Takk Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Screenshot_8Í gær var afhjúpaður minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Mér finnst hann megaflottur! Smile Fréttablaðið er með umfjöllun um þetta á forsíðunni í dag. Myndin er þaðan. Íslenskar konur og karlar eiga Bríeti ótal margt að þakka. Hún var óþreytandi baráttukona og kom fjölmörgu í verk. Hún var fyrsta konan sem hélt opinberan fyrirlestur á Íslandi. Hún var ein af þeim fjórum konum sem fyrstar voru kjörnar í bæjarstjórn í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands árið 1907. Félagið var stofnað heima hjá henni og hún var fyrsti formaður þess. Við minnumst hennar oftast í sambandi við kosningaréttinn sem við konur fengum árið 1915.

Stundum þegar rætt hefur verið um að kvenmannsleysi hrjái nafngreindar styttur bæjarins segja sumir að það skipti engu þó það séu hér um bil eintómir karlar... styttur skipti hvort sem er engu máli. Ég er á því að slík rök séu sett fram í viðleitni til að viðhalda óbreyttu óstandi. Styttur hafa nefnilega áhrif. Skemmst er að minnast uppþotsins þegar færa átti minnisvarðann um rússnesku hermennina í Tallin. 

Nú þegar minnisvarðinn um Bríeti er uppsettur hellist yfir mig gleði. Minnisvarðinn um Bríeti skiptir máli. Hann er loksins kominn upp, 151 ári eftir að hún fæddist. Til hamingju með það og takk Bríet. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með þennan flotta minningarreit og til hamingju með 100 ára afmælið. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.11.2007 kl. 12:06

2 identicon

Já þetta er sérlega glæsilegur varði. Viðeigandi og frumlegur í senn. Til hamingju við öll!

Toggi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:30

3 Smámynd: SM

litur vel ut, en verst ad geta ekki sed betri myndir af thessu...kannski a Ruv.is

SM, 8.11.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband