„Áfram ríkisstjórn“

Var niður á Austurvelli áðan þegar skyndilega lækkaði í trommuslættinum og einhver kallaði „GJALLARHORN, GJALLARHORN“ af lífs og sálar kröftum. Þegar gjallarhornið mætti á svæðið var tilkynnt af jafnmiklum krafti að Geir Haarde hefði lýst því yfir að ekkert gæfi tilefni til kosninga í vor! Ég fór að spá í af hverju hann er svona veruleikafirrtur og allt í einu rann það upp fyrir mér. Þegar maður er staddur örlítið frá mótmælunum heyrist orðið vanhæf ekkert sérstaklega vel. Geir situr því örugglega groddaralegur inn á þingi, ánægður með okkur. Viss um að hann hringir í erlendu pressuna og segir þeim að allt sé í fína á Íslandi - fyrir utan þingið standi þjóðin og öskri eins og hún eigi lífið að leysa „ÁFRAM RÍKISSTJÓRN!“ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, hann er hættur að heyra og sér bara það sem hann vill sjá.

Arinbjörn Kúld, 22.1.2009 kl. 01:40

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Veistu..

Ég hugsaði nákvæmlega það sama :) .. .... Hann væri alveg í skýjunum yfir hve mikla hilli hann væri að fá á hverjum einasta degi.

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband