Gott að fá stefnu

Vissulega hef ég ekki lært neitt í skipulagsfræði... en ég skil ekki af hverju verið er að reisa öll þessi háhýsi í miðbænum. Skringilegast finnst mér að þau eru niður við sjó og loka á útsýnið fyrir alla þá sem fyrir innan eru. Einhvern veginn finnst mér meira vit í að hafa háhýsin innar þannig að þau loki sem minnst á útsýni annarra... en það er bara ég. Ef einhver getur útskýrt hvaða vit er í þessum háhýsum fyrir aðra en íbúa háhýsanna sem fá þetta dásamlega útsýni yfir sjóinn og Esjuna þá endilega be my guest.

Styð að það verði gerð hérna háhýsastefna! Veitir ekki af.


mbl.is Háhýsastefna í mótun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er byggt hærra til norðurs þar sem það skyggir ekki á sól.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Heiðar Reyr Ágústsson

Já það eru skiptar skoðanir um háhýsin og hvort eða hvar þau passa...

Háhýsi við sjó gefa fleirum tækifæri til að búa við frábært útsýni, ekki bara íbúum heldur einnig öðrum. Það er augljóst að ef þú setur lágreista íbúðabyggð niður við sjó, segjum í mesta lagi tvær til þrjár hæðir, þó skyggiru meira á útsýnið því byggingarnar liggja lárétt. Það er því skynsamlegra að byggja turna sem liggja lóðrétt og veita útsýni inn á milli. Háhýsi veita einnig skjól fyrir aðra byggð og þau skapa oft meira líf því þau henta ekki aðeins til búsetu heldur einnig fyrir ýmsa atvinnustarfsemi. Gestir og gangandi fá þannig einnig að njóta staðsetningar og útsýnis og það í mun meira mæli heldur en ef eingöngu væri um að ræða hefðbundna íbúabyggð.

 Skoðaðu www.hofdatorg.is þér til gagns og gamans.

Heiðar Reyr Ágústsson, 19.5.2007 kl. 18:56

3 identicon

Mér finnst mikilvægt að við pöpullinn höfum aðgang að sjónum. Útsýnið af Eiðsgrandanum t.d. gleður hjarta mitt í hvert einasta skipti sem ég á leið þar um.  Lífsgæði sem erfitt er að meta til fjár. Hvernig er annars verðlagið á útsýni ?

Heyrði líka um daginn að háhýsi búa til vindsveipi en ekki skjól. 

I.S. (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 14:58

4 identicon

Mjög gott útsýni getur hækkað verð á íbúð um 1-2 milljónir.

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband