16.5.2007 | 11:31
Endalaus pólitík
Af hverju þessa endalausa pólitík í kringum líkama og fatnað kvenna en ekki karla?
Meirihluti Dana hlynntur blæjubanni meðal opinberra starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
eins gott að banna þessa blæju, þetta eru allt saman fortíðarleifar. Líka pólitíkin í kringum þetta.
halkatla, 16.5.2007 kl. 11:34
Í Mið-Austurlöndum eru konur skikkaðar í fötin. Á Vesturlöndum eru þær skikkaðar úr fötunum...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.5.2007 kl. 11:45
Danskurinn er orðinn langþreyttur á svona menningarárekstrum. Þeir vilja að landið sé danskt og ekkert rugl.
Þetta með að hafa blæjur fyrir andlitinu á sér er einmitt tilkomið vegna kvennakúgunar hjá Ajatollum úti í heimi. Er ekki bara besta mál að banna þetta?
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:50
Sko Beta... þú ert svo öfgafull!!!! Málið er að um leið og blæjan er farin að þá sést hvað konur eru gallaðar frá náttúrunnar hendi og þá þarf auðvitað að reyna að draga úr skaðanum með því að sparsla yfir... Ég meina... karlar gætu hreinlega orðið hræddir ef þeir sæju framan í okkur... eða, það sem er ennþá verra, þeim gæti ekki þótt við vera sætar! Auðvitað væri fáránlegt að ganga hér um götur borgarinnar sem einhver argasta sjónmengun... svona natural og allt það. Svo upp með varalitinn, brostu og ekki hugsa svona mikið. Það fer þér allt of vel!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.5.2007 kl. 13:51
Fyrir mér er þessi blæja nú ekkert annað en tákn fyrir kúgun kvenna. Ég hélt að þú værir andstæðingur slíks atferlis?
Jósep Birgir Þórhallsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:14
Já ég er andstæðingur kúgunar. Hins vegar er ég ekkert sannfærð um að þetta bann aflétti kúgun... það hefur t.d. komið oft fram í máli sumra kvennanna að hér á Vesturlöndum noti þær blæjuna sem mótsvar við þeirri útlitskúgun sem á sér stað hér. Það getur alveg verið jafn mikil kúgun fólgin í því að banna þeim að vera með blæju eins og að hafa það "frjálst". Það er mikil kvennakúgun í heiminum og því þarf að berjast gegn. Beta kom með góðan punkt varðandi tísku og andlitsfarða. Vel þess virði að reyna svolítið á heilabörkin við að koma því heim og saman.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.5.2007 kl. 15:27
Það er eitthvað annarlegt að banna konu að klæða sig eins og hún vill. Að banna henni það í þágu frelsis er alveg fáránlegt.
Snorri Hansson, 16.5.2007 kl. 16:41
Hefur þú talað við konu með blæju?
Guð minn góður hvað það er erfitt. Ég talaði einusinni við konu með blæju og mér fannst eins og ég væri að tala við vegg. Það er með öllu óþolandi að tala við fólk ef maður sér engin svipbrigði. Ég er sammála Dönum í þessu efni. Mér finnst trúarbrögðin ala á kúgun kvenna og valdi karla yfir konum. Hulan er gott dæmi um það. Þjóðfélög þurfa að aðlaga sig innflytjendum og innflytjendur þurfa að aðlaga sig þjóðfélögum. Mér finnst fáránlegt að þjöðfélög fari að vera umburðarlyndari fyrir kúgun, í þeim málum finnst mér að innflytjendur ættu að aðlaga sig breyttri menningu en ekki öfugt.
Vandamálið er líka að við eigum oft erfitt með að treysta fólki sem við sjáum ekki í andlitið á. Hvort myndir þú frekar treysta manni sem væri búinn að hylja á sér andlitið eða manni sem þú sæjir andlitið á?
manuel (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:46
jamm en manuel... af hverju þá ekki líka að banna botox? Eitt fyrir heilabörkin líka - af hverju er svona sjálfsagt að setja lög til að banna það sem er skaðlegt í öðrum menningarsamfélögum en jafn mikil andstaða við að banna það sem er skaðlegt hér? Af hverju vill fólk sem er samþykkt blæjubanninu ekki líka banna fegurðarsamkeppnir, klám og aðra hluti sem eru skaðlegir hér?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.5.2007 kl. 17:52
Katrín Anna ef botox er skaðlegt finnst mér ekkert nema sjálfsagt að banna það. Það eru til dæmi þess að skaðleg efni hafi verið bönnuð og það finnst mér eðlilegt. Skil samt ekki alveg hvað þetta kemur málinu við?
Fólk gerir margt í krafti trúarinnar en það er ekki þar með sagt að það sé hið besta mál. Páfinn sagði um árið að staða konunar ætti að vera í eldhúsinu eða eitthvað slíkt. Kristni elur á fordómum gegn samkynhneygðum (sbr. sódóma og gamora). Konur voru drepnar áður fyrr fyrir nornaveiðar. Það eru til konur sem fylgja því sem páfinn segir, er það þá bara gott mál? Það eru til fjöldinn allur af samkynhneygðum kristnum mönnum sem eru í svakalegri sálarkreppu sem endar oft með ósköpum, er það bara gott mál? Áður fyrr taldi kirkjan fólki trú um að það væru nornir meðal vor og því þótti það ekkert vitlaust að drepa konur í massavís vegna þess, var það gott mál?
Fólk gerir ákveðna hluti í krafti trúar. Sumir slæmir og aðrir góðir. Stríð og hriðjuverk eru yfirleitt í krafti trúar. Svo er það góða í trú eins og hjálparstarf og annað slíkt. Það er frábært þegar menning landa er fjölbreytt og allt það. Fólk er mismunandi trúar og það er vel. En ég myndi frekar vilja fá hingað trúað fólk sem yrkir það góða í sinni trú en ekki það slæma. Ég meina hver vill fá hriðjuverkamenn í landið sitt jafnvel þó það sé aðeins að gera hriðjuverk í krafti trúarinnar.
Mér finnst ákveðin þversögn í því að segja að í sömu setningunni að konur séu með blæju af trúarlegum ástæðum og tala um það sem fúsann og frjálsann vilja. En það sem böggar mig mest er ástæða blæjunar. Af hverju haldið þið að konum sé ætlað að hylja á sér andlitið?
manuel (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 11:02
Hæ manuel... botoxið lamar andlitsvöðvana og sléttir þannig úr hrukkum og línum og svipbrigðum... og fjarlægir karakter þar með. Setti þetta inn þar sem þú minntist á þína upplifun af að tala við konu með blæju - eins og það væri veggur. Botox er líka veggur - bara öðruvísi veggur. Make-up er líka gríma, eins og Beta kom inn á - bara öðruvísi gríma en blæjan. Bæði hylja hina raunverulegu konu - á mismunandi hátt.
Ég er alveg sammála þér um þetta með blæjuna og tilgang hennar. Spurningin er samt - við erum með fjölmörg dæmi um kúgun kvenna í okkar eigin menningarheimi. Af hverju er út úr kortinu að banna okkar kúgun en sjálfsagt mál að banna kúgun annarra menningarheima? Þar fyrir utan hafa konur mismunandi ástæður fyrir því að bera blæjuna. Sumar, og kannski flestar, gera það af þeim ástæðum sem þú nefnir - þ.e. upprunin er kúgun. Fjarlægja manneskjuna og gera hana að hlut sem ekki þarf að hlusta á eða taka mark á - og síðast en ekki síst til að koma í veg fyrir að það verði upp á karlmönnum typpið...
Hins vegar eru konur hér á vesturlöndum sem bera blæjuna af fúsum og frjálsum vilja og nota hana sem andstöðu við þá kúgun sem birtist hér á vesturlöndum í gegnum alla útlitsdýrkunina og hlutgervingu kvenna. Þá er blæjan orðin þeirra tákn um sjálfstæði og neitun á að gangast undir vestræna kúgun. Hún er því notuð í mismunandi tilgangi.
Við erum enn að berjast fyrir því að konur séu metnar sem manneskjur og fái að vera manneskjur á eigin forsendum. Vestræn samfélög koma fram við konur eins og hluti. Leyfa konum að taka þátt upp að vissu marki en hleypa þeim ekki of nálægt völdum eða í of mikil völd - eða bara helmingsvöld - á hvaða sviði sem er.
Til nánari útskýringar. Ég er til dæmis alfarið á móti konusýningum (sem sumir kalla fegurðarsamkeppnir) og tel þær skaðlegar stöðu kvenna. Ég vil hins vegar ekki banna þær og myndi setja spurningarmerki um gagnsemi þess. Að sama skapi vil ég ekki banna blæjuna því ég er ekki sannfærð um að það sé rétta leiðin, sérstaklega í vestrænu samfélagi þar sem kúgun kvenna birtist sem hin hliðin á peningnum - þ.e. þar sem reynt er að berstrípa konur á þeirri forsendu að annars detti typpið af körlum...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.5.2007 kl. 12:59
Nokkrir punktar hérna.
Þetta með botoxið og blæjuna var kannski frekar mín upplifun en ástæða. Ég myndi ekki vilja banna fólki að hafa blæjur af þeirri ástæðu. Bara að segja að mér þætti það mjög óþægilegt og þar með mitt vandamál og eflaust margra annara. Þá er það okkar að aðlagast. Hugsa að botoxið skapi sama vandamál fyrir mig. Ég myndi ekki vilja banna blæjuna í öllum tilfellum. Myndi ekki vilja að bannið næði yfir í einkalíf fólks utan vinnu. En starfsmenn eru ímynd fyritækja og því finnst mér að fyritækjum og stofnunum ætti að vera heimilt að gera þetta, rétt eins og sum fyritæki vilja reyklausa starfsmenn (þó blæjan og sígarettur séu algjörlega ólíkir hlutir).
Með uppreisnina á vestrænni menningu er til hin hliðin líka. Fyndist þér eðlilegt að konur frá vesturlöndum myndu ganga um eins og glyðrur í austurlöndum til að berjast gegn kúgun í því landi? Þær vilji sýna frelsi sitt til að klæðast því sem þær vilja, burt séð frá karllægri menningu landsins.Hugsa að viðbrögðin yrðu örugglega margfallt harðari í því tilfelli en viðbrögðin í Danmörku.
Það er líka vissulega margt í vestrænni menningu sem kúgar konur. En eigum við að leyfa kúgun annara af þeirri ástæðu að við erum ekkert skárri? Það er ákveðin þróun á vesturlöndum. Hún er hæg en samt sem áður þróun. Konur hafa meiri völd á vesturlöndum nú en fyrir 100 árum. Konur eru stærri hluti vinnumarkaðarinns nú en fyrir 100 árum o.fl. Það er þó enn langt í land. En mér finnst að við ættum að reyna ýta meira undir þessa þróun og flýta henni. Með því að innleiða fjölbreyttari kúgun á þeim forsendum að við séum ekkert skárri er kolröng hugsun.
Vestræn samfélög hafa tekið sig til og bannað margt (ekki allt) í sinni menningu sem kúgar konur og samþykkt ýmisslegt sem eykur kvenfrelsi. Af hverju er það þá svona rangt að ætla að banna eitthvað sem er táknmynd kúgunar kvenna, sem blæjan vissulega er?
Blæjan er tilkomin vegna ýmissa ástæðna.
Í múslimatrú minnir mig að hún sé tilkomin þannig að einhver spámaður segir að karlar eigi að hylja andlit eiginkvenna og dætra sinna.
Veit ekki hvort það sé líka í múslimatrú en konur eiga/áttu alltaf að vera með blæju þegar þær ganga inn í kirkju en karlmenn áttu að taka ofan hatt sinn. Það er vegna þess að karlmaðurinn er skapaður í mynd guðs en konuna skapaði guð fyrir karlmanninn og því má hún ekki koma inn í kirkju sem karlmaður sé, eða eitthvað álíka.
manuel (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:17
Ég sé að þú hefur kynnt þér þetta ágætlega Beta og þess vegna dreg ég ekki orð þín í efa.
Það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja að konur austurlanda sýni andstöðu við aðferðir vesturlanda við kúgun kvenna. En að berjast gegn kúgun með því að bera á sér táknmynd kúgunar í austurlöndum er bara svo arfavitlaus leið að það nær engri átt.
Hugsaðu þér ef að vestrænar konur færu að ganga um í g-streng einum fata í stórborgum austurlanda til að sýna anstöðu við táknmynd kúgunar á austurlöndum. Þetta er eins og þú segir farið í hring og aftur til baka. Það er ekkert samfélag betur sett með því að sýna táknmyndir kúgunar kvenna á sem fjölbreyttastann hátt. Við eigum að berjast gegn kúgun kvenna en ekki viðhalda henni með að bera táknmyndir hennar. Hvernig væri t,d ef þessar konur myndu neita að ganga með andlitsfarða sem tákn um andstöðuna.
Mér finnst þessi rökleysa þessara kvenna sem segjast upphefja táknmynd austurlenskra aðferða við kúgun kvenna til að mótmæla vestrænu aðferðinni vera bull og þvaður. Þetta er álíka heimskulegt og friðarsinni sem vill drepa alla sem eru ekki á sama máli og hann.
manuel (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 20:16
Uppruni krossins er í eðli sínu ekki slæmur. Jesú dó sættist á að deyja á krossinum fyrir mannkynið og því er uppruni táknsins ekki slæmt í augum kristna manna. Krossinn táknar því fórnfýsni og ást Jesú á mönnum og það er þess vegna sem við berum hann.
Uppruni blæjunar er hinsvegar ekki eins góður táknrænt séð. Karlmenn áttu að hylja andlit eiginkvenna og dætra. Það er ekkert gott við það. Þar sem kúgunin er hluti af menningu og trú þessa fólks bera konur þetta ekki sem tákn kúgunar lengur heldur tísku tákn eða hvað eina. En uppruninn er alltaf til staðar og minnir menn og konur enn á stöðu kynjana.
G-strengur er líka tískuvara og allt það en vegna uppruna hans er þetta ekki bara tískuvara og hluti af menningu. G-strengur er táknmynd kúgunar vegna uppruna síns, rétt eins og blæjan.
manuel (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 00:22
Að banna konum að ganga með blæjur er ekkert annað en hreinn fasismi og viðbjóðsleg lífsstílastýring. Mér er andskotans sama hvað stendur í Kóraninum og hvað ekki, þessar konur hafa sínar ástæður og það á ekki að skipta sér af því. Við á vesturlöndum erum alltaf að monta okkur af því að hafa mikið frelsi, meðal annars trúfrelsi. Að banna slæður yrði óendanlega mikil hræsni. Ef einhverjum finnst það óþægilegt að tala við þessar konur þá getur sá sami bara sleppt því.
Við gætum alveg eins bannað hommum að ganga um með glimmer, bannað nördum að ganga með gleraugu o.s.frv. í nafni þess að vissir hópar dragi ekki að sér athygli. Eitt skref bíður upp á það næsta, hvenær verður komin fatabúð ríkisins og dress-code á götum úti? Án djóks hvernig væri að virða frelsi og lífsstíl annarra?
Geiri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.