Framtíðarsýnin

Það er engin ástæða til að finna upp hjólið aftur... hér er framtíðarsýn vinnuhóps á vegum Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti. Finnst hún bæði falleg og góð... akkúrat það sem ég vil berjast fyrir og stefna að!

The Task Force’s vision is of a world in which men and women work together as equal partners to secure better lives for themselves and their families. In this world, women and men share equally in the enjoyment of basic capabilities, economic assets, voice, and freedom from fear and violence. They share the care of children, the elderly, and the sick; the responsibility for paid employment; and the joys of leisure. In such a world, the resources now used for war and destruction are instead invested in human development and well-being; institutions and decision-making processes are open and democratic; and all human beings treat each other with respect and dignity. 

Ef ég ætti að umorða þetta myndi ég ekki hafa þetta alveg svona gagnkynhneigt - og láta koma fram viðurkenningu á fjölbreyttari fjölskylduformum (fyrsta setningin). En að öðru leyti er það bara ansi gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Sammála

Dísa Dóra, 16.10.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er alveg sammála þér, að þetta er mjög flott framtíðarsýn! Ég var bara að spá síðan hvenær hún er! Það er rétt að það mætti vera orðalag þarna efst sem að innifelur fleiri hópa, það er bara svo sterk gagnkynhneigðarhyggja í heiminum að það væri mjög rótttækt að hafa orðalagið víðtækara en samt um leið mjög flott!

Sunna Dóra Möller, 16.10.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Athyglisvert að virkur hluti af þessari jafnréttissýn er foreldrajafnrétti, sbr í textanum "They share the care of children,..."  

Þetta er  í anda barnasáttmála sameinuðuþjóðanna sem segir í 18. gr. 

"Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska"

Þegar allt þetta er sagt þá er sérstaklega athyglisvert og  dapurt að ný Jafnréttisstýra segir  í Fréttablaðinu þann 2 sept sl.

"Stundum heyrir maður raddir um að jafnréttisbaráttan hafi orðið til þess að tekið hafi að halla á karlmenn. Þar finnst mér umræðan komin í algert öngstræti. Það á sér stað mjög alvarleg umræða um forræðismál og réttindi einstæðra feðra. Það þarf að fara mjög gætilega í slíkum málum því fyrst og fremst eru það hagsmunir barnanna sem eiga að ráða".

M.ö.o. barátta okkar feðra til að vera jafn virkir uppalendur barna okkar óháð hjúskaparstöðu okkar með barnsmæðrum okkar, er ekki hluti af jafnréttisbaráttunni !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! skv hennar túlkun.

Almennt er að verða viðurkennt hér á landi eins og víðast erlendis að báðir foreldrar eru bestu hagsmunir barna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna.   það er bæði mannréttindamál, foreldra og barna en ekki síður jafnréttismál, þar sem jöfn foreldraábyrgð skapar kynjunum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði.

Í mínum huga lýsa ofangreind ummæli  þekkingarleysi Jafnréttisstýri og  ekki síður döprum gamaldagsviðhorfum. Mér finnst rosalega dapurt og sorglegt að svona komi frá nýskipaðri Jafnréttisstýru.

Gísli Gíslason, 16.10.2007 kl. 12:46

4 identicon

Ég ætlaði einmitt að benda á þetta sama og Gísli, en hann gerir það líklega betur en ég hefði getað gert.

Það eru vissir hlutir sem konur einfaldlega bara geta ekki kennt sonum sínum.   Ég efast meira að segja um að margar konur viti hvað það er að "manna drengina".

Fransman (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gísli - ég legg til að þú kynnir þér betur hvað Kristín hefur að segja í þessum málaflokki, sérstaklega áður en þú málar hana út í horn sem einhvern óvin í jafnréttisbaráttunni. Kvennahreyfingin hefur alltaf lagt mikla áherslu á aukna þátttöku feðra í umönnun og uppeldi barna sinna. Kristín hefur bent á að það er tiltölulega stutt síðan mæður fengu forræði yfir börnum sínum yfirhöfuð - eða rétt í kringum 100 ár. Jafnrétti og feðraveldi er sitthvor hluturinn og það verður að ræða. "Jafnrétti" á þeirri forsendu að faðir geti hunsað sínar uppeldisskyldur á meðan á sambúð stendur en krafist síðan að hafa hlutina eftir sínu höfði eftir skilnað er ekki jafnrétti - heldur feðraveldi. Baráttan fyrir jafnri umönnun þarf að ná allan hringinn og það er ekki hægt að einangra einar aðstæður, þ.e. aðstæður óháð hjúskaparstöðu, í umræðunni. 

Ábyrgir feður þurfa líka að rökstyðja sitt mál og sýna fram á að þeir séu í raun og veru að berjast fyrir jafnrétti kynjanna en ekki áframhaldandi karlveldi.

Vona síðan að þú lesir þetta fyrir það sem þetta er - ég styð heilshugar þátttöku feðra í allri umönnun og uppeldi barna sinna. Sá stuðningur er skilyrtur við að sú ábyrgð nái alla leið - en ekki eftir dúk og disk. Með þessu er ég heldur ekki að saka feður um að haga þátttöku í uppeldi eftir dúk og disk - en ég skil hvað Kristín er að tala um. Það er ansi hæpið að tala um að það halli á karlmenn þegar konur hafa staðið í áratuga langri baráttu til að fá feður til að sinna sínum helming af barnauppeldi - bendi t.d. á harkaleg viðbrögð sem ég fæ oft á tíðum við mínum skrifum þegar ég minnist á uppeldi barna og skaðleg áhrif ýmsa karlmennskuímynda á karlmenn - t.d. ímyndir sem loka að miklu leyti á föðurhlutverkið (umræðan um leikfangabæklingana enn og aftur gott dæmi...). 

Hvað segirðu annars Gísli um stuðning við baráttuna gegn neikvæðum staðalmyndum kynjanna? Baráttuna gegn klámi, vændi og ofbeldi? Gegn klámvæðingunni? Fyrir jöfnum launum? Eru þetta allt málaflokkar sem þú styður og hvernig beitir þú þér í þeim?

Fransman - ég efast um að Gísli taki undir þetta hjá þér, enda veit hann eflaust að feður eiga margir hverjir líka dætur... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.10.2007 kl. 15:50

6 identicon

Einhvernveginn finnst mér jafnréttisbaráttan svo mikill grautur. Orsakasamhengið er að fara í svo mikla hringi að það er erfitt að finna rót vandans, ef það er til eitthvað sem heitir rót vandans í þessum efnum. Ef maður hugsar t.d um það þið Gísli ræðið um þá er eiginlega ekki hægt að ætlast til þess að feður séu yfir höfuð jafnábyrgir foreldrar nema með því að gjörbyllta öllu.

Af hverju taka mæður yfirleitt meiri þátt í uppeldinu en feður? Ef til vill vegna þess að konur njóta ekki launajafnréttis og því eru þær yfirleitt tekjulægri einstaklingurinn. Það er því hentugra fyrir heimilið að ef annar aðilinn þarf að draga úr vinnu eða hætta henni til að geta annast um barnið að það sé tekjulægri einstaklingurinn.

En af hverju eru konur tekjulægri? Hluta af skýringunni má kannski finna í því að áður fyrr sáu konur um heimilið á meðan karlinn vann. Þegar konur fóru svo að sækja inn á vinnumarkaðinn var heimilið enn á herðum kvennana þannig að ef barn fæddist eða veiktist eða þurfti einhverja umönnun, var það enn hlutverk konunar að sjá um barnið, m.a vegna þess að hún var tekjulægri. Konur voru því ekki eins devoted fyritækinu eins og karlinn sem hafði engar skyldur á heimilinu aðrar en að koma heim með launin. Það kann að skýra að karlinn var/er eftirsóttari starfskraftur og því fær hann meira borgað.

En af hverju hefur þetta ekki breyst? Kannski vegna þess að karlar líta ekki á konur sem jafningja. Samfélagið er á mörgum sviðum niðurlægjandi fyrir konur vegna klámvæðingarinnar. Það er sannað að útlitið skiptir konur máli þegar þær sækja um hjá karlmönnum (og meirihluti fyritækja er í eigu karlmanna).

Svona gæti maður haldið endalaust áfram að rekja sig að rót vandans, loks yrði maður kominn aftur á byrjunarreit.  

manuel (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:25

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já manuel - þess vegna þurfum við byltingu Kynjakerfið er orðið svo fast í sessi að það er erfitt að brjótast úr viðjum vanans. Þar ofan á bætist allt það effort sem sumir leggja á sig til að viðhalda því/styrkja í sessi (sbr klámvæðingin) og tregðan við að breyta. Í raun getum við samt gert miklu betur, t.d. bara með því að hætta að hlaupa í vörn í hvert skipti sem jafnréttismálin ber á góma. Það er bara staðreynd að við búum við kynjamisrétti og við tökum öll þátt í að viðhalda kynjakerfinu með einum eða öðrum hætti. Við getum samt aflað okkur þekkingar (eða nýtt þá þekkingu sem við búum yfir) til að breyta hlutunum. Ein hugmynd er t.d. að ala börn upp á svipaðan hátt en skikka þau ekki inn í bleika eða bláa boxið strax við fæðingu - með mismunandi fötum, mismunandi leikföngum, mismunandi væntingum og mismunandi framkomu... Önnur er að foreldrar axli jafna ábyrgð á umönnun og uppeldi barna sinna og hugsi aktívt um hvernig samfélag það vill byggja fyrir börnin sín. Það krefst breytinga - bæði á hugarfari og hegðun.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Það olli mér miklum vonbrigðum að hún dæmir baráttuna fyrir foreldrajafnrétti  sem baráttu forsjárlausra feðra. Þarna vantar heildarmyndina.  

Samlíking Kristínar um að það væru bara 100 ár síðan mæður fengju forsjá barna  var einnig döpur.   Uppeldismál snúast ekki um feðra eða mæðraveldi. Þau snúast um rétt barna til að alast  upp hjá báðum foreldrum sínum  og það eru bestu hagsmunir barna og það tekur hún ekki undir.   

Feður í  sambúð hafa almennt aldrei verið virkari í uppeldi barna sinna og feður taka fagnandi þeim réttindum sem bjóðast sbr feðra orlof.   Ef skoðaður er fjöldi umgengnismála hjá Sýslumannsembættunum, þá má einnig glögglega sjá að feður vilja og þrá meiri þáttöku í lífi barna sinna eftir  skilnað en einhverjar helgarheimsóknir.   Það er þvert á hina hefðbundnu staðalímynd feðra.

Ábyrgir feður berjast fyrir foreldrajafnrétti  en ekki karlaveldi.  Það má benda á að að síðasta aðalfundi var nafni félagsins breytt í "Áhugafélag um foreldrajafnrétti" til að undirstinga þessa áherslu í stefnu félagsins.   Það á eftir að uppfæra vefinn með breyttu nafni en það má sjá á vefnum lög félagsins sem segja  m.a.

"Félagið er áhugafélag um foreldrajafnrétti og tilgangur þess er að veita feðrum, forsjárlausum foreldrum og börnum þeirra stuðning.  Félagið vill stuðla að málefnalegri umræðu um stöðu barna og foreldra, þannig að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi að sem flest börn alist upp hjá báðum foreldrum. Viðurkennt verði að jafn réttur foreldra til uppeldis og umönnunar barna sinna, sé grundvallar  réttur barna og foreldra óháð fjölskyldugerð."

Ég veit ekki hvernig hægt er að sýna það betur að félagið vill ekkert karla eða feðraveldi, heldur foreldrajafnrétti, sem eru bestu hagsmunir barnanna okkar.

Undir þetta ættu bæði Feministar og Jafnréttistofa að  taka!?. Því miður get ég ekki séð að Kristín sé þessu sammála, eða ? Ef svo þá ætti hún að gera betur grein fyrir sínu máli.

Það er staðreynd að kynbundinn munur er hvergi meiri en í forsjármálum. Um það hef ég skrifað m.a.  sjá grein. Þar skrifaði ég m.a.

"Munur í foreldraábyrgð kynjanna er almennur, bæði þegar foreldrar búa saman en mestur þegar foreldrar búa ekki saman. Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð. "

Ég styð í hjarta mínu  baráttuna gegn neikvæðum staðalmyndum kynjanna? Baráttuna gegn klámi, vændi og ofbeldi? Gegn klámvæðingunni? Fyrir jöfnum launum? Það eru dugleg samtök sem vekja alhygli á þessum málum.  Ég hef reynt að benda á hina hlið jafnréttismála sem er ekki fjallað um, s.s. foreldrajafnrétti, ofbeldi gegn körlum osfrv, sem ekki er fjallað um og stundum finnst manni eins og maður sé rödd í eyðimörkinni að benda á þetta.

Ég vil svo að lokum þakka þér fyrir málefnalega umræðu á þínum vef.   

Gísli Gíslason, 16.10.2007 kl. 21:40

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, takk sömuleiðis. Umræðan er mikilvæg. Mér sýnist þú og Kristín vera inn á sömu línu varðandi að það eru hagur barnsins sem á að hugsa um.  Eins og hún bendir um að þá þarf að ræða þetta -  út frá öllum hliðum. Þá þarf að taka ýmislegt með í  umræðuna og þar með hlýtur líka að þurfa að ræða málefni eins og  ábyrgð  og þátttaka frá upphafi, staðalmyndir kynjanna og kynhlutverkin.

Það þarf líka að ræða ýmis önnur viðkvæm mál og ég held að þetta sé ekki rétti vettvangurinn til þess að ræða þess mál ofan í kjölinn. 

Hins vegar tel ég að það að einblína eingöngu á forsjá eftir skilnað sé allt of þröngt sjónarhorn. Ef jafnrétti á að nást þá þurfa mun fleiri hlutir að breytast í okkar umhverfi. 

Ég bendi líka á að Kristín býr yfir mikilli sérþekkingu á sviði jafnréttismála. Það að stilla henni upp sem einhverjum andstæðingi minnir mig óþarflega mikið á allar þær neikvæðu yfirlýsingar um femínista sem birtust á heimasíðu Félags ábyrgra feðra í upphafi. Ég vona að sú afstaða sem þar birtist hafi liðið undir lok og finnst nafnabreyting félagsins jákvæð, þó ég sé reyndar alveg fylgjandi því að feður hafi sérstakt félag - en auðvitað er ég á því að slíkt félag eigi ekki að stuðla að karlréttindum heldur jafnrétti - eða kynjaréttlæti, eins og sumir segja. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.10.2007 kl. 10:41

10 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er einmitt skilgreining á hvað séu bestu hagsmunir barna sem eru ekki á hreinu í samfélaginu.  Margir telja að bestu hagsmunir barna sé að mamma ráði öllu.   Það er alls ekki viðurkennt að báðir foreldrar séu bestu hagsmunir barna. Þannig hafa dómarar á Íslandi ekki heimild til að dæma í sameiginlega forsjá og er ísland eina landið í Evrópu ennþá með það fyrirkomulag.    Það er mikil þörf  á að Kristín geri betur grein fyrir sínum sjónarmiðum.

Forsjármál eftir skilnað eru mjög mikilvægur þáttur í jafnréttismálum en hafa því miður fengið alltof litla umfjöllun, enda kyndbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokk.  En auðvitað er þessi málaflokkur bara hluti  af heildarmyndinni.

Starfsemi Félags ábyrgra feðra hefur verið hófsöm og málefnaleg í langan tíma.  Þegar ég var formaður áttum við ágætt samstarf við Jafnréttisstofu, m.a. skrifaði Ingólfur V. Gíslason starfamður Jafnréttisstofu grein í blaðið Ábyrgir feður.  Blaðið er fyrsta jafnréttisblað karla á Íslandi.  Einnig styrkti Jafnréttisstofa félagið þegar haldin var ráðstefnan "Feður í samfélagi nútímans".   Félagið er mikilvægur þáttur í jafnréttisumræðunni á Íslandi en hefur orðið fyrir ýmsum fordómum og þannig er staða þeirra ekki ósvipuð og rauðsokkanna í denn.   Bæði vildu breyta og uppskáru fordóma.   Bernskubrek félagsins sem og fordómar í garð þess hafa samt verið félaginu þung í skauti á margvíslegan hátt. En kannski eru fordómarnir rækasta sönnun þess að félagið hefur haft áhrif. Ég er hættur en tel að ásýnd félagsins hafi mildast mikið þann tíma sem ég var formaður.

Þegar ég var formaður, þá held ég að ég hafi aldrei minnst á  feminsta og ég hef aðeins skrifað eina grein á blog síðu mína um feminista, sem heitir Feminstar og Jafnrétti.  Sóley Tómasdóttir sagði að sú grein væri full af fordómum.  Og ég sem hrósa Feministum heilmikið í greininni. !!

Gísli Gíslason, 17.10.2007 kl. 11:25

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hmmm. Ég verð nú að taka undir með Sóleyju að þarna birtast fordómar. Þó þú hrósir Femínistafélaginu neðst þá tekur þú undir slatta af mýtum um jafnréttismálin og Femínistafélagið.

Fyrir það fyrsta er greinin sem þú bendir á í upphafi (og hrósar) stútfull af fordómum gagnvart Femínistafélagi Íslands... Hvorki Femínistafélag Íslands né aðrir femínistar sem ég veit um stilla þessu upp sem konur á móti körlum. Það gera hins vegar andstæðingar femínista grimmt og oft. 

Fyrir það næsta þá hunsar þú alveg alla þá vinnu sem femínistar hafa lagt í fjölskylduvænt samfélag og sameiginlega ábyrgð foreldra. Það voru femínistar sem börðust fyrir aukinni þátttöku feðra í heimilishaldi og uppeldi/umönnun barna sinna. Það eru femínistar sem hafa haldið baráttunni á lofti fyrir minni kynjaskiptingu í störf o.s.frv. Ég verð því að segja að mér finnst þú afar ósanngjarn í þessu mati þínu á framlagi femínista og þetta er þar að auki eitthvað sem mjög auðvelt er að hrekja (fyrir utan að vera einfaldlega bara pirrandi, enda fúlt að leggja á sig heilan helling af vinnu sem síðan er afgreidd ósýnileg). Ég vil af þessu tilefni benda á að harkalegustu viðbrögðin við t.d. breyttu uppeldi barna (sérstaklega stráka) koma frá karlmönnum sem ekki telja sig til femínista. 

Næsta sem þú tekur fyrir eru ofbeldismálin. Nú hef ég ekki kynnt mér nægjanlega vel hlutfall kvenna vs karla sem beita börn ofbeldi svo ég læt það liggja að einhverju leyti milli hluta. Veit vel að sumar konur beita börn sín ofbeldi en tel að rannsóknir á þessu sviði séu af allt of skornum skammti. Hins vegar er alveg ljóst að ofbeldi af hálfu karla er allt of mikið og það birtist eins og hálfgerð smjörklípuaðferð að taka ekki á því ofbeldi heldur sópa því undir stól á þeirri forsendu að konur beiti líka ofbeldi. Það er alveg augljóst af tölum um dauðsföll og áverka að þarna er ekki jafnt hlutfall á milli kynja. Ábyrga afstaðan hlýtur að vera að taka á þessum málum af sanngirni. Þú sleppir algjörlega að minnast á kynferðisofbeldi og þar er staðreyndin einfaldlega sú  að gerendur eru í yfirgnæfandi meirihluta karlar - hvort sem þolendur eru konur, karlar eða börn. Hlutfall þolenda þar er svo hátt að fæstir ráða við að hugsa um það - hvað þá bregðast við af fullri hörku - eins og þarf að gera. 

Varðandi sameiginlega forsjá þá eru þessi mál flókin. Hér á landi er sameiginleg forsjá orðin að meginreglu eftir því sem ég best veit. Ég hef vissar efasemdir um þessa reglu, viðurkenni það alveg. Ástæðan er sú að ég tel að til þess að sameiginleg forsjá gangi upp þá þurfi samband að vera gott á milli foreldra og það er eitthvað sem ekki er hægt að binda í lög. Stærsta vandamálið við sameiginlega forsjá er hins vegar að mínu mati tengd þeim tilfellum þar sem um ofbeldi er að ræða. Það þarf að fara vandlega yfir þau mál og ræða. Það er afar viðkvæmt og eldfimt - en nauðsynlegt engu að síður, sérstaklega þegar við lítum svo á að við ætlum að ræða þetta með hagsmuni barnanna að leiðarljósi en ekki réttindi foreldra til að vera með börnum sínum. Ég tel að hér þurfi einnig að leggja aukna áherslu á rannsóknir. 

Reyndar má líka velta upp þeirri spurningu hvort hag barnanna sé ekki best borgið ef foreldrar ná að búa saman í hamingjusömu og ástríku sambandi? Tek fram að ég er ekki hlynnt því að foreldrar hangi saman barnanna vegna í óhamingjusömu eða mannskemmandi sambandi því það smitar út frá sér (og foreldrar eru jú líka fólk...). Hins vegar hefur skortur á jafnrétti í samböndum oft verið nefnd sem meginástæða skilnaða. Það ætti að vera umhugsunarefni út af fyrir sig.  

Kynbundið ofbeldi snertir ekki aðeins þau sem fyrir verða. Það hefur áhrif á allt samfélagið. Ég held að karlar séu að vakna upp við þann vonda draum að ofbeldi annarra karla hefur áhrif á þá sjálfa, þeirra möguleika í lífinu og viðhorf til þeirra. Vonandi hefur það þau áhrif að karlar fari í auknum mæli að beita sér í baráttunni gegn ofbeldi, hvaða birtingarmynd sem er, en því miður er okkar samfélag illa í stakk búið till að taka á þessum málum.

Ég bendi að lokum á að það skortir tilfinnanlega karla í baráttuna gegn klámi, vændi og klámvæðingu. Vona að þú og aðrir karlar hoppi á þann vagn fljótlega. Það hlýtur að vera partur af ábyrgu uppeldi að berjast á móti athæfi sem gengur út á að konur séu söluvörur/neysluvörur - eða kynlífshjálpartæki fyrir karla. Eftir allt þá eiga feður líka dætur. 

Pointið mitt með þessu öllu (þó í belg og biðu sé) er kannski að benda á, enn og aftur, að það er ekki hægt að einangra forsjármál eftir skilnað sem afmarkaðan hluta af jafnréttisbaráttunni. Þetta hangir allt saman og það þarf að taka málin í víðu samhengi. Forsjáin ein og sér er ekki jafnrétti - heldur öll umgjörðin og að skapa fjölskylduvænt samfélag sem byggir á jafnrétti, gagnkvæmri virðingu og sameiginlegri ábyrgð.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.10.2007 kl. 13:20

12 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég hrósa í greininni feministum en fjalla um hvernig ég hef upplifað stundum þeirra framsetningu.  Ég hygg að það sé ekki bara  ég sem upplifi stundum feminsta á þennan hátt, þ.e. að þeir fjalli um karlmen sem vandamál. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég veit ekki hvað gerist innan feministafélagins en ég er innilega sammála markmiði þeirra um jafnrétti kynjanna, þó kannski greini á um leiðir eða aðferðir að markmiðinu.   Almennt finnst mér feminstar vinna gott og þarft starf, en þeir verða líka að þola gagnrýna umfjöllun.

Á ráðstefnunni karlar til ábyrgðar voru karlmenn við háborgðið sem voru í gömlu karlanefnd jafnréttisráðs, (sem var lögð niður). Þeir sögðu að þegar þeir hefðu lagt til að jafna þyrfti rétt kynjanna til fæðingarorflofs þá hafi þeir fengið virka andsköðu frá ýmsum kvennréttinda konunum.   Þeir voru því aldeilis ekkert á því að jafn réttur til fæðingarorlofs væri neitt konum eða þeirra hreyfingu að þakka.

Forsjármál eru ekkert flókin, það er ekki rétt.  Oft eru þetta notað sem rök til að dreifa málunum til að réttlæta ríkjandi ástand, þ.e. móðurréttinn, eins foreldris forsjá, sem oftast er versti kosturinn fyrir barn.  Það eru til fullt af rannsóknum sem styðja  það.   Foreldrar skilja og  barn á áfram tvo foreldra.   Sameiginleg forsjá þýðir ekki að foreldrar geri allt saman heldur að barn eigi áfram tvo uppalendur og hafi rúma búsetu hjá báðum í sama hverfi.  Flestar ákarðanir um barn eru hjá því foreldri sem það dvelur, þó vissulega verði alltaf meirihátta ákvarðanir sameiginlegar.   Raunar sýna rannsóknir að í slíku fyrirkomulagi hjaðna skilnaðardeilur mun fyrr og að börn spjara sig betur.   Margir hafa efasemdir  út í þetta og það byggir á vanþekkingu.  Foreldrar hætta ekki að elska börnin sín og börnin hætta ekki að elska foreldrana þó foreldrarnir skilja. 

Helstu framfarir í foreldrajanfrétti hafa orðið til eftir að löggjafinn varð að breyta lögum í kjölfar hæstarréttardóma.  Það að sameiginleg forsjá varð meginregla í lögum var að mínu vita vegna þess að þetta var allsstaðar orðið erlendis og að Félag ábyrgra feðra þrýsti á ráðherra um að Forsjárnefnd var kölluð saman og í famhaldi varð lagabreytingin.  Ég hef ekki getað fundið hvar kvenna eða feminstahreyfingar hafa breytt miklu hér.

Það vantar tilfinninanlega að konur styðji baráttu karla fyrir foreldrajafnrétti, óháð hjúskaparstöðu. Kannski er ástæðan sú að margar konur trúa ekki á það, sbr orð þín að þú hafir efasemdir um að sameiginleg forsjá sem meginregla sé góð.  Trúlega er Jafnréttisstýra þér sammála.

Það er mikið rætt um ofbeldi en það er ekki rætt og þá gjarnan allta stillt upp að karlar eru gerendur og konur og börn þolendur. Þetta er röng birtingarmynd af ofbeldi, en þetta er hluti af staðlímyndum kynjanna sem þarf að breyta.  Það þarf að fjalla um allt ofbeldi en ekki bara það, þar sem karlar eru gerendur. Uppá það vantar í umræðuna.

Það er alveg rétt að forsjármál er ekki  hægt að einangra en því miður hafa  þau ekki verið á dagskrá og staðreyndin er að fátt hjálpar konum meir á vinnumarkaði en að jafna foreldraábyrgð kynjanna.

Hvað sem því líður Katrín, þá finnst mér reglulega gaman að skiptast á skoðunum við þig.  Ég býst við að þú sért ánægð með blaðið Ábyrgir feður og erindin á ráðstefnunni okkar, þar sem að þú gerir engar athugasemdir við það.   Að öðru leyti er skoðanaágreiningur bara hollur og  heilbrigð skoðanaskipti getur aukið víðsýni. Og ég held að við getum verið sammála niðurlagi títtnefndrar greinar, sem þú gagnrýnir en þar segi ég:

"Bæði kynin þurfa að taka höndum saman til að jafnrétti kynjanna náist og þá verða bæði kynin að gera sér grein fyrir  að jafnrétti er gagnvirkur ferill og bæði kynin verða að geta litið í eigin barm til að við náum fram jafnrétti kynjanna í okkar samfélagi."

Svo þakka þér þér ágæt skrif.

Gísli Gíslason, 17.10.2007 kl. 15:37

13 identicon

Ætli umræðan um ofbeldi kvenna gegn körlum sé ekki í réttu hlutfalli við þau ofbeldisverk sem konur fremja á körlum. Held að í yfirgnæfandi meirihluta tilvika sé það karlmenn sem beita ofbeldi í samböndum, og því sé það alvarlegra samfélagsmein. En auðvitað verða báðar raddir að heyrast.

manuel (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:23

14 Smámynd: Gísli Gíslason

Manuel.  Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar  og  karlar.  Framsetning á ofbeldi hér á landi  og í Skandinavíu er  að karlar séu gerendur í 80-90% af öllu ofbeldi.  Þetta er trúlega fjarri öllu sanni.  Skv rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér.   Um þetta er ekki fjallað, hvorki af feministum né öðrum.

Gísli Gíslason, 17.10.2007 kl. 18:30

15 identicon

Mér þætti athyglisvert að sjá t.d hlutfall karla sem kemur inn á sjúkrahús vegna ofbeldisverka kvenna VS konur sem koma inn á sjúkrahús vegna ofbeldisverka karla. 

Ofbeldi er hrikalega víðtækt hugtak. Ég gæti kallað konu bjána og það er skilgreint sem ofbeldi. Ég gæti líka limlest mann þannig að hann muni aldrei verða samur, og það er ofbeldi. Þetta er skilgreint sem sami hluturinn (ofbeldi), en allir geta verið sammála um að þetta er langt því frá að vera viðlíka verknaðir.

Verði átök á milli karls og konu er það oft ójafn leikur. Þess vegna er það litið alvarlegri augum þegar karlar grípa til ofbeldis gegn konum en öfugt.

En auðvitað er ofbeldi aldrei réttlætanlegt sama hvaða kyni gerandinn og fórnarlambið er. 

manuel (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband