Einstefna

Fór á borgarafundinn í gær og skemmti mér ágætlega í reykfyllta bakherberginu - sem er bara önnur leið til að segja að ég mætti of seint og húkti í litla herberginu sem hýsir barinn og kók vélina. Það heyrðist ekki allt þangað fram svo ég meðtók fundinn í bútum. Lagði við hlustir þegar hitnaði í mannskapnum en spjallaði þess á milli við aðra mæta fundargesti sem mættu seint...

Það er ekki vanþörf á að ræða mismunandi mótmælaaðferðir; hvað er árangursríkt, hvað ekki, hvað virkar vel saman, hvað þarf, hvað er óþarfi og síðast en ekki síst - hvað þjónar hagsmunum okkar best. Miðað við það sem ég heyri í kringum mig þá eru mörkin mismunandi hjá fólki. Þó eigum við það flest sameiginlegt að draga línuna við ofbeldi. Ég myndi flokkast þar, þ.e. ég tel að ef markmiðið er að útrýma ofbeldi þá verði það að vera grundvallaregla að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Ef við dettum í þá gryfju að réttlæta ofbeldi því annars fáum við ekkert í gegn þá erum við komin inn í þann hugsunargang sem leiðir af sér og „réttlætir“ stríð. 

Það sem hefur komið mér á óvart er hins vegar hvað umburðarlyndi fyrir fjölbreyttri flóru mótmæla er lítið í raun. Flestir meðtaka að það sé „í lagi“ að standa á Austurvelli með skilti en mér finnst fullmargir fordæma alls kyns gjörninga og uppákomur. Persónulega er ég mjög hrifin af gjörningum eins og að draga Bónusfánan við hún á Alþingishúsinu og að líma skuldaupphæð á barnamyndirnar á horni Lækjargötu og Austurstrætis - og alls kyns fleiri uppákomum sem felast í borgaralegri óhlýðni. 

Á borgarafundinum í gær komu mörkin til umræðu. Hversu langt má ganga? Hvað er löglegt? Hvað ekki? Ein af anarkistunum endaði fundinn með því að lesa upp yfirlýsingu þar sem hún sagði einfaldlega að bylting væri alltaf ólögleg en það væri það sem við þyrftum hér - byltingu. Og þá kem ég að kjarna málsins. Það eru til lagarammar um hvernig má mótmæla. Hins vegar veit ég ekki til þess að til séu lagarammar um það hvenær stjórnvöldum ber að hlusta og fara að vilja þjóðarinnar. Hvað þarf margar undirskriftir til að ríkisstjórnin segi af sér? Hvað þurfa mótmælin að ganga langt til að fólk segi af sér? Lýðræði getur aldrei falist í því að fólki sé skammtaður (of) þröngur stakkur til mótmæla, ráðamenn tali fjálglega um rétt fólks til þess en hunsi síðan algjörlega kröfur fólksins. Hlusti ekki á eitt né neitt heldur haldi bara áfram sínu striki eins og ekkert hafi í skorist. Alvöru lýðræði felst í því að þjóðin hafi eitthvað um örlög sín að segja og þá er lykilatriði að örlagaríkar og afdrifaríkar ákvarðanir séu ekki teknar af þröngum hópi fólks sem búið er að sýna og sanna að hugmyndafræðin sem það starfar eftir virkar ekki. Kjarni málsins er sem sagt að hér ríkir ekki lýðræði í reynd og lögin virka bara í eina átt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég merki ekkert lýðræði í þjóðfélaginu.  Ekki reykinn af því einu sinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband