Ha???

fhmjan_smallBlaðið flytur í dag frétt af konu sem var niðurlægð í strætó af strætóbílstjóranum. Hann skipaði henni að skipta um sæti því brjóstaskoran sem hann sá í baksýnisspeglinum hafði svo truflandi áhrif á hann að hann gat ekki einbeitt sér að akstrinum. Hann kallaði því til hennar, eða öskraði, að því er segir í fréttinni í Blaðinu, að ef hún ekki færði sig myndi hann henda henni út úr vagninum. Konan færði sig en upplifði mikla niðurlægingu við allt þetta. Strætisvagnafyrirtækið ákvað að standa þétt við bakið á strætóbílstjóranum sem var óhæfur til aksturs. 

Tveim blaðsíðum framar í Blaðinu er auglýsing frá Kraftvélum. Fyrirsögnin er "Leitaðu til sérfræðinga þegar útsýn skiptir verulegu máli." Myndefnið er jarðýta á strönd og bikiníklæddar konur liggja eins og hráviði allt í kring. Miðað við strætóbílstjórann væri nú kannski betra að selja jarðýtur sem erfitt er að sjá út um? Augljóslega hefðu konurnar svo truflandi áhrif á jarðýtukallana að þeir verði ófærir um að sinna vinnunni sinni. Er það ekki? Erum við annars ekki enn á púritönskum tímum þar sem karlmenn mega ekki sjá í bert hold án þess að verða fyrir verulegum og alvarlegum truflunum á getu og hæfni? FootinMouth

Moral of the story? Best er að setja allar konur í búrkur svo þær trufli ekki karlmenn?

Moral of the story? Af hverju ekki að setja hálfbera karla út um allt svo konur séu ekki einu skrautmunirnir í samfélaginu? (mynd sett með svo fólk geti betur metið þennan móral!)

Moral of the story? Af hverju ekki að hætta hlutgervingu og líkamsáráttu og njóta þess í stað manneskjunnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Þetta er bara bráðfyndið. En ég er samt ánægður með bílstjórann að viðurkenna það fyrir "fullum" vagni að hann sé að glápa á brjóst farþeganna... Og líka að hann hugsaði út í öryggi farþeganna þegar hann "bað" konuna um að færa sig... Því hann sem bílstjóri á að hafa augun á veginum, ekki brjóstum farþeganna.

Hallgrímur Egilsson, 18.7.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: halkatla

það sem er ógeðslegt er að fyrirtækið hafi staðið með þessum viðbjóðslega bílstjóra! það ætti að tjarga hann og fiðra. Þvílíkt viðbjóðsleg mannvera sem hann er Konan hefði ekki átt að hlýða honum heldur flassa og eitthvað þaðan af verra og láta hann etv elta sig um strætóinn. Ég er ekki að grínast. Mig langar að lemja þetta ógeðslega fífl.

halkatla, 18.7.2007 kl. 11:58

3 identicon

Margir tölvunarfræðingar, sem heita Sigurður, hafa mikið yndi af því að skoða rassskoruna á hver öðrum.

Skorufræðingur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:22

4 identicon

Rassskorur eru líka fínar í hófi á hjúkrunarkonum sem heita Elva.

Skorufræðingur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 14:20

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Spurning: Ef karlmenn missa alla stjórn á sér við það eitt að sjá í bert kvenmannshold hversu hæfir eru þeir í raun og veru til að stjórna heiminum?

Sigurður: þessir 2 karlmenn sem þú vísar í eru innarlega á myndinni og liggur við að þú þurfir stækkunargler til að sjá þá. Ekki einu sinni reyna að réttlæta auglýsinguna út frá þeirri forsendu...

skh. jájá - teldu sjálfum þér bara trú um að þeir hjá Kraftvélum hafi haft bæði kyn jafnt í huga þegar þeir gerðu þessa auglýsingu. Ignorance is bliss... á við núna rétt eins og áður.

Annars er hér linkur á blogspot síðuna þaðan sem myndin er tekin. Hún er úr breskri herferð gegn karlatímaritum. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 15:24

6 identicon

Vagnstýrur og kennslukonur hafa oft beðið mig um að færa mig. Fyrst hélt ég að það væri vegna þess að ég væri svo ljótur en síðar komst ég að því að ástæðan er sú að ég er svo hrikalega sexí að til vandræða horfir þegar kvenfólkið er annars vegar. Þetta er svona.

Skorufræðingur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:24

7 identicon

Ég var að vinna í vegavinnu og við fengum þau tilmæli frá yfirmönnum og yfirvöldum(lögreglu) að vera ekki berir að ofan í góða veðrinu þegar við værum að vinna við stórar umferðargötur. Það skapaði nefninlega hættu á slysum þar sem ungar stúlkur og eldri áttu það til að gjóa til okkar augunum og missa sjónar af vegnum.  Eitt eða tvö slík atvik komu upp sama sumar ;)

Svo vill ég líka benda á nýlega frétt(verst að ég finn hana ekki núna) þar sem karlstripparar þurftu að kalla á hjálp lögreglu vegna ágengra kvennmann í gæsapartíinu sem þeir voru að skemmta í.

 Það er ekki aðeins bundið við karlmenn að hafa kynhvöt og hafa gaman af því að horfa á fá klædda líkama. Þannig að ég held að konur og karlar séu JAFN hæf til að stjórna heiminum og missa JAFN mikið stjórn á sér þegar kemur að kynþokkfullum búkum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:43

8 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Út frá herferð feminista, á bílstjórinn ekki "rétt á að hafna" þess að sjá skoruna hennar í speglinum sínum? -og jú hann verður að horfa í spegilinn svo hann loki ekki á fólk og þess háttar.

Annars er ég sammála því að hann hafi staðið illa að sínum málum og  var ófyrirgefanlega ósanngjarn við þessa snót.

Sigurður Jökulsson, 18.7.2007 kl. 16:11

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

So... enginn karlmaður ætlar sem sagt að gera athugasemd við auglýsinguna? Ekki heldur þeir sem segjast vera fyrir jafnrétti?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 16:16

10 identicon

Já það minnir mig á það, það voru mikið af konum sem unnu á jarðýtur, hefla og valtara í vinnunni, þær voru ekki samkynhneigðar. Veit ekki hver ástæðan er að konur eru frekar á þessum tækjum en gröfum og vörubílum. Kannski það sé vottur af kynjamisrétti, mönnum finnst flottara að vera á gröfum og vörubílum, konurnar fá ekki að vera jafnflottar og kallarnir.

bjöggi (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 16:40

11 identicon

Það er ekkert líf fyrir og eftir kynlífið hjá þessum köllum. Það er nú bara þannig, Kata mín. Það eina sem þessir véla-, tækni- og tölvukallar lifa fyrir eru allsberar kellingar út um allar koppagrundir, daginn út og daginn inn.

Þetta vélakallalið hefur bara eina heilasellu og það er kynlífssellan. Það heimtar mat og kynlíf þegar það skreiðist heim á kveldin og skilur svo þegar konan er orðin of feit. Yngir upp og svo koll af kolli. Þín frelsisbarátta er því vita vonlaus en þú ert nú samt dáldið krúttleg.

Skorufræðingur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 16:48

12 Smámynd: SM

tu hefdir att ad vara vid myndefninu vid tetta blog; not suitable for work. Tegar eg var ad skoda tetta her i vinnunni gekk fellow-chaplain inn a mig og sa mig nidursokna ad skoda tetta. hehe

SM, 18.7.2007 kl. 16:54

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

skh - ekki rugla mér og Kraftvélum saman varðandi staðalmyndirnar... there is a difference you know... varðandi hvort að þið karlarnir séuð allir komnir undir sama hatt þá bendi ég á að Kraftvélar eru að setja ykkur undir sama hatt - og kommentin so far hjá karlkyninu hér hafa verið að skríða undir hattinn - nema þú auðvitað - sem getur kíkt undan honum með sterkustu femínistagleraugunum.... en virðist annars nokkuð sáttur undir honum...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:42

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sylvía - já sorrý - en miðað við að svona myndefni af konum viðgengst nánast hvert sem þú ferð og poppar upp hér um bil alls staðar fyrirvaralaust þá ætti fellow-chaplainin að skilja að sama gæti hugsanlega gerst með hitt kynið... án þess að þú fáir nokkuð við það ráðið...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:45

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Merkilegt að það skuli hafa farið fram hjá þér að ég var að gagnrýna auglýsinguna...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:58

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Handa þér?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 17:59

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Beta er annars með góðan vinkil á þetta

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 18:01

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Úps - Beta er annars með góðan vinkil á þetta - átti þetta að vera - s.s. með tengli.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 18:07

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hmmm no comment

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 18:10

20 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fyrirspurn: Erfitt er að hugsa sér hreðurmeiri atvik en hverskonar flugóhöpp. Á blaðamannafundi í dag kynnti framsögumaður menn LG með nafni án auka atriða. Þegar kom að bjögrunnarsveitaforingjanum var það þessi í "fallegu rauðu peysunni" og þegar kom að lögfræðingi LG var það sú "fallega".

Þýðir þetta að björgunarsveitarforinginn og lögfræðingurinn hafa minni hreðjar eða engar?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 18:22

21 identicon

Mér finns alveg merkilegt hvernig menn reyna að verja þessa auglýsingu. Að vegna þess að mögulega hugsanlega kannski sé kona við stjórnvölinn á gröfunni að þá sé auglýsingin í lagi. Grafan og hver stjórnar henni er ekkert issjú hér. Hún er minnsta málið. Það eru myndirnar af konunum og textinn undir sem skiptir öllu máli. Að konurnar séu bara "útsýni" og ef menn vilja það þá eigi menn að hafa samband við Kraftvélar.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 18:48

22 identicon

Og svo er fréttin um vagnstjórann og dónaskap hans gagnvart farþega sínum alveg stórundarleg. Að maðurinn skuli viðurkenna það að horfa sífellt á brjóstaskoruna á henni og svo dirfist hann að kenna henni um þetta. Að vegna þess að HANN geti ekki hætt að horfa á hana þá þurfi HÚN að færa sig. Finnst alveg stórundarlegt að strætisvagnafyrirtækið skuli standa með honum. Hefði átt að reka hann. Bæði fyrir perrahátt og dónaskap.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 18:53

23 Smámynd: halkatla

ég er búin að vera í sjokki í dag því að ég hélt að þetta hefði gerst í Reykjavík hjúkk, hehe. Er sko útí "sveit" þarsem Blaðið er ekki borið út, en hérna, þeir sem vilja fleiri bera karlmannsskrokka ættu að kíkja á mitt blogg því þar er strandamynd af nýjasta kærasta Paris Hilton, hann er ágætis krútt þótt hann sé megaheimskur og láti Paris líta útfyrir að vera ofurgáfnaljós!

halkatla, 18.7.2007 kl. 19:34

24 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Endilega komdu þeim skilaboðum áleiðis til Kraftvéla.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:12

25 identicon

skh. Hvað kemur kyn stjórnandans á vélinni auglýsingunni við? Auglýsinginn segir það bara að hálfnaktar konur séu flott útsýni. Hvort að stjórnandinn í vélinni sé kona eða karl skiptir bara engu máli.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 20:28

26 identicon

skh. Finnst þér konur sem sagt vera fullklæddar þegar þær eru í bíkiníi?

Auðvitað er auglýsingin karlmiðuð. Held það þurfi ansi mikla útúrsnúningahæfileika til að reyna einhvern veginn að snúa út úr því. Auglýsingin miðar auðvitað að því að láta þann sem sér auglýsinguna halda að þetta verði útsýnið hans ef manneskjan verslar við Kraftvélar.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 21:17

27 identicon

Þeir hjá Kraftvélum ætla að vera með fullt af allsberum köllum í næstu auglýsingu og senda dagatöl með þeim á öll verkstæði landsins.

Skorufræðingur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 23:02

28 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Beta - jú mér finnst merkilegt hvernig hægt er að lesa það sem maður vill út úr texta sem augljóslega segir eitthvað allt annað. Hélt þetta væri ekki hægt...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:27

29 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Umræða um jafna nekt karla og kvenna í fjölmiðlum er tímaskekkja.

Hálfvitar geta leynst í hlutverki strætóbílstjóra.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 08:44

30 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Kannski er ég svona saklaus, en ég var reyndar bara að sjá þessa auglýsingu núna. Hefði ekki einu sinni skoðað hana ef þaðhefði ekki verið fyrir þetta blogg (fín auglýsing (exposure) fyrir Kraftvélar), og ég sá ekki þessa karlrembu sem er verið að tala um. Það sem að ég les úr þessari auglýsingu er að það er hægt að sjá vel út til að tryggja öryggi allra í kring, svo vel að fólkið á ströndinni getur gert það sem að þeim sýnist og jarðýtukallinn(eða konan) getur unnið við meira öryggi. Ef að bílstjórinn er að líta endalaust í kringum sig mun hann keyra yfir einhvern við þessar aðstæður, og ég sá ekki betur en að í þessu tilviki hafi bílstjórinn haft augun við stefnu jarðýtunnar. 

Það er virkilega ekki erfitt að -draga ályktanir af öllum auglýsingum. Vissulega var meira kvenhold á þessari auglýsingu en mörgum, en sjampóauglýsing er grófari en þessi mynd.

Sigurður Jökulsson, 19.7.2007 kl. 08:55

31 identicon

Katrín. Já það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Núna er auglýsing sem augljóslega er karlmiðuð og karlrembuleg allt í einu orðin dæmi um það hvað femínistar eru miklar karlrembur.

Það er greinilega allt reynt til að verja þetta.

Og Sigurður, þú ert greinilega mjög saklaus.

Guðrún (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 09:27

32 identicon

Guðrún (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:52

33 identicon

Er eitthvað óeðlilegt að horfa á eftir konum klæddum í bíkiní?

Ég hélt að það væri normalt?

Vigfús Arnar (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:43

34 identicon

Vigfús. Hver var að tala um það hvort eðlilegt væri að horfa á konur í bíkiníum?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband