu. Eins og ég hef sett inn á facebookið hjá mér sem haus, enda havaða mótmælendur sem eru að leita að réttlæti grýta og meiða lögguna og henda kúk og pissi í menn??

Ég varð hálf miður mín þegar ég heyrði þetta í fréttum í dag.

Og eins og Aðgerðarsinnar hafa komið frá sér er best að hætta mótmæla snemma um helgina áður en ölvun verður farinn að skemma þann árángur sem náðst hefur hjá friðsömum mótmælendum........

kv Tóti Ripper

Þórarinn Sigurður Andrésson, 23.1.2009 kl. 00:41

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvítliðum væri hollast að hugsa um Geitháls...

....en Andrés er greinilega stórgáfaður maður....held ég...???

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 01:46

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það eru rúmir 3500 félagar í stuðningsmannahópi Geirs en tæplega 13.000 í hópnum á móti ofbeldi. Samt eru skoðanaskiptin eins eða sviðuð á báðum síðunum. Segir skrýtna sögu finnst mér. Hópur At-Geira gengur illa og þá er skipt um "kennitölu" og nafnið lagað til. Tilefnið, ólæti sem blanda af villingum og hvítliðum stóðu fyrir. Þetta er allt samkvæmt bókinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 02:04

9 identicon

Þessi aðgerð væri fín ef henni væri ekki beint sérstaklega gegn grímuklæddu fólki, sem hefur aldrei staðið í grjótkasti eða stutt þessháttar hegðun. Þessir fordómar eru auðvitað óþolandi.

Ég ætla að mæta. Með appelsínugula grímu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:33

10 Smámynd: AK-72

Þetta með grímurnar er bara hluti af áróðurstríði valdisns gegn mótmælendum. Ég held að það sem hafi afsannað þennan áróður að einhverju leyti,  sjáist best á myndinni af fólkinu sem varði lögregluna. Góður hluti hópsins sem gekk á milli, huldi andlit sitt.

AK-72, 24.1.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 332722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband