Búum við í fornöld?

Var að horfa á umræður um nýtt frumvarp um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla í Silfri Egils. Það liggur við að mig langi til að ganga til liðs við VG í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa hlustað á hana Guðfríði Lilju! Mikið svakalega er hún öflug, málefnaleg og yfirburðaklár. En það vissum við nú fyrir... Svanfríður var líka frábær, málefnaleg og yfirburðaklár... og það var hreinlega bara sorglegt að sjá að uppstillingin í þættinum var í bókstaflegri merkingu karlar á móti konum - karlar á móti aðgerðum í jafnréttismálum, konurnar fylgjandi.

Hins vegar skil ég ekki hvernig Egill velur í pallborð hjá sér. Sigurður Kára, Guðfríður Lilja og Svanfríður. Já, flott samsetning. Svo er það hann Friðbjörn Orri. Ha?! Shocking Formaður Frjálshyggjufélagsins og ekki fjarri lagi að kalla hann yfirlýstan andstæðing jafnréttis. Hann er á móti öllu sem gert er til að auka jafnrétti á landinu, hann fellur í þá gryfju að afneita þeim staðreyndum sem fyrirliggja um stöðu jafnréttismála. Síðast þegar ég var í einhverjum samskiptum við hann þá var hann tengiliður fyrir vefsíðuna batman.is - síðu sem var með tengla á alls kyns klám og kvenfyrirlitningu - sem skemmtiefni fyrir unga karlmenn. Agli dettur ekki í hug að fá fólk frá Femínistafélaginu til sín í settið - fólk sem er í baráttunni. Hvað þá að hann fái til sín sérfræðinga í jafnréttismálum, t.d. frá RIKK eða kynjafræðinni - enda er hann yfirlýstur andstæðingur jafnréttisfræða (sem hann hefur bloggað um), rétt eins og Friðbjörn Orri. Andstæða þeirra tveggja er kannski skiljanleg í því ljósi að þekkingu fylgir vald - og kannski eru þeir bara skíthræddir um að jafnrétti muni aukast eftir því sem fræðin aukast? Allavega er ekki erfitt að láta sér detta það í hug.

Það sýður á konu eftir að hlusta á svona umræður... búum við í fornöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég skil ekki af hverju menn einsog Sigurður Kári og Hannes Hólmsteinn eru stöðugt valdir í umræðuþætti  hvað þá Friðbjörn Orri- þeir ættu að koma fram í þætti sem helgaður væri sértrúarflokkum. Við þá er ekki hægt að ræða því þeir trúa bara.

María Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Dröfn

Þó að ég hafi ekkert út á ykkar málstað að setja,  hann á rétt á sér eins og hvað annað, en þá verð ég að gera athugasemdir við það hvernig þið talið um þá sem hafið aðrar skoðanir en þið.

 Friðbjörn Orri er frjálshyggjumaður og það er ekkert meiri öfgaskoðun, en t.d þær skoðanir sem koma fram hjá íslenskum feministum. Það að vilja ekki að ríkið sé að skipta sér af málum er bara hin hliðin á peningnum, ef miðað er við það að ykkur finnst sjálfsagt að ríkið sé með nefið ofan í einkafyrirtækjum og frjálsum einstaklingum.

Ég horfði á þennan þátt hjá Agli og sá ekkert athugavert við framkomu þeirra Sigurðar Kára og Friðbjarnar Orra. Umræðurnar voru mjög málefnalegar og Friðbjörn Orri benti m.a. á rannsókn Helga Tómassonar tölfræðiprófessors og ef þið viljið rengja hana með endurbættum útreikningum, þá er það ykkur velkomið. En þar kemur m.a fram að launamunur sé langt frá því að vera jafnmikill og fólk í iðnaðinum heldur fram. Það er ekki heldur hægt að neita því sem Friðbjörn Orri hélt fram að þessi jafnréttisiðnaður er orðinn lífsviðurværi margra og það verður langt í það að þetta fólk segi að nóg sé komið. Það verða auðvitað alltaf til einstaklingar sem eru tilbúnir að trúa því að það sé brotið á þeim.

En ég er ekki frá því að hrokinn og fáfræðin sé ykkar megin, sama hversu mikið þið hafið lært í kynjafræði. Mér hefur ávallt sýnst í umræðunni að það séu þið sem eru hvað minnst til í að bera virðingu fyrir lífsskoðunum annarra. Það sést á því hvernig það er talað um þennan mann Friðbjörn Orra, sem hefur það eitt á samvisku sinni að vera algjörlega ósammála ykkur, hann er ekki heimskur þrátt fyrir að kyngja ekki rétttrúnaði eins og ekkert sé.

Dröfn, 6.11.2007 kl. 05:09

3 identicon

Því miður missti ég af þessum þætti af Silfrinu.

En að Egill skyldi voga sér að hafa einn af fjórum viðmælandum sínum ósammála þér.  Það er nátturulega óafsakanlegt.

Ég skil vel að það sjóði á þér.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:06

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hvernig er hægt að vera í sama flokki og Hannes Hólmsteinn, Sigurður Kári og Friðbjörn Orri. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.11.2007 kl. 09:15

5 Smámynd: halkatla

bíddu nú hæg, ertu að hugsa um að ganga til liðs við sjálfstæðisflokkinn??  

þá má viðhafa málstækið: "góður biti er farinn í hundskjaft"  við búum að vissu leiti enn í fornöld þökk sé sjálfgræðgisflokknum og kynjasjónarmiðum hans (vandamálin ekki til) þú munt aldrei geta breitt þeirra gildismati, hvorki á fólki né peningum (en hugsanlega geturðu grafið undan flokknum innanfrá, vonandi er það stefnan)

en samt plís, say it aint so....

halkatla, 6.11.2007 kl. 11:05

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Beta ég hugsa að þetta sé rétt hjá þér... að Egill sé stórtækur fylgismaður frumvarpsins og hafi fengið Friðbjörn Orra þarna til að afla frumvarpinu fylgis. Hlýtur eiginlega að vera. Ég mátti reyndar hafa mig alla við til að fara ekki að vorkenna greyinu þegar hann óð áfram í því að Jafnréttisstofa ætti að dæma í málum og blablabla... Hreinlega pínlegt að sjá að hann hafði ekki einu sinni fyrir því að kynna sér starfsemi Jafnréttisstofu - og að hann vissi ekki að svo er til eitthvað sem heitir Kærunefnd jafnréttismála og er ekki hluti af Jafnréttisstofu. Ekki skrýtið að hann skuli bara babla... fólk gerir það venjulega þegar það skilur hvorki upp né niður í hlutunum... Væri svo gaman að taka saman hvað það eru margir á landinu sem hafa lífsviðurværi sitt af jafnréttismálum... þessum stóra atvinnuskapandi iðnaði sem fólk reynir að viðhalda sem mest það getur. Kona getur alveg orðið reið við að hlusta á svona vitleysu. Þetta er í besta falli hlægilegt en afskaplega aulalegt að láta svona út úr sér. En afskaplega væri gaman ef Jafnréttisstofa væri nokkurs konar lögga. Varla hefur fólk á móti því að við höfum löggur á Íslandi? Eða missti ég af einhverju?

Rósa og Anna Karen. No comment!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 15:15

7 identicon

Það er eitt að vera ósammála Friðbirni Orra en það er annað að sýna honum þvílíka óvirðingu og dónaskap.

Friðbjörn Orri var þarna sallarólegur og benti einfaldlega á sína hlið málsins, vísaði meðal annars í doktor í tölfræði og þá sakar Guðfríður hann um að stunda ekki málefnalega umræðu?

Þessi framsetning er málstaðnum síst til framdráttar...

Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:25

8 identicon

Fólk verður að hafa rétt á því að hafa sínar skoðanir, svo manni þykir full mikið sagt um formann frjálshyggju félagsins einungis vegna þess að hann er ekki sammála ykkur. Þetta sýnir nú ekki mikið umburðarlyndi og er ekki til sóma.

En varðandi talsmann vinstri grænna í umræddum þætti þá þótti mér sérstök rök hjá henni þegar hún sagði allt í einu "af hverju leyfum við ekki bara maríjúna"

Ég átta mig engan veginn á hvað lögleiðing maríjúana kemur þessu máli við.

PS. er ekki sanngjarnt að fá tvo talsmenn með og tvo á móti. Eða hefðiru kannski viljað hafa fleiri sem eru þinnar skoðunnar og engan sem er öndverðrar skoðunar. ( þið viljið jafnrétti en ekki málfrelsi).

Ólafur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:51

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hmmm. Mér hefur aldrei þótt vænlegt að stilla mannréttindaumræðum upp þannig að hafa 2 sem eru með og 2 á móti. Væri nær að fá fólk til að ræða lausnir. Annars set ég Sigurð Kára og Friðbjörn Orra ekki í sama flokk (og þá er ég ekki að tala um stjórnmálaflokk). Er alveg sammála Guðfríði Lilju í því að hann hafi ekki verið málefnalegur - þó hann hafi verið rólegur. Það er ekki það sama. Hann hefði allt eins getað verið þarna og haldið því pollrólega fram að jörðin væri flöt. Hans röksemdarfærsla var í þá veru. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 21:15

10 identicon

Merkilegt hvernig fólkið sem maður er sammála stendur sig alltaf framúrskarandi vel í umræðum en fólkið sem maður er ósammála eru ómálefnalegir hrokagikkir.

Hilmar Benediktsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:37

11 identicon

Til að byrja með, þá mætti kannski benda þér á því að lesa þessa örgrein ,Katrín Anna og kannski fleiri.

http://www.vantru.is/2006/01/28/03.25/ 

Hvað varðar þennan þátt þá fannst mér innlegg Friðbjarnar Orra mjög þörf í þessa umræðu. Femínistar fá ,að því virðist, að henda fram hvaða tölum sem er án þess að þurfa að standa skil á þessum tölum. Mörg dæmi um þetta inni á hinni góðu síðu http://www.vindmyllan.com 

Annars fannst mér mjög ánægjulegt þegar að Egill nefndi kynbundin launamun á alþingi að þá hafi Svanfríður leiðrétt hann á því að þegar að þetta væri skoðað að þá ætti þetta sér skýringar.

Nú hlýtur það að vera svo að rannsóknir á tölfræðilegum fyrirbærum eins og launamun einhverra hópa hljóta að vera viðfangsefni og sérfræðisvið tölfræðinga en ekki kynjafræðinga. Sérfræðisvið kynjafræðinga hlýtur varla að snúa að tölfræði? Það að benda á þetta atriði var mjög þarft í umræðuna.

Nú þætti mér mjög gaman að þið bentuð mér og umheiminum á þessar ítrekuðu rannsóknir sem sýna fram á þetta sem þið haldið fram. Ég man í svipinn eftir nokkrum, könnun VR og könnun Capacent, en ég man líka eftir þeirri gagnrýni sem þær fengu.

Bjarni Steindórsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:46

12 identicon

Katrín, síðasta kommentið þitt lýsir röngum hugsunarhætti, hugsunarháttur sem meðal annar var bent á hjá Agli. Það er annað hvort ert þú með eða á móti kynjabaráttunni. Ég gat ekki séð það í þættinum, heldur sá ég fólk með mismunandi skoðanir. 

 Svo er bara málið eins og var bent á í þættinum, að pólitíska rétthugsunin er að tröllríða öllu og bæla niður réttmætar umræður og skoðanir fólks. Það er t.d. bannað að gagnrína það að jörðin sé að ofhitna að völdum gróðurhúsalofttegunda, ef maður gerir það þá er maður fáviti sem hunsar vísindaleg gögn og er sama um náttúruna.það er bannað að gagnrína íslensku útrásina, þá er maður vinstrisinnaður afturhaldseggur. Og ef maður er ekki 100% sammála öllu sem feminstar segja þá er maður á móti jafnrétti og sjálfsögðum mannréttindum, s.s. níðingur og karlremba. 

Ef við ætlum eitthvertíman að finna launir á eitthvað af þessum vandmálum eins og kynjamisrétti þá þurfum við að vera duglegri að hlusta á hvort annað. Sérstaklega feministar

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 02:11

13 identicon

Hvaða staðreyndarvillur eru það Elísabet. Þetta er akkúrat það sem ég er að tala um, þetta eru hlutir sem fólk getur haft mismunandi skoðanir á en feministar virðast sjá skoðanir sínar sem algildar staðreyndir. Vísindin eru bara þannig að fólk er ósammála, eða eru "staðreyndir" ykkar yfir vísindi hafin ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:11

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi það er búið að benda á staðreyndavillurnar. Friðbjörn Orri fór rangt með margt í kringum starfsemi Jafnréttisstofu - sem sagt þar voru staðreyndavillur. Hann fór líka rangt með launamun kynjanna. Þar er fyrirliggjandi þekking - þó hann reyni að halda öðru fram. Þetta er svona eins og þetta með jörðin er flöt dæmi. Friðbjörn Orri gæti líka verið á þeirri skoðun. Það hefur bara verið margsýnt fram á að hann hefði rangt fyrir sér í þeirri "skoðun". Að sama skapi er launamunurinn ekki byggður á skoðun einhverra einstaklinga heldur gagnreyndri þekkingu.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 14:18

15 identicon

Afhverju fór hann rangt með staðreyndir um launamuninn? Var hann ekki með dr. tölfræði sem reiknaði það út að launamunurinn væri ekkert svona mikill? Afhverju má ekki taka mark á þeim rannsóknum og öllum hinum sem sýna að það að launamunurinn er ekkert svo mikill þegar ALLT er tekið inní dæmið, helduru bara þeim sem er feministum í "hag"?

Geiri.is (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:41

16 identicon

Ps.
"vefsíðuna batman.is - síðu sem var með tengla á alls kyns klám og kvenfyrirlitningu - sem skemmtiefni fyrir unga karlmenn."

Hvað meinaru eiginlega, þetta var svakalega barnalega sagt, þessi síða flokkast undir svo kallaða "tengla-síður" þar sem fólk, (já fólk, konur, stelpur, karl, strákar og já allir sem vilja) setja inn tengla á það sem þeim finnst fyndið, og hún er ekkert gerð fyrir unga karlmenn til skemmta þeim með klámi og kvenfyrirlitningu, ekkert annað en fordómar í þér gagnvart ungu karlmönnum.

ÞETTA var ómálefnalegt.

Geiri.is (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:59

17 identicon

Veit ekki með launamun kyjana, ég hef séð miklu fleirri skýrslur sem gefa til kynna að launamunrinn sé óverluegur en hitt. Bæði innan ákveðinna starfstétta og yfir heildina litið, þessar skyrslur hafa ekki fengið jafnmikla gagnríni á sig þessar skýrslur sem þið virðst hafa undir höndum. 

Svo var Firðbjörn ekki að tala um hvernig jafnréttisstofa starfaði heldur var hann að segja hvernig hún myndi starfa eftir að þetta frumvarp færi í gegn.  Hann var á móti því.

Svo veit ég að mamma mín og systir fíla batman.is núna b2.is, líka konurnar í vinunni, þær eru alltaf að senda manni tengla af henni, þeim finnst þetta ekki vera klámsíða. Þetta er ekki "klámsíða" nema þú veljir að fá að sja +18 tenglanna, veit að mamma og systa eru ekkert sérstaklega spenntar fyrir því en finnst það skömm að kalla þetta klámsíðu bara af því að það eru nokkrir tenglar á erótískar síður. Er sýn ekki kámstöð þá, oft séð grófara efni á þeirri sjónvarpsstöð. Næstum þriðjungur þjóðarinnar fer inn á þessa "klámsíðu" í hverri viku, strákar og stelpur, djöfulsins pornodogs erum við íslendingar....

Það er ágæt að eiga svona góð valgleraugu, geta vingsað út staðreyndir og skoðanir bara sí svona. Hvar fæ ég svona góð valgleraugu. Kannski í feminstafélaginu ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:12

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei Bjöggi - hann Friðbjörn Orri var ekki að tala um hvernig Jafnréttisstofa myndi starfa. Hann var að bulla. Mæli með að þú lesir frumvarpið og hlustir síðan á Friðbjörn Orra.

Varðandi launamuninn - þá sérðu hann staðfestan með ýmsum gögnum. Þú getur skoðað kannanir um sömu laun fyrir sömu störf, tölur um laun þegar leiðrétt hefur verið fyrir vinnutíma, tölur um hreinar atvinnutekjur. Síðan getur þú skoðað mun á vinnutíma karla og kvenna. Þú ert með ótal atriði í samfélaginu sem þú getur skoðað - og allt þetta sýnir svart á hvítu að það er svo sannarlega til kynbundinn launamunur á Íslandi og hann er síst óverulegur. Eins og ég sagði áður, að halda því fram að hér sé ekki launamunur er eins og að halda því fram að jörðin sé flöt.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 18:19

19 identicon

Elísabet og Katrín, gætuð þið kannski bent á eina eða 2 kannanir sem styðja mál ykkar? Svo ég spyrji nú í annað sinn!

Ég man eftir könnunum frá Capacent og VR en ég man líka eftir þeim atriðum sem þær voru hvað mest gagnrýndar fyrir að taka ekki tillit til.

Lauma með örlítilli tilvitnun af heimasíðu samtaka atvinnulísins 

Ef mikilvægar skýringarbreytur vantar í rannsókn á launamun kynja, á borð við þær sem mest vægi hafa í sænsku rannsóknunum (eðli starfa, hversu krefjandi þau eru) þá er hætt við að niðurstöður verði bjagaðar í þá veru að fjarvera þessara skýringarþátta verði túlkaðar sem óútskýrður launamunur og þar með ómálefnaleg mismunun milli kynja.

Annars er hérna ágæta yfirferð um frumvarpið að finna á vindmyllunni!

Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:36

20 identicon

Var að hlutsa á viðtalið, þar talar hann um að hann sé á móti frumvarpinu t.d. út af því að þá gefi það jafnréttstofu, framkvæmdarvald, dómsvald og lögjafarvald í jafnréttismálum. Kannski er hann að miskilja frumvarpið, það er annað mál.

Svo skil ég ekki hvernig þið getið neitað sumum gögnum en sumum ekki. Gögnin sem styðja málstað ykkar eru sönn, þið getið samt ekki bent á þau. En það sem doktorar, tölfæðingar og fleirri hafa komist að að því að launamunrinn er óverulegur. Ég hef séð fleirri vísindalega gerðar rannsóknir á þessu sem sýna að munurinn er lítill sem engin en hitt. Líka allar kannanirnar sem sýna það eru gerðar af fólki sem hefur vit og þekkigu til að gera svona kannanir en fæstar sem sýna fram á launamun eru gerðar af slíku fagfólki. Þið virðist vara velja það sem hentar ykkur og vera duglegar að skýta út þá og það sem þið eruð ekki sammála.

Skemmtileg aðferðarfræði eða hitt og heldur.

Svo hlustið þið aldrei á gagnríni, hafið þið svona svakalega rétt fyrir ykkur að þið þurfið þess ekki. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:39

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjarni - ég berst ekki við vindmyllur.

Bjöggi. Og hvað er það í frumvarpinu sem veitir Jafnréttisstofu "framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald í jafnréttismálum"? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 18:42

22 identicon

Mér skilst að jafnréttisstofa geti gefið út bindandi ályktanir sem virka eins og lög, dómur og refsing. Fer eftir því hvernig valgleraugum þú horfir á málið hvernig þú túlkar það. Svo er ég ekki nógu vel að mér í lögfræði til að túlka þetta og þú ekki heldur, ég hef séð til þín þegar þú ert að reyna tala um lög. Sleptu þessu bara.

Talað við lögfróða menn sem hafa lesið þetta og ég treysti þeim til að vera sammála Fribba. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:57

23 identicon

Katrín - Sú skoðun þín að berjast ekki við vindmyllur er ákaflega áhugaverð, en ég sé ekki hvernig það kemur mér eða spurningu minni um þessar kannanir ,sem þið teljið (ekki) upp, neitt við!

Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:14

24 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjöggi - það er Kærunefnd jafnréttismála sem á að fá heimild til að gefa út bindandi úrskurði. Kærunefnd jafnréttismála er ekki hluti af Jafnréttisstofu. Vertu því ekki að apa þessa vitleysu upp eftir Friðbirni Orra...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:44

25 identicon

Þetta er því miður ekki nógu góð grein sem þú vísar í Elísabet. Þótt hún sé á vísindavefnum. Feministi sem samdi greinina. Það er líka vísað í skýrslu sem hafa sýnt fram á hvað mestan launamun kynjana. 

Þótt netið sé gott finnur maður ekki allt með google. Búinn að skoða nokkrar skýrlsu, eina meir að segja unna af jafnréttisráði fyrir hafnafjarðarbæ. Sú skýrlsa er ágætlega unnin og teknar inn breytur sem eru ekki taldar upp í greininni þinni elsíabet. Sú könnun sýnir ekki fram á nema 5% raunverluegan launamun þótt munur á meðalaunum sé næstum því 30%. Líka skýrslu sem var unnin fyrir verkfræðinga og vr sem sýna báðar að þegar er tekið tilit til alls sé launamunrinn ekki verulegur.

finn reyndar hvoruga á google. Reyndar finnur þú ekki vanalega svona skýrslur á google nema eitthver setji þær sérstaklega inn á netið og eitthveja hluta vegna er eins og feminstar sem eru sannfærðir um að launamunrinn sé mikill vera duglegastir að setja slíkar skýrlsu á netið.

Svo er svarið líka samið af kynjafræðingi, en það erum við akkúrat að gagnrína að kynjafræðingar hafa ekki nógu mikið vit á tölfræði til að tala um svona hluti. Nóg fyrir mig að skoða heimildirnar hennar til að taka ekki nógu mikið mark á henni.

Sorry...... 

bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:49

26 identicon

Ok kærunefnd jafnréttismála á ekki að fá svona mikið vald. Engin stofnun á að fá svona mikið vald eða hefur í dag.

Þessar nefndir og jafnréttisstofa eru sama tóbakið fyrir mér enda sama fólki á báðum stöðum.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:51

27 identicon

Mér finnst þetta alveg jafn slæmt, þótt rétt stofnun hafi ekki verið nefd í byrjun.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:52

28 identicon

Heyrðu jú Elísabet, hef heyrt um google, var búinn að lesa þetta á vísindavefnum, fann hana í gegnum google t.d. bara svona til að sýna hvað ég er duglegur að leita.

En í lokin á þessari grein segir : Nýjasta könnunin á almennum markaði er launakönnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur frá 2004 sem sýndi að karlar hafa 14% hærri laun þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar.

Og ef ég skoða leitina þína á google þá fæ ég frétt á sa.is sem segir 10-12% launamun. En einnig:

Gögn um ábyrgð starfsmanna, frammistöðu eða fjölskylduaðstæður voru ekki tiltæk, en vera kann  að hluta launamunarins megi rekja til þessara þátta. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða að einungis sé um kynbundinn launamun að ræða heldur getur munurinn stafað af mismunandi ábyrgð og frammistöðu.

Þannig að ég spyr aftur um þessar kannanir sem þið teljið upp. 

Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:01

29 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Bjarni skoðaðu t.d. launakönnun FV&H. 

Bjöggi - það er ekki sama fólkið á Jafnréttisstofu og í Kærunefnd Jafnréttismála. Kærunefndin er skipuð 3 lögfræðingum. Reyndar á það nýmæli að gerast verði nýja frumvarpið samþykkt að gera á kröfu um að a.m.k. einn þeirra hafi þekkingu á málaflokknum... Kærunefndin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera of máttlaus og taka ekki afstöðu í málum sem hún ætti að taka afstöðu til. Held því að áhyggjur þínar séu ástæðulausar. En nú ertu væntanlega búinn að fatta af hverju Friðbjörn Orri var að bulla... nema auðvitað að þú haldir líka að jörðin sé flöt

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 20:25

30 identicon

Hún hefur verið gagnrínd fyrir að vera máttlaus og núna á að færa henni vald sem ekki einusinni kjörnir fulltrúar hafa á gullfati. Kannski eru ekki allar sammála um að hún hafi verið eitthvað máttlaus. Kannski helst VG

Svo þarf ég ekkert að vera sætur, eru þið kannski svona sætar að það bætir upp fyrir eitthvað annað. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband