Fer ekki karlremban að deyja út?

Mikið er gaman þegar kerfið sem er búið til svo við getum öll búið í sátt og samlyndi án þess að niðurlægja hvert annað virkar! Mætti vera oftar svona. Langbest væri  að auglýsendur sendu aldrei frá sér svona auglýsingar. Zero herferðin hefði getað skipað sér á bekk með allraflottustu herferðum okkar tíma því hugsunun á bak við hana er snilld. En... í staðinn fyrir að búa til flotta og fyndna herferð var gerð illa íslenskuð og fordómafull herferð. Karlremban vill ólm setja sín fótspor á samtímann með óafmáanlegum hætti. Því miður. Tom Cruise hvað ég vona að karlremban deyji bráðum út! Wizard Úrskurður siðanefndar SÍA er allavega spor í rétta átt. Reyndar virðast Vífilfellskarlar og -konur hafa áttað sig eftir alla gagnrýnina sem herferðin fékk og snúið henni til betri vegar. Vona að þau bregðist nú ekki við úrskurðinum með því að hlaupa í vörn og segjast hafa gert allt rétt. Það er virðingarvert að játa á sig mistök.
mbl.is Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fyrirgefðu! heldur nokkuð að áætlanir mínar með Zerohúsið séu í þessu ljósi fyrir bí?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.6.2007 kl. 22:18

2 identicon

Karlremban deyr ekki út frekar en kvenremban.

Kerfi þar sem að allir búa í sátt og samlyndi verður heldur aldrei búið til, alveg sama hvað við reynum. Það verða ávallt einhverjir sem að verða ósáttir.

T.d. finnst mér Zero herferðin búinn að vera þræl flott og fyndin, en ég sé hinsvegar ekki fyrirlitningu í hverju horni. Sl. ár hafa t.d. auglýsingar og gamanþættir fókuserad frekar mikið á heimska karlmenn, og ég veit ekki til þess að karlmenn séu eitthvað að taka það nærri sér, enda sjá flestir mun á gríni og alvöru.

Þið í ykkar endalausa fórnarlambaleik viljið bara að konur séu sýndar sem gáfaðar, vel menntaðar og í stjórnunarstöðum, annars er þetta drullandi karlremba og sori sem að ætti að banna.

Ef að þið mynduð hoppa aðeins niður af þessum háa stalli sem að þið haldið að heimurinn snúist um, og sjá heiminn eins og hann er í alvörunni, þá myndi kanski einhverjir taka mark á ykkur.

Að lokum vil ég bara segja get a sense of humor! 

Karl (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 11:44

3 identicon

Ég væri manna feignastur ef að auglýsingum um Kók Zero væri hætt. Hef aldrei skilið þessar auglýsingar þeirra né heldur auglýsingar sykurlausra drykkja yfir höfuð. Alveg frá því byrjað var að framleiða skykurlausa kókdrykki hafa allir verið fyrsti sykurlausi kókdrykkurinn með alvöru kókbragði skv. auglýsingunum. Mér finnst það móðgun við neytendur að ætla að þeir séu heimskir. En samt ekki. Fullt af fólki hleypur til þegar nýji sykurlausi drykkurinn "með alvöru kókbragði" kemur á markað. Kannski er það bara forboðinn sannleikur að stór neytendahópur er vitlaus.

Það er eitt sem ég hef margítrekað við feminista. Það er samræmi. Feministar segjast berjast fyrir jafnrétti kynjanna en ekki bara kvenna. Það er yfirleitt það sem feministar fá mesta gagnrýni fyrir hjá almenningi. Nú gerði Vífilfell tvær auglýsingaherferðir. Önnur ól á kvenrembu (klöppum fyrir manninum sem ...)og hin á karlrembu (af hverju ekki...). Feministar sögðu ekkert við kvenrembuherferðinni en hafa frá upphafi lýst sig andsnúna karlrembuherferðinni.

Ég viðurkenni að karlrembuherferðin var aðeins meira brútal, og skil sjálfur alveg að hún sé frekar gagnrýnd. En stundum finnst mér feministar þurfa að gæta meira hlutleysis í þeim málum sem þeir tala um.

manuel (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Hver er ný talskona femínistafélagsins? Hef hvergi séð það, og það er ekki búið að uppfæra www.feministinn.is síðan á fundinum...

Þóra Kristín Þórsdóttir, 10.6.2007 kl. 15:14

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

hmmm manuel. Er nú ekki viss um að auglýsingin sem þú vísar í hafi verið einhver sérstök kvenrembuauglýsing. Hún snerist í það minnsta ekki um hvað konur gerðu körlum eða gefa skít í allt sem þeir gera... eins og coke zero herferðin. Ef ég sé þá auglýsingu aftur skal ég stúdera hana frá þessu sjónarhorni samt.

Þóra. Það er hún Auður Magndís sem tekur við sem talskona. Hún er reyndar erlendis fram í september og þá tekur hún formlega við. Þangað til skipta þau í ráðinu hlutverkinu á milli sín. Þau tilkynna örugglega fljótlega hvernig þau ætla að útfæra þetta.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 10:14

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hér er viðtal við Gísla Hrafn út af úrskurði SÍA.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 10:41

7 identicon

Guð minn góður. það má enginn grínast lengur í þessu þjóðfélagi og neinu öðru án þess að minnihlutahópar láti í sér heyra. Þetta endar með því að hvíti gagnkynhneigði maðurinn verður ofsóttur bara fyrir það að vera ekki í minnihluta. Ég get ekki séð að þessar auglýsingar séu eitthvað slæmar, nema kannski þessi með ,,konur og engar skoðanir"...
Það eina sem þessar auglýsingar gera er að ala á einhverjum steríótýpum sem fólk grínast um á milli sín, eins og þetta með að engar konur kunni að keyra, come on. Ekki haldið þið virkilega að fólk trúi þessu í alvöru?
,,Af hverju ekki kynlíf með zero forleik". Hvernig er þessi auglýsing niðurlægjandi og meiðandi fyrir konur? Ég get séð að femínistar skipti sér af hinum auglýsingunum af sínum alkunnu ,,allir eru á móti mér, ég kann ekki að taka gríni" sjónarmiðum, en þessari auglýsingu gæti allt eins verið beint að konum.
Mér finnst virkilega, og ég hef heyrt það mjög víða, að Femínistafélagið geri bæði gott og slæmt. Sumir vilja meina að þið séuð að skjóta ykkur í fótinn með sumum þessum baráttumálum sem enginn sér neitt athugavert við nema þið. Sem dæmi má nefna græna konu á umferðarljós sem beðið var um, og ég veit ekki hvort gekk í gegn. Ég hef talað við margar stelpur um þetta og öllum finnst asnalegt að vera að eyða sínum kröftum og tíma í að berjast og röfla yfir einhverju sem fyrir flesta skiptir engu máli.

Þessi skoðun er aðallega skrifuð í reiði yfir því að svo virðist sem ekkert sé leyfilegt lengur í dag, en ætli þetta verði ekki flokkað sem kvenhatur. Vona samt að ég fái málefnalegt svar.

Stefán (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:52

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tom Cruise minn góður... það má enginn hafa sjálfstæðar skoðanir lengur í þessu þjóðfélagi! Ætli það sé ekki best að svara þessu innleggi þínu með þeirri setningu?

Varðandi grænu konuna þá var það ekki FÍ sem stóð fyrir því heldur stakk Bryndís Ísfold á því að settar yrðu grænar konur á 5 götuljós. Þessi uppástunga vakti feiknamikil viðbrögð - og kona getur ekki annað en spurt sig í kjölfarið hvort að það sé virkilega bannað að hafa grænar konur á umferðarljósum? Ef þetta skiptir svona litlu máli af hverju þá ekki bara að segja með bros á vör "já af hverju ekki að hafa græna konu? skiptir hvort sem er engu máli hvort það er kona eða karl". Það væru allavega meira sannfærandi viðbrögð heldur en að segja "það skiptir engu máli hvort það er karl eða kona svo þess vegna á það bara að vera karl!".

Varðandi zero auglýsingarnar þá held ég að það sé best að benda á grein Katrínar Odds sem birtist í bæði Fréttablaðinu og Mogganum. Þar útskýrir hún þetta allt ljómandi vel og gott betur...

Og að lokum - konur eru að sjálfsöðgu ekki minnihlutahópur.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 13:29

9 identicon

Allt skrítið hvað það kemur bara umræða á stað þegar konur eru lítilsvirtar í auglýsingum, man nú eftir auglýsingarherferð hjá einhverju af tryggingarfélögunum, þar sem var verið að tala um hættur fyrir ungabörn, og í nánast ÖLLUM auglýsingunum var það karlmaður sem var ekki að fylgjast nógu vel með barninum og það slasaðist... Ekki heyrði ég múkk í neinum þá, nema sjálfum mér.

Geiri.is (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:03

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þú ert að meina auglýsingarnar sem voru kærðar, fundnar sekar um að brjóta gegn réttindum barna, skrifaðar um þær blaðagreinar og auglýsingunum breytt. Skil ekki hvað þú ert að væla  Sýnist þú svo vera sekur um nákvæmlega það sem þú ert að kvarta yfir... kvartar bara yfir auglýsingum þar sem karlar eru sýndir í neikvæðu ljósi en sættir þig við hinar auglýsingarnar.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:05

11 identicon

Hvar stóð að ég hafði sætt mig við hinar auglýsingarnar? Var það sjálfgefði því ég er karlkyns, kannski? Hehe.

Geiri.is (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:14

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kannski bara af því þú tókst ekki fram að þér finndist eitthvað athugavert við þær...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:30

13 identicon

Katrín Anna: Auglýsingin var ekki kærð fyrir það að sýna karlmenn í neikvæðu ljósi.

Geiri (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband