Einmitt

Þetta er klassík:

"Feminism has fought no wars. It has killed no opponents. It has set up no concentration camps, starved no enemies, practiced no cruelties. Its battles have been for education, for the vote, for better working conditions.. for safety on the streets... for child care, for social welfare...for rape crisis centers, women's refuges, reforms in the law."

(If someone says) 'Oh, I'm not a feminist,' (I ask) 'Why? What's your problem?'"

- Dale Spender, author of For the Record: The Making & Meaning of Feminist Knowledge, 1985


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Æðislegt quote Kata! :)

Varð að stela því hjá þér :)

Af hverju ertu EKKI feministi?

Andrea J. Ólafsdóttir, 4.6.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Segi það sama - verð að stela þessu og senda út um víðan völl.

Halldóra Halldórsdóttir, 4.6.2007 kl. 17:33

3 identicon

Hvað er málið með þetta?

Þetta er minnir mig í þriðja sinn sem ég sé þig pósta þessu. Ég mun allavega ekki gefa mig. Ég er ekki feministi!!! Sama hversu frábært feministum finnst feminismi vera. 

manuel (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 18:47

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

manuel ég held að þetta sé bara annað skipti... en þú heppinn að vera með svona gott minni... komið næstum ár síðan ég setti þetta inn á gamla bloggið. og svo ertu víst femínisti

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.6.2007 kl. 19:25

5 identicon

Ég þekki fáa femínisma, en þekki þó einn sem er með ofbeldisbrota dóma á bakinu, þannig að þetta fellur um sjálft sig, heilagleikinn er enginn hjá ykkur frekar en öðrum. Ykkar skítur lyktar líka eins og hjá öllum öðrum.

Sigfus (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 12:24

6 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Held að þú sért aðeins að misskilja þetta Sigfús...það er talað þarna um femínismann sem slíkan, ekki einstaklinga sem kalla sig femínista.

Femínisminn berst gegn óréttlæti og ofbeldi, og berst fyrir jafnrétti, menntun osfrv...þessi hugsjón breytist ekkert þó svo einn eða tveir aðilar hegði sér á skjön við hana.

Svo er það nú oft þannig með fólk "með dóma á bakinu" að það réttir oft úr kútnum og gerir mikið gagn fyrir þjóðfélagið sem það býr í...og ef því finnst það gera gagn með því að fara í femínistafélagið þá bara more power to them!!

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 5.6.2007 kl. 13:22

7 identicon

"starved no enemies"

Ég get ekki verið sammála þessu, alla vega ekki ef feminismi er í líkingu við málfluttning þessa blogs.  Samkvæmt honum eru kerlmenn óvinirnir.  Svo nú tek ég dæmi:

Í Kanada eru menn svo framsæknir að þeir úthluta t.d. háskólastyrkjum í tölvufræði þannig að konur fái lámark ákveðið hlutfall.  Þetta hefur leitt til þess að konur fá styrki þó svo þær hafi mun lægri meðaleinkunn en karlmenn.  Dæmi sem ég þekki nægði það konum að fá 85% meðaleinkunn en á sama tíma þurftu karlmenn að vera með 90% einkunn til að fá styrk.

Er þetta jafnrétti?
Var valið eftir hæfni eða kyni?
Er feminisminn ekki að hlunnfara þá karlmenn sem fengu t.d. 88%?

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:16

8 identicon

P.s. ástæðan fyrir að konur voru með lægri meðaleinkun var ekki sú að konur almennt voru með lægri meðaleinkun heldur að miklu færri konur sóttu um.

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 17:17

9 identicon

Nútíma feminismi, eins og hann gerist verstur, (saman ber skrifum á þessari síðu og fleirum) er einn af grófustu mismununar hugsjónum sem þekkjast í heiminum. Hann stuðlar að því að hlaða undir rassgatið á fólki sem er vanhæfara en aðrir oft á tíðum, í stað þess að berjast fyrir því að þeir sem það eigi skilið komist áfram.  Þetta er lang þreytt að jafnréttishugsjónir séu afbakaðar með frekju feminisma þar sem örfáir aðilar ná að hafa nógu hátt til að það bitni á heildinni.

Sigfus (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:18

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigfús... já sumum finnst það frekja og mismunun að krefjast jafnréttis. Sé ekki betur af skrifum þínum en að þú teljir konur vera vanhæfari en karlar. Eina sem femínismi gerir er að benda á að kynin eru jafnhæf og ber að hafa sömu tækifæri og aðgang að því að móta samfélagið. Sumum þykir það róttækt. Öðrum, t.d. femínistum, finnst það sjálfsögð mannréttindi að mismuna ekki eftir kyni.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.6.2007 kl. 12:37

11 identicon

"Eina sem femínismi gerir er að benda á að kynin eru jafnhæf"

Nei hann gerir meira samanber dæmið sem ég gaf hér að ofan?  Hvernig útskýrir þú það annars?  Er kona með 85% meðaleinkun hæfari en karl með 89% meðaleinkun?

Gunnar (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:49

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þekki ekki þetta dæmi í Kanada en hér heima hefur verið í gangi svipuð umræða í kringum Kennaraháskólann. Þar var varpað fram þeirri hugmynd að veita karlkyns umsækjendum með lægri einkunn forgang yfir konur með hærri einkunn - í þeim tilgangi að fjölga karlmönnum í kennarastéttinni. Bæði þessi dæmi fela í sér jákvæða mismunun og það er langt í frá að allir femínistar séu fylgjandi henni. Ekki er sagt í lögum um jafnan rétt karla og kvenna að jákvæð mismunun sé lögleg og mér vitanlega hefur ekki reynt á það fyrir íslenskum dómstólum. Femínistar hér hafa ekki barist fyrir jákvæðri mismunun og því er þetta ekki gott dæmi um baráttu femínista.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.6.2007 kl. 12:52

13 identicon

Úff svo það eru til meiri feministar en þú

OK þetta er kannski ekki gott dæmi fyrir Ísland en þó er hér á ferðinni nákvæmlega sama hugmynd og um að setja kynjahlutfall í stjórn fyrirtækja sem hefur verið í umræðunni hér á landi.

Í því tilfelli er reyndar erfiðara að mæla hæfni fólks en það breitir því ekki að þvinga á valið í að snúast um kyn en ekki hæfni.  Verið er að ganga út frá því að ætið munu svipað margar konur og karlar lýsa áhuga á að vera í stjórn og að hæfnisdreifing þeirra sé ætið svipuð.

Mér finnst einnig líka dálítið fyndið að þetta sé kölluð "jákvæð mismunun".  Verið að reyna að fela ofrétti bakvið falleg orð.  Það er ekkert jákvætt við mismunun.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:31

14 identicon

Það sem þú kallar jákvæða mismunun hlítur að falla yfir kynjakvóta á alþingi.

Svo ættirðu að fá viðurkenningu fyrir að snúa út úr, og misskilja það sem er sagt fyrir þig. Ótrúleg einstefna alltaf í hausnum á þér.

Til hamingju með starfslokinn, megi þér vegna vel í því sem þú ferð að taka þér fyrir hendur, og megi næsti talsmaður-talskona feministafélagsins vera réttsýnni.

Sigfus (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:48

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei, kynjakvóti er ekki partur af jákvæðri mismunun - nema þegar um er að ræða dæmi eins og hér fyrir ofan þar sem óhæfari eru teknir fram yfir hæfari. Hins vegar geta kynjakvótar verið gagnlegt tæki til að koma hæfum einstaklingum að þar sem kyn ræður meiru en hæfni. Hvort sem vill horfast í augu við það eða ekki þá er kynjamismunun hér á landi sem felst í því að karlar fá fleiri tækifæri í viðskiptum og stjórnmálum sem tengjast kyni. Kynjakvótar geta gagnast til að einstaklingar af hinu kyninu, konur, komist að - þ.e. að koma hæfum konum að sem annars fá ekki aðgang þar sem valdir eru karlar fram yfir í krafti kyns.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.6.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband