28.9.2007 | 14:36
Hjúkrunarfræðingar og löggur
Launamunur kynjanna er eitt af samþykktu jafnréttismálum samtímans. Með samþykktum meina ég að fólk almennt viðurkennir að það sé mismunun að greiða kynjunum ekki sömu laun. Launamunurinn hefur verið greindur í nokkra þætti. Nærtækasta (og samþykktasta) dæmið er fyrir laun fyrir sömu störf. Tveir einstaklingar sem vinna sama starf eiga að fá sömu laun, óháð kyni. Lög þess efnis voru samþykkt árið 1961 og þá höfðu atvinnurekendur 6 ára aðlögunartíma til að kippa málum í lag. Það hefur ekki enn gerst.
Önnur tegund af launamun sem hefur verið í umræðunni er launamunur á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Samfélagið er að mörgu leyti ekki alveg búið að samþykkja þetta mál sem part af jafnréttisbaráttunni. Kynjamisrétti birtist hins vegar meðal annars í því að framlag kvenna til samfélagsins er minna metið til launa. Þetta hefur stundum verið nefnt þegnskylduvinna kvenna - að vinna ýmsa ólaunaða eða lágt launaða vinnu sem er samt bráðnauðsynleg til að samfélagið sé starfhæft. Baráttan fyrir kynjajafnrétti gengur m.a. út á það að konur verði ekki lengur skikkaðar í þessa þegnskylduvinnu heldur fái sanngjörn laun fyrir sín störf.
Gott dæmi um þetta er sú umræða sem á sér nú stað um laun lögreglumanna og hjúkrunarfræðinga. Fyrrnefnda stéttin er hefðbundin karlastétt og þar á að bæta við 30.000 kr aukagreiðslu á mánuði vegna álags og manneklu. Sama staðan hefur verið upp á tengingnum hjá hjúkrunarfræðingum í nokkur ár en þeim er neitað um aukagreiðsluna. Þetta er ein birtingarmynd kynjamisréttis. Fólk samþykkir frekar að koma til móts við karla í launum en konur. Í þessu tilfelli er alls ekki hægt að segja að hjúkrunarfræðingar hafi ekki sóst eftir þessu enda hafa þær (og örfáir þeir) verið í mjög sýnilegri kjarabaráttu - og einmitt sóst eftir að þessi heimild til aukagreiðslu verði nýtt.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Þetta hefur ekkert með kyn að gera. Lögreglustarfið er langt m erfiðara. Mætti samt hkka báðar stéttir en lögreglmenn eiga að hafa hærri lan enda mikið erfiðara starf. Það er fjöldi kvenna í löggunni
Baldur (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:34
Ég er þér ekki sammála, þetta eru sambærileg störf að miklu leiti og eiga bæði sínar dökku hliðar þar sem tekist er á við það erfiðasta sem gerist í samfélaginu en einnig bjartar hliðar þar sem samfélagið sýnir sína bestu mynd.
Það sem mælir með að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun en lögreglufólk er að hjúkrun er fjögurra ára háskólanám en lögreglustarfið krefst ekki náms annars en að æskilegt er að hafa farið í gegnum grunnnám lögregluskólans.
Báðar þessar stéttir eru bráðnauðsynlegar í samfélaginu og undir miklu álagi vegna manneklu og rétt væri því að veita þeim báðum aukagreiðslu en ekki annarri þeirra
Bergþóra (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 21:04
Er ekki lögreglunám eins árs nám og maður þarf ekki að vera búinn með stúdentspróf.....Bíddu nú við Baldur er ekki hjúkrunarfræðinám 4 ára háskólanám.......!!!!!! Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vera mun hærra launaðir
Zóphonías, 28.9.2007 kl. 21:51
Ég ætla ekki að gera upp á milli þessara starfa og finnst að báðar þessar stéttir eigi að fá miklu hærri laun.
Það sem ég vil kannski minna á er hversu vanþakklátt lögreglustarfið er. Fólk bölvar lögreglunni alla daga þegar hún er að gera sína vinnu. Þ.e.a.s. ef það er tekið fyrir of hraðan akstur, míga á almannafæri osfrv. en vill síðan að því sé hjálpað strax ef það lendir í vandræðum.
Vildi bara benda fólki á þetta og hugsa aðeins um þetta næst þegar löggan stopppar ykkur við að gera eitthvað sem á ekki að gera. Ég hef staðið sjálfan mig að þessu.
Finnst lögreglustarfið oft minna á dómara í íþróttum, sama hversu vel og lengi þeir gera vinnuna sína það tekur enginn eftir því fyrr en það snertir mann sjálfan.
kv.Atli
Atli Vilhelm Hjartarson, 29.9.2007 kl. 00:19
Baldur minn, held þú vitir ekkert um hvað þú ert að tala þegar þú segir að lögreglustörf séu erfiðari. Hjúkkunám er lengra og eflaust erfiðara og manneklan og ábyrgðin mjög svipuð. Hjúkrunarfræðingar eiga hiklaust að fá hærra borgað en löggur. Fyndið Katrín, þarna gafst þér tækifæri til að mæla með því að kvennastétt fengi hærra en karlastétt en þú slepptir því. Klúður...
Himnasmiður, 29.9.2007 kl. 12:59
Baldur - þarna birtist þetta týpíska vanmat á störfum kvenna í þjóðfélaginu. Mæli með að þú prófir að vinna á sjúkrahúsi í smá tíma og kynnir þér um hvað málið snýst
Tek undir að bæði störf eru lífsnauðsynleg fyrir þjóðfélagið. Er ekki að fara að bera saman launin krónu fyrir krónu en álagsgreiðslan er kynjað dæmi... hluti af mynstri sem við sjáum aftur og aftur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.9.2007 kl. 13:00
Himnasmiður - er bara að tala um álagsgreiðsluna...!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.9.2007 kl. 13:02
Ég heyrði talað um þessa aukagreiðslu lögreglufólks sem áhættuþóknun og sé það tilvikið á hún í raun fyllilega rétt á sér miðað við þá auknu hörku sem virðist vera að færast í glæpina hér á landi undanfarið.
Sé þessi aukagreiðsla hins vegar vegna álags og manneklu mætti alveg endilega hringja á vælubílinn handa löggunni. Hjúkrunarfræðingar hafa meira nám og bera oft meiri ábyrgð en lögregluþjónar ásamt því að almennt þykir viðurkennt að manneklan á sjúkrahúsum og stofnunum hér á landi er með því versta sem gerist.
Bjarki Ívarsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.