Í rökkrinu

Las viðtal við nýja viðskiptaráðherrann um daginn og sá þar að til stendur að efla réttindi/úrræði neytenda. Eitt af brýnustu málunum þessa dagana eru merkingar á matvæli. Það er algjör skandall að hér skuli vera leyfilegt að selja erfðabreytt matvæli án þess að á það sé minnst á umbúðum. Einnig þyrfti að bæta til muna upplýsingar um meðhöndlun matvæla. Ég heyri reglulega hryllingssögur um t.d. meðhöndlun ávaxta og grænmetis. Ég myndi gjarnan vilja vita meira um matinn og finnst ótækt að neytendur séu, ja segi kannski ekki í algjöru myrkri, en pottþétt í rökkri... varðandi hvað við erum að borða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Sammála. Og svo hef ég líka áhyggjur af öllum þessum aukefnum sem ekkert er vitað um og óþarfa plastumbúðum utan um grænmeti og ávexti. Svo komst ég að því um daginn að það er mjólkursykur í sósujafnara! Veit fólk með mjólkuróþol af þessu?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 4.7.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Sigurður Jökulsson

það mætti líka skylda guttana að sýna næringarinnihald á öllum matvælum. Það hjálpar manni að halda í línurnar. Þannig er það í nokkrum löndum, og skilar sér í betri meðvitund neytenda. Bara skylda matvæla framleiðendur að upplýsa um allt sem snýr að vörunni. Ef að staðreyndir fæla viðskiptavini frá, þá er eitthvað að vörunni.

Sigurður Jökulsson, 4.7.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Er ekki næringarinnihald á öllu nema sælgæti og ávöxtum/grænmeti? Mér fannst afskaplega skrýtið á sínum tíma þegar sælgæti var undanþegið slíkum merkingum. Akkúrat þar sem mest er þörfin - að geta valið "hollasta" nammið!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég hef oft rekist á slíkt á innfluttu dóti. Einnig ferskbökuðu. Mörgum drykkjum einnig. Sælgæti á að hafa næringarinnihlad einnig. Ég sá það á mars og snickers, komst merkilegt nokk að því að venjulegt kex er svipað óhollt og þessi sælgætisstykki kaloríum talið. homeblest er held ég óhollara en mars. Eftir að ég uppgvötaði þetta, þá lít ég ekki á kex sem létt millimála snarl. Var reyndar gutti þegar ég uppgvötaði þetta. 

Sigurður Jökulsson, 5.7.2007 kl. 09:39

5 identicon

"Það er algjör skandall að hér skuli vera leyfilegt að selja erfðabreytt matvæli án þess að á það sé minnst á umbúðum."

Af hverju?

Matti (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:17

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Einfaldlega vegna þess að margir vilja ekki borða erfðabreyttan mat. Ef að upplýsingar eru um það á matnum getur fólk valið. Engar upplýsingar = ekkert val. Jafnvel þó sumir telji að erfðabreytt matvæli séu skaðleg þá eru aðrir sem eru á því að aukaverkanirnar eigi eftir að koma í ljós. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Reyndar eru bananar og kiwi erfðabættur matur... ef út í það er farið

Sigurður Jökulsson, 6.7.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband