Hugmynd fyrir RUV og stjórnmálamenn

Hugmyndin er: Klukkutímalangur fréttaskýringaþáttur á hverju kvöldi um kreppuna og ég er ekki að meina Kastljósið. Það dugar engan veginn auk þess sem viðtölin eru of stutt. Er meira að hugsa um þátt sem er að hluta til í ætt við Viðtalið sem Bogi Ágústsson sér um, þ.e.a.s. þátt þar sem tími er til að ræða málin og koma bitastæðum upplýsingum og hugmyndum á framfæri. RUV er ríkissjónvarpið og það er ótrúlegt hvað núverandi ástand fær litla athygli miðað við hversu mikil áhrif þetta mun hafa á líf okkar og afkomu um ókomna framtíð. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa þáttastjórnendur af báðum kynjum og kynjakvóta á viðmælendum (goes with out saying ætti að standa hér en því miður...). RUV gæti t.d. fengið sérfræðinga til að vera spyrla í stað þess að þeir sitji fyrir svörum. Þannig væri hægt að fá t.d. hagfræðinga til að spyrja Árna Matt út í fjárlögin og þar fram eftir götum. Einhver gaukaði því að mér um daginn að þetta væri algengt fyrirkomulag hjá fjölmiðlum erlendis, t.d. að fá sérfræðinga til að sækja blaðamannafundi fyrir hönd ákveðins fjölmiðils og spyrja „réttu“ spurninganna sem ekki er á færi blaðamanna sem ekki hafa menntun á tilteknu sviði, s.s. hagfræði.

Það er ótrúlegt hvað við fáum litlar upplýsingar og erum í rauninni svelt í allri þessari krísu. Af hverju eru ekki til handhægar upplýsingar um hvernig við stöndum? Ég fór á fund hjá FV&H um daginn. Sá þar glæru um skuldsetningu þjóðarinnar í samanburði við önnur skuldsett lönd, þ.e. í samanburði við þau verst settu. Við vorum ekki bara verst á meðal jafningja, heldur lang, lang, lang verst. Sem sagt, við vorum langt um meira skuldsett en skuldsettustu þjóðir heims. Segi þetta með þeim fyrirvara að það er töluvert síðan ég fór á fundinn og man ekki nákvæmlega hvaða mælikvarðar voru notaðir, en myndin var ískyggileg. Eitt er samt ljóst. Þjóðin þarf að upplifa eignarhald og þátttöku í lausnunum til að okkur langi til að halda áfram að vera þjóð. Þetta er hugmynd fyrir stjórnmálamenn (og sem fyrr ætti auðvitað að vera hægt að setja hér - goes with out saying en...). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband