Getum betur

Stóð og spjallaði við vin minn áðan, rétt hjá Landakotsspítala. Við tökum eftir því að 2 konur í hvítum sloppum eru að reyna að fá gamlan karlmann til að fara inn á spítalann en hann streitist á móti og vill greinilega ekki fara inn. Skömmu seinna geng ég þarna fram hjá. Þá hefur hersingin færst nær innganginum en nú eru konurnar orðnar 3. Þær reyna að tala manninn til. Klappa honum vinalega á bakið og reyna að ýta honum varlega í átt að innganginum. En hann vill ekki inn. Hann vill vera úti. Ekki veit ég hvort hann langaði bara til að spóka sig um í sólinni eða hvort hann hafði einhvern áfangastað í huga en það nísti í hjartað að sjá hversu slæm aðstaða fyrir aldraða er. Mér fannst eins og maðurinn væri fangi. Hann átti að vera inni á sjúkrastofnunni og greinilegt að ekki er nægilegt starfsfólk til að rölta með sjúklingana um hverfið í veðurblíðunni. Ég vorkenndi öllum þeim sem stóðu þarna fyrir utan. Konunum fyrir að þurfa að reyna að fá manninn inn og manninum fyrir að vera ekki frjáls ferða sinna. Í eitt augnablik hvarflaði að mér að bjóðast til að fara með manninn í gönguferð um hverfið. Hætti þó fljótt við það. Ég þurfti að fara að vinna og vissi engin deili á manninum né hvers konar umönnunar hann þarfnast. Hann var samt greinilega nógu hress til að vera úti þó hann væri kannski ekki nógu hress til að geta verið einn á ferð. Ég skoðaði umhverfi spítalans og sá að þar er garður. Hann er opinn og eitthvað af fólki sat í garðinum. Ég veit ekki hvort það voru sjúklingar eða starfsmenn - eða bæði. Þar sem ég veit að á spítalanum er gamalt fólk í alls konar ástandi sem þarf að hafa eftirlit með, m.a. fólk sem er heilabilað og er lokað inn á deild, fór ég að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum það væri ekki verndað svæði úti við svo fólk geti notið veðurblíðunnar. Ætti ekki að vera slík aðstaða alls staðar þar sem fólk sem ekki er í standi til að sjá um sig sjálft er? Það er hreinlega mannvonska að ætla gömlu fólki að húka inni síðustu ævidagana, -mánuðina eða -árin. Við getum alveg gert betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, Katrín - aðbúnaður gamals fólks hér á landi er alls ekki nógu góður og það er nöturlegt að vita, að þetta séu þakkirnir til þessa fólks sem byggt hefur upp landið.

Það virðist vera meiri glæpur og refsing að verða gamall, heldur en að fremja; rán, líkamsmeiðingar, nauðganir eða morð.   Fangar hafa betri aðbúnað heldur en gamalt fólk.  Fangar fá:

  • Ókeypis fæði og húsnæði
  • Ókeypis heilbrigðisþjónustu (læknir, tannlækningar, sálfræðiaðstoð) 
  • Ókeypis líkamsrækt
  • Ókeypis netaðgang
  • Ókeypis kapalsjónvarp (þar sem m.a. er sýnt allt frá teiknimyndum til klámmynda).
  • Ókeypis menntun
  • Laun fyrir vinnuframlag (að vísu ekki há laun)
  • Frí reglulega frá fangelsinu

Ofan töld lífsgæði eru nokkuð sem margt gamalt fólk á ekki kost á og þaðan af síður ókeypis.  Ekki það að fangar eigi ekki að búa við góðan og uppbyggilegan aðbúnað,  gamalt fólk ætti líka að búa við góð skilyrði til að eiga áhyggjulaust ævikvöld eftir að hafa byggt upp þjóðfélagið og alið okkur upp.

Ö. Jónasson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: halkatla

þú ert góð og hugsandi K.A

halkatla, 26.6.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott færsla og umhugsunarverð KA.  Þetta er svo sorglegt ástand og þarna verður að bæta úr.  Ekki bara í formi loforða inn í framtíðina heldur núna, strax í gær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 14:36

4 identicon

Æi, ég fór bara að hugsa til baka þegar ég las þessa færslu. Ég hef unnið m.a. á Landakoti og tveimur öðrum svona stofnunum, og mér fannst alveg hryllingur hvað blessað fólkið þurfti bara að gjöra svo vel að húka inni alla daga og grána. Það voru ekki einu sinni svalir á þessum deildum með stólum og borðum, bara inniveran.
Langaði oft bara að rúlla eins og tveimur stólum út og fara bara þótt það væri ekki nema útí garð, en ég held actually að það sé ekki einu sinni leyfilegt...

Maja Solla (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband