Sjúklingum skóflað út á land

Nú berast fréttir af því að einhver hafi fengið þá "brilliant" hugmynd að flytja sjúklinga af höfuðborgarsvæðinu út á land. Ég velti fyrir mér hvernig á að velja sjúklingana? Þá sem eiga enga aðstandendur? Þá sem er illa við aðstandendur sína eða aðstandendum er illa við þá? Þá sem eru dauðvona? Þá sem eru alvarlega veikir eða þá sem eru bara með eitthvað smá svo þeim er enginn vorkunn þó enginn komi og styðji við bakið á þeim í veikindum? Börn svo foreldrar geti einbeitt sér ótruflað að vinnunni? Aldraða sem eru of veikburða til að mótmæla??? Bara spyr.

Önnur lausn væri að hækka laun hjá hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og sjúkraliðum svo þær vilji vinna á spítalanum. Wink

Stundum hef ég á tilfinningunni að það sé verið að rústa heilbrigðiskerfinu viljandi svo það verði hægara um vik að einkavæða! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það endi ekki með því, allt batterýið einkavætt.
Ég er ekki spennt fyrir því, persónulega.

Maja Solla (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ekki það að ég ætli að verja þessa "landflutninga" á sjúklingum en er þetta ekki það sem landsbyggðabúar verða að búa við, þ.e. að ef þeir veikjast þá eru þeir gjarnan sendir til Reykjavíkur?

Björg K. Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Blondie

Ég legg til að stjórnmálamönnum og öllum þeim sem dettur í hug að einkavæða heilbrigðisþjónustuna verði gert að horfa á Sicko, mynd Michael Moore.  Það er eitthvað mikið að kerfi þar sem læknar neita að sinna ungabarni þar sem það var ekki á réttum spítala, láta öryggisverði fylgja móðurinni út þar sem hún krafðist læknisaðstoðar fyrir barnið sitt og þegar hún komst loksins á rétt sjúkrahús, fékk barnið hjartastopp og lést.

Kerfið okkar er gallað að vissu leyti en ég held við megum þakka fyrir að þurfa ekki að hringja í einkarekin sjúkratryggingakerfi og biðja um leyfi til þess að fá læknismeðferð.

Blondie, 24.6.2007 kl. 00:26

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....kannski eru sjúklingar utan af landi, sendir á héraðssjúkrahúsin í sinni heimasveit?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 02:10

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

"Útá land" er alls ekki slæmur kostur. Margir "utanaflandistar", þurfa að liggja á  "höfuðborgarsjúkrahúsi", jafnvel mánðum saman og eru bara þakklátir. Óskar hefur í mörgu mjög rétt fyrir sér. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 24.6.2007 kl. 11:47

6 identicon

Oft hef ég verið hneyksluð á blogginu þínu, þegar þú eyst fordómum yfir netið í nafni stórs félags sem einmitt reynir að berjast á móti því sama. 

En núna er ég bara reið. Það er lágmark þegar maður talar í nafni félags eða þegar maður skrifar á marglesið blogg að hugsa örlitla stund áður en maður setur fram færslur, að kynna sér málefnið örlítið eða leggja í það smá rökhugsun.

Það er augljóst á þessari færslu að þú hefur ekki komið nálægt spítala í langan tíma. Það er ekki verið að "skófla fólki út á land" Þetta er nauðugnarkostur þegar pláss á gangi landspítala er augljóslega verri kostur en að liggja í mun betra plássi og fá mun betri þjónustu á spítala td á Akranesi. Og það er nú ekki svo langt að fara fyrir aðstandendur. Hugsa að allir yrðu mun sælli með þjónustu handa ömmu gömlu í sérherbergi á Akranesi en á gangi á LSH þar sem reynt er að senda hana heim eftir allt of stuttan tíma. Þetta er húsnæðisvandi fyrst og fremst.

Þessi færsla þín er mikil móðgun bæði við starfsfólk LSH sem og við fólk sem stendur að minni sjúkrahúsum úti á landsbyggðinni og veita frábæra þjónustu.  

Margrét (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 12:02

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Margrét það er alls ekki verið að setja út á gæði þjónustunnar út á landi heldur verið að tala um nálægð við aðstandendur. 

Varðandi athugasemdina um að ég sé að tala fyrir hönd stórs félags þá er þetta mitt prívat og persónulega blogg auk þess sem ég er ekki lengur talskona Femínistafélagins. Þær skoðanir sem birtast hér eru mínar. Ef að þú og aðrir eruð á þeirri skoðun að það að flytja sjúklinga út á land sé góður kostur þá væri ráð að koma hingað með málefnalegar og vel rökstuddar umræður um það og þá kannski skipti ég um skoðun. Litlar líkur á því ef innleggið hefst á svívirðingum....

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.6.2007 kl. 13:48

8 identicon

Óskar, ég er hjúkrunarfræðingur og starfa á LSH - lukkan er þér hliðholl í dag því ég ætla að bjóða þér upp á nokkrar leiðréttingar .

Hjúkrunarfræðistéttin er ekki sú háskólastétt sem hefur "fengið mestar launabætur" (hvað svo sem þú átt við með því) á seinustu þrem árum. Þetta er háskólastétt sem er að dragast aftur úr sambærilegum stéttum. Heildarlaun og grunnlaun eru ekki það sama. Manneskjur sem vinna á frídögum, nóttunni og á kvöldin eiga auðvitað að fá greitt í samræmi við það álag.  

Flestir hjúkrunarfræðingar  á LSH verða að vinna vakta- og yfirvinnu til að fá mannsæmandi laun útborguð - því annars eru útborguð laun rétt um eða undir tvöhundruð þúsundum á mánuði (Eftir fjögurra ára háskólanám, með mikla ábyrgð og mikið álag). 

Ég get ekki ímyndað mér að margir hugsi svona illa til hjúkrunarfræðinga að vilja reka þá úr starfi. Fólk virðist almennt afar ánægt með störf okkar og ekki sækjast eftir að aðrir taki við. Vissulega eru erlendir hjúkrunarfræðingar góðir og gildir og eftirsóknarvert að fá þá til starfa en þú mátt ekki gleyma því að þeim ber að greiða í takt við starf, nám og ábyrgð svo ekkert myndi sparast við að skipta íslenskum hjúkrunarfræðingum út fyrir erlenda.  

Bergþóra (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:02

9 identicon

Blodndie, Michael Moore er ekki að tala gegn einkavæðingu heilbrigðisþjónsutunar. Hann tekur t.d. dæmi um fyritaks heilbrigðistþónstu þar sem er búið að einkavæða hana. Hann er á móti kerfinu sem er við líði í bandaríkjunum ekki einkavæðingu ef hún gerir gott.

Reyndar hefur engin stjórnmálaflokkur talað um að einkavæða heilbrygðisþjónstuna eða tryggingakefið, heldur hefur verið talað um að bjóða út ákveðna þætti í heilbrigðiskerfinu, það er einkavæða ákeðna þætti. Það myndi skapa hagræðingu á ákveðnum sviðum sem myndi skila sér í allt heilbrygðiskerfið og vera til bóta. Grunnþjónstua og tryggingar yrðu með sama móti á meðan einkaaðilar myndu sjá um ákveðin verkefni t.d. eins og rekstur rönkentæka. Skattpeningar myndu halda áfram að greiða fyrir þjónstuna en aðilin sem veitir hana er eikarekinn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:46

10 identicon

Er ekki nær að bæta heilbrygðisþjónstuna út á landi til að þjónstua landsbyggðinni. Það myndi minnka álagið á reykvískum sjúkrahúsum ef fleirra landsbyggðarfólk gæti legið í rúmi nær heimilinu sínu og það er styttra í aðstandendur.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:49

11 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Óskar! Finnst þér eðlilegt að hjúkrunarfræðingur eftir 25 ára starf, hafi hálf laun á við son sinn sem var að útskrifast eftir 4 ára háskólanám í stærðfræði? Það má vel vera að laun annarra stétta innan BHM séu léleg, en það réttlætir ekki léleg laun hjúkrunarfræðinga. Það eru líka 2 hliðar á hverri mynt. Auðvitað fáum við auka álag fyrir að vinna á kvöldin, helgum, nóttum, jólum og öðrum tímum þegar aðrir eru í fríi, en það er líka erfitt að fá vinnu þar sem við getum ráðið hvort við tökum þessa vinnu. Ef við vinnum dagvinnu eingöngu, erum við með sömu laun og meðallaun hjá meðlimum VSÍ og þá er ég ekki að tala um fólk með háskólapróf. Álagið er vegna þess að við verðum að vinna á álagstímum og á ekki að reiknast með launum þegar verið er að ræða laun ákveðinna stétta. Að við getum fengið aukavinnu eins og við viljum er líka alveg rétt, en við getum heldur ekki verið heima með síman í sambandi þegar við viljum vera í fríi.

Ef við miðum aftur við meðalmann hjá VSÍ, þá er sá með hlunnindi sem ríkisstarfsmaður fær sjaldan. Frír sími er mjög algengur hjá þeim ásamt afnotum af bíl. Okkar atvinnurekandi býður ekki einu sinni uppá blóðprufu.

Það er líka mesti misskilningur að fórna verði starfsöryggi við að vinna há Inpro (fyrrverandi Liðsinni). Þeir bjóða uppá fastráðningu eins og Lsp, aðeins betri laun, en mun þægilegri atvinnurekenda. Ef við kíkjum á Norðurlöndin, hafa laun hjúkrunarfræðinga einmitt hækkað með tilkomu starfsmannaleigu og það verður sennilega reyndin hér líka, enda ekkert að því að þarna ráði framboð og eftirspurn eins og annars staðar. 

Ásta Kristín Norrman, 25.6.2007 kl. 01:51

12 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þú talar um meðalheildarlaun hjúkrunarfræðings séu um 430 000 kr á mánuði og það er rugl og þarf að leiðrétta. Það er hægt að hafa sæmilegt út ef maður vinnur næturvaktir, en svo þegar maður verður frá vinnu vegna veikinda og þess háttar, dettur maður niður í 250 000 á mánuði. Þú gerðir laun hjúkrunarfræðinga að umræðuefni hér og þess vegna verur að fá að leiðrétta þegar þú ferð með rugl.

Hjúkrunarfræðingar í Noregi eru mun betur borgaðir en hér, það var gerð úttekt á hinum ýmsu séttum þar og athugað hvað væri fjárhgaslega best að gera, fara í nám, eða hætta námi eftir stúdentinn og fara a vinna. dæmið var reiknað með vinnu eða skólaframlagi frá 18-65 ára, tekinn inn kostnaður við að afla sér menntunar og kom þá í ljós að það mest óhagkvæma sem hægt er að gera í Noregi er að vera hjúkka, næst verst var að vera kennari og í þriðja neðsta sæti var að sleppa því að mennta sig og fara að vinna. Ég hef unnið í Noregi og ég get fullyrt að ástandið er ekki betra hér. Þetta er kvennastétt og Íslendingar eru í neðsta sæti á Norðurlöndunum þegar gildir jafnrétti í launum kynja.

Ásta Kristín Norrman, 25.6.2007 kl. 13:24

13 identicon

Óskar, umræðan snýst ekki um að ég hafi skrifað að hjfr. á LSH hafi dregist aftur úr hinum aðildarfélögunum í BHM (sem ég skrifaði ekki ). Kannski finnst þér umræðan snúast um það en það eru fleiri að viðra sínar skoðanir hér en þú og mega leggja til málanna það sem þeir vilja, svo lengi sem þeir eru málefnalegir og kurteisir.

BHM er bandalag háskólamanna með 25 aðildarfélög, það inniheldur ekki allar háskólamenntaðar stéttir sem vinna hjá ríkinu. FÍH mun líkast til að segja sig úr þessu bandalagi fyrir næstu kjarasamninga vegna þess að það hefur komið mjög illa út úr þessu samstarfi og frekar orðið til þess að hífa upp stéttir eins og t.d. kennara og þroskaþjálfa. 

Framgangur er heilmikil vinna fyrir hjúkrunarfræðinga sem þeir verða að inna af hendi í frítíma sínum. Framgangur hefur skilað sumum hjúkrunarfræðingum kauplækkun í stað þess að hækka launin. Það er mikill misskilningur að framgangur skili af sér launahækkunum. 

Það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar á LSH sem eru í hlutastarfi og vinna margar aukavaktir á mánuði þar ofan á. En þetta er óneitanlega það sem getur hæglega viðgengist á spítalanum í dag eins og staðan er. Afhverju er staðan aftur eins og hún er? Það vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á spítalann, það er nóg til af þeim í þjóðfélaginu, þeir bara vinna ekki á LSH vegna lélegra launa og mikils álags.

Bergþóra (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 22:41

14 identicon

Hvað er svona skelfilegt við þessa hugmynd? Það að fólk sé fjarri aðstendum sínum? Ég veit ekki betur en landsbyggðarfólk hafi um áraraðir þurft að sætta sig við að vera flutt frá sínum aðstandendum á sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Þá jafnvel þó aðstandendum þeirra sé ekkert illa við þá. Jafnvel er aðstandendunum það vel við þá að þeir flytja með til höfuðborgarinnar með tilheyrandi kostnaði. Er þetta eitthvað annað og eða verra? 

Birgitta (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband