Gula kjólamálið

Ímyndum okkur að Hillary hefði unnið kosningabaráttuna og að í gær hefði hún orðið forseti Bandaríkjanna. Hvort ætli fólk og fjölmiðlar hefðu:

a) fjallað um hennar fatnað af ákefð

b) fjallað um fatnað Bill af sömu ákefð og fatnað Michelle? 

Út frá sögulegu samhengi er næsta víst að svarið sé a. Þrátt fyrir langa og stranga baráttu fyrir jöfnum rétti og jöfnum tækifærum fyrir karla og konur þá er staðan enn sú að fatnaður kvenna er aðalmálið. Ástæðan sú að hlutverk kvenna í samfélaginu er enn að uppfylla skyldur sem skrautmunir í stað þess að vera metnar sem manneskjur. „Áður en hún varð forsetafrú var hún lögfræðingur“, segir wikipedia um Michelle. Sem sagt - hún er ekki lengur lögfræðingur heldur almannaeign. Það hlýtur að vera erfitt fyrir leiftrandi gáfaða, vel menntaða konu í góðri stöðu að breytast allt í einu í viðfang sem fjallað er um eingöngu út frá því hvernig hún er klædd! Þetta eru ekki örlög til eftirbreytni.  

Ég hef ekki séð neina frétt um fatnað forsetans sjálfs, eflaust eru þau hönnuð af frægum hönnuði og væntanlega fór töluverð orka í að velja rétta litinn á bindið... eða kannski ekki. Það var rautt - litur valdsins en ekki litur vonar.

Forsetaembætti eru formlega séð enn gerð fyrir eina manneskju þrátt fyrir að oft fylgi maki með í för. Þetta kerfi er hannað utan um karlkyns forseta með kvenkyns maka sem á að uppfylla hinar hefðbundnu skyldur góðrar eiginkonu og húsmóður. Hún á ekki að hafa sjálfstætt starf og vera á eigin framabraut. Þetta breyttist eitthvað með tilkomu Hillary Clinton en ég get ekki ímyndað mér að hún hefði getað komist á þing á meðan maðurinn hennar var forseti. Ég hef ekkert fylgst neitt sérstaklega með Michelle en hennar bíða fjölmargar opinberar skyldur. 

Hér frá Íslandi höfum við reynslu af sjálfstæðri móður í embætti forseta. Mikið væri gaman að sjá það sama gerast í BNA - einnig væri skemmtilegt að sjá t.d. samkynhneigt par í þessari stöðu. Pointið er sem sagt að það mætti alveg kryfja þetta fyrirkomulag og aðlaga það að breyttu samfélagi. 


mbl.is Klæðnaður Michelle Obama umdeildur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Sá dagur þegar engu máli skiptir í hverju konur eru verður mikill sorgardagur í mínum huga. Við karlarnir erum því miður ekki þeirrar gleði aðnjótandi að fá mikla athygli fyrir klæðaburð okkar, það er af eðlilegum ástæðum konurnar sem bera þann kyndil, því enginn vafi er á því að konur bera af hvað fegurð varðar. Ekki skaðar það fallega konu að vera gáfuð í þokkabót en því miður eru engin tengsl þar á milli. Sama gildir reyndar um karlmenn; oft eru sætir strákar nautheimskir. Undir öllum kringumstæðum getur fólk klætt sig almennilega þó.

Jonni, 21.1.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er til millivegur milli þess að skipta engu máli og að skipta öllu máli... auk þess sem taka verður kynjavinkillinn með í myndina líka, að sjálfsögðu.

Mér finnst reyndar áhugavert að spá í merkingu fatnaðar og notkun hans til n.k. sjálfstjáningar - eða bara tjáningar yfir höfuð. Fatahönnun hefur t.d. haft ýmis áhrif á kvennabaráttuna í gegnum tíðina - nærtækast að nefna þar fyrstu kvenbuxurnar t.d.

Varðandi þetta með hvort kynið er fallegra - þá er ágætt að skoða aðeins þessa fullyrðingu þína út frá kynjakerfinu. Kynjakerfið þýðir ekki aðeins höfðatöluvald karla yfir konum heldur einnig að hugmyndafræði karla er ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins. Þ.e. karlar skilgreina heiminn út frá sínum sjónarhóli og það verður ríkjandi sjónarmið sem allir eiga að taka upp. Það að finnast konur fallegra kynið er einmitt ágætt dæmi um sjónarmið skilgreint af gagnkynhneigðum karlmönnum - sem vegna yfirráða þeirra verður ríkjandi sjónarmið sem allir eiga að taka upp, bæði konur og samkynhneigðir karlar o.s.frv. Þannig verður valdið innbyggt í samfélagsgerðina og sett fram sem fakta... „enginn vafi á að...“.

Sjálf er ég ekki á þessari skoðun og finnst karlar bara hreint alls ekki ljótir... heldur þvert á móti. Og þetta kannski færir okkur aftur að spurningunum um fatnað - af hverju er það fatnaður kvenna sem er issue en ekki fatnaður karla? Að mínu mati liggur svarið einmitt í hlutverkum kynjanna skv tvíhyggjunni; valdið er karlanna - konur verða viðhengið og eiga að vera skrautið. Þetta passar við ævafornar hugmyndir um getu og eðli kynjanna en ætti í raun að vera orðið löngu úrelt - og væri það eflaust ef maðurinn (eða mannkynið ef þú vilt frekar nota það orð) væri skynsemisvera.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. má einmitt bæta við þetta hugleiðingum um Obama - hann ætlar að vera boðberi nýrra tíma en hann hefur ekkert val um að mæta öðruvísi en í jakkafötum með rautt bindi. Þetta er verðugt verkefni til að breyta - það væri skemmtilegra og áhugaverðara - og ég held líka áhrifameira - ef hann gæti nýtt fötin til að koma breytingunum til skila.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband