20.7.2007 | 11:02
Á ég að gæta systur minnar?
Las bókina Á ég að gæta systur minnar? í gærkvöldi. Hún fjallar um fjölskyldu sem samanstendur af foreldrum og 3 börnum. Miðjubarnið, Kate, er með bráðahvítblæði og þess vegna var 3. barnið, Anna, búið til. Hún er "hönnunarbarn" og hefur fram að 13 ára lifað sem varahlutur fyrir systur sína. En nú finnst henni nóg komið og hún neitar að gefa systur sinni nýra. Hún fær sér lögfræðing og fer fram á sjálfræði yfir líkama sínum.
Siðferðismálin í bókinni eru bæði áleitin og mörg. Er ok að hanna barn? Velja sérstaklega barn sem passar við veika barnið til að geta notað það sem varahluti? Hvernig verður líf þessa barns og annarra í fjölskyldunni? Á barnið að fara með líkamlegt sjálfræði varðandi svona aðgerðir eða mega foreldrarnir skikka barnið til að gangast undir alls kyns meðferðir og jafnvel líffæragjöf? Höndlar 13 ára barn svona mikla ábyrgð? Hvað með siðanefndir sjúkrahúsa - eiga þær að fjalla eingöngu um meðferðir veika barnsins eða eiga þær líka að fjalla um hlutverk "varahlutarins"?
Bókin var alls ekki eins þung og erfið lesning og ég bjóst við. Hún kafaði heldur ekki eins djúpt undir yfirborðið og ég hafði vænst. En það er samt af nógu að taka. Kannski er það einmitt kostur að hún er ekki erfiðari í lesningu - sérstaklega fyrir foreldra. En hún er mjög áhugaverð og ég mæli hiklaust með henni fyrir alla sem vilja láta pota aðeins í heilann á sér og spá aðeins í allar þessar spurningar.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Takk,á eftir að lesa hana og mun gera það fljótlega.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 11:21
talandi um moral dilemma ... þetta er ekkert smá vesen fyrir grey krakkann, sem að annað hvort þarf að gefa sífellt af sér eða systir þín deyr.. Glaður að þurfa ekki að standa í hennar sporum
Sigurður Jökulsson, 21.7.2007 kl. 08:25
Já. Þess vegna er bókin svona áhugaverð. Þetta er ekki öfundsvert hlutskipti og siðferðisspurningarnar fjölmargar. Engu að síður er þetta efni sem vert er að velta fyrir sér og spá í hvar og hvort eigi að draga mörkin. Held samt að fólk geti raunverulega ekki svarað því fyrr en það lendir í þessum aðstæðum - sem vonandi sem allra fæstir gera.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.7.2007 kl. 13:00
Gott að heyra að þetta er góð bók, er búin að kaupa hana en á eftir að lesa hana...annars líst mér ljómandi vel á köku-uppskriftina þína :)
Thelma Ásdísardóttir, 21.7.2007 kl. 17:38
Thelma - já þetta er mjög góð kaka. Örugglega gott að japla á henni með lestri bókarinnar!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.7.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.