Bleikar konur á bleikum degi

 

Til hamingju með daginn. Í dag eru liðin 92 ár síðan íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt. Mig langar að tileinka daginn í dag 2 konum sem eru mér kærar. Það er auðvitað hún Auður Magndís sem er gáfuð, skemmtileg, málefnaleg, kjörkuð og svo ótal margt fleira. Hún tók við af mér sem talskona. Reyndar verður hún meira og minna í útlöndum þar til í september, en það er allt í lagi. Nægur tími samt til að láta til sín taka Smile Núna er hún samt á fróninu í sumarfríi. Síðan er það hún Benedikta mín sem var sú besta vinkona sem kona getur eignast. Hugmyndarík, áræðin, hreinskilin og sagði það sem hún var að hugsa. Eiginleiki sem ég met mikils. Svo var hún auðvitað líka gáfuð og skemmtileg. Smile

Reyndar á þriðja konan skilið að við höldum upp á daginn fyrir hana. Það er hún Elín sem á hugmyndina að Málum bæinn bleikan. Það er rosalega gaman að sjá hvað fólk er samstíga í að sýna hug sinn til jafnréttis í verki í dag með því að bera eitthvað bleikt eða gera eitthvað bleikt. mbl.is er bleikt í dag. DV gerir deginum góð skil, Morgunútvarpið var með frábæra umfjöllun í morgun. Meira að segja morgunþátturinn Zúber var bleikur í morgun. Ég heyrði reyndar ekki umræðurnar þar en náði þegar þau voru að kveðja og skilst að sitthvað hafi gengið á í umræðunni þar. Bleikar kveðjur til Siggu Lund! Heyrðist henni ekki veita af Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Til hamingju með daginn.

Eiginlega er það nú hálf ótrúlegt að mínu mati að konum hafi verið haldið svo niðri að þær höfðu ekki kosningarétt fyrr en á síðustu öld! Spáðu í það. Þetta þokast áfram í hænuskrefum

Andrea J. Ólafsdóttir, 19.6.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hátíðarkveðjur til þín flotta kona og "ógisla" ertu klár að setja þetta hreyfidæmi "við málum bæinn bleikan" á síðuna þína.  Get ég fengið námskeið í svona?  Þú hefur auðvitað "ekkert" að gera eftir þú hættir í talskonustarfinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þið eruð æði. Jenný það er ekkert mál að setja svona bleikan borða inn í innlegg. Afritaðu bara þetta hér:

<img src="http://www.feministinn.is/myndir/19juni2004/19jun_banner_500px.gif" border="0" width="400" height="77" />

Svo þegar þú ert að skrifa nýja bloggfærslu þá skiptir þú bara yfir í html ham (valmöguleiki í hægra horninu fyrir ofan bloggtextann). Skeytir línunni hér fyrir ofan þar inn og vistar. Þá er þetta komið!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.6.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband