Til hamingju með Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið var 25 ára í gær. Athvarfið er skýrt dæmi um árangur í jafnréttismálum. Fyrir 25 árum gátu konur sem beittar voru heimilisofbeldi hvergi leitað. Nú fá þær bæði skjól og ráðgjöf. Í kjölfarið á Kvennaathvarfinu komu svo Stígamót. Kristín Ástgeirsdóttir skrifaði mjög flottan pistil um aldarfjórðungafmælið og ég er að hugsa um að vísa bara á hennar pistil í staðinn fyrir að skrifa meira sjálf. Enjoy!

Til hamingju með afmælið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Frekar dapurt að það þurfi að reka athvarf sem þetta í 25 ár...... eða hvað?

Halldór Egill Guðnason, 4.6.2007 kl. 03:58

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Held að það sé borin von að takist að útrýma heimilisofbeldi á næstunni. Fram kom um helgina að Kvennaathvarfið þyrfti að auka þjónustuna, og þá ekki síst til barna. Vantar meira fjármagn í það.... Vonandi ákveður ný ríkisstjórn að fara að setja pening í þennan málaflokk. Mér reiknaðist einhvern tímann svo til að ef tekið er saman rekstur Kvennaathvarfs, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Barnahús þá er reksturinn á ári í krintum 100 milljónir. Má eiginlega segja að hið opinbera setji klink í þennan málaflokk en ekki fjármagn... Þessu þarf að breyta.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.6.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Er kvennaathvarfið bara fyrir konur?  Hvað með karla sem verða fyrir heimilisofbeldi, er einhv staður fyrir þá.

Annars væri auðvitað best ef ekki þörf væri á svona úrræðum, en held að ég sé sammála þér Katrín að það er borin von.

Hafrún Kristjánsdóttir, 5.6.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei það er ekki til neitt karlaathvarf. Held að það sé ekki einu sinni vitað hvort að þörf sé á slíku athvarfi... enda lítið um rannsóknir á umfangi heimilisofbeldis á Íslandi. Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá fer hlægilega lítill peningur í þennan málaflokk á Íslandi. Ég rakst á einhverja tölu um daginn, held hún sé erlendis frá, þar sem talað er um að karlar séu um 3% þeirra sem beittir eru heimilisofbeldi. En... eins og ég segi þá vantar rannsóknir.

Karlar sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi eru velkomnir á Stígamót þannig að þar hafa þeir úrræði.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 01:34

5 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Ég sat einu sinni kúrs í HÍ sem hét ofbeldi í fjölskyldum eða eitthvað í þá áttina.  Þar var farið yfir rannsóknir um líkamlegt ofbeldi á heimilium.  Rannsóknir sýna að karlar verða oftar fyrir líkamlegu ofbeldi en konur en ofbeldið sem konur verða fyrir er alvarlegra.  Karlar eru jafnframt mikið mikið ólíklegri til að segja frá ofbeldinu sem þeir verða fyrir.  Þannig að þörfin er nú sennilega til staðar.

Hafrún Kristjánsdóttir, 5.6.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband