Fríið búið

Þá er sumarfríið búið og hversdagsleikinn tekinn við. Náðum að afreka slatta í grindverkasmíði í fríinu og getum ekki annað en verið ánægð með það. Hins vegar náðum við ekki vikufríi út úr bænum og er kaldavatnsleysi alfarið kennt þar um! Andinn er endurnærður, enda náði ég að lesa 4 bækur síðustu 2 vikurnar. Mæli með þeim öllum en þó sérstaklega bókinni Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttir. Sú bók er einfaldlega snilld - og öðruvísi Íslandssaga, eins og segir á bókarkápunni. Bókin fjallar um viðhorf til barneigna í Íslandssögunni og örlög þeirra kvenna (og jú, karlanna líka) sem voru svo "óheppnar" að eignast barn/börn fjarri hlýju hjónasængur. 

Eftir þá lesningu er tilvalið að lesa hina frábæru bók Kristínar Marju Baldursdóttir, Karítas án titils. Síðan er það A short history of tractors in Ukrainian og tilvalið að enda á bókinni Middlesex - sem fjallar um Cal/Callie - sem var stelpa fyrstu 14 ár ævinnar en óx upp í að verða karlmaður - en samt ekki alveg. Bókin hlaut Pulitzer Prize sem besta skáldsagan 2003 og er afskaplega vel skrifuð og grípandi. Ég átti þó í nokkrum vandræðum með ástæðuna sem var gefin fyrir því að höfuðpersónan var "middlesex".

ps. verð að segja að mér finnst það jaðra við dónaskap að efna til keppni um besta bloggarann þegar ég er í fríi... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkome back, I´ve been missing you, vantaði fútt í allt saman.  Bolur lífgaði þó upp á þetta allt saman og Dúa er svo sem ágæt

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 13:06

2 identicon

Æ hvað þú ert dugleg að vera í bloggfríi. Eiginlega of dugleg fyrir minn smekk...

Ég tel að keppnin um besta bloggarann hafi verið skipulögð í kringum bloggfrí þitt. Það er augljóslega engin tilviljun. Hver "vann"?

Á enga broskellingu á þessari vinnutölvu, makkasafaridrasl. Get ekki einu sinni skráð mig inn. (hér ætti að vera súr og reið kelling)

Beta (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 13:06

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Magga ég skal gera mitt besta til að halda uppi fúttinu

Beta - enn og aftur með furðulegar skilgreiningar á dugnaði! En þú veist að sjálfsögðu að það eru engar súrar og reiðar kellingar í brosköllunum... ertu þetta ekki allt kallar?! Kynjamisrétti, að sjálfsögðu...  (ps. þetta er broskona - og drífðu þig í að setja Firefox upp á makkanum svo þú getir loggað þig inn)

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 13:30

4 identicon

velkomin aftur, og þó fyrr hefði verið. Mikið var þetta afspyrnugott bókaval hjá þér í sumarfríinu. Hver skyldi hafa bent þér á þessar bækur?

Silja (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hehe. Já takk fyrir lánið Silja

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.9.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband