Skaðlegar staðalmyndir kynjanna

Í framahaldi af umræðunni um stöðu foreldra hér fyrir neðan og í samhengi við framtíðarsýnina er ekki úr vegi að fjalla aðeins um kynhlutverkin og skaðleg áhrif staðalmynda. Mynd segir meira en 1000 orð og því ætla ég að setja hér inn jafngildi yfir 2000 orða um þau kynhlutverk sem haldið er að kynjunum. Örugglega óþarfi að taka það fram að ég tel þetta vera skaðlegar staðalmyndir sem haldið er að börnunum... Fleiri en ég til í að berjast gegn þessu?

oskudagsbuningar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: birna

Takk fyrir góða og málefnalega umræðu Kartín

birna, 17.10.2007 kl. 13:42

2 identicon

Sæl.

Þó oftast sé ég ekki sammála feminískum sjónarmiðum þá er ég það hér. Þetta er ægilega gamaldags og það myndi sannarlega gleðja mitt lúna hjarta ef feministar þessa lands beindu spjótum sínum í meira mæli að markaðssetningu á barnavörum. Hausatalningarnar eru orðnar of fyrirferðarmiklar á verkefnalista  FÍ

Guðlaug Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:54

3 identicon

Skrif þín eru mjög áhugaverð og fá mig (ég sem hugsa yfirleitt voða lítið) til að hugsa um þessa hluti, get ekki sagt að ég sé sammála öllu en auðvitað eru ekki alltaf allir sammála. Mig langar einmitt til að benda á litina. Árið 1984, árið sem ég fæddist voru ekki öll barnaföt bleik á stelpur og ljósblá á stráka. Ég var alltaf í svona mjög ljótum brúnum litum og dimmrauðum og bláum litum. Ekki man ég heldur eftir að allt dót sem ég fékk hafi verið með mynd af disney prinsessu. Mér finnst voða margt hafa breyst á þessum rúmum 20 árum. Í dag er varla hægt að kaupa barnaföt fyrir bæði kyn....annaðhvort er það bleik stelpa eða ljósblár strákur, þannig að staðalmyndirnar byrja núna strax í móðukviði.

Ingrid Örk (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:25

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þessar staðalmyndir eru svo inngrónar í menninguna að maður tekur ekki eftir þessum sláandi mun þegar þessi búningarblöð koma inn um lúguna. En þegar þetta er sett upp með þessum hætti þá verður það svo kristaltært! Það þart algjörlega að vinna gegn þessu! Þetta er sannarlega góð og þörf umræða hjá þér!

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 17:02

5 identicon

Jebb! Ég er til í að berjast gegn þessu ;o)

Og þá ekki síst þessari sífelldu tengingu við ofbeldi í leik stráka. Þessir fimm ungu drengir ætla ýmist að höggva mann, skjóta mann eða reka á hol! Voða gaman...

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:04

6 identicon

Sammála, ef það verða ekki strákar í prinsessubúningi í næsta blaði þá ætla ég að springar úr reiði.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:08

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl og blessuð. Þar sem ég sé að þú ert oft í umræðunni langar mig að biðja þig kíkja inn á síðuna mína og kannski ef þú ert til í það, að birta smá um málið á þinni síðu og vísa í mín.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:21

8 Smámynd: Vendetta

Vissulega eru þetta staðalímyndir, en það er ómögulegt að sýna fram á að það sé skaðlegt. Ég held varla að unglingar velji sér námsbraut eða starfssvið eftir því hvaða leikföng þau léku sér að tíu árum áður.

Hins vegar finnst mér mikilvægara að banna allan innflutning á leikföngum og öðrum vörum frá alþýðulýðveldinu Kína í mótmælaskyni við mannréttindabrot kínveskra yfirvalda. Þá mundi þetta drasl sem myndin er af, hverfa líka.

Vita femínistar á Íslandi, að kínversk yfirvöld samþykkja, að stúlkubörn á munaðarleysingjaheimilum eru myrt eða látin deyja?

Vendetta, 17.10.2007 kl. 20:10

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Femínistar vita að mannréttindabrot eru framin á hverjum degi, víðs vegar um heiminn. Vissir þú t.d. að barnaþrælkun viðgengst í stórum stíl við ræktun kakóbauna? Þetta drasl sem er á myndunum myndi ekki hverfa þó það væri ekki keypt frá Kína - ríku löndin myndu þá bara finna annað fátækt land til að framleiða það fyrir sig. 

** 

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif neikvæðra staðalmynda þannig að þar hefur greinilega hið ómögulega tekist... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:18

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ásdís - skal svo sannarlega leggja orð í belg.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:19

11 identicon

Ég er til Kata. Byltingu strax! -eins og skáldið sagði...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:14

12 identicon

Syni mínum finnst töff að vera með naglalakk og tuskudýr eru í miklu uppáhaldi. Sérstaklega sætar mjúkar kisur og hundar. Mjög stelpulegt myndu margir segja, en honum finnst þetta allt saman mjög krúttlegt og auðvitað fær hann að vera eins og hann er. Hann lærir þá líka kannski að standa við skoðanir sínar og skammast sín ekki fyrir smekk sinn. Hins vegar hefur hann lítinn áhuga á að vera prinsessa í bleikum kjól. Þá eru sjóræningjarnir meira heillandi eða ofurhetjurnar. Einhverra hluta vegna væri erfitt að markaðssetja prinsessukjóla fyrir stráka - og einhverra hluta vegna vilja margar stelpur vera prinsessur í hlutverkaleikjum og á hrekkjavöku. Er það samfélagið sem hefur ýtt þessu að þeim?

Ég á erfitt með gera það upp við mig hvort ástæða þess að ég raki mig undir höndunum sé af hreinlætisástæðum eða kynjuðum kröfum. 

líf (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:26

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

hmmm líf. Raksturinn undir höndunum er klárlega af kynjuðum kröfum - nema þú viljir halda því fram að karlmenn séu svona drullugir... Hreinlætisástæður myndu ná yfir bæði kyn. Bendi á að hreinlætisástæðurnar eru alls ekki óumdeildar. Sumir halda því t.d. fram að fylgni sé á milli notkunar deodorants og brjóstakrabbameins - enda erum við konurnar oft að bera slíkt á nýrakaða og opna húð undir höndunum - á stað þar sem eru fjölmargir eitlar. (ég er nú samt ekki í neinni herferð gegn rakstri undir höndum - finnst það ekki stórmál). 

Varðandi litla strákinn þinn þá vona ég að hann haldi í það sem hann sjálfur vill. Það eru samt töluvert miklar líkur á því að fyrr eða seinna læri hann hvað er ásættanlegt fyrir hann að gera sem strákur í kynjuðu samfélagi sem vill steypa alla stráka í eitt mót og allar stelpur í annað. Það er ekkert markmið hjá femínistum að koma strákum í prinsessukjóla - en mikið afskaplega eru þetta einhæf og kynjuð hlutverk sem börnunum er úthlutað. Þarna er enginn margbreytileiki eða fjölbreytt hlutverk á ferð - og ekkert sem skarast á milli kynja.

Sóley - já ég er sko til í byltingu. Er ekki tími til kominn? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:48

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég myndi nú ekki taka neina sjensa sem ábyrg móðir og gefa henni báða!!! Annan í afmælisgjöf og hinn í jólagjöf. Ég meina, ekki viltu að hún verði ljót, óhæf móðir í framtíðinni?! Sem hún yrði án nokkurs vafa án þessara leikja. En ég er nokkuð viss um að hún verði algjör skvísu súpermamma með réttri þjálfun. Mér finnst líka allt í lagi þó það vanti Imagine: Prime minister leikinn... stelpur hafa hvort sem er ekki áhuga á slíku og það hefði örugglega slæm áhrif á heilastarfsemina að vera rugla í stelpum með einhverjum svoleiðis óþarfa!  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 11:32

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Minn 7 ára sonur vill endilega göt í eyrun og eyrnalokka, það fær hann hins vegar ekki fyrr en hann verður 11 ára, frekar en stóru systur hans fengu

En já, ég er til í baráttu gegn þessu rugli.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 15:25

16 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég er sammála Ingrid varðandi það að þetta hefur versnað mikið hin síðustu ár. Þetta er ótrúlega einhæft og leiðinlegt úrval, sérstaklega fyrir stelpur. Það sama má segja þegar maður ætlar að kaupa ungbarnaföt til gjafa, þá er varla hægt að fá neitt nema ljósbleikt eða ljósblátt. Eins og það eru nú lítið spennandi litir.

Svala Jónsdóttir, 18.10.2007 kl. 18:33

17 identicon

Ó mæ god! Þessi tölvuleikir sem Eyja Margrét bendir á! Ég er búin að hlæja mig máttlausa yfir þessu! En samt langar mig mest að fara að grenja yfir þeim núna. Þessi hlutverkaskipting er svo glötuð!

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband