Úrslit

Þá liggja úrslit ljós fyrir. Karlaveldið heldur velli, eins og fyrirséð var. Núna verða 43 þingmenn karlar og 20 konur. Enginn flokkur er með jafnt hlutfall kynjanna inn á þingi, hvað þá að konur séu í meirihluta. Samkvæmt frétt á visir.is eru kynjahlutföllin svona:

VG: 44,4%

Samfylking: 33%

Sjálfstæðisflokkur: 32% 

Framsókn: 28,5%

Frjálslyndir: 0%

**

Konum fækkar á þingi úr 23 í 20 en fjölgar um eina frá síðustu kosningum þegar 19 konur náðu kjöri og 44 karlar.

**

Mér fannst mjög leiðinlegt að Guðfríður Lilja komst ekki inn Crying Hún hefði orðið frábær þingkona... geysilega öflug. Að sama skapi hefði ég viljað sjá Jónínu Bjartmarz inni líka. Hún hefur gert góða hluti í jafnréttismálum. 

Frábært að sjá að Steinunn Valdís og Þórunn Sveinbjarnar náðu inn hjá Samfylkingunni. Að sama skapi verð ég örlítið sár þegar ég sé Ellert B. Schram, þó hann sé eflaust fínn... þegar hann var formaður ÍSÍ sendu þau frá sér yfirlýsingu um að vændi og Ólympíuleikar fara ekki saman eftir áskorun frá kvennahreyfingunni. Leiddi til þess að jafnréttisráðherrar allra norðurlandana nema Danmerkur sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Hins vegar var Ellert ekki í því sæti sem hann náði í prófkjöri. Hann var settur inn á listann fyrir ofan Valgerði Bjarnadóttur, en lenti fyrir neðan hana í kosningu. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þingkonur hugsanlega orðið 21. Ágætt að hafa þetta í huga fyrir þá sem segja að tækifærin séu jöfn og að konur hreinlega sæki ekki... Valgerður sótti... fór í prófkjör... en var færð neðar í sæti. Óþolandi þegar sú staða kemur upp hjá flokki sem er ekki með betra kynjahlutfall í sætunum fyrir ofan, þ.e. þingsætunum.

Við erum ekki með lýðræði í raun þegar annað kynið er með yfirgnæfandi meirihluta valdsins. 

ps. búin að leiðrétta þessa færslu - var búin að gleyma að Ellert var víst í prófkjöri...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Gott að geta gengið að svona fínni samantekt um stöðuna í AÐALmálinu :o)

LKS - hvunndagshetja, 13.5.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er ferlega fúlt! Svo kvartaði ég yfir því á eigin bloggsíðu í gær hvað álitsgjafarnir/vitringarnir í kosningasjónvarpi beggja stöðva voru iðulega karlkyns. A.m.k. framan af, horfði ekki langt fram á nótt. Þeir voru fínir og allt það en hvers vegna var ekki talað við vitru og málefnalegu konurnar sem allt er morandi af?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 13:19

3 identicon

Já Jónína er öll fyrir jafnrétti, það var þá. Spillinginn í hámarki á hennar heimili, þannig að ég sé ekki hvernig manneskju sem notar stöðu sína á þennan hátt sé treystandi til að stuðla að jafnrétti kynjanna þegar hún getur ekki stuðlað að jafnrétti yfir höfuð.

Sigfus (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 13:54

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það eru engar sannanir um það að Jónína hafi misnotað stöðu sína. Hins vegar tek ég alveg undir að það gilda greinilega ansi furðulegar og stéttskiptar reglur um úthlutun ríkisborgararétts. Finnst að formaður allsherjarnefndar eigi að axla ábyrgð á því... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já en samt svo skrýtið að odda þingmaðurinn er alltaf karlkyns... við erum ekki að tala um random sveiflur sem breytast á milli kosninga heldur mynstur... sem er alltaf eins. VG var með 4 kk í oddvitasætum og 2 kvk. Auk þess hefði Guðfríður Lilja átt að vera í öruggara sæti miðað við niðurstöður prófkjörs... VG er hins vegar með áberandi besta kynjahlutfallið á þingi og eini flokkurinn sem rífur þriðjungs hlutfalls múrinn. Framsókn var með besta kynjahlutfallið á listum - en virðast samt ekki hafa verið með jafnt kynjahlutfall þegar tekið er tillit til mismunandi fylgis í kjördæmum - og það skiptir greinilega gríðarlega miklu máli því þau enda með næstlægsta kynjahlutfallið. 

Niðurstaðan - allir flokkar eru með karla í meirihluta - það er sem sagt karlaveldi í öllum flokkum inn á þingi. Sem betur fer eru þó eitthvað af körlunum femínistar og munu án ef beita sér í jafnréttismálum. En betur má ef duga skal.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 21:08

6 identicon

Ég spyr nú bara aftur: Eru frakkar meiri karlrembur en íslendingar ?

Samsæriskenning : 1) Það voru hinir sem afgreiddu mál tengdadóttur Jónínu akkúrat rétt fyrir kosningar til að koma óorði á Jónínu og það tókst.  ( og 2) Það var Geir H. sem bað Jóhannes að senda inn auglýsinguna af því að þeir Björn eru ekki vinir og Björn var búinn að vera vondur við Ingu. )

I.S. (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband