3.6.2007 | 13:59
Fallegt
Til hamingju með sjómannadaginn! Ég hef nú ekki tekið þátt í hátíðarhöldum öðruvísi en að hlusta á spurningakeppni um sjómannalög í útvarpinu í gær þar sem Gerður G. Bjarklind fór á kostum.
**
Ætla að deila með ykkur 2 stórgóðum ráðum sem ég fékk um helgina. Hið fyrra er að líta á það sem merki um sjálfstraust að þora að viðurkenna að vita ekki það sem öðrum finnst að þú eigir að vita... Hitt er að ef þú ert stressuð/aður yfir einhverju sem þú gerir að líta á það sem merki um að þú þjáist ekki af hroka... ennþá! Þessi ráð eru í boði gáfaðasta fólks landsins - 1 karls og 1 konu.
**
Ég fór í 50. afmæli á föstudaginn. Það var engin önnur en dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, sem náði þessum áfanga. Þorgerður er án efa einn mesti hugsuður landsins og einn uppáhaldsfemínistinn minn, enda stórkostleg kona. Afmælið var rosalega skemmtilegt og á eftir brá ég mér á Ölstofuna (reyklausu og fann enga tá-, svita- eða prumpufýlu.... eins og eigandinn hélt fram í fréttum. Kom meira að segja ágætlega ilmandi heim... í fyrsta skipti eftir Ölstofuferð og þakka ég það alfarið reykleysinu). En - á Ölstofunni varð ég vitni að einu afskaplega fallegu. Andlegri samkynhneigð karla, eins og Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður kallar það. Ég stóð og talaði við mann þegar annar maður vindur sér upp að okkur. Slær á öxl viðmælanda míns og rumsar upp úr sér lofræðu um hann. Það verður að segjast eins og er að þetta var afskaplega fallegt og til eftirbreytni. Karlar mættu í ríkari mæli vera tvíkynhneigðir á andlega sviðinu og gera þetta líka við konur og konur geta einnig tekið þennan fallega sið upp í meira mæli...
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Já, það var ferlega gaman í afmælinu og ræðan þín var frábær. Hef ég sagt þér nýlega að mér finnst þú frábær og ferlega klár?
Silja (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 15:08
Döh... þetta fer nú bara að verða væmið. Karlar eru kannski bara væmnir en ekki andlega samkynhneigðir eftir allt saman! Annars er hrikalega gaman að fá komment frá svona gáfuðum, skemmtilegum, hugsandi og mælskum snillingum eins og ykkur...
Luv - Kata - andlega samkynhneigð en aldrei væmin!!!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.6.2007 kl. 20:51
Þú ert ekki sú eina sem kannast ekkert við táfýlu og prumpulykt á Ölstofunni. Hef heyrt fleiri furða sig á þessari athugasemd eigandans. Er þetta góð auglýsing?
En auðvitað er hann bara að halda þessu fram til að réttlæta allt rövlið út af reykingabanninu
erlahlyns.blogspot.com, 3.6.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.