18.5.2007 | 10:02
50/50?
Jæja, við teljum okkur alltaf með þeim fremstu í heimi en hvað varðar aðgang að þrískiptingu valdsins virðumst við bara vera að færast neðar á listann. Nú eru Frakkar komnir með helming ráðherra sem konur. Ætli ný ríkisstjórn hér geti jafnað það? Satt best að segja þá efast ég stórkostlega um það. Sjálfstæðisflokkurinn er núna bara með 1 konu sem ráðherra... En sjáum hvað setur. Mér finnst reyndar ekki ólíklegt að þeir bæti Guðfinnu Bjarnadóttur við ráðherraliðið - en það dugar ekki til að ná helming. Samfylkingin er búin að segjast ætla að hafa jafnt í sínu ráðherraliði. Þá er bara að vona að þau fái slétta tölu svo hægt sé að hafa 50/50 í alvörunni...
Annars skil ég ekki hvað fólk er svekkt opinberlega yfir öllu baktjaldamakkinu. Hélt að þetta væri óhjákvæmilegur fylgifiskur... sem sjálfsagt væri að gera ráð fyrir...
Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Finnst þér það skrýtið KA að fólk hugnist ekki "reykfylltu bakherbergin"? Óhjákvæmilegir filgifiskar eru alls ekki svo "óhjákvæmilegir" ef við förum út í það. Ég mun ekki sætta mig við að eitt sé sagt og annað gert. Enda algjör óþarfi og hægt að ástunda gegnsæ vinnubrögð eftir fyrirfram ákveðnum leikreglum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 10:07
Jamm - en það sem ég meina er að það eru allir búnir að vera að tala við alla... og hefur komið fram í blöðunum. Svo ég held ég að það sem fram komi í þreifingum á milli þingmanna sé það sem kannski fari alla leið... held sem sagt að það sé enginn flokkur sem ekki hafi tekið þátt í þreifingunum - og ef svo er þá þýðir ekkert að svekkja sig á að einhverjum takist að komast að samkomulagi. Það vilja allir komast í stjórn og enginn sem situr þegjandi á hliðarlínunni.
En svo ég svari þér beint - þá er ég ekki hrifin af reykfylltu bakherbergjunum...! En ég held að það sé annað heldur að allir séu að tala við alla og kanna jarðveginn.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 10:39
hmmmm. er það samt ekki frekar ólíklegt að þeir geri það í sjálfstæðisflokknum. Þeir koma örugglega með sömu rök og þeir notuðu í prófkjörunum að konur hafi ekki verið nógu hátt á lista af því að flokksmenn hafi valið það og það sé hið lýðræðislega í stöðunni.
Annars væri voða gaman ef sjálfstæðisflokkurinn væri svo djarfur að hafa fleir konur í ráðherraembættum:)
Zóphonías, 18.5.2007 kl. 10:42
100/0 = konur/karlar hefði verið fín ríkisstjórn í 2 - 3 kjörtímabil svo hægt hefði verið að lagfæra ýmislegt af skörungsskap. Eftir það mætti koma kvóti. Mér sýnist að konur verði sjálfar að taka til hendinni ef eitthvað á að breytast t.d. í löggæslu og dómskerfi miðað við t.d. umræðuna um " handónýtt réttarkerfi ".
Fínt að fá fleiri konur, jafnvel sjálfsstæðiskonur, þó ég haldi nú að þær séu eingöngu til skrauts til að flokkurinn fái atkvæði kvenna. Hann hefur notað fullt af pening í "leiðtoganámskeið" fyrir konur o.fl. Er fólk sem hefur fengið góðar stöður og fullt af pening ( fyrir atbeina flokksins ) og kemur svo til starfa fyrir hann líklegt til að breyta einhverju ?
I.S. (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:05
Ja miðað við hvernig margir (ok sumir...) strákanna skrifa hingað inn þá er þeim örugglega alveg sama!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.