5.7.2007 | 22:47
Í sorg
Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég hef skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Í dag er einn slíkur dagur. Dagurinn var reyndar afbragðsgóður framan af. Alveg þangað til ég frétti um sýknudóm Héraðsdóms yfir nauðgara. Nú er ég búin að lesa dóminn. Mig langar til að öskra. Allar mínar innilegustu sorgar-, samúðar- og baráttukveðjur til konunnar sem var svo óheppin að þurfa að fara að klósettið á árshátíðinni sinni... sem var svo óheppin að rekast á karlmann sem virðir kynfrelsi og sál kvenna að vettugi... sem var svo óheppin að þetta skyldi gerast árið 2007 þegar dómarar á Íslandi skilja ekki enn hvað nauðgun er... sem var svo óheppin að dómsmálaráðherra var ekki tilbúinn til að ganga skrefi lengra og hlusta á ábendingar um að lagaákvæði þyrfti að orða öðruvísi vegna þess að dómarar sem ekki eru starfi sínu vaxnir myndu hamast við að finna allar mögulegar og ómögulegar ástæður til að sýkna nauðgara - rétt eins og þeir hafa gert síðustu áratugi. Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskt réttarkerfi er handónýtt þegar kemur að kynferðisbrotum. Árið 2007. Við búum í fornöld. Við erum ekki upplýst, siðmenntað samfélag. Því miður. Ekki ennþá. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að breyta þessu. Ég hef það stundum á tilfinningunni að íslenskir dómarar séu að ögra fólkinu í landinu og mana það til að taka lögin í sínar eigin hendur. Skilaboðin eru svo skýr dóm eftir dóm eftir dóm eftir dóm. Dómskerfið ætlar sér ekki að dæma nauðgara. Svei mér þá ef ég er ekki tilbúin til að grípa til jafn róttækra aðgerða eins og að horfa á nauðgara... eins og suma hefur dreymt um.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
.....þið feministakonur virðist ekki skilja, frekar en margir aðrir hvernig réttarríki virkar og viljið alltaf að menn séu rústaðir vegna nauðgana bara af því konan segir nauðgun. Smá staðreyndir:
1. Konan var ölvuð og fer með manni á klósett og daður er í gangi.
2. Konan streitist EKKI á móti
3. Konan segir EKKI nei og þegir þunnu hljóði
4. Annað fólk kemur á klósettið og konan kallar EKKI á hjálp.
Gegn neitun karlmannsins er erfitt að sjá hvernig rústa eigi mannorði hans og dæma til fangelsisvistar....
ég hef fulla samúð með konunni sem telur sér hafa verið nauðgað...en alveg eins og kona sem fer heim með ókunnugum manni, berst ekki á móti og segir ekki nei og kallar ekki á hjálp þá komst FJÖLSKIPAÐUR dómur af því að túlka beri efa sakborningi í hag....og einn dómarinn var kona.
líklega getur vel verið að þetta hafi verið nauðgun - en sönnunargögnin styðja það ekki og því ekki hægt að sakfella á svo veikum gögnum.
Eða viltu kæra feministakona að karlar verði að "afsanna" sig og það sé þeirra hlutverk að sanna að þeir hafi EKKI nauðgað ?
Hilmar Björnsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:19
Hilmar af lesningu í gegnum dóminn þá er augljóst að um nauðgun er að ræða. Það er fáránlegt að ætla að t.d. bros jafngildi já-i eða að karlar geti gengið að konum, beitt þær harðræði og gert það sem þær vilja við þær og ef þær ekki sparka, öskra eða annað viðlíka þá sé það merki um samþykki.
Það er fáránlegt að ætla að skilgreina kynlíf á þann hátt að ef konan ekki öskrar nei og lemur frá sér þá sé það kynlíf...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:27
Tek undir þetta hjá þér Katrín, dómskerfið er handónýtt í það minnsta í kynferðisafbrotamálum.
Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:38
Kæra feministakona,
þetta er ástæðan fyrir því að ég forðast umræður við ykkur því það er allt svo einfalt þegar þið setjið feministagleraugun upp.
1. Það er ekki augljóst LAGALEGA séð mín kæra að nauðgun hafi átt sér stað. Þetta var 3 manna dómur og ein kona og lögfull sönnun sem er forsenda þess að dæma mann í fangelsi fyrir nauðgun kom ekki fram.
2. Það var t.d. rétt LAGALEGA séð að sýkna oliukallana og Baugsmenn nýlega þótt enginn skilji hvernig það má vera sem er ekki lögfræðimenntaður.
þegar maður les skrif þín þá virðist þér nægja að kvenmenn geti sagt úlfur úlfur og þá ber að loka karlmann inni.
Þetta er meginástæðan fyrir því hversu erfitt er að taka málefnalega mark á ykkur í almennri umræðu - öfgarnar og sú leiðinlega tilhneiging að taka ALLAR skoðanir og gögn sem styðja ykkar mál en ÚTILOKA öll gögn sem afsanna eða styðja ekki ykkar mál frá því þegar þið takið afstöðu.
LAGALEGA séð er algerlega útilokað að dæma mann sem nauðgara bara gegn orði konunnar gegn neitun karlmanns.
Um leið og þið breytið því eru þið komnar á miðaldir þar sem mönnum var bara refsað eftir hentugleika.
Hilmar Björnsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:04
Hilmar. Hefur þú lesið dóminn? Hvar kemur fram í honum að það hafi verið daður á milli fórnarlambsins og ákærða?
Í dómnum stendur:
"Samkvæmt staðfestri skýrslu Arnþórs Davíðssonar lögreglumanns var það aðfaranótt laugardagsins 17. mars sl. að tilkynnt var til lögreglu um það að stúlku hefði verið nauðgað þá um nóttina á Hótel Sögu og sagt að sá seki hefði forðað sér þaðan á hlaupum. Lögreglumenn fóru að Sögu að sinna þessu og hittu þar fyrir X, f. [...], í bakherbergi í afgreiðslu hótelsins. Þá voru þar fyrir starfsmenn hótelsins sem gátu lýst manninum og sagt að atburðurinn hefði orðið á kvennasalerni í kjallara hússins. X sagðist svo frá að hún hefði verið að leita að salerninu og spurt manninn hvar það væri. Hefði hann farið niður með henni og vísað henni á það. Hefði hann elt hana þar inn en kona sem hefði verið þar fyrir hefði sagt honum að fara út þar sem þetta væri kvennasalerni. Maðurinn hefði svo komið aftur inn og ruðst inn á hana þar sem hún var í salernisklefa að kasta af sér vatni. Hefði hann neytt hana til samræðis en hún verið ráðalaus og ekki vitað hvað gera skyldi. Hefði hún ýtt manninum frá og reynt að komast út um klefadyrnar en maðurinn sagt á ensku að hann væri ekki búinn að ljúka sér af, heft för hennar og læst klefadyrunum. Að endingu hefði hún komist út frá manninum og rekist á þjón þar fyrir utan en maðurinn hefði komið út á eftir henni og reynt að ná henni inn aftur en þjónninn komið í veg fyrir það. Í skýrslunni segir að stúlkan hafi verið blóðug á vinstri upphandlegg og á læri. Þá hafi hún sýnilega verið undir áhrifum áfengis. Hún var flutt á neyðarmóttöku Landspítalans. Á hótelinu hittu lögreglumennirnir pólskan mann að nafni C Jaroslaw Kruk, sem sést á upptöku spjalla við ætlaðan árásarmann um kvöldið. Kvaðst hann ekki þekkja þann mann en sá hefði kynnt sig og sagst heita A. Gat hann engar upplýsingar gefið um atvikið.
X var flutt á neyðarmóttökuna á Fossvogsspítala. Í staðfestu vottorði Óskar Ingvarsdóttur læknis um þetta segir svo: „Stúlka sem kemur eftir meinta nauðgun sem átti sér stað á WC á Hótel sögu. Óþekktur gerandi sem setti lim sinn í munn bþ. og í leggöng en óvíst með endaþarm og fann hún sársauka við þetta. Var læst inni meðan á þessu stóð og dofnaði upp. Tók eftir blóði á sokkabuxum og á lærum og framhandlegg eftir þetta og kvartar um sviða að neðan. Við skoðun eru roðablettir á 2 stöðum á baki sem eru nýlegir og blóð á innanverðum lærum og kynfærum. Ný sprunga er við endaþarmsop, um kl 11, sem blæðir úr og jafnframt blóðlita vökvi í leggöngum sem getur verið frá umræddu sári. Skoðun kemur vel heim og saman við lýsingu á atburðinum. Sýni m.t.t. DNA eru tekin frá munni, andliti og ytri og innri kynfærum til rannsóknar síðar. Sýklaræktanir teknar og konan fær neyðar-getnaðarvörn og fyrirbyggjandi sýklalyf."
Það segir líka:
"
"27.03.2007: Kemur í eftirlit. Lítur vel út. Spurð um líðan og gang mála frá atburði. Segir að hún muni vel hvað hún var í miklu sjokki þegar hún kom. Lýsir því að hún muni nú vel að gerandi var að reyna að koma fram vilja sínum þar sem hún lá klemmd í hnipri upp við klósettið og fann þá skerandi sársauka. Var gerandi þá búinn að reyna og náði að komast í leggöng en reyndi ítrekað við endaþarm en komst ekki inn, heldur hún. Fann eins og harðsperrur í herðum og hálsi og neðst í mjóbaki fyrstu dagana og enn smá í hálsi. Fann þannig að hún hafði eitthvað tekið á - líka af því hún var í kremju. Fundið sviða frá sárinu þar til fyrir 2 dögum, að þetta virðist nú gróið. Blæddi e-ð fyrst á eftir. Er hjá sálfræðingi. Áðurnefnd sprunga, sem var framan til við anus og inn að opkanti, var nokkuð djúp en náði ekki inn í endaþarm er nú gróin og sést móta fyrir hvítu öri. Ætla má í ljósi sögunnar að sprungan hafi komið við tilraunir geranda við að komast inn í anus og átt þátt, sá kraftur sem beitt var og afstaða vegna legu bþ.. Staðsetning sprungunnar er á stað sem er þekktur fyrir að hafa áverka við tilraunir/eða innþrengingu í endaþarm án samþykkis, ef áverki er þar á annað borð. Engin óþægindi frá leggöngum og blæddi ekkert frekar þaðan.“
Ekki er að sjá að X hafi verið tekið blóð til alkóhólrannsóknar.
Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur lögreglunnar, hefur framkvæmt rannsókn á fatnaði X og ákærða svo og ýmsum sýnum sem tekin voru af þeim. Hefur hann gert um þá rannsókn skýrslur sem hann hefur staðfest fyrir dómi en ekki er ástæða til að gera grein fyrir þeim í smáatriðum. Þess ber þó að geta að blóð fannst á sokkabuxum X eins og sjá má á ljósmyndum sem sérfræðingurinn tók af fatnaðinum og fylgja málinu.
Ítarleg rannsókn fór fram á vettvanginum. Á myndum af vettvangi má sjá blóðkám á klósettsetu á kvennasnyrtingu og á gólfi. Þá má sjá flygsur á gólfinu á snyrtingunni og frammi á gangi, sem virðast geta verið pappírsþurrkur. Ekki verður séð af gögnum málsins hvernig salernisdyrunum er læst að innan, hvort það er með lausum lykli, snerli eða renniloku, eða hvort erfitt eða auðvelt er að taka úr lás."
Ég spyr enn og aftur, hvar kemur það fram í dómnum að það hafi verið daður í gangi?
Guðrún (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:13
Hilmar í réttarríki hefði eina rétta LAGALEGA niðurstaðan verið að dæma manninn sekan. Óskar - þú heldur áfram uppteknum hætti við að verja kynferðisbrotamenn og það er helst að sjá af þínum skrifum að nauðgarar séu ekki til.
Hver sem les í gegnum dóminn ætti ekki að vera í minnsta vafa um að nauðgun átti sér stað.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 00:28
Í ljósi þess að nú þegar eru 35 manns búnir að blogga um fréttina um sýknudóminn og flestir ef ekki allir hneykslaðir á niðurstöðunni, þá er soldið sérstakt að akkúrat á þessu bloggi hjá "Feministakonunni" þurfi að koma með réttlætingu á dómnum!
Og í ljósi þess að Hilmar "forðast umræður við ykkur því það er allt svo einfalt þegar þið setjið feministagleraugun upp", hvað með að ræða þá við hina rúmlega 30 bloggarana sem skrifa um fréttina og eru hissa/reiðir/hneykslaðir á dómnum ? Ha, Hilmar?
Réttlætiskennd almennings er misboðið, málið er ekki flóknara en það.
Guðrún (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:36
Iss Guðrún - hinir bloggararnir eru líka allir femínistakonur!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 00:41
Auðvitað, my mistake, og ekki síst allir karlmennirnir... þeir eru nú meiri feministakonurnar ;-)
Guðrún (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:47
Hilmar og Óskar mættu nú alveg taka niður andfemínistagleraugun af og til...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.7.2007 kl. 01:16
Já Óskar ég er að segja að þessir 3 dómarar hafi komist að rangri niðurstöðu og sýknað kynferðisbrotamann. Að hafa "samfarir" (ekki rétta orðið í svona málum) við konu gegn vilja hennar er nauðgun. Það er eitthvað sem dómararnir eiga að vita. Réttarríki felst í því að fólk fái sanngjarna réttarmeðferð. Svo á ekki við um þolendur kynferðisbrota. Þess vegna er afar hæpið að tala um Ísland sem réttarríki hvað viðkemur kynferðisbrotum.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 10:31
Katrín; við erum ósammála um margt þegar kemur að feminisma en þarna er ég þér hjartanlega sammála. Kemur til greina að Feministafélagið beiti sér fyrir endurskoðun á þeim lagaákvæðum sem dæmt er eftir í þessu máli með áberandi hætti eða mótmælaaðgerðum á einhvern hátt?
Þrátt fyrir að okkar leiðir fari ekki endilega saman þá eru lokatakmörkin þau sömu og það verður að viðurkennast að Feministafélagið er öflugur þrýstihópur þegar því er að skipta (sbr. skipulagningu kvennafrídags o.fl.). Þetta er líka mál sem víðtæk samstaða ætti að nást um, miðað við viðbrögð fólks (sem eru vonandi ekki bara stormur í vatnsglasi).
Anna, 6.7.2007 kl. 11:10
Kvennahreyfingin öll hefur verið í ötulli baráttu til að fá kynferðisbrotakaflanum breytt. Í vor var honum breytt að einhverju leyti og meðal stórra mála sem náðust í gegn þá var t.d. að misneytingarákvæðinu svokallaða var steypt saman við nauðgunarákvæðið þannig að nú telst það nauðgun ef þolandi hefur ekki mátt til að sporna við verknaðinum t.d. vegna ölvunar.
Orðalag ákvæðisins um nauðgun var gagnrýnt og nákvæmlega á þeim forsendum sem dómarar nota hér til að sýkna. Það hefur verið gagnrýnt að dómsstólar leggi höfuðáherslu á líkamlega áverka í staðinn fyrir að líta á nauðgunina sjálfa sem ofbeldisverknað. Þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar um dómaframkvæmd var dómsmálaráðherra ekki tilbúinn til að breyta orðalaginu. Við virðumst því sitja uppi með nauðgunarákvæði í hegningarlögum sem dómarar nota til að dæma um hvort um líkamlegt ofbeldi hafi verið að ræða eða ekki í staðinn fyrir að dæma hvort um nauðgun er að ræða eða ekki.
En hvorki Femínistafélagið né kvennahreyfingin er hætt í baráttunni, enda mjög margt sem er eftir. Vonandi verður þú með okkur í því
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:27
"Allar mínar innilegustu sorgar-, samúðar- og baráttukveðjur til konunnar sem var svo óheppin að þurfa að fara að klósettið á árshátíðinni sinni... sem var svo óheppin að rekast á karlmann sem virðir kynfrelsi og sál kvenna að vettugi..."
Hver segir að þessi "nauðgari", ef hann nauðgaði henni þá, nauðgi BARA konum?
Andrea Gunnarsd. (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:32
Margt fróðlegt búið að koma fram hér og ég verð að segja aftir að hafa lesið það sem byrt er hérna úr dómi og eftir því sem maður hefur heyrt í útvarpi, þá á ég afskaflega erfitt með að skilja hvernig hægt var að sýkna í þessu máli, ef ástæðan er sú að lögin eru ekki nógu skýr verður að breyta því.
Óskar segir að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð, ef þetta væri bara svona einfallt. Saklausir menn hafa þurft að sitja inni því skyldu sekir þá ekki geta gengið lausir þrátt fyrir að hafa verið sýknaðir.
Róbert Tómasson, 6.7.2007 kl. 11:37
Endurskoðun laganna fyrr á þessu ári var svo sannarlega tímabær en þetta mál sýnir að það var ekki nóg gert. Glufurnar eru ennþá of stórar. Ég myndi vilja sjá mótmælastöðu við Héraðsdóm eða eitthvað álíka eins og kemur fram á síðunni minni en veit ekki hvernig á að skipuleggja svoleiðis. Stór samtök ættu e.t.v. auðveldara með það.
Og Óskar; Þrátt fyrir að farið hafi verið að lögum þá þýðir það ekki að lögin séu gallalaus, þau eru búin til af mönnum og túlkuð af öðrum mönnum (og með mönnum á ég við mannkyn, ekki bara karlmenn) sem þýðir að það hlýtur að mega taka þau til endurskoðunar þegar svona álitamál koma upp.
Það stendur orðrétt í dómi: „Þykir þetta allt styðja svo þann framburð hennar, að hún hafi ekki viljað eiga samræði eða önnur kynferðismök við ákærða, að óhætt sé að slá því föstu.”
Þegar það er óhætt að slá því föstu að athöfnin sé ekki með vilja stúlkunnar en gerandi er samt sýknaður þá er eitthvað að í lögunum að mínu mati. Eins og ég hef sagt þá skilgreini ég mig ekki sem feminista svo þar með fellur setningin þín: „Alltaf eru femínistar samir við sig.” um sjálfa sig. Þessi feminista„pirringur” á engan vegin heima í þessari umræðu.
Anna, 6.7.2007 kl. 12:09
bendi ykkur að lesa grein sem verjandi mannsins skrifaði. Það er bara ekki hægt að ´rökræða við feminista um neitt sem ekki passar undir sjónarmið þeirra.
Konan fékk áfall EFTIR atburðinn og sýndi ýmis merki sjokks og dómurinn kemst að því að sennilega hafi umrætt kynmök ekki verið það sem hún vildi.
Þegar hún sagði NEI stoppaði maðurinn samstundis og þau eru bæði sammála um það.
Hún gaf ekkert tilefni til mannsins segir dómurinn ÁÐUR en samfarir hófust að hún væri mótfallinn....sagði ekki nei, barðist ekki á móti og kallaði ekki á hjálp og segist hafa verið svo drukkin að hún man ekki hvað hún sagði nákvæmlega við hann.
ekkert ofbeldi átti sér stað og engar hótanir...bara svona venjulegt fyllerisrugl.....og þegar konan sagði stopp hætti maðurinn samstundis.
að dæma mannin á lagaákvæði sem inniheldur hótanir og líkamsmeiðingar og ofbeldi þegar ekkert slíkt átti sér stað eða samfarir gegn vilja konu þegar hún viðurkennir að hún hafi ekkert sagt eða gert þegar þau byrjuðu er bara feministarugl.
þegar hún sagði stopp hætti maðurinn. sökum ölvunar man hún ekki hvað gerðist milli þeirra áður en jafnvel þegar fólk var inná klósettinu kallaði hún ekki á hjálp....og sagði ekkert, gerði ekkert og var ekkert að mótmæla eða berjast um...
3 dómarar kíkja þá á lagagreinina og þetta bara passar ekki við.
sýkna er það eina LAGALEGA rétt....þó svo ég viðurkenni alveg að þetta lítur mjög illa út eftirá.
Hilmar Björnsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 12:19
Femínistapirringurinn er ekkert öðruvísi í þessum málum heldur en öðrum...
En það þarf að gera eitthvað til að breyta málunum. Eitt stk mótmælastaða fyrir utan Héraðsdóm er ekki nándar nærri nóg að mínu mati. Slíkt hefur verið gert. Fyrir nokkrum árum plástraði kvennahreyfingin héraðsdóma um allt land í þeirri von að hægt væri að lækna bágtið... og að héraðsdómur myndi taka sér tak. Það hefur ekki gerst.
Ég er hrifnust af hugmyndum um uppreisn. Held það dugi ekkert minna. Tel að allt annað sé þrautreynt. Spurningin er samt hvernig á að gera þetta?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 12:20
Hilmar lastu dóminn? Hvernig í andskotanum getur nokkur flokkað þetta sem fyllerísrugl? Ertu að meina að karlmenn megi ráðast á konur hvar og hvenær sem er og nauðga þeim og ef þær ekki segja nei þá sé það ekki nauðgun? Ertu að meina að í hvert skipti sem kona hitti karlmann þá eigi hún að byrja á því að segja segja "Halló. Ég hef engan áhuga á að stunda með þér kynlíf"? Eða hvað ertu eiginlega að meina?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 12:23
Dómarar íslands brjóta oft lög í dómum sínum.
Þegar lög segja að lágmarksdómur við nauðgun skuli vera eitt ár og hámark 16 ár - og þeir dæma skilorð - þá er spurninginn - hver er að brjóta lög.
Halldór Sigurðsson, 6.7.2007 kl. 12:27
já ég las dóminn....svona mál eru alltaf gífurlega erfið enda ekkert grin að vera dæmdur sem nauðgari og því sönnunarbyrðin sterk að ákæruvaldið verður að sýna að viðkomandi hafi mátt VITA að þetta var gegn vilja konunnar.
Þú verður að passa þig Katrin með svona ofsatali því það kemur ekki fram að hann hafi ráðist á hana....dómurinn kemst að þeiri niðurstöðu að fyrri samtöl þeirra á milli á skemmtistað - ölvun konunnar - engin mótspyrna - ekki sagt nei - ekki kallað á hjálp og svo að hann hætti um leið og konan sagði nei, að vafi léki á því að hann hafi mátt VITA að þetta var gegn vilja konunnar.
ég skil þig miklu meira en þú heldur- en það verður að vera skýrt að svona samfarir eiga sér stað á öllum skemmtistöðum um helgar það þekkja allir sem djamma mikið.
kjarninn er þessi: Hann HÆTTI um leið og hún vildi. Það staðfesta þau bæði. Framburður hans var trúverðugur og hann reyndi ekki að fegra hlut sinn á neinn máta....
Lagalega séð lék VAFI hvort viðkomandi hafi mátt gera sér grein - undir þESSUM kringumstæðum að hann væri að "nauðga" konunni.
því bar að túlka vafann sakborningi í hag og sýkna viðkomandi.því miður...
það sem gerðist EFTIR á s.s. sjokk konunnar o.fl. er ekki hægt að taka með því hann getur ekki vitað hvað gerðist eftir verknaðinn.
svo voru þau búinn að tala saman áður og hann héld utan um hana og hún man ekki sökum ölvunar ýmis atriði.
því miður...
Hilmar Björnsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 12:32
Hilmar. Og vegna þess að hann hélt utan um hana að þá þýddi það að konan vildi sofa hjá honum? Hvers konar eiginlega rugl rök eru þetta?
Guðrún (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 12:39
Plástur er víst ekki nóg þegar sárið er opið niður í bein Það sem ég er að meina er að þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli og það er athygli sem mér finnst ætti að nýta í eitthvað annað en blogg á meðan tækifæri gefst til. Það er hræðilegt hvað svona umræður eru fljótar að deyja út á Íslandi...
Anna, 6.7.2007 kl. 12:39
Hilmar hvað talar þú við marga karlmenn á dag? Hvað brosir þú til margra karlmanna á dag? Er það ávísun á að þeir megi nauðga þér? Lestu það sem þú ert sjálfur að skrifa og lestu dóminn yfir aftur. Þarna er verið að tala um nauðgun þar sem meira að segja líkamlegt ofbeldi á sér stað - eins og sést á áverkum en samt er sýknudómur. Konan gefur ekki samþykki sitt fyrir kynmökum heldur ræðst hann á hana og tekur - það er nauðgun.
Varðandi að passa hvað maður segir - þá ættir þú sjálfur á að passa hvað þú flokkar sem kynlíf og hvað viðkomandi gat eða gat ekki vitað. Miðað við lýsingarnar í dómnum þykir mér afar ólíklegt að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera - nema auðvitað að hann telji að bros konu þegar hún spyr í hvaða átt wc-ið er sé ávísun um að mega stökkva á hana og nauðga - sem er þá á hans eigin ábyrgð - ekki þeirrar konu eða kvenna sem fyrir verða. Hann er jafn sekur fyrir því.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 12:48
Katrin....3 manna dómur....ein kona og allir sérmenntaðir í lögunum.
ég er alveg sammála því að fyrir okkur venjulega fólkið er þetta nauðgun.
Í augum laganna hinsvegar er þetta á gráu svæði...og ég viðurkenni alveg að þegar ég las dóminn þá finnst mér þetta býsna undarlegt.
svo las ég grein verjandans á moggablogginu og hugsaði hversu oft ég hef verið með drukknum konum og sjálfur lítið vitað sökum ölvunar oft hvort ég hafi virkilega gengið alla leið eða ekki.
en ég skil þig samt soldið vel....en lögin eru skýr.
Ef það liggur vafi á því að hann hafi vitað að þetta var gegn vilja konunnar þá ber að sýkna manninn.
en segjum þetta gott...ég er kominn með heilan hóp af konum á móti mér hérna....scared.
Hilmar Björnsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:02
Þótt svo lögin hafi verið harkalega gagnrýnd þá gildir það sama líka um dómara. Dómarar hafa lengi verið gagnrýndir fyrir að sleppa nauðgurum þótt nægar sannanir liggi fyrir. Þessir 3 hámenntuðu dómarar nota arfavitlausa dóma í gegnum tíðina til að gera nákvæmlega það sama. Þeir voru ekki skyldugir til að komast að þessari niðurstöðu og það að niðurstaðan skuli vera þessi sýnir að annaðhvort eru þeir vanhæfir í sínu starfi eða þá að lagadeildir háskólanna gangi út á að kenna fólki að sýkna nauðgara - með þeim fyrirslætti að lögin segi að slíkt eigi að gera. Margoft hefur verið bent á að dómara skortir þekkingu á hvað nauðgun er og afleiðingum. Meðal þess sem hefur verið bent á er að nauðsynlegt sé að veita dómurum fræðslu um kynferðisofbeldi og afleiðingar þeirra svo þeir verði hæfir til að dæma í málum sem þessum.
Varðandi þínar eigin áhyggjur um gráu svæðin get ég mælt með stórgóðri grein á doktor.is eftir Dr. Guðrúnu Jónsdóttir um goðsagnir varðandi nauðganir.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 13:14
Í frétt í Morgunblaðinu segir að pilturinn hafi verið í gæsuvarðhaldi síðan í mars.hann hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli
„Drengurinn er búinn að ganga í gegnum algjöra martröð og hefur átt við mikla sálræna erfiðleika að stríða.
Hann hefur m.a. verið í sjálfsmorðshugleiðingum og orðið fyrir aðkasti í fangelsinu," s
egir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður piltsins sem sýknaður var í gær af ákæru um nauðgun.
Hafi stúlkan gefið honum undir fótinn, hafi stúlkan sakir ölvunar ekki munað það ellegar skammast sín fyrir það, hafi stúlkan verið í áfalli meira vegna hegðunar sem ekki fellur inn í samfélagsleg norm sem rækilega var ýtt að henni í rannsóknarferlinu ...
... hver er þá staða piltsins - þetta er unglingspiltur, kannski mengaður af ranghugmyndum um kynlíf af völdum "klámvæðingar" svo tekið sé hugtak sem femínistum er tamt.
Er engin ástæða til að skoða það?
Hvers vegna þessa refsigleði?
Er það tilfellið að í öllum mögulegum samskiptum karls og konu, er konan ævinlega þolandi? það les maður endalaust úr skrifum femínista.
Í huga Katrínar Önnu kemur ekki annað til greina en að trúa konunni, vorkenna henni (vesalings fórnarlambið)
Er ekki mögulegt að pilturinn sé jafnmikið fórnarlamb?
HUGSAÐU!
Davíð (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:57
þetta er sorglegur dómur.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.7.2007 kl. 14:07
Ég verð að segja að ég er sammála Katrínu varðandi það að ekki sé allt með feldu hvað þessa niðurstöðu varðar.
Ég get ekki betur séð af þeim málsatvikum sem rakin hafa verið hér, að um nauðgun sé að ræða. "Ástarleikir" þessir hafa verið hrottalegir og að mikilli hörku hafi verið beitt af hálfu gerandans.
Annað hvað þetta varðar get ég ekki betur séð að gerandinn hefur misnotað bágt ástand fórnarlambsins sökum ölvunar hennar til að koma fram vilja sínum.
Af þeirri litlu lögfræðiþekkingu sem ég hef, telst það saknæmt að misnota sér bágt ástand annars aðila til sér til hagsbóta svo sem að koma fram vilja sínum, hvort sem þetta ástand er sökum ölvunar, veikinda, andlegra báginda eða annars sem valdið getur því að fórnarlambið getur ekki varist gerandunum.
Samúð mín er öll hjá fórnarlambinu í þessu tilviki, og að sýkna gerandann eru slæm skilaboð til annarra um að svona athæfi sé í lagi og þar með lögleg.
Erlingur Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:07
Davíð ranghugmyndir geranda geta ekki verið ástæða til sýknunnar. Ef þú ekki veist að það sé rangt og ólöglegt að drepa, stela eða nauðga veitir það þér ekki friðhelgi gagnvart dómsstólum. Ætti ekki að gera það í það minnsta.
Varðandi vanlíðan geranda þá kemur ekki fram hvort sú vanlíðan stafar af iðrun, þess að hann náðist, að hann telji sig saklausan eða einhverju öðru.
Það er enginn að tala um að dæma alla sem ásakaðir eru um nauðgun sjálfkrafa sem nauðgara. Hins vegar ætti að vera alveg ljóst af lestri dómsins að um nauðgun var að ræða. Ef þú staldrar aðeins við til að hugsa sjálfur Davíð - ætlar þú þá virkilega að senda þau skilaboð til kvenna að fyrsta sem þær eigi að segja við alla karlmenn sé "halló. ég vil ekki að stunda með þér kynlíf" eða að öðrum kosti megi þeir gera það við þær sem þeir vilji? Eru það skilaboðin til allra kvennanna í kringum þig - að þær hafi ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama heldur megi hver sem er ganga að þeim og taka það sem hann vill því karlmenn séu svo skyni skroppnar verur að þeir hafa enga ástæðu til að ætla annað en að öllum konum langi til að stunda með þeim kynlíf hvar og hvenær sem er?
Það er ástæða fyrir því að margir eru rasandi reiðir og sorgmæddir yfir þessum dómi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 14:14
Katrín
Hvort er verra að dæma saklausan mann eða láta sekan ganga lausan?
Er það réttlætanlegt að dæma piltinn ti að senda skilaboð?
Davíð (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:41
Davíð sú spurning er bara ekkert upp á borðinu hér. Svarað þú frekar þessum spurningum:
Hvort á sekur maður að vera dæmdur sekur eða saklaus?
Hvort er verra að dæma sekan mann sekan eða saklausan?
Hvort er réttlætinu fullnægt með því að dæma sekan mann sekan eða saklausan?
Eiga þolendur nauðgana rétt á sanngjarnri og réttlátri málsmeðferð þar sem sekir menn eru dæmdir sekir eða eiga sekir menn rétt á að vera dæmdir saklausir þrátt fyrir að öll sönnunargögn sýni að þeir séu sekir?
Eiga konur líkama sinn sjálfar eða eiga karlmenn líkama kvenna?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 14:48
Katrín hvernig getur sú spurning ekki verið upp á borðinu?
Það blasir við að þú trúir bara öðrum aðilanum, stúlkunni
Hvort á sekur maður að vera dæmdur sekur eða saklaus?
Sekur maður á eingöngu að vera dæmdur sekur ef enginn vafi liggur á sekt hans, til þessi liggi fleiri en einn vitnisburður, afgerandi sönnun. það að satt sé að um samræði hafi verið að ræða og vitnisburður eins aðila um með hverjum hætti það átti sér stað ætti ekki að duga til sakfellingar vegna þess að stúlkan kann að vera að segja ósatt .
Hvort er verra að dæma sekan mann sekan eða saklausan?
Í mínum huga er það verri glæpur að dæma saklausan mann sekan, en að láta sekan mann ganga lausan
Hvort er réttlætinu fullnægt með því að dæma sekan mann sekan eða saklausan?
Ég held ekki að réttlæti felist í refsingum, ég held að ef þessi 19 ára gamli piltur hafi í raun nauðgað stúlkunni, verði heimurinn ekki betri staður ef hann situr í fangelsi í einhverja mánuði, held frekar að meiri líkur séu á að hann skaðist enn meira, verði forhertari og verri manneskja.
Ég held ekki að þó hann hafi nauðgað henni eigi hann að fá meiri refsingu en hann hefur þegar hlotið - hann á að fá hjálp -
Ég held ekki að þó pilturinn hafi lent í þessu sé hann vondur maður.
Eiga þolendur nauðgana rétt á sanngjarnri og réttlátri málsmeðferð þar sem sekir menn eru dæmdir sekir eða eiga sekir menn rétt á að vera dæmdir saklausir þrátt fyrir að öll sönnunargögn sýni að þeir séu sekir?
Sönnunargögn og líkur - veit það ekki veit ekki hvort er sennilegra
Eiga konur líkama sinn sjálfar eða eiga karlmenn líkama kvenna?
Ef þú heldur að ég sé að mæla nauðgunum bót er það fjarri lagi.
Þetta hangir allt á tvennu - refsigleði þinni og vorkunn með saklausri stúlkunni
Davið (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 15:48
Davíð - menn lenda ekki í að nauðga - þeir nauðga. Það er munur þar á. Fólk lendir hins vegar í að vera nauðgað.
Og það er óþolandi að sjá endalausa meðvirkni með nauðgurum. Það skiptir máli fyrir þolendur nauðgana að ofbeldismenn fái dóma og að þeir séu fundnir sekir. Því miður eru fæstir nauðgarar það miklir menn að þeir séu tilbúnir að gangast við glæpnum og óþolandi að sjá alla meðvirknina með kynferðisofbeldi. Það er ekki bara orð á móti orði í þessu máli heldur liggja fyrir ýmis sönnunargögn, eins og fram kemur í dómnum. Mæli með að fólk lesi dóminn og lesi síðan greinina sem ég benti á hér fyrir ofan.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 18:11
Mér finnst mikilvægast í þessu að sönnunargögn styðja vitnisburð stúlkunnar. Það kemur margoft fram í dómnum að hennar framburður er í miklu meira samræmi við sönnunargögn en framburður hins ákærða.
Einnig finnst mér mikilvægt að dómarar hafi fallist á að samræðið var ekki með vilja hennar, en það bara passar engan veginn við framburð hins ákærða af þeirra samskiptum. Ef allt fór fram eins og hann segir, þá var samþykki til staðar og einhver aðdragandi að öllu saman - einhver atlot og innileiki. En ef hún er að segja satt, þá réðst hann á hana fyrirvaralaust og án nokkurs aðdraganda eða mikilla samskipta þeirra á milli. Allur annar vitnisburður er síðan frekar til þess fallinn að styðja hennar frásögn frekar en hans.
Sumsé, sönnunargögn styðja hana útgáfu, dómarar viðurkenna að sannað sé að hún hafi ekki veitt samþykki sitt, en sýknar vegna þess að hún kaupir framburð ákærða (sem er þvert á sönnunargögn og annan vitnisburð) og vegna þess að sannað er að hún streittist ekki strax á móti.
Síðan má heldur ekki líta framhjá því að sannað er að stelpan hafi orðið fyrir skaða af þessum samskiptum. Ákærði telst hins vegar sýkn saka af því að dómarar komast að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki vitað að hann væri að valda skaða. Er hann þá bara firrtur allri ábyrgð? Ég sem hélt að réttarkerfið væri opið fyrir þeim möguleika að athæfi geti verið refsivert þó það hafi ekki verið með vilja gert. Það á augljóslega ekki við þegar nauðganir eru annars vegar.
Það er bara ekki hægt að líta á þetta sem eðlilega eða sanngjarna niðurstöðu, þó hún kunni að vera í samræmi við lög.
Mótmæli og virk barátta fyrir lagabreytingu er það eina sem getur breytt þessu.
Þarfagreinir, 6.7.2007 kl. 18:20
Katrín, varstu búin að lesa þetta ?
Ákærði var yfirheyrður um málið að kvöldi hins 18. mars sl.. Skýrði hann frá því að hann hefði verið að drekka bjór með kunningja sínum, B að nafni, á bar á hótel Sögu. Seinna hefði hann verið staddur ásamt B á jarðhæðinni við stiga sem liggur niður í kjallarann.
Hefði þá komið þar að stúlka sem hefði spurt hvar salernið væri. Hefði hún verið með glas í hendi og talsvert drukkin. Hefði hann sagt henni að það væri niðri og þegar ákærða virtist hún ekki taka þá stefnu sem hann hefði vísað á hefði hann fært sig neðar í stigann og hann þá spurt hvort hann ætti ekki að sýna henni hvar það væri og hún játað því.
Þegar þau hefðu verið á leið þangað hefðu þau farið að spjalla saman og hún boðið honum að súpa af glasinu. Hefði hann svo spurt hana hvort hann mætti ganga með henni inn á klósettið og hún svarað á ensku „sure“. Þegar hann hefði ætlað að ganga inn hafi kona sem þar var inni stöðvað hann og bent á merkið þar sem stóð að þetta væri kvennaklósett. Hefði hann beðið smástund þar til þessi kona fór út og þá farið inn á salernið og beðið þar til stúlkan kom út af salernisbásnum.
Hefði hún komið til hans og spurt hvort hann vildi meira að drekka og hann þá fengið sér sopa hjá henni í gegnum rör. Hann hefði svo tekið um mjaðmirnar á henni og þau farið kyssast nokkra stund. Hefðu þau fært sig inn á klósettbásinn sem var fjær hurðinni inn á snyrtinguna og hann lokað að þeim með olnboganum, en ekki læst. Hefðu þau haldið áfram að kyssast og farið að klæða sig úr.
Hefði hann byrjað að klæða hana úr og hún gefið til kynna að hún vildi það, auk þess sem hún hefði byrjaði að hneppa frá honum skyrtunni og reynt að lyfta henni upp fyrir höfuðið á honum. Hann hefði lyft upp kjólnum hennar og dregið sokkabuxur og nærbuxur hennar niður.
Hefðu þau staðið fyrst en það ekki verið þægilegt og þau þá breytt til og hann sest á klósettsetuna og hún ofan á hann og þau haft samfarir þannig.
Eftir nokkra stund hefði heyrst að einhver gekk inn á snyrtinguna. Hefði hún þá hætt og athugað hvort hurðin væri læst og þá læst hurðinni. Hefðu þau hlegið að þessu og talað smávegis saman.
Hefði hann spurt hana hvort hún væri til í að gefa honum upp símanúmerið sitt og hún verið til í það. Hefði hann hringt úr farsímanum sínum í hennar númer svo hún hefði númer hans í sínum síma og hann um leið í sínum. Stúlkan hefði spurt hann að aldri, nafni og hvaðan hann væri. Hefði hún sagt einhver deili á sér, að hún væri þarna á hótelinu í einhvers konar partíi, að hún ætti ekki kærasta, að hún hefði skemmt sér vel í partíinu og að hún væri ekki með mörgum vinum þarna.
Í því hefði B hringt í hann og spurt hvort hann væri að koma og hann sagst alveg vera að koma. Þau hefðu svo gengið fram og hefði B þá séð að hún var með sokkabuxurnar og nærbuxurnar niður um sig og farið að hlæja, en sjálfur hefði hann ekki tekið eftir því. Þegar hann sá þetta hefði hann einnig farið að hlæja og sagt henni að laga sig til en hann farið upp stigann til B og fengið sér að reykja. Hann hefði farið aftur niður að athuga með hana og beðið eftir henni fyrir framan kvennasnyrtinguna.
Þegar hún kom þaðan út hefði hún verið grátandi. Hefði hann farið inn til hennar á klósettið og rétt henni þurrkubréf til þess að þurrka tárin en hún sagt honum að láta sig í friði og hún vildi ekki sjá hann. Hefði hann spurt hana hvað hann hefði gert henni og hún þá sagt „ekkert“ á ensku. Hefði hann spurt hvort hann mætti hringja í hana daginn eftir en hún engu svarað.
Barþjónn sem hefði komið gangandi þarna niður hefði spurt hana hvað komið hefði fyrir og hún sagt það sama við hann. Hefði hún svo sagt við ákærða að láta sig í friði. Hefði barþjóninn þá spurt hvað hann hefði gert henni og hann sagst ekkert hafa gert henni. Kvaðst hann hafa ítrekað við stúlkuna hvort hann mætti hringja í hana, en hún sagt honum að láta sig í friði. Hefði hann þá spurt hana hvað væri að, en hún þá sagt við barþjóninn að ákærði ætti að láta hana í friði og að hann hefði misnotað hana.
Kvaðst hann þá hafa sagt við þau að það væri ekki satt en hún sett hendurnar um hálsinn á barþjóninum. Hefði barþjónninn sagt sér að fara í burtu og hann myndi hringja í lögregluna, en hún þá beðið hann um að gera það ekki. Þeir B hefðu svo gengið út en barþjónninn komið út á gangstéttina fyrir utan hótelið og einnig Kínverjar.
Hefði barþjónninn bent á hann og haldið á farsíma og sagst vera að hringja á lögregluna. Þeir hefðu komið til hans og formælt honum á ensku en hann snúið frá þeim og gengið í burtu. Hann hefði svo fengið laust högg í hnakkann og þegar hann sneri sér við hefði hann fengið hnefahögg á nefið og blóðnasir.
Einhver hefði komið aftan að honum skellt honum. Hefðu þeir látið högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá. Hefði hann staðið upp og tuskast við mennina, sem voru tveir þegar hér var komið sögu. Hefði hann svo komist frá þeim og hlaupið undan þeim á brott. Hann hefði gengið upp að Perlunni í Öskjuhlíð og hringt þaðan í móður sína sem hefði komið og sótt hann.
Fransman (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 20:28
Það er rétt að taka fram að það sem var kallað "Dómur" ofar var ekki dómurinn heldur framburður stúlkunnar.
Tvær hliðar á hverju máli.
Kalli (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 20:52
Katrín Anna
Af hverju hefur þú svona mikla trú á að harðar refsingar séu til góðs ? Drengurinn er búin að sitja saklaus í gæsluvarðhaldi mánuðum saman, þú hefur enga samúð með honum..
Þú nærð engum árangri í jafnréttisbaráttu með því þessu karlahatri sem öll þín skrif eru lituð af. Það gengur ekki að allir karlmenn séu sekir nema að þeir geti sannað sakleysi sitt.
Hvað ef að "gerandinn" hefði verið kona sem hefði elt karlmann´inn á klósett og haft við hann samfarir við sviptaðar kringumsræður og hér ræðir. Á þá að dæma hana til margra ára fangavistar fyrir nauðgun.
GeirR, 6.7.2007 kl. 21:04
Ég skil ekki hvað Fransmanninum gengur til með því að spamma framburði hins ákærða hingað inn. Ég segi það beint fyrir ofan hann að framburður ákærða er ótrúverðugur og hvorki í samræmi við sönnunargögn né framburð annarra vitna. Ákærði laug t.d. að barþjóninum; sagðist bara hafa ætlað að fá símanúmer stelpunnar. Nota bene - ætlað að fá símanúmer hennar, en ekki fengið það, eins og hann sagði seinna.
Frásögn ákærða stendur ein og sér; ekkert annað gerir hana trúverðuga.
Frásögn kæranda er studd af sönnunargögnum og öðrum vitnisburði.
Ef frásögn kæranda er rétt, þá var þetta nauðgun, algjörlega óháð því hversu mikla mótspyrnu hún veiti, hversu fljótt hún gerði það, eða hvort hún kallaði á hjálp.
Lesið bara andskotans dóminn í heild sinni og segið mér síðan hvort þið trúið ákærða eða kæranda betur - og líka hvort þið teljið það sem hún lýsir vera nauðgun eða ekki.
Þarfagreinir, 6.7.2007 kl. 21:18
Fransmann ég er búin að lesa allan dóminn í gegn og af því finnst mér augljóst að um nauðgun hafi verið að ræða. Þessi niðurstaða dómarana að sýkna manninn er gjörsamlega óskiljanleg og út í hött.
Geir - ef þú kallar það karlahatur að vilja að nauðgari sé fundinn sekur þá þú um það. Ef þú kallar það harða refsingu að vilja að nauðgari sé fundinn sekur en ekki saklaus þá þú um það líka. Það eru þín vandamál en ekki mín. Spurning samt hvort ekki megi kalla það kvenhatur hjá þér að ætla að nauðga megi konum án þess að það hafi afleiðingar eða sakfellisdóm yfir þeim sem fremur glæpinn.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 21:59
Sæl Katrín Anna
Allir eru saklausir þar til sekt þeirra sannast. Hér sannast ekki sekt og orð eru gegn orði. Þér getur ekki verið alvara með að dæma eigi fólk án sannana. Þetta hefur ekkert með kyn að gera, hvorki konur né karla á að dæma til refsingar nema sekt sé sönnuð. Auðvitað er þetta hræðilega sorglegt mál og ég vorkenni bæðu stúlkunni og drengnum.
Nú ert þú búinn að dæma drenginn sekan. Hvaða refsing á hann að fá til að "réttlætinu sé fullnægt " ?
GeirR, 6.7.2007 kl. 22:24
Það stendur í dómnum að um nauðgun hafi verið að ræða. Og eru áverkar ekki sönnun, og blóðugt gólf!? En af bókstafstúlkun laganna er nauðgun ekki ofbeldi. Aðeins ef kona er barin líka virðist vera.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 22:55
Það stendur ekki í dómnum að um nauðgun hafi verið að ræða. Samkvæmt dómi þá var ekki um nauðgun að ræða.
Kalli (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 23:47
Katrín - ég hef lesið dóminn, reyndar oftar en einu sinni.
Ég ítreka að mér virðist dómsorðið liggja með hverjum er fremur trúað.
Ég hafna algerlega að um meðvirkni með nauðgun og kynferðiofbeldi sé að ræða afminni hálfu, hins vegar skýrist mjög margt með lestri greinar Guðrúnar, enda er hún hugmyndafræðingur stígamóta sem meðtekur tam ekki kynferðisæega nauðung á körlum sbr eftirfarandi úr grein hennar:
"Nauðgun er kynbundið ofbeldi. Það eru karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum." (Sic)
Hvað er hægt að segja? þetta á að heita fræðimaður! Dr. í þokkabót en er í fullu samræmi við annað sem fram hefur komið í fræðum femínista sem einhverra hluta vegna tröllríða allri hugsun vorra daga með rökleysum sínum og rangfærslum - eða skulum við heldur segja ofstækisfullt fólk sem heur hernumið hugtakið femínismi hér á landi uppfullt af karla- og kynlífshatri
Þarfagreinir.
Tilv.: "Þegar allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja X.
Málið liggur í þessu og þar liggur dómurinn.
Þarfagreinir það er einmitt öfugt dómurinn kýs að að láta hinn ákærða njóta þess vafa sem liggur fyrir í málinu út frá þeirri húmanísku grundvallarreglu að saklausa megi ekki dæma seka.
Davíð (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 02:14
Davíð; ég ætla að endurtaka það sem ég sagði hér að ofan:
Það stendur orðrétt í dómi: „Þykir þetta allt styðja svo þann framburð hennar, að hún hafi ekki viljað eiga samræði eða önnur kynferðismök við ákærða, að óhætt sé að slá því föstu.”
Þegar það er óhætt að slá því föstu að athöfnin sé ekki með vilja stúlkunnar en gerandi er samt sýknaður þá er eitthvað að í lögunum að mínu mati.
Ég geri mér grein fyrir því að þessi dómur er byggður á lögum en hann hlýtur líka að kalla á endurskilgreiningu á því í lögum hvers eðlis nauðgun er; það er sýknað á þeim forsendum að ekki var beitt öðru ofbeldi en kynferðislegu; stúlkan var hvorki slegin né vopni beitt og það er nóg til að dæma manninn saklausan skv. 194. gr. almennra hegningarlaga, sem hann var ákærður fyrir í upphafi.
Hins vegar þykir mér alveg ástæða fyrir því að endurskoða þær forsendur sem liggja að baki 194. greinar og skilgreina nauðgunina sjálfa sem ofbeldisverknað, ekki bara það að ofbeldi sé beitt samhliða nauðgun. Ég skora á ykkur, andmælendur Önnu Katrínar (þótt fáir af þeim sem leggja orð í belg hafi haft kjark í að hefja upp raust sína á öðrum vettvangi, þar sem það er svo auðvelt að útmála þetta tiltekna mál sem hysteríu feminista, sem það er alls ekki), að íhuga málið út frá sjónarhóli systur ykkar. Móður. Dóttur. Frænku... Jafnvel ykkur sjálfum... Mynduð þið sætta ykkur við þennan dóm ef um væri að ræða náinn fjölskyldumeðlim? Vissuð þið að í nánustu fjölskyldu ykkar eru minnst 3 konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi? Vissuð þið að viðhorf ykkar eru ástæðan fyrir því að enginn veit af því hvað þessar konur hafa gengið í gegnum???
X ætlaði sér e.t.v. ekki að nauðga stúlkunni en hann gaf sér þá forsendu að hann hefði samþykki þrátt fyrir að það væri ekki til staðar. Á sama hátt mætti segja að sá sem var dæmdur sekur á dögunum fyrir klórgas-slysið á Eskifirði hefði átt að vera sýknaður af því að hann gerði sér ekki grein fyrir afleiðingunum af því sem hann gerði! Þetta kallar tvímælalaust á endurskoðun þeirra forsendna sem eru lagðar til grundvallar við úrskurðinn.
Þrátt fyrir að lögin hafi verið túlkuð af þessum annars ágætu dómurum á þennan hátt þá eru lögin ekki heilagur og óumbreytanlegur bókstafur, við hljótum að mega kalla eftir endurskilgreiningu á OKKAR lögum þegar jafn umdeilt mál ber á góma...
Anna, 7.7.2007 kl. 03:41
Anna
Ég skal vitna aftur í niðurstöðu dómsins (ein setning sem er niðurstaða eftir vitnisburð og rakningu málsins)
Tilvitnun hefst: "Þegar allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja X." Tilvitnun lokið
Taktu eftir orðinu "óvilja"
Hvort það sé eitthvað að í lögunum eða ekki er málinu óviðkomandi - málið snýst algerlega um sönnun sektar en ekki inntak laganna.
Það er hægt að halda áfram þar til maður er blár í andlitinu að hamast í þessu máli. Fyrir liggur að einhver athöfn átti sér stað, spurningin er var hún með samþykki beggja eður ei á þeim tíma sem hún átti sér stað?.
Ef einhver fer þess á leit við einhvern að fá að slá hann með svipu og hann samþykkir eða jafnvel sækist eftir því er þá einhver sekt til staðar - á sér stað ofbeldi?
Um þetta snýst málið.
Ef sá svipuhöggaþeginn tekur upp á því að segja eftir á - ja þetta var ofbeldi er það þá ofbeldi? er það þá refsivert?
Ef Jón Jónsson sefur hjá stúlku með hennar samþykki á við hana samræði með hennar samþykki - er það nauðgun ef hún ákveður það daginn eftir? eða hálftíma seinna?
Með ykkar hugmyndafræði og ykkar veiku kröfu um sönnun sektar er það svo.
Þarmeð yrði ómögulegt að stunda kynlíf með öðru móti en skriflegu samþykki (kvenna þar sem ofbeldið er eingöngu fræðilega mögulegt af hálfu karla sbr. kvennafræði Dr. Guðrúnar) Mikilvægt yrði að þetta á líka við um hjónabamd og sambúð. Hugsanlega gætu femínistar haft umsjón með útgáfu eyðublaða þar sem konur skrifa undir samþykki sitt með kynmökunum.
Davíð (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 08:03
ÞAÐ VAR EKKERT ANDSKOTANS SAMÞYKKI DAVÍÐ!!!
Djöfull getur fólk verið tregt. Ég hef sjalfan verið jafn reiður yfir nokkrum máli.
Að blanda því inn í málið að konur muni hugsanlega geta lög sem taka á því að fórnarlamb nauðgunar geti stirðnað vegna áfalls og þess vegna ekki endilega verið fært um að veita mótspyrnu til þess að koma höggi á einhvern eftir samþykkt kynmök, bara af því að munnlegt samþykki lá ekki fyrir .... er bara svo mikið ANDSKOTANS RUGL!
Hugsið þetta bara betur. Maðurinn ruddist inn á konuna, orðalaust, þekkti hana ekki neitt né hafði talað við hana að ráði ... ýtti henni inn í klósettklefa, hnoðaðist með hana, og NAUÐGAÐI!
Þetta er nauðgun, þó að konan hafi ekki streist á móti, þó að hún hafi ekki æpt. Þeir sem sjá það ekki og geta ekki andskotast til að viðurkenna að það er hægt að semja lög sem taka á þessu en ekki eðlilegu kynlífi með samþykki eru bara fífl og óbermi í mínum augum. Fokking sorry. Ég er hundleiður á því að reyna að rökræða þetta. Lítið bara í eigin barm og svarið þessari grundvallarspurningu: Finnst ykkur VIRKILEGA að maður sem hegðar sér með þessum hætti eigi að vera í einhverjum vafa um að samþykki liggur ekki fyrir?
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 10:34
Fyrst að Fransmann leyfir sér að spamma vitnisburði ákærðra, þá ætla ég bara að spamma vitnisburði fórnarlambsins:
X gaf skýrslu um atburðinn skömmu eftir hádegið þennan dag. Kvaðst hún hafa verið á árshátíð í Súlnasal Hótel Sögu með vinkonu sinni. Hefði hún þurft á salerni en ekki fundið það hjá Súlnasalnum og því farið niður á næstu hæð og þaðan sem væri stigi niður í kjallara hússins. Þar hefðu staðið þrír menn og talað saman á máli sem henni heyrðist vera pólska. Hefði hún þá spurt þá á ensku hvort það væri klósett þarna niðri og þeir svarað því játandi. Einn þeirra hefði boðist til að fylgja henni niður, en hún afþakkað það og gengið niður stigann. Þegar hún var komin inn á salernið hefði hún séð að þessi maður hafði fylgt henni niður og ætlaði inn á snyrtinguna með henni. Kona sem var þar inni hefði þá lokað á hann. Hún kvaðst hafa farið inn í annan salernisklefann sem þarna væri, læst að sér og kastað af sér vatni. Þegar hún hefði opnað hurðina hefði hann komið inn á snyrtinguna og eiginlega ýtt henni strax inn í salernisklefann, sem væri fjær innganginum inn á snyrtinguna. Hann hefði ekki lokað dyrunum alveg strax, en ýtt henni upp að veggnum og byrjað að kyssa og káfa á henni. Hefði hún fengið hálfgert „sjokk“ og ekki trúað því að þetta væri að gerast. Hann hefði togað niður á henni sokkabuxurnar þar sem hún stóð og sneri að honum. Hann hefði girt niður um sig buxurnar og lokað þá og læst klefanum. Hefði honum risið hold og hann ýtt henni á klósettsetuna og þar troðið limnum upp í munninn á henni. Svo hefði hann ýtt henni niður á gólfið og á bakið og troðið svo limnum á sér upp í leggöngin á henni. Hefði hún reynt að ýta honum af sér og fundið fyrir skerandi sársauka. Hefði maðurinn svo reynt að setja liminn á sér í endaþarminn á henni. Hefði hún svo náð að grípa í hurðina einhvern veginn og toga sig upp og hurðin einhvern veginn farið á hann. Hefði hún reynt að komast fram og sagt á ensku að hún vildi komast heim, en hann þá reynt að ýta henni aftur inn á klósettið og svarað á sama máli og sagt nei, því hann hefði ekki lokið sér af. Hefði hún svo náð að ýta honum frá sér með hurðinni og komist fram á ganginn. Hefði hún verið með sokkabuxurnar niður um sig og hann reynt að toga hana aftur inn, en hún haldið áfram. Hefði hún séð manninn koma fram og fara upp stigann. Skömmu seinna hefði þjónn komið þarna að og hún sagt honum hvað hefði gerst. Stuttu seinna hefði Pólverjinn komið aftur og kvaðst hún þá hafa sagt á ensku við þjóninn „hann notaði mig“. Hefði þjóninn spurt manninn hvort það væri rétt, en maðurinn svarað því til að hann hefði verið að sýna henni hvar klósettið væri. Hann hefði svo ætlað að taka hana aftur inn á klósett, en þjónninn þá sagt honum að láta hana í friði. Hefði hún farið upp með þjóninum og þau talað við starfsfólk þar sem kallað hefði á lögregluna. Starfsmennirnir hefðu farið að leita að manninum en hann þá verið horfinn.
Og svo valin kafli annars staðar frá:
Hún segist svo hafa teygt sig í hurðina og tekið úr lás og opnað rifu en hann ýtt henni að stöfum aftur og sett í lás. Hafi hún þá sagt á ensku að hún vildi fara en hann svarað að hann væri ekki búinn að ljúka sér af. Hefði hún þá orðið reið og tekið hurðina úr lás og opnað og hlaupið fram. Kvaðst hún halda að manninum hafi brugðið og ekki átt von á því að hún myndi ná að opna dyrnar. Hafi hann klifað á því að hann væri ekki búinn að ljúka sér af en hún endurtekið að hún vildi fara og farið fram á gang með sokkabuxurnar á hælunum, og á háhæluðum skóm.
Að því gefnu að þetta sé sönn frásögn (ég hef sjálfur enga ástæðu til að draga hana í efa, þar sem frásögn stelpunnar er í samræmi við sönnunargögn og annan vitnisburð, á meðan frásögn ákærða er það ekki), getið þið virkilega sagt að maður sem hegðar sér svona hafi einhverja lögmæta ástæðu til að ætla að það sem hann sé að gera sé ekki rangt? Að stelpan fíli þetta bara? Að samþykki hennar sé til staðar? Ef þið svarið þessu játandi, þá mæli ég með mjög ítarlegri naflaskoðun.
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 10:57
Enn og aftur
Þú kýst að trúa stúlkunni, þú á sama hátt og flestir sem í þessa umræðu hafa ratað.
Hvað ef hún segir ósatt? svaraðu því!
Breytir það nokkru?
Þér virðis ekki láta vel að lesa, enda ef þú hefðir lesið textann sem ég hef sett fram í þessari umræðu þá snýst hann um SÖNNUN sektar. það eru orð gegn orði, kringumstæður benda til harkalegra kynmaka óvíst er um samþykki - hugsanlega var um nauðgun að ræða ... jafnvel líklega - það dugir bara ekki til - þó þú kjósir að trúa stúlkunni er það sem betur fer munaður sem dómendur geta ekki leyft sér - sem betur fer vegna þess að annars byggjum við við óþolandi réttarkerfi þar sem ásökun ein nægði til sakfellingar.
Sektin verður að vera algerlega ótviræð - og það er vandamálið með nauðganir, þær eiga sér stað í einrúmi þar nánast aldrei neinn annar er til frásagnar -
Það er óþolandi - spurningin er hins vegar - Hvað er til ráða?
Davið (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 12:00
Í þessu máli eru það miklir annmarkar á frásögn ákærðra að það er full ástæða til að trúa kæranda frekar. Ef hann var að ljúga, sem er næsta víst, hvað er hann þá að fela? Hversu mikið þarf eiginlega til að fórnarlambinu sé trúað? Ég minni á að rökin fyrir sýknun eru þau að geranda gat ekki verið það ljóst að samþykki var ekki til staðar vegna þess að hún streittist ekki á móti eða æpti strax. Ekki þau að frásögn kæranda þótti ekki trúverðug. Þetta eru því miður bara aum rök og skítleg. Hverjum heilvita manni hefði átt að vera það ljóst að þetta athæfi var rangt; að konan var ekki samþykk. Ef þessi tiltekni maður gerði sér virkilega ekki grein fyrir því, þá firrir það hann hvort eð er ekki af ábyrgð af afleiðingum gjörða hans.
En ef að það er virkilega tilfellið að þarna þótti ástæða til sýknunnar m.a. vegna þess að að þetta var 'bara orð á móti orði', þá er líka eitthvað mikið að. Að mínu mæti fyrirgerti ákærði algjörlega sínum trúverðugleika með lygasögu sinni, sem var hrakin með sönnunargögnum - á meðan ekkert hefur komið fram sem gerir frásögn kæranda ótrúverðuga. Ef þetta, auk annars vitnisburðar um ástand stelpunnar eftir atvikið, er ekki nægilegt til að sakfella, þá geta konur eins bara sleppt því að kæra nauðgun, af því að það verður aldrei hægt að sakfella ... nema auðvitað að alvarlegir áverkar finnist á konunni, eða þá að gerandi er einfaldlega staðinn að verki. Því miður er þetta bara alls ekki tilfellið.
Ég spyr þá eins og þú; hvað er til ráða? Ég þykist hins vegar hafa einhver svör á reiðum höndum. Ekki öll svörin, en einhver svör. Eitt svarið er til dæmis það að ég er algjörlega sannfærður um að rétt hefði verið að sakfella í þessu máli, og ég vona að sýknunni verði áfrýjað og að 'betri' niðurstaða fáist í Hæstarétti.
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 12:11
Þarfagreinir -
Settu upp fyrir þér að stelpan segi ekki satt. - veltu fyrir þér hvort það breyti einhverju.
Ef þú kemst að sömu niðurstöðu - þá nenni ég ekki þessu orðaskaki lengur enda til harla lítils þar sem þér mun tæplega snúast hugur, frekar en öðrum sem hér ráða ríkjum.
Davíð (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 13:24
Auðvitað breytir það öllu ef hún er ekki að segja satt.
Hins vegar er ég að reyna að rökstyðja það að hún er miklu mun trúverðugri. Skiptir það engu máli upp á trúverðugleika ákærða að sönnunargögnin eru í ósamræmi við hans frásögn? Að vitnisburður til að mynda barþjónsins er í hrópandi ósamræmi við þá frásögn?
Ef við lítum síðan algjörlega framhjá lagalegu hliðinni, hvor frásögnin þykir þér sjálfum rökréttari og eðlilegri, Davíð? Það er enn ein samviskuspurningin.
Ég trúi sjálfur stelpunni hiklaust, það eru bara hreinar línur. Og mér mun aldrei snúast hugur um það; ekki út frá því sem ég er með í höndunum, sem er dómurinn. Annars sé ég ekki að ég ráði neinum ríkjum hérna ... mínar skoðanir eru alveg jafn réttháar og þínar.
Ef bullandi lygar ákærða vs. traustur vitnisburður kæranda er ekki nóg til að sakfella í nauðgunarmálum, þá endurtek ég að konur geta þá eins bara sleppt því að kæra; það hefur þá nákvæmlega ekkert upp á sig.
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 13:41
Og já, ég tek eftir því að þú segir að dómararnir geti ekki leyft sér þann munað að trúa stúlkunni, Davíð - en það er nákvæmlega það sem þau gerðu. Dómurinn gengur út frá því að hún sé að segja satt ... en forsendurnar fyrir sýknun eru þær að:
1) Vegna þess að hún streittist ekki á móti strax hafði ákærði ekki ástæðu til að ætla að hún væri mótfallin. Þetta er kjaftæði; ég segi það enn og aftur að hann hafði fulla ástæðu til að vita það.
2) Samkvæmt lögum verður að beita ofbeldi til að nauðga, og það að ýta fólki til, loka það inni, og hnoðast með það, er ekki skilgreint sem ofbeldi í lögunum.
Hvort tveggja eru fáránlegar ástæður. Lið nr. 2 má laga með lagabreytingu, en til að laga lið nr. 1 nægir að dómarar sýni smá heilbrigða skynsemi og viðurkenni að enginn heilvita maður getur verið í vafa um að við þessar aðstæður er samþykki ekki til staðar - að svona hátterni sé nauðgun.
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 16:58
skh: Stelpan fór aftur á klósettið eftir að þau komu út og eftir að hún kom út í seinna skiptið var viðhorf hennar til mannsins gerbreytt.
Maðurinn vildi halda áfram að tala við hana og spurði ítrekað hvort hann mætti hringja í hana daginn eftir, og það var þá sem stelpan sagði við barþjóninn að maðurin hefði "misnotað hana". Líklega til að losna við manninn.
Barþjónnin bauðst til að hringja í lögregluna, en það vildi stelpan ekki.
Barþjónninn hringir síðan í lögregluna og þá er stelpan komin af stað í lygavef sem hún getur illa bakkað úr.
Stelpan hefur greinilega farið að "hugsa sinn gang" þegar það fór að renna aðeins af henni á klósettinu í seinna skiptið og séð eftir því sem hún gerði og vil ekkert meira með mannin hafa.
-o-
Hefði hann spurt hvort hann mætti hringja í hana daginn eftir en hún engu svarað. Barþjónn sem hefði komið gangandi þarna niður hefði spurt hana hvað komið hefði fyrir og hún sagt það sama við hann. Hefði hún svo sagt við ákærða að láta sig í friði. Hefði barþjóninn þá spurt hvað hann hefði gert henni og hann sagst ekkert hafa gert henni. Kvaðst hann hafa ítrekað við stúlkuna hvort hann mætti hringja í hana, en hún sagt honum að láta sig í friði. Hefði hann þá spurt hana hvað væri að, en hún þá sagt við barþjóninn að ákærði ætti að láta hana í friði og að hann hefði misnotað hana. Kvaðst hann þá hafa sagt við þau að það væri ekki satt en hún sett hendurnar um hálsinn á barþjóninum. Hefði barþjónninn sagt sér að fara í burtu og hann myndi hringja í lögregluna, en hún þá beðið hann um að gera það ekki.
Fransman (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 18:27
Enn og aftur er allt það sem Fransman segir byggt á framburði ákærða eingöngu. Það er ekkert annað sem styður hann. Til að mynda kemur það hvergi annars staðar fram að stelpan hafi sagt við nokkurn mann að ákærði hafi ekkert gert henni, né heldur að hún hafi farið fram á að lögregla væri ekki kölluð til.
Auðvitað er það þitt val, Fransman, að trúa frekar þessum framburði en öllum hinum, sem og sönnunargögnunum, en ekki einu sinni dómararnir gerðu það. Enda eru þeir ekki fífl.
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 18:38
Svo maður haldi nú áfram spamminu, þá er hérna til að mynda vitnisburður barþjónsins. Hann er í algjöru ósamræmi við vitnisburð ákærða:
Neftali Christobal Gonzales, barþjónn á Mímisbar, gaf skýrslu hjá lögreglu 21. mars. Sagðist honum svo frá að hann hefði verið á leið á salerni í kjallara hótelsins þegar hann rakst á grátandi stúlku í kjallaranum, miðja vegu milli snyrtingar og stigans. Hefði hann spurt hana hvað gengi að henni en hún svarað á íslensku sem vitnið ekki skildi. Þá hefði hún bent á strák sem hefði gengið til þeirra í átt frá snyrtingunum þarna í kjallaranum og með honum annar maður. Kvaðst hann hafa spurt strákinn, sem hefði virst taugatrekktur, hvað hefði gerst með þeim stúlkunni en hann svarað því að hann hefði aðeins viljað fá símanúmer hennar. Hefði strákurinn svo farið upp. Stúlkan hefði svo farið að segja á ensku hvað gerst hefði en Neftali kvaðst ekki skilja vel þá tungu. Þó skildist honum hún segja að strákurinn hefði nauðgað stúlkunni eða reynt það inni á salerni. Ekki hefði hann tekið eftir því hvort föt hennar voru í ólagi en hann hefði þó séð blóðkám á upphandlegg hennar. Hann kvaðst hafa farið upp og sagt manni í gestamóttökunni frá þessu og þeir farið að leita að hinum grunaða. Hefðu þeir séð til hans og félaga hans þar sem þeir fóru út um aðaldyr hótelsins. Hefðu þeir kallað á eftir þeim en mennirnir horfið inn í götu þar hjá.
Þarfagreinir, 7.7.2007 kl. 18:55
Þvílík niðurlæging þessi dómur er og það sem verra er fólk sem á ekkert erindi inn á þennann vettvang lætur gamminn geisa um málsatvik. Það eru engin orð nógu sterk til að lýsa hryggðinni yfir þessum dómi.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.7.2007 kl. 19:35
Mér finnst ótrúlegt að lesa fyrsta kommentið hérna. Það eytt og sér er gjörsamlega lýsandi fyrir hvernig fólk almennt hugsar um fórnarlömb nauðgana. Gerir mig illa reiða.
Ég er reið yfir því að samfélagið líti að einhverju leyti svo á að stelpa sem er að skemmta sér og fær sér í glas geti kennt sjálfri sér um að vera nauðgað.
Ég er reið yfir því að dómstólar geri það líka. Ég er reið yfir því að það sé tekið fram í dómi að stúlka hafi verið ölvuð eða að hún hafi verið í stuttu pilsi, hálfgegnsæjum bol, brjóstahaldara, nærbuxum og stígvélum eða what ever.
Ég er reið yfir því að það sé, ekkert tekið fram um klæðnað þeirra ákærðu, kynlífshegðun eða ölvun. Ég er reið yfir því að það sé tekið fram að stelpan hafi verið ölvuð, eða að hún hafi þekkt manninn, eða mennina, eða strákinn, eða strákana, sem nauðguðu henni. Eins og það skipti máli. Eins og það sé ekki jafn skelfilegt að einhver sem þú treystir misnoti þig og traustið svona gjörsamlega.
Þetta sem þú skrifar hér fyrst Hilmar, virðast halda því fram að konu beri skylda til að passa sig. Hún verður að passa sig á því að vera ekki ein á ferð seint að kvöldi, að fara ekki heim með mönnum eftir skyndikynni, að vera ekki í stuttu pilsi, að vera ekki full, að gefa sig ekki á tal við ókunna stráka sem hún hittir í strætó. Því þá er það dálítið henni að kenna ef henni er nauðgað. Hún kom sér í þessar aðstæður.
þú gefur það líka til kynna að stúlkan hefði þurft að öskra bíta og slá frá sér af öllum lifandismætti svo það sé tekið mark á henni því annars er hún að gefa samþyki fyrir því að láta misnota sig.. tough shit?.... guð forði okkur frá því svo mikið sem leyfa sér að lamast af hræðslu, ef vera skyldi að maður lendi einhverntíman í þessum aðstæðum
Mér er gróflega misboðið. Svona smáatriði eins og þú ert að nefna berja - bíta - slá - öskra. Á ekki að vera úrslitaatriði um það hvort að maðurinn hefur nauðgað og hvenær ekki. Þegar ALLT segir og eiginlega bara ÖSKRAR á þig að þarna var nauðgun... shame on you...
og shame on íslenskt dómskerfi
...þetta er my point of view og þó er ég ekki femínisti... bara kona sem neitar að trúa því að réttarkerfið sé jafn ónýtt og það lítur út fyrir að vera...
Signý, 7.7.2007 kl. 21:35
Æi hvað þessi seinasta málsgrein er eitthvað sorgleg hjá þér. Segir auðvitað meira um þig en femínistana sem þú ert að tjá þig um..........
Guðrún (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 21:37
Þessu kommenti mínu var beint til skh ekki til Signýjar.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 21:38
skh. Auðvitað þekkjast upplognar nauðgunarkærur. En það er bara ekki verið að ræða það hér. Heldur mál þar sem í raun og veru er augljóst að naugðun átti sér stað en dómarar ákveða að sýkna þrátt fyrir það.
Ég er ekki að segja að þú verjir nauðgara. En ég skil bara ekki af hverju þú ert að tala um upplognar nauðgunarkærur á þræði þar sem verið er að fjalla um dóm í máli þar sem greinilega var nauðgun.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:15
Það er flestum ljóst að þessari konu var nauðgað og þess vegna er þessi mikla reiði út af dómnum. Það hvort einhver önnur kona hefur einhvern tímann logið upp nauðgun kemur þessu máli bara ekkert við.
Guðrún (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:55
skh: það er ekkert til sem heitir "upplogin nauðgunarákæra" hjá feministum.
Skv þeim þá á það að vera upplifun konunar á því sem gerðist, sem ræður því hvort um nauðgun var að ræða eða ekki.
Fransman (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:58
skh: Jú, dómurinn tók frásögn stúlkunnar trúanlega, og það var á grunvelli hennar framburðar að strákurinn var sýknaður.
Stúlkan segist hvorki hafa sagt, eða gefið til kynna neitt það sem hefði getað gefið stráknum ástæðu til að halda það að hún væri honum andhverf, fyrr en hún ýtti honum í burtu.
Ef byggt er á frásögn X (stúlkunnar) af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.
Fransman (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 23:11
Fyrir þá sem eru í vafa þá er enginn hér að tala um upplognar ákærur um nauðgun nema nokkrir verndarar kynferðisbrotamanna. Það kemur skýrt fram í dómnum að frásögn stúlkunnar þykir trúverðug. Þar kemur líka fram að allt sem þarna fór fram hafi verið gegn vilja stúlkunnar. Dómurinn hins vegar kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um ofbeldi að ræða og þess vegna er nauðgarinn sýknaður. Til viðmiðunar um hvað telst ofbeldi er litið til hvernig líkamlegt ofbeldi almennt er skilgreint fyrir lögum. Í dómnum er sem sagt algjörlega litið fram hjá allri þekkingu um nauðganir. Sú sem sá um að semja breytingarnar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga fyrir dómsmálaráðherra hefur sjálf gagnrýnt þennan dóm (sjá forsíðu Moggans í dag) og sagt að dómararnir séu ekki með réttar skilgreiningar á ofbeldi og séu ekki að túlka lögin rétt.
Sé hins vegar ekki betur en Davíð og Fransmann séu búnir að lýsa því yfir að ef þeir eru að skemmta sér, ef þeir slysast til að segja hæ við einhvern gaur, ef gaurinn æðir á eftir þeim inn á klósett, lokar þá inni, heldur þeim niðri og nauðgi þeim þannig að þeir hljóti af því áverka - að þá sé það ekki nauðgun nema þeir öskri nei á meðan. Ef þeir fara í sjokk og frjósa þá flokkast þetta engan veginn sem nauðgun. Ef þeir gráta strax á eftir og eru með bæði áverka og blóð á kynfærum og blóð er á gólfi þar sem nauðgunun á sér stað - þá sé það bara spurning um orð á móti orði... en ekki eitthvað sem þeir sjálfir myndu hugsanlega vilja hafa einhvern sjálfsákvörðunarrétt um hvað einhver gerir við þeirra líkama gegn þeirra samþykki.
Margt sem er sorglegt í þessu máli. Sorglegra en orð fá lýst að konan sem fyrir þessu varð skyldi þurfa að ganga í gegnum þetta. Sorglegra en orð fá lýst að dómskerfi okkar Íslendinga skuli í alvörunni hafa sent út þau skilaboð að konur eigi líkama sinn ekki sjálfar og að það sé ekki refsivert athæfi að nauðga konum. Sorglegra en orð fá lýst að fólk skuli í alvörunni tjá sig opinberlega og lýsa sig sammála dómnum eða kalla þetta orð á móti orði þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir um eitthvað allt annað.
Sem sagt - sorgardagur #2 í dag. Sorgin er stór vegna þess að í raun er búið að lýsa því yfir að konur hafa enga réttarvernd á Íslandi þegar kemur að kynferðisbrotum. Eins og ég sagði í blogginu. Við búum í fornöld. Þetta er bakslag. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Við þurfum að berjast fyrir okkar rétti af öllum mætti.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.7.2007 kl. 23:36
Hvernig stendur á því að íslenskt réttarkerfi virkar svona hroðalega illa? Í nauðgunarmálum það sem hver einasta þjóð með einhverja siðferðiskennd hefur lög sem virka, ekki gerandanum í hag, heldur þolandanum, fórnarlambi geðveikra kynlífsfíkla. Og í skjóli þessara ólaga vaða uppi nafnlausir vesalingar sem verja gerðir nauðgarans.
Katrín Anna, það er rétt hjá þér við verðum að berjast til að ná fram svo sjálfsögðum rétti að ekki sé hægt að nauðga okkur, að allskonar ræflar komist upp með að svívirða konur og að við eigum engin lög til að vernda okkur gegn ræflunum. Nú er bara að skera upp herör, þessi síðasti dómur gerði útslagið.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.7.2007 kl. 23:58
skh, það kemur fram í dómnum að dómarar telja framburð konunnar trúanlegan, og að það sé sýnt að þetta atvik hafi farið fram gegn vilja hennar. Með öðrum orðum: Nei, það er ekki verið að halda því fram að þetta sé upplogin nauðgunarkæra.
Gerandinn var sýknaður af því að það að ýta einhverjum inn á salerni, læsa hurðinni og taka niður um hann/hana buxurnar er ekki talið ofbeldi samkvæmt hegningarlögum. Svo virðist sem algerlega sé litið framhjá því að þvinguð kynmök megi teljast ofbeldi. Það að konan hafi ekki sagt neitt og heldur ekki hrópað, það þykir benda til þess að gerandinn hafi ekki mátt vita að þetta væri gegn vilja konunnar. Skilaboðin eru semsagt sú að það sé í lagi að koma fram vilja sínum gegn manneskju ef hún "frýs" eða treystir sér ekki til að veita kröftuga mótspyrnu.
Maður hefði haldið að allir tækju undir það að nauðgun sé ofbeldi en samkvæmt þessum dómurum héraðsdóms þá liggur það ekki alveg í augum uppi. Og það er bakslag í réttarkerfinu, sama hvað hver segir. Eða á bara að kenna konum og mönnum hvernig þau á að bera sig að þegar þeim er nauðgað ef það á annað borð vill að réttlætinu sé framfylgt? Eins og ég segi þá voru dómararnir sammála því að það lægi í augum uppi að atvikið á hótel sögu hefði farið fram gegn vilja konunnar. Ef einhver er beittur annars konar ofbeldi, ég tala nú ekki um ef þeim fylgja sjáanlegir líkamsáverkar, þá held ég að fæstir séu að velta sér upp úr því hvernig fórnarlambið bar sig að á meðan eða séu í einhverjum vafa um hvort gerandinn hafi mátt vita að þetta væri gegn vilja þess ef engin mótspyrna var veitt.
Einhver kom nú á dögunum með samlíkingu við mál þar sem kona var dæmd fyrir að hrækja á lögreglumann. Sennilega var fátt sem lögreglumaðurinn gerði fyrirfram sem gaf konunni ótvíræðar vísbendingar um að hann vildi ekki láta hrækja á sig, þannig að hefði ekki alveg eins verið hægt að sýkna hana, sé tekið mark á þessum nauðgunardómi?
hee (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 20:53
Það ætti að gefa kommentin út, hvílík elja og yfirlega í sólskininu, en bráðnauðsynleg rifrildi.
Benedikt Halldórsson, 8.7.2007 kl. 23:30
Væri kannski ágætt að gefa þetta út en að mínu mati er þetta ekki bráðnauðsynlegt rifrildi. Það er skelfilegt að horfa upp á það að til eru þeir sem finnst í alvörunni í lagi að einhver gangi upp að konu og nauðgi henni. Það lýsir alvarlegri vanþekkingu á nauðgunum að halda að líkamlegt ofbeldi þurfi að koma við sögu, enda er það sjaldnast raunin. Í þessu tiltekna máli er nauðgun kærð en dómarar dæma á grundvelli þess hvort líkamlegt ofbeldi hafi átt sér stað - sem er í rauninni önnur tegund af ofbeldi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:45
Ég treysti mér ekki til að taka afstöðu í þessu máli, hef hvorki lesið dóminn né þekki málavöxtu en geri þó ráð fyrir að dómararnir vinni vinnuna sína og fari eftir þeim lögum sem eru í gildi. Þessi umræða eða rifrildi sem eiga sér stað eftir svona dóma geta haft áhrif ef lögin eru ranglát, óskýr eða túlkun þeirra eitthvað ábótavant.
Benedikt Halldórsson, 9.7.2007 kl. 02:11
Jón Frímann, þú hefur augljóslega ekki skoðað dóminn, eða þá ekki nógu vel - né heldur sýnist mér sem þú hafir skoðað umræðuna hérna. Þú ert alla vega rækilega úr takti við hana. Það eru afskaplega fá vafaatriði í þessu tiltekna máli. Samkvæmt öllu eru sáralitlar líkur á því að kærandinn hafi logið, heldur þvert á móti virðist hinn ákærði uppfullur af lygum.
Enda er dæmt út frá þeirri forsendu að stelpan sé að segja satt ... eini 'vafinn' sem er talinn leika er vafinn á því hvort hinn ákærði hafi vitað að hann var að nauðga, bara af því að hún streittist ekki nógu mikið á móti.
Endilega svaraðu mér því hvort þér finnst þetta eðlilegur rökstuðningur fyrir sýknun, Jón Frímann, en ekki vera að ræða hlutina á kolröngum forsendum. Stelpan laug þessu fjandakornið ekki, punktur. Dómararnir viðurkenna það meira að segja.
Þarfagreinir, 9.7.2007 kl. 09:39
Annars sé ég nú að Hildur tekur ágætlega á þessu; var ekki búinn að skoða hennar innlegg þegar ég skrifaði mitt í pirringi.
Þetta er einstaklega þörf umræða, og ég mun ekki gefast upp svo auðveldlega á því að berja því inn í hausinn á fólki að þessi dómur var rangur, í öllum skilningi þess orðs. Lagaumhverfið á Íslandi er vanþróað og afturhaldssamt; meira að segja í bandarískum lögum er nauðgun skilgreind miklu ítarlegar en í þeim íslensku, og ekki gerð sú krafa í lögum né dómum þar að fórnarlambið streitist á móti til að hægt sé að sakfella. Þarna vestra bera menn nefnilega undantekningalaust ábyrgð á gjörðum sínum fyrir lögum, og hegðun fórnarlamba þeirra skiptir ekki máli.
Þarfagreinir, 9.7.2007 kl. 10:32
Þessi dómur er allur hinn undarlegasti. Því verður ekki neitað.
Það eru margir búnir að sítera hér í dóminn og ég ætla mér að fylla þann hóp. Í þessum dómi segir meðal annars (leturbreytingar mínar):
„Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.“
Ég var að enda við að lesa yfir ákvæðið um nauðgun í 194. gr. hegningarlaganna eins og það leit út þegar þessi atburður átti sér stað (sjá hér: http://www.althingi.is/altext/stjt/1992.040.html). Þar er að finna nokkur dæmi um hvað skuli teljast ofbeldi í skilningi ákvæðisins. Á meðal þeirra er svipting sjálfræðis með innilokun (í 194. gr., eins og henni hefur nú verið breytt, er þetta dæmi ennþá tiltekið, sjá hér: http://www.althingi.is/altext/stjt/2007.061.html). Af hverju var ákærði þá ekki talinn beita ofbeldi með því að læsa konuna inni á salernisklefanum?
Mér finnst það undarlegt að héraðsdómararnir hafi ekkert tekið á þessu atriði. Og þröng skilgreining þeirra á ofbeldi er líka undarleg að öðru leyti, sérstaklega þegar litið er til aðkomunnar á vettvangi (blóðkám á klósettsetu og gólfi) og áverka konunnar, svo að ekki sé talað um líðan hennar eftir atburðinn.
Það sem er annars undarlegast er að þrátt fyrir að dómurinn telji mega slá því föstu að þetta hafi allt saman gerst í óþökk konunnar, þá telur hann samt að ekki sé um nauðgun að ræða. Samkvæmt þessu verður vart annað séð en að það sé í lagi frá sjónarhóli laganna (að minnsta kosti eins og þau voru áður en 194. gr. hegningarlaganna var breytt) að eiga „samfarir“ (mér finnst þetta orð eiginlega fyrst og fremst vísa til kynlífs með samþykki hlutaðeigandi) við aðra manneskju án þess að hún hafi með nokkru móti gefið til kynna að hún hafi á slíku nokkurn áhuga. Ef hún neitar ekki eða veitir ekki mótspyrnu (til dæmis af því að hún er stjörf af hræðslu) segja lögin að henni hafi ekki verið nauðgað.
Satt best að segja rímar þetta nú frekar illa við nútímaviðhorf um nauðganir og annað kynferðisofbeldi. Eru dómstólarnir staddir aftan í öldum?
P.S. Mér finnst rétt að hafa hér tengil á dóminn: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700839&Domur=2&type=1&Serial=1
Þórður (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 19:32
Já það er einmitt það sem er svo skelfilegt við þennan dóm. Ef að Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu er í raun búið að lögleiða nauðganir á Íslandi. Það verður að teljast meira en bakslag í jafnréttisbaráttunni.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 20:02
Sæl Katrín Anna
Þetta mál hefur líka valdið mér sorg og reiði. Þó er ég algjörlega ósamála þínum málflutningi og hef því skifað mitt eigið blogg um málið.
Kveðja
Geir
GeirR, 9.7.2007 kl. 20:40
Af gefnu tilefni er við hæfi að skora á fólk að mótmæla þeim sem vilja lögleiða nauðganir á Íslandi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:13
Katrín, ég er tilbúinn að mótmæla hátt og þekki marga fleiri sem eru sammála mér í því. Er ekki tímabært að skipuleggja aðgerðir? Það á ekki að líðast að ömurleg og illa skilgreind lög leiði til svona ógeðfelldrar niðurstöðu, sem er móðgun við sómakennd þorra fólks.
Þarfagreinir, 9.7.2007 kl. 23:23
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:37
Jón Frímann. Þetta sem þú segir að komi fram í dómnum er bara algjört kjaftæði. Það kemur hvergi fram í dómnum að hann hafi hætt þegar hún bað hann um það. Þetta sem þú ert að tala um er eitthvað sem Sveinn Andri hefur verið að tala um en þetta kemur ekki fram í dómnum.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.