Sólskinsdrengurinn

Tengdó bauð okkur tengdadætrunum á Sólskinsdrenginn í gær. Það er full ástæða til að mæla með myndinni. Hún er einstaklega áhugaverð sem og upplýsandi. Myndin fjallar um einhverfu, hún er leit móður að meðferðarúrræðum fyrir einhverfa sólskinsdrenginn sinn. Í henni er talað við fjölda fræðifólks, rætt við fjölskyldur þar sem einn eða fleiri meðlimur er einhverfur og einnig er rætt við meðferðaraðila. 

Í myndinni kemur í ljós að það er heilmargt hægt að gera fyrir einhverfa - og þau hafa einnig heilmargt fram til samfélagsins að færa. Hún vekur einnig upp spurningar hvort verið sé að gera nóg. Það á svo að heita að við búum í velferðarsamfélagi en ég held að við vitum flest inn við beinið að það er brotalöm í ýmsu. Nærtækast t.d. að nefna dæmi um nýlega hreppaflutninga á öldruðum þar sem þau eru flutt úr einbýli yfir í tvíbýli gegn eigin vilja. Síðan má velta fyrir sér hversu framarlega við stöndum í meðferðarúrræðum s.s. gagnvart einhverfu og hvort yfirhöfuð sé fylgst nægilega vel með framförum á því sviði.

Kvikmyndin sem slík er öflugt fyrirbæri sem hægt er að beita á ýmsan hátt - til fræðslu eða heilaþvottar, og allt þar á milli. Sólskinsdrengurinn vel gerð mynd sem fræðir, eykur skilning og kveikir von. Vona að RUV muni taka hana til sýningar og að sem flestir muni sjá hana. 

*

Viðbót:  Slóð á vefsíðu myndarinnar og hér er líka brot úr myndinni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband