14.5.2007 | 14:16
Skúbb dagsins
Jæja, þá er það orðið opinbert... og ef þú ert ekki á fréttabréfslista eða umræðulista Femínistafélagsins - þá sérðu fréttirnar fyrst hér
Yes - bloggið er að verða hinn fínasti fréttamiðill... fyrir persónulegar fréttir. Ég mun sem sagt ekki halda áfram sem talskona Femínistafélagsins eftir næsta aðalfund, sem er að bresta á. Hlakka mikið til að sjá hver tekur við af mér - og býst fastlega við að vera með fráhvarfseinkenni og sorg í nokkrar vikur, jafnvel mánuði eða ár!
Anyways, þetta eru búin að vera frábær 4 ár. Ætla samt ekki að þakka fyrir mig strax því ég á enn nokkra daga eftir
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ég vona að það fynnist góð talskona í þinn stað.
Ég vona bara að þið hafnið ekki hæfu fólki á grundvelli kyns.
Ragnar (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:30
Varstu að taka ákvörðun um þetta núna?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 15:46
Sæl Anna,
Ég ber mikla virðingu fyrir hugsjónafólki eins og þér og finnst að þú hafir staðið þig frábærlega fyrir þinn málstað. Vonandi fyrir ykkur feminista kemur einhver annar sterkur einstaklingur í staðinn. Gangi þér allt í haginn.
Oddgeir Einarsson, 14.5.2007 kl. 17:18
Verður ekki örugglega valið úr hæfum umsækjendum óháð kyni?
Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.5.2007 kl. 17:27
Takk fyrir góðar óskir
Jenný - nei, þetta er ekki skyndiákvörðun...
Ragnar og Sigurður - var rosalega freistandi að setja inn svar um að við værum sko ekkert hrædd við að ráða konur í jobbið, ólíkt flestum fyrirtækjum landsins! Svo stóðst ég nú freistinguna... það er ekkert í okkar lögum um að mismuna kynjum og við munum velja næstu talskonu á lýðræðislegan hátt.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 19:08
Er ómögulegt að hugsa sér talsmann, Katrín? Talandi um kynjaslagsíðu.
Himnasmiður, 14.5.2007 kl. 20:25
Neeeeeeiiiii!!! Þú mátt ekki hætta. Ég efast um að nokkur manneskja kona eða karl sé jafn devoted jafnréttismálum og þú. Vona að þú sést að hætta vegna þess að þú sést að fara á þing í haust. Væri heldur betur gaman að hafa þig þar.
En af hverju hættir þú? Var þér bolað út af hinum feministunum? Myndi skilja það því konur eru auðvitað konum verstar
Var þetta kannski karlahópurinn sem sækist eftir völdum?
Var kannski einhver skandall sem varð til þess að þú ákvaðst að segja af þér? Mér fyndist það mjög töff. Kannski náðist mynd af þér með pulsu og Kók Zero. Vildir forðast fyrirsögnina "Talskona feministafélagsins með holdgerfing karlrembunar í annari (zero kókið) og reðurlíki í hinni (pulsuna)" Svo mynd af þér flóttalegri með kókina og pulsuna.
Í raun skiptir raunverulega ástæðan engu máli. Ég held mig við samsæriskenninguna um skandalinn, sama hvað.
manuel (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:54
Himnasmiður... eigum við að finna kynhlutlaust orð á ráðherrana 12 og tala svo saman? Alveg til í einhvern díl með það...
manuel... hehe... gaman að fá svona samsæriskenningar. Er að spá í að halda mig við þær og nota sem opinberar ástæður fyrir því að ég er að hætta! Verst að ég er ekki að fara á þing... En annars er ég síður en svo að hætta í baráttunni! Get alveg skandaliserað í öðrum störfum líka
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:52
Mér finnst ferlegt að þú sért að hætta, en í kvöld-hittingnum mínum held ég að rétta manneskjan hafi fundist. Hringdu í mig á morgun og ég skal segja þér hver það er. Þú ferð á þing eftir fjögur ár, hefur heilt kjörtímabil til að sölsa undir þig flokk að eigin vali. Og fyrir ykkur sem óttist ofræði kvenna, þá eru lög félagsins þannig að engin/n getur setið í ráðinu í meira en fjögur ár og Katrín Anna hefur verið talskona (og þar með átt sæti í ráðinu) í fjögur ár. Hún þarf því, lögum samkvæmt (og því miður), að láta af störfum. Körlum er velkomið að bjóða sig fram, en starfsheitið er lögum samkvæmt talskona/-maður.
Kata mín, hlakka til að skandalísera með þér um ókomin ár
Silja (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 01:33
Katrín Anna, ég þakka þér fyrir frábært starf fyrir okkur feminista.
Oft hafa skrif þín hjálpað mér að sjá kjarnann. Og blásið á eldinn sem vill suma daga verða örlítil glóð. Eldinn sem brennur í öllum sem vilja vinna að janfrétti. Takk fyrir mig og gangi þér vel í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.5.2007 kl. 09:33
Vonandi að kvenréttindaumræðan komist upp úr karlhaturs og klám farveginum með með nýjum talsmanni
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 12:52
Elsku Katrín Anna, það verður leiðinlegt að sjá á bak þér - þú ert búin að standa þig eins og hetja og vera félaginu til sóma. Það þarf kjark og dug til að standa undir erfiðri og allt of oft ómaklegri orrahríð. Það hefur sýnt sig að það er bráðnauðsynlegt að hafa talskonu til taks - og það er gott fyrir fjölmiðla að geta leitað til þín.
hlakka til að hitta eftirmanninn/konuna:)
Kv. Þórhildur Ólafs
Þórhildur Ólafs (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.