31.10.2007 | 11:27
Gáta
Marel auglýsir eftir forritara í Viðskiptablaðinu í dag. Þetta er heilsíðuauglýsing og yfirskriftin er "Forritun og ferðalög". Í starfslýsingunni:
Þú færð að:
- glíma við fjölbreytt og spennandi verkefni.
- sýna hvað í þér býr í hvetjandi umhverfi.
- vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði hátækniiðnaðar.
- vinna í öflugu þróunarumhverfi: Visual Studio, C# og SQL Server.
- ferðast um allan heim vegna starfsins.
Einnig er sagt:
Í boði er:
- góð vinnuaðstaða og mötuneyti.
- mikið sjálfstæði í vinnubrögðum.
- sveigjanlegur vinnutími
- opið og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.
- styrkir til símenntunar og íþróttaiðkunar.
Hljómar vel... en það er eitt sem ekki stenst. Hver er þversögnin, þetta tvennt sem ekki fer saman?
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Nema þeir ætli að redda barnapíu sem tekur barnið með í flugið og sér um barnið á meðan ég vinn. Einstæðar mæður eiga ekki séns í svona job sem felast í ferðalög um allan heim - það er ekki sveigjanlegur vinnutími að vera í útlöndum!
Sauðir!
Forritari og einstæð móðir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:39
Bingó - skrýtið að gera ekki kröfu um að orð og framkvæmd fari saman... svolítið eins og að halda að umsækjendur séu svo vitlausir að þeir fatti þetta ekki...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.10.2007 kl. 23:42
Sæl Katrín Anna, ég starfa hjá Marel og vann að því að gera þessa auglýsingu. Ég er feministi og einstæð móðir og hef unnið hér í 7 ár. Starfi mínu fylgja ferðalög og hefur það hingað til gengið mjög vel enda á sonur minn föður sem hugsar vel um hann líka. Fyrirtækið rekur fjölskylduvæna stefnu þar sem reynt er eftir bestu getu að samræma einkalíf og starf. Sveigjanlegur vinnutími á við þegar fólk er að vinna hér í höfuðstöðvunum og mjög mikið er gert til þess að hliðra til og koma til móts við þarfir fólks. Marel er einnig með sér barnaherbergi fyrir börnin þegar vetrarfrí, starfsdagar og annað slíkt er í skólum og leikskólum. Er það vel útbúið og eru börn allra velkomin með í vinnuna þegar þess þarf. Allir karlmenn og konur í fyrirtækinu sem eiga von á barni taka fæðingarorlof með fullum stuðningi fyrirtækisins.
Hinsvegar eru sum störf hér eru þess eðlis að viðkomandi, kona eða karl, þarf að ferðast til að sinna starfinu hjá viðskiptavinum enda 90% af okkar verkefnum erlendis. Starfið krefst þess og því er auglýst eftir fólki sem hefur tök á að ferðast. Það breytir því ekki að í stefnu fyrirtæksins er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki og fjölskyldum þeirra. Verra væri að auglýsa eftir forriturum, ráða þá og minnast svo á að þeir þurfi að ferðast vegna starfsins. Sem einstæð móðir sem unnið hef hér í mörg ár og þurft að ferðast um allan heim, Asíu, Ameríku og Evrópu get ég ekki sagt annað en að mér hafi tekist vel með hjálp fyrirtækisins og fjölskyldunnar að samþætta einkalíf og starf.
Ásgerður Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:11
Sæl Ásgerður. Takk fyrir þetta innlegg. Finnst þetta verðugt umræðuefni - þ.e. að skoða þessa hnattvæðingu í samhengi við fjölskylduvænt samfélag.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.11.2007 kl. 12:36
Sæl Katrín og þakka þér svarið. Umræðan er þörf og þarf að vera málefnaleg. Við hvetjum forritara af báðum kynjum eindregið til að sækja um störf hjá okkur enda eru í boði fleiri störf en bara þau sem krefjast mikilla ferðalaga ef að það hentar ekki viðkomandi. ,,Forritari og einstæð móðir " á fullt erindi til okkar og hvet ég hana til að sækja um enda vantar alltaf öflugt fólk, börn, hjúskaparstaða eða kyn eru engin fyrirstaða hér ; ) og örugglega til starf sem hentar. Með bestu kveðju, Ásgerður.
Ásgerður Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:02
"Nema þeir ætli að redda barnapíu sem tekur barnið með í flugið og sér um barnið á meðan ég vinn. Einstæðar mæður eiga ekki séns í svona job sem felast í ferðalög um allan heim - það er ekki sveigjanlegur vinnutími að vera í útlöndum! "
Eiga einstæðir feður eitthvað meiri möguleika í þetta starf? Hefði ekki verið nær að tala um einstætt foreldri ? Af hverju sér jafnréttissinninn Katrín Anna ekkert athugavert við þetta orðalag? Eða fór kannski "jafnréttis"- radarinn ekki í gang þar sem ekkert var minnst á karlmenn?
Jónas (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:49
Jónas, ég ætlaði einmitt að spyrja Katrínu, hvað hún hefði á móti einstæðum feðrum, en þú varst fyrri til. Ég var einstæður faðir í 12 ár en það þýddi ekkert fyrir mig að kvarta, ef ég þyrfti að ferðast vegna vinnu. Samt gat ég alltaf reddað málunum.
Vendetta, 8.11.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.