Fótbolti

Hér voru fjörugar umræður í hádeginu um fótbolta, þá sér í lagi danska fótboltann... Ef ég skil atburðarásina rétt þá hófst þetta á því að danskur landsliðsmaður kýldi mótherja sinn í kviðinn inn í vítateig þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum - og staðan 3:3. Dómarinn dæmir víti (auðvitað!) og við það verður einn danski áhorfandinn svo reiður að hann stekkur inn á völlinn og ræðst á dómarann. Eftir smá stund ákveður dómarinn að flauta leikinn af og dæmir Svíum sigur.

Mér skilst líka að danski dómsmálaráðherrann hafi sagt að reka ætti ofbeldisfulla landsliðsmanninn úr liðinu. Búið er að kæra hann fyrir ofbeldið. Sem er auðvitað rökrétt. Það að vera inn á fótboltavelli á ekki að vera friðhelgur staður þar sem menn geta brotið lög án þess að það hafi afleiðingar. Ofbeldi á ekki að vera hluti af "leiknum".

Annars heyrðist mér að danski fótbloltaáhugamaðurinn sé kominn í felur. Búinn að biðja dönsku þjóðina afsökunar og allt í volli... enda honum kennt um tapið! Umhugsunarvert hvers vegna áfengi og fótbolti er svona samofið hjá áhangendum. Leikurinn löngu hættur að snúast um heilsu og hreysti. Núna er þetta atvinna og fyllerísbrölt... og í sumum tilvikum vændisbrölt, eins og vill verða í kringum stórmót, sbr heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi. Dregur óneitanlega úr gildi íþróttarinnar sem fjölskylduskemmtun eða eitthvað sem eflir og þroskar líkama og sál! Það á við hér, eins og um svo margt annað. Það sem manni þykir vænt um á maður að hugsa vel um og passa upp vel upp á svo það skemmist ekki eða glati tilgangi sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær vinkill á athæfinu!

Edda Agnarsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Satt að segja er ég algjörlega sammála því sem kemur fram í greininni þinni. En svona skrumskælir og saurgar kapítalisminn allt sem einhver hagnaðarvon er að.

Jóhannes Ragnarsson, 6.6.2007 kl. 20:49

3 identicon

...............

Hvernig er HÆGT að troða vændi inn í þessa umræðu? Á núna að banna fótbolta af því einhverjir sem stunda hann gætu keypt sér kynlíf? (Já, ég geri mér grein fyrir að þú varst ekki að segja það, en það verður örugglega næsta uppástunga þín til þess að 'jafna út kynjamisrétti', eða eitthvað þannig...) 

Ég ætla rétt að vona, og segi þetta sem kvenmaður, að það muni aldrei ríkja 100% jafnrétti á milli kynjanna BARA til að bögga þig. Yes, ég studdi jafnrétti kynjanna áður en ég gerðist tíður gestur á þessa síðu.

Til hamingju. 

Andrea Gunnarsd. (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:52

4 identicon

Bara til að láta þig vita, þá er sænski landsliðsmaðurinn sem var kýldur ekki alsaklaus. Var í því að espa Poulsen upp, sló meðal annars í hann, þó það hefði ekki verið jafnfast og þetta högg í kviðinn.

Restina kommenta ég ekki á, en þú ættir virkilega að skoða heiminn frá sjónarhorni annarra.

Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 21:05

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

aaarrrrrg! bara orðið fær mig til að orga!

Heiða Þórðar, 7.6.2007 kl. 00:08

6 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Þú verður að átta þig á því að fótbolti er stærsta og fjölmennasta íþróttagrein í heimi...auðvitað munu ákveðnir aðilar (kannski óprúttnir?) vilja fá hlut af þessari köku...

Get alveg lofað þér því að 90% af þeim sem stunda þessa íþrótt, stunda hana af áhuga og eldmóð, ekki útaf peningum eða öðru eins. Persónulega vil ég að strákurinn minn fari í fótbolta, eins og ég gerði þegar ég var krakki, því þetta kenndi mér að eiga samskipti við fólk, kenndi mér að vera hluti af liði og ég kynntist ógrynni af fólki sem ég hef samband við enn þann dag í dag.  Kenndi mér líka að "kunna" að tapa, vera auðmjúkur...allt tel ég þetta vera góða kosti.  Þetta neikvæða er svo miklu sjaldgæfar og auðvitað beinist allt kastljós að því þegar það gerist.

Ákvað að svara þessu vegna þess að mér fannst þú draga of neikvæða mynd af þessari fallegu íþrótt...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 7.6.2007 kl. 10:07

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tómas - eins og ég sagði þá þarf að passa vel upp á það sem manni þykir vænt um. Karlakvöld þar sem stripparar eru fengnir á staðinn og að láta vændi og mansal í kringum stórmót óátalin eru íþróttinni ekki til framdráttar þegar kemur að uppeldisgildum og forvarnarstarfi sem íþróttin státar sig af. Svo er auðvitað mikill aðstöðumunur á karla- og kvennaboltanum og margt sem þarf að laga þar.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.6.2007 kl. 12:32

8 identicon

Ég vil reyndar meina að þetta dæmi með karlakvöldið tengist reyndar klúbbnum meira en nokkru öðru.

En það gæti verið mitt álit á klúbbnum sem spilar þarna inní.

Annars með áfengið og vændið.
Það er náttúrulega búið að banna áfengi í sumum löndum þegar kappleikir eru í gangi, eins og hérna heima. Stemningin reyndar oft mun verri en maður fær þegar maður fer á fótboltaleik í útlöndum. Spurning hvort þetta tengist?

Svo lengi sem vændi er til staðar og leyfilegt (eða ekki) þar sem stórviðburður á sér stað munu einhverjir einstaklingar sem mæta kaupa það. Það hefur lítið með það að gera hvað er verið að keppa í. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:29

9 identicon

Nú er umræðan komin langt frá fótbolta. Og þó. í sambandi við þessa andúð á karlakvöldum og strippi kviknar önnur spurning....hvað um kvennakvöld þar sem karlar koma og dansa fyrir konur? Mér skilst að það hafi nú ekki verið tómt hús þegar Chippendales kumpánarnir komu að dansa ;)

Markús (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:00

10 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Var hún ekki að meina þegar íþróttafélagið var með karlakvöld...s.s. stripparinn var fenginn í nafni íþróttafélags, er það ekki rétt hjá mér??

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 7.6.2007 kl. 15:04

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jú, það er rétt skilið. Er að tala um karlakvöld íþróttafélaganna.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.6.2007 kl. 15:05

12 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Sammála með stripparann, frekar klaufalegt allt saman...en áhrifin held ég eru minni en engin, allavega man ég ekki einu sinni hvaða lið átti í hlut ;o)  Þetta á samt ekki að viðgangast undir merkjum íþróttafélaga!!

Vændi og mannsal finnst mér ekki vera knattspyrnuhreyfingarinnar að fordæma, og það að hreyfingin fordæmi þetta ekki þýðir alls ekki að þeir séu fylgjandi þessum óþverra...eða finnist hann eiga rétt á sér.  Ég t.d. gagnrýndi ykkur femínista fyrir að fordæma ekki ákveðinn tölvuleik um daginn (leikur um morðin í Virginia Tech vs nauðgunarleikurinn) og þá fékk ég þessi svör "Og eiga femínistar sem sagt að þurfa að mótmæla öllu til þess að meiga gagnrýna eitthvað?" Af hverju má þessi hreyfing ekki velja sér "bardagana" sjálf, rétt eins og þið femínistarnir. 

Svo með þetta aðstöðuleysi?  Gætirðu útskýrt hvað þú átt við? 

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 7.6.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband