30.6.2007 | 15:32
Öðruvísi mér áður brá...
Iceland Express tilkynnti fyrir helgi fyrirætlanir um innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli auk þess að hefja flug til erlendra borga þaðan. Ok - innanlandsflugið er eflaust fín hugmynd. Væri gott að hafa smá samkeppni þar. Hins vegar á ég erfiðara með að skilja yfirlýsingar um flug til útlanda. Nú er mikið rætt um staðsetningu flugvallarins og það ónæði sem af honum hlýst. Ég sé því ekki tilganginn með að "efla" Reykjavíkurflugvöll með þessum hætti. Einnig finnst mér skrýtið að Iceland Express spái ekki í hvaða áhrif þetta hefur á ímynd flugfélagsins.
Annað mál þessu skylt eru umhverfisáhrifin. Ég held að í nánustu framtíð munum við sjá auknar hömlur á flugi og hvatningu um að ferðast minna - styttra og sjaldnar.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég er hálfhræddur um að þessi samkeppni verði stutt. Menn halda ævinlega að Flugfélag Íslands sitji á einhverjum gullpotti með innanlandsflugið, en svo er greinilega ekki. Það sýnir okkur a.m.k. reynslan. Nýr aðili kemur stutta stund inná markaðinn og dúndrar verðinu niður og fer síðan á hausinn og í kjölfarið hækkar Flugélag Ísland verð á ferðum sínum til þess að reyna að hafa uppí tapið sem varð í samkeppninni. Ég hoppa ekki beint hæð mína í loft upp yfir þessum tíðindum, en er á meðan er, en síðan verðum við að súpa seyðið af samkeppninni eftirá.
Guðmundur Örn Jónsson, 30.6.2007 kl. 16:26
vó einn bara á móti samkeppni!!! ég hélt að hún væri ódissanleg!
halkatla, 30.6.2007 kl. 19:26
þekki það ekki alveg en eiga ekki Flugleiðir Iceland Express. Og það skildi nú ekki verða að bráðum yrði bannað að ferðast nema að eiga kunningja upp í stjórnaráði. Samkeppni er að hinu góða eða hvaða réttlæti er í því að það kosti Egilstaða búa tvöfalt meira að fara frá Egilstöðum til Reykjavíkur heldur en það kostar hann síðan að fljúga til útlanda.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.6.2007 kl. 22:11
Málið er auðvitað með flugmálin á Íslandi að við erum svo fámenn að samkeppni í þeim geira verður ákaflega undarleg. Þetta á við svo margt í okkar fámenna landi. En stundum finnst manni eins og sjálfsmynd landans byggist á því að við séum 3 milljónir, en ekki 300 þúsund.
Auðvitað er ég því fylgjandi að við fáum samkeppni á sem flestum sviðum, þar sem það er raunhæft. Munið þið eftir mjólkur stríðinu, þar sem kaupmenn gáfu fólki mjólkina? Þegar brjálæðið var um garð gengið þá þurfti að hala inn fyrir öllu tapinu sem vitleysunni fylgdi. Og hvernig var það gert? Með því að hækka álagningu í búðum. Við fáum alltaf að borga brúsann á endanum, það er alveg á tæru.
Guðmundur Örn Jónsson, 30.6.2007 kl. 23:08
Áætlanir um ferðalög útfyrir himinhvolfið er miklu frekar það sem mun gerast í nánustu framtíð. Það sem er umhverfisvænt er yfirleitt bundið hömlum. Vetnisbíllinn kostar formúgu og er kraftminni en bensínbíllinn. Þess vegna passar það ekki fyrir þá sem öllu ráða. Ef að vetnisbíllinn væri fremri en bensínbíllinn í gæðum myndu valdamenn auðvitað setja lög sem banna bensínbíla því þeir hafa svo sannarlega efni á því að vera á bestu bílunum.
Dýr ferðalög til útlanda er einnig lúxus þeirra ríku og valdamiklu. Það myndi því ekki henta þeim sérstaklega vel að hamla því sem þeir njóta góðs af. Allavega myndu þeir þá hagræða því þannig að hömlurnar ættu ekki við um þá.
Fæst fyritæki eru rekin af hugsjóninni einni saman. Peningar hafa alltaf forgang og í dag er ódýrara að menga en að vera umhverfisvænn og því mun hugsjónin um minni mengun sitja á hakanum.
manuel (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 00:44
Reykjavík - Nottingham, takk fyrir.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.7.2007 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.