Góður kinnhestur???

Er kinnhestur einhvern tímann góður? Þeir hjá Bílabúð Benna virðast vera þeirrar skoðunar. Í dag birtist frá þeim heilsíðu auglýsing í Viðskiptablaðinu. Texti auglýsingarinnar er: "Slær þig eins og góður kinnhestur, frá fallegri konu."

Mér finnst alveg stórmerkilegt að þeir vilji tengja ímynd Porsche við ofbeldi - og hefja það upp til skýjanna. Reyndar mjög margt í þessum texta sem er áhugavert að stúdera. Til dæmis þessi glamúruppbygging á ofbeldi. Sem er út í hött. Ofbeldi er ekki glamúr. Punktur. Er ekkert flóknara en það. Síðan er hægt að spá í kinnhestinn sjálfan - kona sem slær karl. Er það meining þeirra hjá Bílabúð Benna að engin ógn felist í kinnhesti frá fallegri konu? Líta þeir á kinnhestinn sem forleik að einhverju öðru? 

Anyways... finnst þessi auglýsing gjörsamlega glórulaus og þeim hjá Bílabúð Benna til minnkunnar. Mig langar allavega ekki í Porsche sem lemur! En þig? 

Screenshot_8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

1.  Þeir reikna greinilega ekki með því að konur geti mögulega viljað kaupa svona eintak af bíl.

2. Kinnhestar frá konum eru ekki ógnvekjandi, skv. þessu, bara krúttlegir og innlegg í leikinn.

3. ARG er virkilega komið árið 2007.  Could have fooled me.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 14:05

2 identicon

Að láta fallega konu gefa sér góðan kinnhest er yndislegt stundum.

Fegurð er afstæð, þess vegna getur verið að mér þyki ein kona falleg sem öðrum finnst ekki falleg. En ef mér finnst kona falleg þá fyndist mér yndislegt að sjá hana tjá reiði sína með einum ástríðufullum löðrung. Að keyra Porsche á að kalla fram svipaðar tilfinningar skv. auglýsingunni.

Það að konur geta ekki lamið fast eða "ljótar" konur gefið almennilega kinnhesta er bara rugl, allar konur geta gefið almennilegan kinnhest ef viljinn er fyrir hendi.

Er ekki að segja að ég vilji vera löðrungaður reglulega en maður verður að líta á þetta með opinskáum huga. Þeir hafa örugglega ekki hugsað um ofbeldi og að konur gætu ekki gefið almennilega kinnhesta þegar þeir gerðu auglýsinguna.

Svona til að draga þetta saman þá getur löðrungur frá konu sem þér finnst falleg örvað þig á ákveðinn hátt og það er líkamlegs eðlis,  það tengist engan veginn þínum skoðunum á konum.

Mér finnst engan veginn að konur séu dregnar í dilka með þessari auglýsingu, við erum kynverur (sem betur fer) og ákveðnir hlutir örva okkur.

Það að konur geti ekki keyrt Porsche er rugl, þær geta það alveg eins og karlar. Horfið á þetta með opinskáum huga, konur reyna að koma sér inn í það hvernig körlum líður eftir að þeir hafi verið löðrungaðir ástríðufullum kinnhesti og ef þeim tekst það þá vita þær hvernig það er að keyra þennan Porsche. Getur verið mikið mál að komast svona inn í hugarheim karlsins og því er eiginlega eina óréttlætið í þessari auglýsingu það að konur geta átt erfiðara með að setja sig í spor þolandans og upplifa "stemninguna".

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það var nefnilega það. Finnst þetta sjónarhorn reyndar vera þveröfugt við opinskáan huga - mun líkara þröngsýnum hugmyndum eins og þær birtast okkur oft í gömlum Hollywood bíómyndum - þar sem löðrungurinn gegnir einmitt stundum hlutverki forleiks - eins og þú lýsir. 

Opinskár hugur myndi kannski skoða þetta út frá því að það er nákvæmlega enginn glamúr í kringum ofbeldi - eða hvatningu til ofbeldis. Að reyna að gera ofbeldi lítilfjörlegt hjálpar engan við að sporna gegn því og getur gert erfiðara fyrir þolendur að segja frá.

Er alveg viss  um að þó einhverjir karlmenn séu á svipuðum slóðum og þú Vigfús Arnar þá eru fjölmargir sem sjá ekkert jákvætt út úr því að vera lamdir - og vilja síst setjast upp í bíl sem beitir þá ofbeldi í hvert sinn sem þeir setjast undir stýri... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 15:18

4 identicon

Bara svo það sé á hreinu: Ég kæri mig ekki um neina kinnhesta, hvorki frá körlum, konum né börnum, fallegum eða ljótum. Reyndar langar mig ekkert sérstaklega í Porsche heldur.

Eyja (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 16:08

5 Smámynd: Sigurður Jökulsson

þegar þú nefnir löðrunginn sem forleik, þá kemur mér til hugar make-up sex. Ekki segja mér að það sé mýta. 

Sigurður Jökulsson, 19.7.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Mér koma líka til hugar ráðleggingar eins og t.d. sú þegar konum er sagt að þær eigi ekki að neita karlinum um kynlíf þó þær séu reiðar. Þetta heyrð ég oft þegar ég var unglingur. Vona að þetta sé útdauð þvæla í dag... en veit þó ekki... 

En þú hlýtur samt að þekkja muninn á rifrildi og ofbeldi?  Make-up sex kemur þessari auglýsingu álíka mikið við og ef sett væri upp sena þar sem konan löðrungar karlinn, hann grípur í kjölfarið um hendurnar á henni og kyssir harkalega... með öðrum orðum - undanfarinn að nauðgun - pakkað inn sem rough sex en snýst um að yfirbuga konuna - réttlætta með því að hún hafi nú byrjað með kinnhestinum.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. væri kannski betra að taka út þetta með að "það komi auglýsingunni álíka mikið við..." Held nefnilega að bæði scenarios séu möguleg í túlkun á auglýsingunni. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:32

8 identicon

Kinnhestur er ekki alltaf ofbeldi eins og Kristján Jóhannsson sýndi fram á. Ég á það til að líkja hörðum metal við "gott kjaftshögg" þannig að ég sé ekkert mikið að því að nota þessi hugtök. Kannski bara af því að ég er orðinn svo gegnumsýrður af þessum hugtökum.

Ég skil samt auglýsinguna þannig að verið sé að líkja saman fallegum bíl með mikinn kraft og fallegri konu með mikinn kraft. Ég held að þú sést líka að misskilja orðið "gott" í þessari setningu. Smiður getur sagt við annann smið "sláðu eitt gott högg á naglann í viðbót" orðið gott er þá notað eins og orðið fast. Þetta er þekkt úr enskunni t.d "give it a good push". Það var það sérstaklega áður fyrr hefð hjá sjómönnum og stundum vörubílstjórum að tala um bátinn eða bílinn sem konu. Þannig að þar er kannski skýringu að finna á þessu orðalagi þeirra.

En ég skil samt það sem þú segir líka Katrín. Þetta er á svolítið gráu svæði.

manuel (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 20:00

9 identicon

Það að einskorða þetta við ofbeldi og forleik er þröngsýn afstaða. Að taka alhæfða afstöðu til einhvers er umdeilt eins og flestallir vita sem betur fer.

Það verður að skoða hlutina í hvaða samhengi þeir eru þegar talað er um ofbeldi. Ef t.d. fótboltamaður væri tæklaður full grimmilega og algjörlega óþarflega væri hægt að tala um ofbeldi en það er gleymt og grafið þegar leikur klárast. Ef eiginkona mín til margra ára myndi gefa mér "góðan" kinnhest því henni langaði til þess að prófa það þá myndi ég ekki upplifa það sem ofbeldi. Þolandinn verður að upplifa sig í þeim aðstæðum að honum finnist hann verða fyrir ofbeldi. Undanskilið þessari reglu er auðvitað einstaklingar sem telja síendurtekið ofbeldi í sinn garð vera hið "eðlilega" og eru það oft þolendur hjúskapar- eða fjölskylduofbeldis.

 Ég tel mig ekki vera ofbeldissinnaðan mann og það að vera löðrungaður getur verið ofbeldi en það getur líka ekki verið ofbeldi. Eins og ég talaði um hér fyrst þá verður maður alltaf að passa sig á að einskorða hlutina ekki og fara að alhæfa. Sumir viljia rough sex annað slagið og vilja fá góða rasskellingu og láta rífa í hárið á sér. Þetta eru þeirra langanir og svoleiðis er það bara. Aðrir vilja soft&smooth sex (varð að enska þetta líka) alltaf og það eru þeirra langanir og það er flott líka.

En það að alltaf þegar kona löðrungar aðra konu eða karl að þá er það ofbeldi er ekki rétt. Að það sé alltaf undanfari kynlífs er heldur ekki rétt. Að það sé alltaf hluti af kynlífi er heldur ekki rétt. Að það sé alltaf hlutlaus framkvæmd geranda til þolanda er heldur ekki rétt. En löðrungur getur fallið inn í einhvern af þessum flokkum og það er "eðli" kinnhestsins að gera það.

 Þeir sem sömdu auglýsinguna vildu draga einhverjar tilfinningar út úr okkur, Katrín Anna t.d. fær ógeð á Porsche og ætlar ekki að kaupa sér svoleiðis, greinilegt að auglýsingin virkar ekki á hennar markhóp. Ég hinsvegar hugsa um þær aðstæður þegar hin gullfallega og kynæsandi kona mín gefur mér "góðan" kinnhest og jafnvel "frábæran" og segist vera búin að hugsa um að njóta ásta með mér í allt kvöld og það kallar fram þessar ofboðslegu fjallstoppatilfinningar hjá mér og ég gríp hana á lofti og ber hana inn í svefnherbergi þar sem við njótum hvors annars alla nóttina, ohh það er yndislegt að hugsa um þetta.

Já ok ég viðurkenni það, smá Hollywood stimpill á þessu en það er allt í lagi að láta hugann reika og þetta getur gerst eins og hvað annað :)

Katrín Anna ekki taka hlutunum of bókstaflega eins og bókstafstrúarmennirnir, djöfullinn er ekki í hverju horni, hann er í sumum hornum eins og við vitum. Kinnhestar þurfa ekki alltaf að vera alslæmir.

Ef þú vilt að viðhorf til kvenna breytist þá áttu að boða opin huga framþróunar og jafnaðar. Alhæfðar skoðanir á málum pirrar fólk sem eru jafnvel feminístar, það er í lagi að láta hugann reika um örvandi kinnhest en að beita ofbeldi er ekki rétt. Þetta er sitthvor hluturinn sem betur fer.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 10:10

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hvar eru núna allir strákarnir sem kvarta iðulega yfir morgunkorns auglýsingunni þar sem konan fer út að skokka með morgunkornið í pokka og lemur því utan í allt, þ.m.t. kærastann sinn sem liggur sofandi í rúminu heima?

manuel - það er annað að hamra á nagla með góðu höggi heldur en að kona löðrungi karlmann... nagli ekki jafnt og fólk... og allt það

Vigfús Arnar - greinilegt að Hollywood er búið að ná að planta alls kyns draumórum í heilann á þér. Spurning hvort þú íhugir ekki með opinskáu hugarfari hvort þetta séu raunverulega þínar fantasíur eða hvort þetta séu bein áhrif bíómynda? Þú getur svo auðvitað alltaf beðið eiginkonuna um að sannreyna þessa fantasíu - og athuga hvort hún sé sú sama í raunveruleikanum og í kollinum á þér... Minni svo á frægan kinnhest úr Íslandssögunni þar sem karlmaður sló konu á almannafæri. Henni fannst það ekki sexý... Spurning hvort þér þætti það sama Vigfús Arnar ef konan gæfi þér "góðan kinnhest" á almannafæri? Gætir líka testað það í næsta fjölskylduboði... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 11:08

11 identicon

Tek það nú fram að ég þekki þig ekkert.. fann bara síðuna.

En mér finnst nú samt alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug þegar það les auglýsinguna og bara fleira í þessum dúr. Ég held ekki að mennirnir sem sömdu þessa setningu (sem er já frekar heimskuleg) hafi haft ALLT þetta í huga, t.d. með einhvern forleik og eitthvað rugl, þegar þeim datt þetta í hug. Annars er örugglega hægt að spyrja þá að því.

Mér finnst þetta reyndar ekkert gáfuleg setning, en ég les hana og dettur samt allt þetta ekki í hug sem þú skrifar.

Má kannski líkja svona athugasemdum við lætin sem urðu út af Smáralindarbæklingnum í vor sem allir muna nú eftir?? Það að sjá það versta út úr öllu mögulegu. Ef ég hugsaði svona og væri tortryggin út í allt og alla liði mér illa. Og það þýðir EKKI að mér sé sama um allt í kringum mig ef einhverjum dettur það í hug.

Með kveðju...

Sunna (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:09

12 identicon

Frábært viðhorf Sunna, akkúrat það sem ég var að tala um.

Vera með opinn huga og túlka hlutina á þinn hátt, það er það sem gerir þig að einstakling. Og þess vegna var þessi auglýsing búin til á þennan hátt.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:30

13 identicon

Og til að svara þér Katrín Anna þá talaði ég um kinnhestinn við vissar aðstæður, það að vera sleginn á almannafæri getur verið ömurlegt en gæti kannski verið alveg æðislegt? Sumum finndist það kannski?

Maður getur ekki alhæft, þú getur sagt ýmislegt en það sem þér finnst ömurlegt þykir kannski öðrum æðislegt, en bottom line þessi auglýsing er ekki niðurlægjandi fyrir konur né karla á neinn hátt.

Er ekki oft talað um að Hollywood sé spegill draumóranna? Síðan gætum við fært okkur aðeins austar og sunnar og þar verður Bollywood spegill draumóranna. Við höfum öll okkar draumóra.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:34

14 identicon

Vigfús. Það getur vel verið að einhverjir fái eitthvað út úr því að láta slá sig. Sadó masó er nú gott dæmi um það. En málið snýst ekki um það hvort að þú getir fundið eitthvað prósent þjóðarinnar sem fílar að láta slá sig. Þú getur fundið dæmi um alls konar fantasíur hjá þjóðinni þannig að auðvitað er hægt að finna einhvern sem vill láta slá sig. Heldur snýst þetta um það hvort að þetta sé eðlilegur hlutur (þ.e ofbeldi)og hvort þetta sé eitthvað sem allir karlmenn eigi að fíla. Því hversu stór hluti karlmanna fílar þetta í raun?

 Er eðlilegt að gera ráð fyrir því að meirihluti karlmanna fíli það að láta konu slá sig? Er eðlilegt að setja ofbeldi upp sem eitthvað glamúrús og kynæsandi?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:53

15 identicon

Ég var að reyna að skrifa að kinnhestur væri ekki endilega ofbeldi.

Það er ekki eðlilegt að ALLIR karlmenn fíli það, það er ekki heldur eðlilegt að ALLIR karlmenn fíli það ekki.

Ofbeldi og valdbeiting er engan veginn kynæsandi en kinnhestur getur verið það. Þessir hlutir geta hangið saman en geta líka ekki gert það, í þessu tilviki áttu þeir ekki að hanga saman væntanlega auglýsingarinnar vegna.

Ekki taka hlutum bókstaflega, enga forræðishyggju, þannig ná feminístar árangri.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:55

16 identicon

Vigfús.Forræðishyggjan er auðvitað sú að vegna þess að einhverjum litlum hluta karlmanna finnst ekkert athugavert við þennan kinnhest og finnst hann vera æsandi að þá eigi sú skoðun að gilda um alla í samfélaginu. Það eigi sem sagt að troða því upp á almenning (sem auðvitað finnst ofbeldi vera ofbeldi) að þetta sé nú barasta ekkert ofbeldi vegna þess að einhverjum einstaklingum úti í bæ finnist það ekki. Og þess vegna sé hneikslun fólks óeðlileg.

Og þetta er gert í nafni frelsis eins öfugsnúið og það hljómar.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:46

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hvernig væri að Bílabúð Benna kæmi næst með:

"Porsche 911 - eins og ærleg flenging"? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 15:51

18 identicon

Auglýsingar eru gerðar fyrir ákveðna markhópa og þessi auglýsing er ekki undanskilin.

Síðan er hinsvegar allt annað mál hversu stór hópur þetta er í raun, þú hefur ekkert fyrir þér í því að þetta sé "einhver lítill hluti" karlmanna.

Ég tek eftir auglýsingum sem höfða til mín.

Katrín Anna: Það væri hægt að bæta m.a.s. við auglýsinguna og segja

"Ert þú búinn að vera óþekkur strákur? Þér ber að vera refsað! Porsche911 eins og ærleg flenging frá fallegri konu."

 Þarna væri aftur að höfða til einhvers markhóps en er engan veginn ofbeldishvetjandi á neinn hátt. Felur enga lítillækkun í sér almennt þó að það að vera rasskelltur sé oft sjálfviljug leið fólks til að láta lítillækka sig og þá er ég að tala um BDSM sem fólk virðist oft tengja flengingar við. Reyndar eru flengingar aldagömul aðferð sem oft tengist engan veginn ofbeldi.

Guðrún. Ef alltaf á að auglýsa þannig að það þóknist meirihlutahópum þá erum við komin á hálan ís sem erfitt er að feta. Það að auglýsa felur í sér að höfða til ýmissa hópa hvort sem þeir eru í minnihluta eða meirihluta. Þú túlkaðir auglýsinguna sem ofbeldi en ekki ég. Á þín skoðun samt að vera ofan á og þ.a.l. að banna svona auglýsingar? Við getum þá hætt að sýna morðefni í sjónvarpi, drykkju í sjónvarpi og blablabla... ég get haldið endalaust áfram. Skoðanir mínar og allra hinna eru alveg jafnhátt settar og þínar. Forræðishyggja er útdautt tól og tímaskekkja og hefur aldrei virkað.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 16:45

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vigfús hver var að tala um að banna? Hins vegar mun sú aðferð ekki virka sem sumir hamast við að nota núna - sem er að segja að allt sé ok og ekkert sé gagnrýnivert (nema þau sem gagnrýna...). Viðhorf skipta ansi miklu máli og ég er á því að heimurinn myndi batna meira ef fólk segði sína skoðun upphátt meira í staðinn fyrir að láta hverja vitleysuna á fætur annarri yfir sig ganga án þess að segja múkk... 

Annars eru til siðareglur og lög um auglýsingar nú þegar - og yrði stórkostleg framför ef auglýsendur almennt myndu kynna sér þær betur og framfylgja.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 17:02

20 identicon

Katrín. Þú hefur heldur betur misskilið það sem ég sagði. Ég líkti manneskju aldrei við nagla enda væri  það fáranleg samlíking. Þegar það sem ég skrifaði er lesið sést að ég er að nota dæmið með smiðina sem útskýringu á mismunandi merkingu orðsins "góður" eða "gott" en alls ekki að réttlæta að maður sé sleginn þar sem flestum þyki eðlilegt að slá á nagla

manuel (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:07

21 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ok gott. Ég les út úr orðinu "góður" = "vel úti látinn" en venjulega þegar notuð eru orðatiltæki eins og "gott kjaftshögg" er það ekki í jákvæðri merkingu. T.d. er slæmum fréttum stundum líkt við kjaftshögg. Þ.e. þó líkingin sé notuð er hún eftir sem áður neikvæð. Bílabúð Benna gerir akkúrat öfugt - reyna að líkja Porsche við kinnhestinn - eins og það sé jákvætt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.7.2007 kl. 17:24

22 identicon

Vigfús. Ertu sem sagt að halda því fram að það séu margir karlmenn sem fái kikk út úr því að láta konu slá sig utan undir? Ég held því alveg hiklaust fram að það sé ansi lítill hópur. Flestir karlmenn fá ekkert út úr því að láta nokkra manneskju slá sig.

Og mér finnst að ákveðnar hugmyndir eigi ekki að vera í almennum auglýsingum. Ef einhverjir fá eitthvað út úr því að láta slá sig þá meiga þeir það alveg mín vegna. En það að sú hugmynd, að ofbeldi sé eitthvað gott og frábært og eitthvað kynferðislegt, eigi að fara inn í almennar auglýsingar er ég ekki sátt við. Því þarna er jú brenglað viðhorf til ofbeldis.

Og hver var að tala um að banna svona auglýsingar? Það að setja út á eitthvað er ekki það sama og að vilja banna.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 19:02

23 identicon

Ég er fegin að konur eru líka viðskiptavinir. Sumir virðast gleyma því þegar þeir auglýsa. Ég er alveg viss um að þetta kemur í hausinn á þeim fyrir rest og þeir tapa því sem þeim er kærast, peningum. Ég hef alltaf litið á Porsch 911 sem konubíl, en hann er það greinilega ekki... allavega ekki frá þessari bílabúð. Svo eru líka mjög margir karlmenn sem þola ekki svona auglýsngar, bílabúðin gleymir því að femínistar eru útum allt og taka afstöðu.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 22:32

24 identicon

Ég tel mig vera stuðningsmann jafnréttis kynjanna.

Gömlum íhaldsömum gildum samfélagsins breytt í gildi þar sem bæði kynin fá að vinna saman á jöfnum grundvelli í átt að betra þjóðfélagi.

Þarna eru margir undirflokkar einsog kynbundið ofbeldi, launamismunur, hlutverk kynja inn á heimili fólks og margt, margt fleira og allt of mikið satt best að segja því miður.

En því miður eru aðilar í þessari jafnréttisbaráttu sem eru því miður í forgrunni í umræðunni engan veginn hæfir í þessa baráttu. Ég hef talað við fjölda kvenna sem hafa minnkað stuðning sinn við femínistafélagið vegna einhæfðra og bókstaflegra afstaðna félagsins í þessari baráttu.

Þröngsýnin fær að ráða ríkjum og almenn skynsemi er ekki viðhöfð. Ég get hamast allan daginn við að taka hluti út úr samhengi og fundið í þeim ójafnrétti. Gott dæmi um þetta er svar Elísabetar Ronalds hér fyrir ofan, að ýja því að það sé í lagi að nauðga að mér sýnist því hún hafði gefið honum kinnhest. Svona svör eru lýsandi fyrir umræðuna þar sem sjálfkallaðir forkálfar femínistastefnunnar taka hluti úr samhengi, nefni ég Smáralindarmálið til stuðnings sem var svo lýsandi fyrir það sem ég er að segja.

Bílabúð Benna eða Auglýsingastofan eru hvorug að styðja ofbeldi eða segja að meirihluti karlmanna finnist "gott" að fá kinnhest. Ef þið haldið annað segið það þá hér. Ég held einfaldlega að þeir hafi verið að reyna að kalla fram myndlíkingu með góðum vilja og þeir sjálfsagt hafa hugsað það þannig að fólk gæti skoðað auglýsinguna með opnum huga og reynt að halda hlutunum jarðtengdum án þess að taka þá úr samhengi.

Guðrún og Katrín Anna. Þið settuð út á þessa tilteknu auglýsingu þannig að þið vilduð ekki sjá svona. Að birta ekki og banna er ekki það sama ég viðurkenni það, tók svona til orða og afsaka það. Samt tel ég enga ástæðu til þess að birta þetta ekki þar sem þetta er ekki neikvætt á neinn hátt að mínu mati nema maður vilji gera það svo, maður getur séð svarta bletti á dýrustu demöntum heimsins ef maður vill svo. Ég tek afstöðu gegn öllu ójafnrétti og hef alltaf gert, alinn upp við það að allir fái jöfn tækifæri alveg sama hvaða hópum þeir tilheyra og það eigi að koma fram við alla sem jafningja. Ég tek afstöðu þegar hún á við, ég tek afstöðu í málum sem hafa sprottið upp úr ójafnrétti og mun alltaf gera, hér á það ekki við. 

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:28

25 identicon

Smá viðbót frá mér, verð að íþyngja ykkur aðeins meira

Guðrún. Þú talar um að ákveðnar hugmyndir eigi ekki að vera í auglýsingum. Þarna þarf að ákveða hvaða hugmyndir það eigi að vera. Mér finnst þú vera á hættulegum slóðum með því að segja þetta, sitt sýnist hverjum nefnilega hvaða hugmyndir þetta eiga að vera. Fyrir mér er þetta ekkert annað en óþarfa forræðishyggja. Það auglýsir enginn viðhorf sem engum líkar við og selur ekki neitt og ef það gerist þá er talað um misheppnaða auglýsingu. Sumir vilja hafa ofbeldi í sínu kynlífi og þá með manneskju sem þeir treysta, ég held að þeir geti orðið sárir ef þú segir að viðhorf þeirra sé brenglað.  Þennan glugga þarf að vara varlega í að opna því við það geta mörg "viðhorf" orðið brengluð. Sumir gætu fengið þá hugdettu m.a.s. með því að segja að ÖLL "öðruvísi" viðhorf væru brengluð. Þá væru þeir aðilar með marga sára og reiða einstaklinga á bakinu.

Og það að meiri- eða minnihluti karlmanna telji það kynferðislegt að fá kinnhest frá fallegri konu tjái ég mig ekki meira um. Einhverjir kannast allavegana við myndlíkinguna sem Bílabúð Benna lagði fram, aðrir sem gera það ekki þurfa að fá nýja auglýsingu frá Bílabúð Benna svo þeir kaupi Porsche911, flóknara er það nú ekki.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:47

26 identicon

Fyndið að Elísabet geri gys að mér vegna þess að mér finnst yndislegt að fá kinnhest öðru hvoru frá fallegri konu. Mér finnst þetta afar lágkúrulegt af henni.

Elísabet er ekki nógu skörp til að sjá það að snúa svo alvarlegum málum eins og nauðgunum á hvolf og taka þessa auglýsingu úr samhengi er grafalvarlegt mál. Að ýja að því að Bílabúð Benna ýti undir nauðganir eru meiðyrði og ekkert annað.

Refsiramminn fyrir kynferðisbrot er alltof vægur á Íslandi, hvort sem körlum eða konum er nauðgað gleymum því ekki. Það þarf að endurbæta hann að mínu mati þannig að gerendur í kynferðisafbrotamálum fái harðari refsingu. Ég held að flestallir vilji endurskoða þennan ramma nema kannski kynferðisafbrotamennirnir sjálfir.

Kvennaathvörf verða alltaf til því miður, ég held að fórnarlömb ofbeldis muni alltaf verða til en okkar verk er að fækka þeim eins og hægt er.

Síðan er hægt að fara í vændisumræðuna og er það sérkapítuli út af fyrir sig. Það sem ég vil segja um það er það að ég er persónulega á móti vændi og mansal er ógeðslegur hlutur. En hinsvegar er persónufrelsi fólks mikilvægt og spurning hversu langt á að ganga í að hefta það, það þarf að finna lausn sem þjóðarsátt er um.

Aukin fræðsla gagnvart ofbeldi kvenna á körlum er mikilvæg, ræða um hlutina þannig að skömmin hverfi. Þessi skömm hefur orðið til vegna ákveðinna kynhlutverka þar sem karlinn á að vera sá sterki en konan sú veika. Það þarf að opna umræðuna og ræða hana af skynsemi og þroska. Þessi auglýsing kemur örugglega ekki vel við þá en ég get farið að benda á margar auglýsingar sem koma ekkert vel við marga hópa í samfélaginu, svona á ekki að hugsa hlutina, frekar á að hjálpa þeim og aðstoða þá í að baráttu sinni þannig að svona auglýsing komi ekkert illa við þá.

Sem betur fer hefur Elísabet engin völd í þjóðfélaginu með sínu öfgasiðgæði, og mér sýnist hún vera að missa hljómgrunn í femínistabaráttunni. 

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 12:22

27 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vigfús Arnar viltu þá meina að okkur femínistum væri nær að halda kj um okkar skoðanir og þannig sé persónufrelsi einstaklinga varið best?

Bendi líka á, einu sinni enn, í umræðunni um frelsi. Til að frelsi sé til staðar þurft þau "höft" að vera á að ekki megi afsala sér frelsinu. Vændi er ekkert annað en afsal á frelsinu - hvort sem það er af þessum svokallaða "fúsa og frjálsa vilja" (sem byggir oftar en ekki á misnotkun eða annarri neyð) eða í gegnum mansal.  Þess vegna er svolítið út úr kú að tala um persónufrelsi í sambandi við vændi. Það er eins og að segja að hvítum mönnum eigi að vera frjálst að eiga svarta þræla - og í því felist frelsi. Barátta karlmanna fyrir vændi einkennist af þessu hugarfari - að karlmönnum eigi að vera frjálst að kaupa sér kynlífsþræl í einhvern ákveðinn tíma. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 13:35

28 identicon

Ef þú vilt afsala þér frelsinu þá áttu að geta það, það er frelsi.

Öll höft minnka frelsi einstaklingsins. Að vera þræll er ekki frelsi eins og ég sagði. Vændiskonur geta verið þrælar og geta ekki verið þrælar, ef þær eru þrælar þá er vændi ólöglegt. Að ráða sig sem verktaki og "þurfa" að vinna ákveðið verk er þá líklega líka afsal á frelsinu skv. því sem þú segir. Það er mikill munur á fúsum og frjálsum vilja og þrælahaldi, næ ekki alveg hvernig þú nærð að tengja þetta saman. Ef einhver lítur á líkama sinn sem atvinnutæki afhverju eigum við að banna honum að nota það? Nú spyr ég þig.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:27

29 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei Vigfús. Þú hlýtur að skilja muninn á milli þess að starfa sem verktaki t.d. í byggingarvinnu eða vera í vændi. Ef þú skilur hvað felst í kynfrelsi þá ættirðu að sjá muninn. Ég vona að ég þurfi ekki að stafa þetta fyrir þig...

Svo er ekki frelsi að geta afsalað sér frelsinu - það er einmitt undirstaða frelsisins - að þú getur ekki afsalað þér því. Þú ert "neyddur" til að vera frjáls... þótt þú viljir vera þræll.... skiljú? Það er forsendan fyrir því að þú getir byggt upp frjálst samfélag. Ef þú samþykkir þrælahald þá ertu ekki að samþykkja frjálst samfélag - hvort sem þrællinn er þræll í klukkutíma, nokkur ár eða allt sitt líf. Can't have your cake and eat it too - og ef þú ert á því að frelsi byggist ekki á því að geta ekki afsalað sér frelsinu að þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að frelsi sé ekki til. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:34

30 identicon

Vigfús. Hvað meinarðu með að Elísabet sé að missa hljómgrunn? Hvað hefurðu fyrir þér í því?

En að málinu, fólk hefur auðvitað allskonar kenndir og fetisha. Má hafa þá fyrir mér. En þegar þessir fetishar og kenndir eiga að fara út í almennar auglýsingar þá mótmæli ég já. Það er auðvitað brenglað viðhorf til ofbeldis að fá eitthvað kynferðislegt út úr því. Ofbeldi er ofbeldi.

Það sem ég sé að þessu er að þegar eitthvað lítið prósent þjóðarinnar sem er með brenglað viðhorf til ofbeldis er að reyna að koma því inn hjá almenningi að kannski sé nú ofbeldi bara ekki það alvarlegt. Þetta gæti nú bara verið eitthvað flott og glamúrús. Einhvers konar forleikur jafnvel.

Þegar svo margir einstaklingar verða fyrir ofbeldi um allan heim, hvort sem það eru konur eða karlar, þá mótmæli ég því harðlega þegar lítið er gert úr ofbeldi og látið eins og það sé ekki eins alvarlegt og það raunverulega er.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:00

31 identicon

Það að aðrir ráði því hvað ég má gera og hvað ég má ekki gera eru höft á einstaklingsfrelsi. Ef þú skilur það ekki þá þarftu að fletta upp orðinu í orðabók.

Að gera eitthvað af fúsum og frjálsum vilja og að vera þræll er ekki það sama. Það er kynfrelsi að fá að ráða yfir sínum líkama og fá að ákveða hvað sé gert við hann.

Ef einhver er það ruglaður að vilja vera þræll þá er verið að skerða einstaklingsfrelsi hans með því að banna honum það, skiljú...? 

Að fá að ráða öllum gjörðum sínum er algjört frelsi, það að banna einhverjum eitthvað er ekki frelsi. Það að leyfa einhverjum að afsala sér frelsinu er frelsi. 

Guðrún. Draga hausinn upp úr sandinum, kinnhestur þarf ekki að vera ofbeldistengdur. Þú talar enn um brengluð viðhorf, sitt sýnist hverjum um það, gætir sært marga með þessu brenglaða tali þínu.  Eru þá klæðskiptingar kannski með brengluð viðhorf og kannski samkynhneigðir líka, fólk með fullkomnunaráráttu einnig? Ég segi enn og aftur, þú ert á hálum ís með brengluðu viðhorfaumræðuna þína.

Hættum að sýna ofbeldismyndir, hættum að spila kontakt íþróttir, hættum öllum ágreining yfirhöfuð því allt er þetta ofbeldishvetjandi.  Þetta er ekki leiðin til að minnka ofbeldi, forræðishyggja hefur öfug áhrif. Ofbeldi er slæmt og fórnarlömbin alltof mörg, Bílabúð Benna gerði ekki lítið úr ofbeldi og þú gerir lítið úr ofbeldi með því að tengja þennan auglýsingakinnhest við ofbeldi.

Kinnhestur getur alveg orðið forleikur eins og át á rjómaköku t.d. Alhæfingar út í loftið hjá þér að mínu mati, fólk þarf að geta skilið á milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki ofbeldi áður en það fer að dæma aðra út af því.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:52

32 identicon

Vigfús. Og ertu að segja að þú skiljir hvað ofbeldi er? Held að þú ættir að fletta því upp í orðabók. Ofbeldi er eitthvað slæmt skiljú. Það getur vel verið að þér finnist það ekki, finnist það vera forleikur að einhverju öðru. Breytir því ekki að sú skilgreining er ekki eðlileg. Eiga reglur sadó masókista, þeirra sem vilja láta pissa á sig, þeirra sem fá eitthvað kynferðislegt úr því að klæða sig eins og smábörn eða tuskudýr o.s.frv. nú allt í einu að fara að gilda fyrir almenning í landinu?

Hvað þú gerir í þínum frítíma skiptir mig engu máli. En ef viðhorf sem þú hefur, og gerir lítið úr ofbeldi og alvarleika þess, á allt í einu að verða eitthvað norm þá mótmæli ég harðlega.

Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 05:17

33 identicon

Ég talaði um í síðasta texta mínum um hvað ofbeldi er slæmt. Þú nærð því greinilega ekki ennþá að kinnhestur þarf ekki að vera ofbeldisstengdur.

Fólk hefur allskonar viðhorf og því miður þín vegna þá verð ég að segja þér að það er almenningur í landinu sem hefur þessi viðhorf. Þó kannski að hlandauglýsingar myndu vera meira fráhrindandi en hitt. Þessi hugsunarháttur þinn finnst mér vera ógeðslegur, að minnihlutahópar tilheyri ekki almenning og þeir séu bara með "brengluð viðhorf".

Ofbeldi er ekki norm, það er alvarlegt en þessi auglýsing var ekki tengd ofbeldi á neinn hátt. 

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:12

34 identicon

Vigfús. Er kinnhestur sem sagt ekki ofbeldi? Og af hverju ekki? Af því að ÞÚ skilgreinir hann ekki sem ofbeldi?

Guðrún (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:09

35 identicon

Þetta er orðið skondið, kinnhestur getur verið ofbeldistengdur og hann getur einnig ekki verið ofbeldistengdur, fer allt eftir eðli hans, hvers vegna og hvernig hann er framkvæmdur, aðstæður líka, það spilar margt inn í. Búinn að segja þetta margoft.

Ef hann flokkast undir ofbeldi þá skilgreini ég hann sem ofbeldi annars ekki. Guðrún þú verður að draga hausinn upp úr sandinum.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 21:28

36 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Vigfús - það að fólki finnist gaman (eða verður turned on) að láta slá sig fjarlægir ekki ofbeldistenginguna. Kinnhestur myndi seint flokkast undir alvarlegt eða gróft ofbeldi en það að slá einhvern er að slá einhvern... Kinnhestur er í eðli sínu ofbeldistengdur - sama hverjar aðstæðurnar eru. Skil ekki af hverju þú skilur þetta ekki! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:24

37 identicon

Katrín Anna - Þetta er ekki rétt hjá þér, kinnhestur verður ekkert ofbeldi fyrr en þolandinn upplifir kinnhestinn sem slíkan, ef ég bið einhvern að slá mig vinsamlegasa til að fá blóðið til að renna í andlitinu því ég er alveg að sofna í skólanum þá er sá kinnhestur ekkert ofbeldistengdur. Gerandinn er ekkert að beita mig ofbeldi, það er ekki fyrr en það er í óþökk minni að sá kinnhestur verður að ofbeldi.

Ef við snúum þessu í andlegt ofbeldi þá getur allskonar stríðni verið létt spaug á milli manna en sú stríðni getur einnig orðið ofbeldistengd um leið og þolandinn fer að upplifa hana sem slíka.

Það að slá einhvern er að slá einhvern, þarf samt ekkert að vera ofbeldi frekar en góður greiði. Fer alveg eftir aðstæðum.

Ef þið sjáið þetta ekki þá þarf ekkert að ræða þetta frekar, erum greinilega ekki á sama máli. Ég er ekkert að fara að kaupa það að allir kinnhestar flokkist sem ofbeldi. Síðan er þessi turned on umræða sérstök, kinnhestur getur kveikt sjálfsagt í sumum og öðrum alls ekki. Og ef hann gerir það ekki þá þarf hann samt ekkert að vera ofbeldistengur. Þetta er orðið svona Kynlífskinnhesturinn vs. Alvörukinnhestinum.

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 11:17

38 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Við erum greinilega ósammála um hvernig á að skilgreina þetta. Ég get samt alveg verið sammála um, og er sammála um, að í t.d. tilvikum þegar fólk slær hvort annað (eða sjálft sig) létt utan undir til að vakna er ekki um ofbeldi að ræða - hins vegar fer ég ekki ofan af því að kinnhestur er með ofbeldistilvísun - og að auglýsingin er ósmekkleg.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 11:31

39 identicon

Sæl Katrín. Ég vildi byrja á því að hrósa þér fyrir skemmtilegar færslur og málefnalega umræðu, ég er reglulegur gestur þó að ég hafi ekki áður " athugasemdað". Að því sögðu, langar mig svolítið til þess að koma með eitt komment, og hugsanlega fá svar við spurningum í leiðinni.

Varðandi auglýsinguna, þá get ég ekki verið sammála þeirri gagnrýni sem hún hefur fengið hér. Að mínu mati er ofbeldi huglægt hjá hverjum og einum, það sem þér þykir ofbeldi, getur Vigfúsi Arnari þótt vera forleikur.  Og "Guðrún" verður að virða skoðanir annarra þótt þær séu ekki að hennar skapi. Kinnhestum hefur verið beitt í gegnum tíðina, til þess að meiða, æsa (kynferðislega eða ekki),hressa fólk við og ná því úr óráðs ástandi. Allt þetta getur nú staðið fyrir eins "sexý" bíl og Porche á að vera. Svo er spurningin bara hvort auglýsingin sé smekklaus eður ei.

 En eitt leiðist mér þó varðandi kvenréttindaumræðu þjóðfélagsins í dag, og það er þegar allir karlmenn eru dregnir í dilka sem karlrembur. Eins þykir mér stutt í "jákvæða mismunun" þ.e. að kona fái frekar starf sem karlmaður er hæfari í. Sem gæti verið rugl í mér, en ég trúi ekki að það sé það sem jafnrétti snúist um. Nú veit ég að ég hef æst nokkra upp með síðustu setningum, og gætið þess að misskilja mig ekki. Svona mismunum hefur bara verið "trendið" í jafnréttismálum. T.d. eins og með svertingja á tíunda áratugs Bandaríkjanna. Sem eru jú African-Americans, eins og "rétt" er að segja í dag. Hvort sem þeir séu fæddir í ameríku, afríku eða ástralíu.

 En að lokum; Haltu áfram með þarft starf Katrín, en gætið þess mínir kæru feministar að bera ekki í bakkafullan lækinn. Að mínu mati er samfélagsbundið ójafnrétti að minnka smám saman, og leyfi ég mér að halda því fram að fólk fætt eftir 1980 hafi ekki minnstan grun um að karlar og konur séu ekki jafnrétthá. kveðja. 

sigurdur (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:09

40 identicon

Sigurður. Það er nú bara þannig að þú getur ekki borið saman jákvæða mismunun (sem er í gangi í USA) og íslensku jafnréttislögin. Jákvæða mismununin gengur út á það að alltaf skal ráða þann sem er færra af á vinnustaðnum (konur, svertingja o.s.frv) hvort sem manneskjan er hæfari eða ekki. Jafnréttislögin íslensku virka ekki þannig. Þau gera ráð fyrir því að ef tveir einstaklingar eru jafnhæfir að þá skuli ráða þann sem minna er af á vinnustaðnum. Skilyrðið er því að manneskjan sem minna er af á vinnustaðnum, t.d konur, sé jafnhæf hinni manneskjunni. Það er því ekkert í umræðunni að fara að ráða einhverjar "minna hæfar" konur fram yfir hæfa karla. Þú hlýtur líka að sjá það að konur eru alveg jafn hæfar og karlmenn. Það eru t.d  fleiri konur í Háskóla Íslands en karlmenn í flestum deildum. Heldur þú að þessar konur fari ekki út á vinnumarkaðinn?

Svo er það bara ekki rétt að fólk eftir 1980 hafi ekki hugmynd um kynjamisréttið. Rannsóknir hafa einmitt leitt í ljós að unglingar í dag hafa meira gamaldags viðhorf þegar kemur að jafnréttismálum en kynslóðin á undan.

Það er nefnilega þannig að jafnrétti kemur ekki átómatískt. Það er ekki bara hægt að sitja og bíða eftir því að það komi. Það þarf að gera eitthvað til að það náist og það er það sem Femínistafélagið er að gera.

Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:52

41 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sæll Sigurður og takk fyrir hólið Mér finnst einmitt mikilvægt að hafa vettvang þar sem skoðanaskipti fara fram um ólík sjónarmið. Reyndar finnst mér sérstaklega mikilvægt að hægt sé að draga fram ýmis atriði - stór og smá og ræða þau. Að mínu mati er misréttinu viðhaldið í okkar samfélagi í gegnum ótal marga smáa hluti sem gera það að verkum að við fáum sömu skilaboðin, í litlum bútum, úr mörgum áttum og ítrekað. Þannig festast þessi viðhorf í sessi kynslóð eftir kynslóð. Þess vegna finnst mér skipta máli að ræða t.d. auglýsingu eins og þessa frá Bílabúð Benna og margar aðrar. Oft finnst mér í umræðunni að þegar femínistar varpa einhverju fram - til umræðu - þá sé því tekið eins og það sé hið STÓRA jafnréttismál - en er í rauninni bara einn flötur á miklu stærri umræðu. 

Varðandi þetta með að allir karlmenn séu dregnir í dilka sem karlrembur þá ætla ég að fullyrða að slíkt er ekki gert í jafnréttisumræðunni í dag - þó svo að sumir upplifi það þannig. Ég sjálf hef marg oft útskýrt að við tökum öll þátt í kynjakerfinu sem við búum í, bæði karlar og konur. Öll tökum við þátt í að viðhalda því og öll erum við fær um að breyta því. Ég hef líka sagt það oft að ég sjálf, eins mikill femínisti og ég er, get ekki forðast að taka þátt í kynjakerfinu eða gert alltaf allt "rétt" út frá jafnréttissjónarmiði. Hins vegar get ég reynt að gera mitt til að breyta. Það sama á við um karlmenn og engin ástæða til að hlaupa í vörn þegar talað er um hverju þarf að breyta. Engar breytingar þýða óbreytt ástand = áframhaldandi kynjamisrétti. 

For the record. Rétt eins og femínisti getur verið af báðum kynjum þá getur karlremba verið bæði karl eða kona.

Varðandi jákvæðu mismunun þá tek ég undir með Guðrúnu. Íslensku jafnréttislögin segja ekki til um að stunda megi hér jákvæða mismunun og á það hefur ekki reynt fyrir dómi svo ég viti til. Hins vegar er til hin svokallaða forgangsregla jafnréttislaga sem kveður á um að ráða þann einstakling sem er í minnihluta í viðkomandi starfsstétt svo framarlega sem umsækjendur séu báðir jafnhæfir. Jákvæð mismunun hefur einna helst komið til tals þegar rætt er um inngöngu í Kennaraháskólans - þ.e. að taka stráka með lægri einkunn fram yfir stelpur með hærri einkunn til að fjölga strákum í kennaranámi. Ég hef mest lítið heyrt af jákvæðri mismunun í hina áttina, þ.e. að taka óhæfari konu fram yfir hæfari karl. Held reyndar að það eigi ekki að þurfa í neinu tilfelli. Hér er aragrúi af yfirmáta hæfum konum sem ekki komast áfram á eigin verðleikum vegna þess að karlmaður er tekinn fram yfir þær - burtséð frá hæfni. Þetta sést best á allri tölfræði í kringum störf þar sem kynjahlutföll í tilskilinni menntun og reynsla eru í jafnvægi á milli kynja en endurspeglast ekki í stöðuveitingum eða launum. Sú tölfræði segir okkur svart á hvítu að enn njóta karlmenn forréttinda í krafti kyns - og reyndar finnst mér skrýtið að karlar kvarti ekki meira yfir því en þeir gera - því það hlýtur jú að vera frekar dapurt að vita að kyn veiti manni forskot fram yfir hæfari einstaklinga af hinu kyninu. 

Varðandi það að hið samfélagslega misrétti sé að minnka þá er afar fátt sem bendir til þess og reyndar er ansi margt sem bendir í hina áttina, þ.e. að við séum í bakslagi. Bendi m.a. á skýrsluna Bejing Betrayed í því samhengi (hægt að gúggla henni). 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband