Mótmæli í dag

Jæja þá eru jólin búin og kreppan tekin aftur við! Sit hér og hlusta á Valgerði Sverrisdóttur og Magnús Stefánsson í Vikulokunum. Þau keppast þar við að fría bæði stjórnvöld og Framsóknarflokkinn á kreppunni. „Við bara lentum í þessu alveg óvart og án þess að stjórnvöld gætu rönd við reist“. Við áttum ekki - við máttum ekki - við gátum ekki... mantran heldur áfram. Enn og aftur er undirstrikað hvað við eigum máttlaus stjórnvöld. Hér er engin þrískipting ríkisvalds, framkvæmdavaldið hefur hér um bil öll völd á hendi sér. Það eru 12 manneskjur. Hálfgert einræði. Alþingi er afgreiðsla og dómsmálaráðherra skipar einn dómara í Hæstarétt.

Kona getur látið sig dreyma um önnur viðbrögð. Mikið væri nú ágætt að heyra einhvern stjórnmálamann sem var við völd segja t.d. „Já, við vorum kjörin í lýðræðislegum kosningum til að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Við brugðumst því hlutverki. Við höfðum völdin og þess vegna var það í okkar verkahring að koma í veg fyrir kreppuna. Við hefðum átt að hlusta á viðvaranir um íslenska bankakerfið. Við hefðum átt að hlusta á sérfræðinga sem sögðu okkur að hér væri allt of mikið tekið af lánum. Við hefðum átt að fara eftir grunnhagfræðireglum um að hvorki skapa þenslu né auka þenslu með ríkisframkvæmdum á uppgangstímum. Við hefðum átt að upplýsa þjóðina um gang mála í stað þess að ljúga að henni um að hér væri allt í hvínandi uppgangi og erlendir sérfræðingar væru bara afbrýðsamir. Við hefðum átt að setja lög þannig að íslenskur almenningur væri ekki í ríkisábyrgð fyrir skuldum einkafyrirtækja. Við hefðum átt að breyta skipan mála til að tryggja þrískiptingu valdsins. Já, við hefðum einfaldlega átt að gera margt öðruvísi, við hefðum átt að standa okkur betur, við hefðum átt að standa undir þeirri ábyrg sem okkur var falin. Það gerðum við því miður ekki. Á því biðst ég afsökunar og til að axla ábyrgð segi ég af mér og hleypi öðrum að.“

En... þetta verður væntanlega bara draumur lengi enn. Það lítur ekki út fyrir að neinn stjórnmálamaður ætli að axla sína ábyrgð. Aðgerðir til að koma okkur út úr kreppunni lofa heldur ekki góðu. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að þær aðgerðir munu dýpka kreppuna og að almenningur verði sá sem þarf að taka á sig allar byrðarnar, og þau sem minnst hafa þær allra mestu - auðvaldið mun halda sínu og ekki þurfa að skila neinu tilbaka af auðæfunum sem þau sköffuðu sér sjálf á okkar kostnað...

Við munum þó vonandi ekki sitja þegjandi og aðgerðarlaus hjá. Ég ætla í hið minnsta á fund hjá Neyðarstjórn kvenna núna kl. 1 og síðan á mótmælin á Austurvelli kl. 3 þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir, sagnfræðingur og Björn Þorsteinsson, heimsspekingur verða með ræður.

Vona að ég sjái ykkur sem flest þar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hlustaði ekki á allan þáttinn.  En heyrðir þú Hallgrím Thorst. spyrja Valgerði um þá fullyrðingu A.Þ.G./I.M.F, að stóriðjuframkvæmdir hefðu að stórum hluta valdið þenslununni/kreppunni ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.12.2008 kl. 05:00

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Jólin búin og kreppan tekið við aftur? Góða hugarfarið eða hitt þó heldur . . .

Magnús V. Skúlason, 28.12.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sæl Hildur Helga. Nei, þessi spurning fór fram hjá mér (var bara að hlusta með öðru...). Ef ég ætti að giska myndi ég segja að hún hafi bara fussað og sveiað og sagt að það væri nú fjarstæða... þetta væri út af einhverju allt öðru! Lokaorð Magnúsar sitja hins vegar í mér - hann sagði að nú væru spennandi tímar fram undan. Fyrir hvern, spyr ég? Væntanlega fyrir þá sem eiga pening og ætla sér að græða á kreppunni. Fyrir hinn almenna Íslending eru ekki spennandi tímar fram undar, svo ég tali nú ekki um þau sem minnst eiga og eru verst í stakk búin til að takast á við afleiðingar kreppunnar.

Magnús Viðar - þú ert sannkölluð Pollýanna sjálfur!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband