Svona lærði ég að hlýða!

Eitt sinn þegar ég var lítil stelpa, 6 eða 7 ára, ákváðum við frænka mín að stelast í heimsókn til ömmu hennar sem bjó á Kársnesbrautinni. Við vorum hjá ömmu okkar sem bjó í Holtagerðinu. Við báðum um leyfi en fengum ekki. Við ákváðum nú samt að fara og röltum þessa óralöngu leið (að okkur fannst þá) sem þarna var á milli. Þar sem við gengum eftir malarstígnum á Kársnesbrautinni á leiðinni heim kom bíll aðvífandi fyrir hornið, ætlaði að leggja fyrir framan húsið sem við vorum að ganga fram hjá en ekki vildi betur til en svo að hann keyrði á mig. Ég man reyndar ekkert eftir högginu og heldur ekki því að lenda á götunni en fann svo skerandi verki í fingrunum eftir að hafa lent á götunni. Ég fékk að dúsa á spítala í 3 daga og ber fagurt ör á enninu til minja um óþekktina. 

** 

Mér þykir samt vænt um Kársnesið og sendi íbúum stuðningskveðjur í baráttunni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband