30.10.2007 | 18:02
Það sést hverjir eru í hjólastól...
Fór á ráðstefnu Femínistafélagsins "Kynblind og litlaus" á laugardaginn. Var mjög áhugavert, eins og við var að búast. Þarna komu saman nokkrir margbreytileikahópar að ræða hvað hver hópur glímir við og finna sameiginlega fleti á baráttunni. Um morguninn voru þær Þorgerður Þorvalds og Þorgerður Einarsd með fyrirlestra auk þess sem þarna var leikþáttur um staðalmyndir/fordóma nokkurra hópa og nokkrir strákar úr Götuhernaðinn kynntu sketcha sem þeir hafa unnið í sumarvinnu. Sketchana má skoða á öryrki.is og mæli ég sérstaklega með "Egils Kristal" (frá í fyrra) og "Diet Coke" sketchunum. Nokkuð ljóst að ég gæti ekki búið til sketch með punch línunni "það sést hverjir eru í hjólastól" en það geta hressir strákar í hjólastól gert! Segir okkur enn og aftur að hlutirnir eru afstæðir og það er ekki sama hver segir hvað - eða hvernig.
**
Eftir hádegi voru málstofur. Ég var málstofustýra í hópnum sem fjallaði um hver er normal. Freyja Haraldsdóttir sagði okkur þar frá sinni reynslu og fannst mér setningin hennar "mitt líf er mitt norm" afskaplega góð. Okkur finnst okkar líf vera normið...af því að það er eðlilegt fyrir okkur. Næsta manneskja á síðan sitt norm, sem er frábrugðið okkar, og svo koll af kolli. Þannig er margbreytileikinn - samansafn af ólíkum normum. Tatjana Latinovic, formaður félags kvenna af erlendum uppruna sagði okkur síðan frá þeim málum sem þær kljást við. Á eftir ræddum við málin og það var mjög fróðlegt. Eftir hlé var síðan pallborð. Mjög skemmtilegt - og ágætis upprifjun um aðdraganda Kvennafrídagsins. Finnst eins og hann hafi verið fyrir óralöngu en það eru víst bara 2 ár síðan...
**
Nú er bara málið að halda áfram. Hvað gerum við næst? Er einhver möguleiki á að við náum að útvíkka "normið" til að samfélagið meti allan þann margbreytileika sem mannfólkið býr yfir á jafnréttisgrundvelli? Við hljótum allavega að geta gert betur. Ein af spurningunum sem við glímdum við var hvernig við náum eyrum valdhafanna - hvernig er hægt að fá þá sem hafa skilgreiningarvaldið til að hlusta á "norm" annarra og útvíkka skilgreininguna á hvað er að vera normal?
**
Eitt að lokum - hér er frábær grein eftir Gauta B. Eggertsson um 10 litla negrastráka - skyldulesning fyrir þá sem halda að það sé í lagi að gefa bókina út árið 2007. Þarna er bókin sett í sögulegt samhengi - og uppruna sinn. Ég held svei mér þá eftir lesturinn að ég væri til í bókabrennu!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Kæra Katrín Anna,´
ég vona að þú sért að gera að gamni þínu þegar þú segist vera "til í bókabrennu". Ef þú ert ekki að gera að gamni þínu skora ég á þig að sitja ekki við orðin tóm til að horfast í raun og veru við afleiðingar orðanna.
Kristján B. Jónasson, 31.10.2007 kl. 02:22
Kynlaust litlaust Sértrúarsöfnuðatal, það er depurð yfir málflutningi femínista, svona eins og í sænsksovétbíómynd
DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:52
Bókabrennusetningin er sett fram án þess að full alvara sé á bakvið hana. Ég er hins vegar að velta fyrir mér hvað er hægt að gera í sambandi við endurútgáfuna - og mér finnst fullt tilefni til einhverra aðgerða (allar hugmyndir vel þegnar). Mér finnst það slæmur dómur á samtímann að endurútgefa þessa bók. Mér finnst enn verra að hún skuli seljast svona vel og verst af öllu finnst mér að þetta skuli vera barnabók sem börnum er leyft að lesa (eða lesið fyrir þau). Í staðinn fyrir bókabrennu væri kannski tilvalið að senda öll eintökin á safnið sem Gauti B. Eggertsson vísar á í greininni sinni?
Það er áhyggjuefni að svona mikið af barnaefni dagsins í dag virðist til þess fallið að ýta undir fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Ég hef nokkrum sinnum gagnrýnt efni sem hefur slæm áhrif á kynjajafnrétti og finnst full ástæða til að gagnrýna líka efni sem er stútfullt af kynþáttafordómum. Það er einhvern veginn ekki fallegt þegar sá hópur sem hefur völd í samfélaginu getur notað þau völd til að viðhalda stöðu sinni og kúgað aðra hópa í nafni tjáningarfrelsis og þess að hafa skilgreiningavaldið. Í þessu tilfelli tilheyri ég þeim forréttindahópi sem ekki þarf að kljást við fordómana - þ.e. ég tilheyri hvíta hópnum en ekki þeim kynþætti sem ráðist er á með útgáfu bókarinnar. Ég hef hins vegar engan sérstakan áhuga á að tilheyra hvíta liðinu og skýla mér á bakvið að þetta komi mér ekki við. Viðbrögð okkar við útgáfu bókarinnar segir sitt hvað um hvort við látum það viðgangast að aðrir kúgi í okkar nafni - og hvort við leyfum þar með kúguninni, sem er ætlað að viðhalda forréttindastöðu hvítra, að viðgangast.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.10.2007 kl. 11:11
Ætli bókabrennur hér áður fyrr hafi byrjað sem smá "djók".
Er ekki síðan best að taka "karlrembur" og brenna þær á eftir... svona í gríni?
Upprétti Apinn, 31.10.2007 kl. 14:02
Tja - það hafa nú verið uppi hugmyndir að grilla karlrembusvínið...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.