Alþjóðasamfélagið verður að grípa inn í

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig yfirvöldum í Ísrael dettur í hug að alþjóðasamfélagið hafi skilning á þeim óhæfuverkum sem þau nú fremja á Gazasvæðinu. Grimmdin er svo yfirgengileg að orð fá því ekki lýst. Skilningur er mér er ekki efst í huga þegar ég sé og heyri fréttir af þessum fjöldamorðum. Þvert á móti þá dettur mér orðið ekki í hug og ég hygg að svo sé um mörg okkar. Það er skylda alþjóðasamfélagsins að grípa inn í og skikka Ísrael og Palestínu til að finna friðsamlega lausn á stríðinu. Það er þó engan vegin nóg. Aðstæður íbúa á Gaza svæðinu eru skelfilegar. Þar skortir bæði vatn og mat. Ísrael hefur lokað Gaza svæðinu og alþjóðasamfélagið hefur látið það viðgangast. Það er löngu tímabært að þessu linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Historiker

Hvað er alþjóðasamfélagið? Er það ekki fyrst og fremst BNA? Þeir styðja við sitt Ísrael í blíðu og stríðu.

Historiker, 29.12.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, góður punktur. BNA er auðvitað heimsveldið sem ræður allt of miklu... „Hitt“ alþjóðasamfélagið þarf að grípa inn í. Bandaríkin bera heilmikla ábyrgð á gjörðum Ísraelsmanna. Ísrael kæmist væntanlega (vonandi) ekki upp með sína glæpi gagnvart Palestínu ef ekki væri fyrir stuðning BNA.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað með Darfúr? Hugsaðu, þá væri lífið ekki svo súrt!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Vilhjálmur - það er gott að hugsa... þú hugsar vonandi þannig að eitt útiloki ekki annað. Aðgerðir vegna Palestínu útiloka ekki aðgerðir vegna Darfúr,  Simbabwe, Kongó, Afganistan eða annarra staða þar sem aðgerða er þörf. Skiljú?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.12.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Historiker

Mig grunar reyndar að Vilhjálmur Örn eigi sérstaka kampavínsflösku sem hann ætlar sér að opna þegar síðasti Palestínuarabinn verður skotinn. Eina ástæðan fyrir því að hann bendir á Darfúr er að það má ekki trufla Ísraelsríki í miðjum "aðgerðum", og er því best að benda á eitthvað annað.

Annars er náttúrulega "alþjóðasamfélaginu" til skammar að ekkert sé aðhafst á þessum svæðum sem þú nefnir hér fyrir ofan.

Historiker, 30.12.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband