Ekki einn algildur sannleikur

Mér finnst ekkert skemmtileg tilhugsun að landið verði í eigu örfárra auðjöfra sem hafa hér öll tögl og haldir. Auðmenn er ekki hægt að kjósa frá völdum á 4 ára fresti og völd í krafti auðs eru hálfgert einræði. Ég er þess vegna ekkert sérstaklega hrifin af auglýsingu Jóhannesar í Bónus varðandi Björn Bjarnason. Viðurkenni samt að ég er soldið abbó.... Spáið í það hvað ég gæti auglýst mikið varðandi jafnréttismál ef ég ætti svona mikinn pening!! Halo Ég er hins vegar líka á því að áhrif auglýsingarinnar eru ofmetin. Björn er á því að 20% þeirra sem kusu Sjálfstæðismenn hafi strikað hann út vegna auglýsingarinnar. Þarna gleymir Björn að taka með í reikninginn allar konurnar sem eru bálreiðar út í hann fyrir að hafa nánast lögleitt vændi korter í kosningar. Ég veit til þess að hann var strokaður út af þeirri ástæðu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála KA að þessi "Jóhannesarauglýsing" var ekki par skemmtileg áminning um að það er ansi margt gerlegt í krafti peninga.  Það setti að mér óhug þegar ég sá hana einkum vegna þess að mér fannst eins og heift lægi þar að baki (er smá skotin í Jóhannesi samt).  Það er einræði að geta í krafti auðs haft áhrif á þjóðmálaumræðuna.  Ég veit líka að margir strikuðu yfir Björn af ýmsum ástæðum.  Björn segir reyndar að 80% kjósenda sýnt sér traust!  Alltaf túlkunaratriði í pólitíkinni. Kveðja

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 13:53

2 identicon

Og verið líka áberandi í því sem sjálfstæðismenn hafa margir verið iðnir við þ.e. að koma sér og sínum í allar mögulegar og ómögulegar stöður hjá hinu opinbera með því að hundsa eðlileg vinnubrögð við stöðuveitingar. Ætli það hafi mikið þurft að ýta við fólki ?

Annars er " út úr skápnum " Jóhannesar kannski það fyndnasta við þessar kosningar.  Hrói höttur hvað !!

I.S. (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:04

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að Björn hefði fengið á sig útstrikanir hvort sem er. Hann er alls ekki vinsæll meðal almennings og greinilega ekki meðal sinna flokksmanna heldur. Hann er af gamla skólanum í pólitík og það er ekki inn í dag.

Ragnheiður , 18.5.2007 kl. 14:42

4 identicon

Markaðslýðræði er miklu skilvirkara heldur en stjórnmála-lýðræðið. Þú ert á hverjum einasta degi að greiða atkvæði með því hvar þú verslar og hversu mikið.  Stórveldi hafa oft fallið á stuttuma tíma eftir neikvæðar umfjallanir.

Geiri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Íslenskir neytendur eru samt sem áður ekki duglegir við að versla með fótunum... þar fyrir utan þegar einn aðili á orðið fjölmiðla, matvöruverslanir, fataverslanir, flugfélög, banka o.s.frv. þá er orðið ansi erfitt að versla með fótunum...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 20:12

6 identicon

Breytir engu. Það er samt alveg möguleiki á að fella slíkt veldi ef það væri raunverulegur vilji hjá meirihlutanum. Eins og er þá eru flestir Íslendingar sáttir við Baugsveldið og það er aðal ástæðan fyrir því að það lifir svo sterkt áfram.

Geiri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 22:01

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það að Jóhannes hafi haft þessi áhrif er bara feluleikur Björns gagnvart veruleikanum. Hann er hrokagikkur sem veður yfir lýðræðið og reglur um stjórnsýslu og ráðningar á sama hátt og allir Framsóknarmenn hafa stundað. Honum er ekki viðbjargandi og sjálfstæðismönnum er það ljóst. Þess vegna fékk hann þessa útreið. Ég efa það ekki að auglýsing Jóhannesar hafi haft áhrif en hún gerði ekki gæfumuninn. Hins vegar er þetta á gráu svæði þegar einstaklingar eru farnir að gera svona en munum td. auglýsingar Helga í Góu um lífeyrissjóðina.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.5.2007 kl. 23:45

9 Smámynd: Baldvin Z

Blessuð Katrín. Það er mér mikil til efs að konur hafi verið í miklum meirihluta þeirra sem stikuðu Björn út, þvi það eru ekki einungis konur sem hafa réttlætiskennd (við karlar eigum líka kvenkyns börn!)

Baldvin Z, 19.5.2007 kl. 00:05

10 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Varðandi stöðuveitingarnar...ég trúi því ekki að fólk sé það einfalt að halda að eitthvað eigi eftir að breytast ef aðrir aðilar kæmust til valda...jú jú það sem á eftir að breytast er að völdin færast yfir á aðrar hendur, that´s all!!!  Án þess að ég sé að réttlæta eitt né neitt þá er það bara eðli málsins að fólk kemur sínum að, sama úr hvaða flokki það kemur.

Finnst fínt að fólk nýti sér möguleikann á að strika út þá sem þeir vilja ekki, en vona að það hafi verið af góðum og gildum ástæðum en ekki vegna áróðurs eins manns...Ekki sniðugt að einn maður geti beitt peningaveldi sínu á þennan hátt, með persónulegum árásum.

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 19.5.2007 kl. 00:49

11 Smámynd: Vaff

Ég held einmitt að það hljóti að vera að áhrif auglýsingar Jóhannesar séu ofmetin. En það stakk mig að sjá hjá þér að konur hefðu strikað hann út vegna nýju vændislaganna. Hefur stuðningur við lögin verið skoðuð út frá kyni?

Stundum heyrir maður setningar sem anga af viðhorfinu; allar konur vilja banna klám og vændi af því að þær eru konur, allir karlar vilja leyfa það af því að þeir eru karlar. Þetta virkar á mig eitthvað svo 1950, og hef enga trú á að þetta sé yfir höfuð svona. 

Vaff, 19.5.2007 kl. 09:11

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Magga og Baldvin... ég er svolítið í þeim gír að láta karla tala fyrir sig sjálfa í þessum efnum, bæði hvað varðar vændi og klám. Einhvern veginn vill það verða svo að karlar eru óvenju þöglir um sína andstöðu við klám og vændi og það eru konurnar sem bera þá baráttu uppi. Ég veit ekki hvað ég hef oft sagt að auðvitað séu fullt af karlmönnum á móti klámi og vændi. Hins vegar það sem mig, og aðrar konur vantar, er að þessir karlar opni munninn og segi það upphátt. Ég hef stundum spurt hvort það sé kvenmannsverk að verja heiður karlmanna í þessu sambandi. 

Annars eru hér niðurstöður úr könnun um afstöðu kynjanna til sænsku leiðarinnar. Kynjamunurinn er umtalsverður:

"Mikill munur er á afstöðu kynjanna. Þannig segjst 82,5% kvenna hlynnt því að kaup á vændi verði refsiverð, en 11% eru því andvíg. Aftur á móti eru rúmlega 29% karla því andvíg, en 57% eru hlynnt því."

Smelltu hér til að lesa alla fréttina. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.5.2007 kl. 16:22

13 identicon

Nohhh! Þetta er það frumlegasta sem ég hef séð í lengri tíma! Að taka mynd af svarinu sínu... Magnað!

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 10:19

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jón Frímann - athugasemdum sem innihalda dónaskap er eytt. Þú átt töluvert ólært í að tjá þig á málefnalegan hátt við fólk sem þú ert ósammála. Grunnreglan í slíkum samskiptum er að halda sig við að gagnrýna skoðanir/gjörðir en ekki persónuna. 

Svo kannski lærir þú einhvern daginn að vændi snýst ekki um réttinn til að eiga líkamann sinn sjálf/ur heldur um að afsala sér réttinum að líkama sínum. Svona svipað eins og að selja sjálfan sig í þrælasölu. Það er ekkert til sem heitir frjáls þræll, eins og ég hef sagt áður. Vændi er ofbeldi og karlar sem kaupa sér vændi eru í rauninni að borga fyrir að nauðga annarri manneskju - manneskju sem vill ekki sofa hjá þeim af fúsum og frjálsum vilja en er tilbúin til þess að afsala sér réttinum að kynfrelsi sínu gegn greiðslu. Sá "valkostur" er oft á tíðum byggður á mannlegum harmleik. Þeir sem raunverulega berjast fyrir frelsi allra átta sig á hversu skaðlegt vændi er og á skjön við allt sem kallast frelsi... Frelsi snýst nefnilega um annað og meira en frelsi karlmanna til að kaupa aðgang að líkömum kvenna. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband