11.9.2007 | 10:38
Keppninni hætt?
Afskaplega væri nú yndælt ef þessari frétt hefði fylgt eftirfarandi yfirlýsing frá Arnari Laufdal, eiganda konusýningarinnar:
Við höfum seint og um síðir áttað okkur á þeim fáránleika sem fylgir því að keppa um hver er sætasta stelpan. Við höfum loksins áttað okkur á því að við viljum aðra framtíð fyrir dætur okkar. Við viljum að þær séu metnar að verðleikum og virtar sem manneskjur. Þess vegna hættum við nú þegar að halda keppni þar sem dætur landsins eru vegnar og metnar eins og nautgripir á leið í slátrun. Keppnin minnir okkur óþægilega mikið á uppoð sem haldin voru á ambáttum hér áður fyrr. Við viljum helst vera álitnir hafa tekið einhverjum framförum síðan þá, öðrum en að pakka konunum inn í síðkjól í sumum atriðanna. Við hvetjum alla áhugamenn um keppnina að snúa sér frekar að því að kjósa konur á þing, velja þær í ábyrgðarstöður í viðskiptalífinu og hækka við þær launin. Þær eiga það nefnilega skilið.
Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Dream on sister
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 11:00
Mikið væri það flott. Jafnvel þó keppnin lognaðist bara út af þegjandi og hljóðalaust.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.9.2007 kl. 11:25
vá hvað þið rauðsokkurnar getið verið bitrar.
Baldur Brands (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:03
Sæl Katrín. Gaman að fá þig aftur.
Veistu ég var eiginlega orðinn sammála þér með þessar keppnir á tímabili en er það eiginlega ekki lengur eftir að hafa vellt þessu fyrir mér. Ég spáði svolítið mikið í þessu og komst að þeirri niðurstöðu að mér finnst þetta leiðinleg og asnaleg keppni en hún er meinsaklaus í sjálfu sér. Hver er í raun að setja þessar kröfur? Þessi keppni er aðalega miðuð til kvenna. Það eru konur sem keppa og konur sem horfa. Spáðu í auglýsingunum í kringum þessar keppnir. Það er eins greinilegt og hægt er að auglýsingunum að dæma að markhópurinn eru konur. Allar auglýsingar í þessum keppnum eru snyrtivörur og tískufatnaður fyrir konur. Það mætti því segja að keppnin væri alls ekki keppni í fegurð í augum karla. Heldur er þetta keppni í að líta út eins og einhver forskrift segir. Það er í rauninni ekkert slæmt og gert í fleirri keppnum. Hinsvegar er vandamálið að konur með lítið sjálfsmat virðast tileinka sér þessa staðla og tileinka sér þá í daglegu lífi og meta sjálfa sig eftir þessum stöðlum. Að markaðshóp þessara keppni að dæma er það allavega ekki karlmenn sem halda þessum stöðlum að þeim. Einhverstaðar heyrði ég að Angelina Jolie hefði ekki hæðina í að keppa í svona keppnum. Samt virðist manni að hún sé að mjög mörgum karlmönnum talin sú fallegasta. Þannig að af því að dæma eru staðlarnir ekki endilega eftir höfði karlmanna.
Þannig að lausnin finnst mér vera falin í uppeldi og að halda réttum fyrirmyndum á lofti á mótunarárum unglinga.
manuel (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:26
Þú hefðir nú eflaust getað samið betri tilvitnun en þetta, mér þykir þetta hallærislegt, þvílík biturð.
Ég er annars ekki að draga úr öðrum greinum eða skrifum sem þú hefur komið að, en þetta var nú bara óverðetopp.
Þú nefnir ekkert fegurðarsamkeppni karla
AFA (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:27
Veistu manuel að ég væri sammála þér ef keppnin snerist um 50 hræður sem horfðu á þessa keppni og ekki söguna meir. Staðan er hins vegar ekki sú. Það að markhópurinn sé aðallega konur er engin vísbending um að þetta sé ekki kynjamisrétti - ekki nema hjá þeim sem trúa því að það séu bara karlar sem viðhaldi kynjamisrétti og allt sem konur geri sé gott...
Hugmyndin um panopticom er ágætt dæmi til að skýra þetta. Það var hugmynd að fangelsi þar sem fangavarðaturn væri staðsettur í miðjunni og þaðan sæjist inn í alla fangaklefa. Fangarnir sáu hins vegar ekki inn í fangavarðarturninn þannig að þeir vissu ekki hvenær þeir væru vaktaðir og hvenær ekki - aðeins að það væri mögulegt að vakta þá öllum stundum. Þar af leiðandi tóku þeir upp að vakta hegðun sína sjálfir - passa að hún væri innan þess ramma sem hún átti að vera. Það sama gildir um þessar konusýningar. Þær snúast ekki eingöngu um þær konur sem taka þátt heldur allar konur - og bestu fjötrarnir eru þeir sem tekst að koma fyrir í kollinum á fólki þannig að hlekkir séu óþarfir. Það er m.a. hlutverk konusýninga.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 12:33
AFA nei og ég sagði heldur ekkert um umskurð kvenna, barsmíðar eða annað. Fegurðarsamkeppni kvenna er einfaldlega umræðuefnið hér.
ps. manuel - fyrst þú minntist á fyrirmyndir - það er einmitt heila málið... hverjum er haldið að unglingum sem fyrirmyndum?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 12:35
Steinar Óli. Ég þekki karlmenn sem horfa á þessar keppnir - og eru til viðbótar afskaplega skotnir í fegurðardrottningum. Ergo - karlar eru konum verstir!
ps. bara liður í að útrýma þessum ósanna frasa... En afskaplega sammála þér með hrossin.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 13:17
a) mér finnst þessi grín texti hjá þér í besta falli hallærislegur.
b) það er enginn sem neyðir þessar stelpur til að taka þátt.
c) það eru margar klárar stelpur sem nýta sér þessa keppni og athyglina sem henni fylgir sem stökkpall í eitthvað stærra og meira. Nefni bara t.a.m. Ragnhildi Steinunni
Ingvar Þór Jóhannesson, 11.9.2007 kl. 15:49
Skilaboðin til stelpna sem sagt að það sé ekki nóg að vera hæfileikarík eða klár - þær þurfa líka að vera tilbúnar til að koma nánast naktar fram í keppni um hver er sætust til að eiga sjens - eða er það ekki það sem þú ert að segja?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.9.2007 kl. 15:52
Eitthvað virðist fólk hafa misskilið fréttina. Þetta fjallar um siðferði í fyrirtækjarekstri en ekki hvort fegurðarsamkeppni er góð eða slæm. Og þetta kemur öllum við sem vilja finna púlsinn hjá samfélaginu. Þetta fyrirtæki er væntanlega einhvers virði og Elín, sem hefur unnið sem framkvæmdastjóri hjá því svona lengi, hefur líklega átt þátt í því að byggja upp fyrirtækið og skapað því viðskiptavild og fleira. Síðan er henni fleygt eins og gamalli bíldruslu þegar ekki er þörf á henni lengur. Svona ættu menn ekki að gera.
Emanon (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:11
Áfram Katrín Anna! Ég styð þig heilshugar..
Ýr (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:23
Þannig að við erum sammála í að keppnin er í sjálfu sér meinlaus? Þér finnst áhorfandafjöldinn vera vandamálið eða hvað?
Sjálfum finnst mér það engu máli skipta hvort það séu 50 eða 50000 manns sem horfa á svona keppni. Það eina sem mér finnst skipta máli er að áhorfandinn geri sér grein fyrir því að þetta sé keppni en ekki raunveruleiki á sviði. Flestir gera sér grein fyrir að kraftakeppni sé keppni en ekki raunveruleiki. Það er fátítt að menn arki um bæjinn veltandi bílum af því að þeir sáu það í kraftakeppni og finnst það nú hinn eðlilegasti hlutur. Flestir gera sér grein fyrir því að júdókeppni er ekki raunveruleikinn og fara því ekki út á götu að berja fólk af því að það sá júdókeppni og finnst það nú hinn eðlilegasti hlutur.
Af hverju horfa konur á þessa keppni og halda að þetta sé raunveruleikinn? Af hverju sjá þær ekki muninn á keppni og raunveruleikanum? Það krefst ekki mikilla gáfna að átta sig á því að beuty is in the eye of the beholder, og því ómögulegt að keppa í fegurð. Þannig að allir ættu að vita að þetta er keppni í að komast sem næst gefinni forskrift. Þannig að mesta gagnrýnisefnið að mínu mati er kannski titill keppninar.
manuel (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 09:54
nei manuel - við erum ekki sammála um að keppnin sé meinlaus. En ef einungis 50 manns hefðu þetta fyrir sína sérvisku þá finndist mér það vera meira þeirra mál... Hins vegar hlýtur keppnin það mikla athygli og því er í alvörunni haldið að ungum stelpum að þetta séu þær fyrirmyndir sem þær eiga að reyna að líkjast - og það er ekki út á að ganga menntaveginn, sinna góðgerðarstörfum eða þvíumlíkt - heldur að keppast um að vera sem sætastar. Það eru ömurleg skilaboð að senda til ungra stelpna - að þeirra virði felist í því að vera sætar og afleiðingarnar birtast víða. Bendi t.d. á Baðhús auglýsingarnar (sem ég er nú langt í frá hoppandi hrifin af) en þar kemur svo skýrt fram þessi barátta við að sættast við líkamann - einmitt vegna þess að fegurðin er svo þröngt og einhæft skilgreind. Náttúruleg fegurð er þar að auki fjarri staðlinum - það þarf heljarinnar vinnu og peninga til að lúkka "rétt".
En við erum eflaust sammála um að svona keppnir eru hallærislegt fyrirbæri
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 10:53
Emmon - ég er ekkert viss um að karlmaður í framkvæmdastjórastjórastöðu hefði fengið sömu meðferð eftir 12 ára starf. Þá er allt eins líklegt að hún og eigandinn hefðu verið best buddies sem færu saman í lax og golf... Tengslanetsmyndunin er öðruvísi á milli einstaklinga af sitthvoru kyninu en einstaklinga af sama kyni.
Auðvitað er það harkalegt að afhenda henni uppsagnarbréf eftir allt hennar starf án þess að ræða við hana um aðra möguleika svo hún slyppi við að hafa uppsögn á cv-inu sínu. Kannski hún vakni við þessa meðferð og átti sig á því að það er ekki sniðugt að vinna við það að viðhalda kynjamisrétti?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.