Skaðleg efni í snyrtivörum

Eftirfarandi frétt er núna inn á ruv.is:

Blý í mörgum varalit

Blý er í meira en helmingi þekktra tegunda af varalit, og yfir hættumörkum í mörgum þeirra. Neytendasamtök í Bandaríkjunum segja að sérfræðingar í Santa Fe í Kalíforníu hafi athugað hvort blý væri í 33 þekktum tegundum varalits. Rannsóknin hafi ekki aðeins leitt í ljós að blý væri í tæplega tveimur þriðju þeirra, í þriðjungi væri meira af efninu en Matvæla-og lyfjaeftirlitið heimilaði að væri í sælgæti og öðrum neysluvörum barna. Ekkert blý hefði hins vegar verið í rúmum þriðjungi. Mest blý var í varalit frá Cover Girl, L 'Oreal og Christian Dior.

Af og til birtast fréttir um skaðsemi snyrtivara. Konur nota mun meira af snyrtivörum en karlmenn, þ.m.t. alls kyns krem o.þ.h. sem borið er á allan kroppinn. Húðin er eitt stærsta (eða stærsta?) líffæri líkamans. Húðin drekkur í sig efnin og þaðan komast þau í sumum tilfellum út í blóðrásina. Sumir viðurkenna þetta, aðrir en ekki. Nýlega sá ég auglýsingu fyrir sápur sem áttu að hafa ýmis áhrif með þessu móti, þ.e. út af upptöku efna í gegnum húðina. Önnur sápan var með koffíni og átti að hjálpa fólki að vakna og ég man ekki hvað var í hinni. Bent hefur verið á ýmis krabbameinsvaldandi efni í snyrtivörum, t.d. efnið paraben sem finnst í nær öllu; sápum, förðunarvörum, húðkremum, sjampóum o.s.frv.

Sumir reyna að komast hjá þessum aukaefnum með því að kaupa snyrtivörur sem merktar eru paraben free, náttúrulegar vörur eða með því að snúa sér að eldhússkápunum. Haframjöl og sykur, blandað með smá vatni er t.d. fyrirtaks scrub og olífuolía og kókosfeiti tilvalin body-lotion. Í Iron Jawed Angels sjást söguhetjurnar búa sér til varalit úr rósablöðum. Hef nú ekki prófað það og get því ekki kvittað upp á hversu árangursríkt það er... en það má alltaf prófa. 

Við sem neytendur treystum því oft að framleiðendur gæti sín á því að nota ekki skaðleg efni í þær vörur sem við kaupum. Því miður er sumum slétt sama og aðrir annaðhvort kjósa að hunsa upplýsingar um skaðsemi eða vita hreinlega ekki um hana (enda á örugglega eftir að koma mun meira í ljós um áhrif allra þeirra aukaefna sem við látum í okkur og á).    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Kannski treystum við um of á eftirlitisstofnanir. Ég hef oft velt því fyrir mér þegar ég les á umbúðirnar hvort ég megi treysta því sem ég stendur þar 

Þóra Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Mér finnst umhugsunarvert, hversu hátt hlutfall kvenna telur það nánast lífsnauðsyn að smyrja sig öllum þessum rándýru dag og næturkremum, úða á sig ilmvötnum, mála varir og skyggja augu. Að ekki sé nú minnst á hárið og alla þá útgerð, sem fylgir því. Þeir eru nokkuð margir miljarðarnir, sem velta í þessum snyrtivöruheimi; heimi, þar sem útlitið eitt skiftir máli. Og fyrir hverja...?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.10.2007 kl. 13:38

3 identicon

Eru ekki snyrtivörur, og þá sérstaklega þær sem eiga að "yngja" konur upp og láta þér fá mýkri húð og kyssilegri varir, enn ein birtingarmynd karlaveldisins ?

Ekki það að ég hafi neitt á móti snyrtivörum, nema síður sé

Fransman (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband