23.10.2007 | 14:41
Bleikir dagar framundan
Á morgun er 24. október!
Afmælisdagur Sameinuðu þjóðanna og kvennafrídaganna okkar íslensku. Hér er póstur sem ég fékk frá Femínistafélaginu sem tiltekur ýmislegt sem er í gangi af þessu tilefni:
Femínistafélag Íslands vekur athygli á fjölda viðburða í tengslum við femínistavikuna 2007. Tvær ráðstefnur um jafnréttismál verða haldnar á morgun, 24. október. Annars vegar: Erum við hrædd við jafnrétti? sem fer fram í ráðstefnusal Keilis á Keflavíkurflugvelli, og hins vegar: Jafnrétti og skóli, sem jafnréttisnefnd Kennaraháskólans stendur fyrir og fer fram í Skriðu, fyrirlestrasal KHÍ. Um kvöldið verður svo kvennas(t)und í Vesturbæjarlauginni, þar sem ÍTR býður konum ókeypis í sund og sturtusöng milli 19 og 22. Úthlutun úr Jafnréttissjóði og afhending árlegrar viðurkenningar Jafnréttisráðs fara einnig fram 24. október að vanda.
Á fimmtudag, 25. október stendur Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands fyrir hádegisrabbi um Doris Lessing, nýbakaðan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum. Það er Sigfríður Gunnlaugsdóttir, bókmenntafræðingur, sem heldur erindið sem hún kallar Að hafa töglin og hagldirnar: Doris Lessing og feminisminn. Erindið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12-13. Síðar sama dag stendur jafnréttisnefnd Kópavogs fyrir málþingi um konur í sveitarstjórnum, í tilefni af því að nú eru 50 ár liðin frá því að fyrsta konan varð sveitarstjóri á Íslandi, en það var Hulda Jakobsdóttir sem var bæjarstjóri í Kópavogi. Málþingið heitir Ég þori get og vil! og fer fram á neðri hæð Gerðarsafns í Kópavogi kl. 17-19.
Á föstudagsmorgun stóð til að hafa fund með handhöfum bleiku steinanna, en þeir eru hvatningarverðlaun Femínistafélagsins. Handhafar bleiku steinanna í ár eru þingmenn norðvesturkjördæmis, en þegar verðlaunin voru afhent sat engin kona á þingi fyrir kjördæmið. Vegna kjördæmaviku hjá Alþingi verður að fresta þessum fundi um viku þannig að hann verður haldinn föstudaginn 2. nóvember. Í staðinn hvetur Femínistafélagið femínista um allt land til að láta til sín taka.
Á laugardag, 27. október lýkur Femínistavikunni. Þá stendur Femínistafélagið fyrir ráðstefnunni Kynlaus og litblind? Samræða um margbreytileika. Þar kemur saman fólk úr ýmsum áttum, sem á það sameiginlegt að vera virkt í einhvers konar jafnréttisbaráttu, hvort sem er út frá kyni, kynhneigð, uppruna, fötlun, eða öðru. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Evrópuári jafnra tækifæra með styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Þarna gefst tækifæri til að hitta fólk, sem hefur áhuga á réttlátara samfélagi. Markmiðið er að sýna sig og sjá aðra, mynda tengsl og læra af reynslu annarra, eða í stuttu máli að deila hugmyndum og sýn á samfélagið. Um kvöldið verður svo femínistateiti á efri hæð Café Viktors, þar sem femínistar eru hvattir til að stíga á stokk og láta í sér heyra. Nánari dagskrá er að finna á www.feministinn.is.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
-
konur
-
soley
-
vglilja
-
salvor
-
andreaolafs
-
kristinast
-
thelmaasdisar
-
ingibjorgelsa
-
truno
-
bryndisisfold
-
vefritid
-
poppoli
-
hlynurh
-
margretsverris
-
annapala
-
hafmeyja
-
ugla
-
halla-ksi
-
kamilla
-
ingibjorgstefans
-
feministi
-
stebbifr
-
hrannarb
-
aas
-
bjorkv
-
ibbasig
-
ingo
-
matthildurh
-
emmus
-
svartfugl
-
gattin
-
saedis
-
gurrihar
-
afi
-
kennari
-
eddaagn
-
steindorgretar
-
fanney
-
brisso
-
gudfinnur
-
rungis
-
730
-
killerjoe
-
kosningar
-
id
-
orri
-
kjoneden
-
halkatla
-
vilborgo
-
tommi
-
jenfo
-
tryggvih
-
heiddal
-
almapalma
-
hrafnaspark
-
fletcher
-
klaralitla
-
lauola
-
maple123
-
ruthasdisar
-
alfholl
-
heidathord
-
siggisig
-
kjarninn
-
bjorgvinr
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
paul
-
arh
-
bleikaeldingin
-
astamoller
-
bene
-
bergruniris
-
hrolfur
-
hrafnhildurolof
-
temsaman
-
oskvil
-
handsprengja
-
baddinn
-
begga
-
abg
-
elvabjork
-
lks
-
super
-
athena
-
perlaheim
-
thorak
-
hallarut
-
malacai
-
almaogfreyja
-
volcanogirl
-
sabroe
-
astan
-
bjargandiislandi
-
rustikus
-
evags
-
sannleikur
-
zeriaph
-
hildurhelgas
-
drum
-
minos
-
kerla
-
stjaniloga
-
larahanna
-
lotta
-
mariataria
-
manisvans
-
sigurjonsigurdsson
-
joklasol
-
snj
-
saethorhelgi
-
tara
-
toshiki
-
sverdkottur
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
thorsteinnhelgi
-
thuridurbjorg
Athugasemdir
Vegleg dagskrá. Gangi ykkur vel og góða helgi!
Árni Gunnar Ásgeirsson, 23.10.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.