Afleiðingar klámiðnaðarins

Netið hefur auðveldað útbreiðslu barnakláms og barnaníðingum að komast í samband við hvern annan. Eins og ég hef áður vísað í þá skilaði starfshópur Bandaríska sálfræðifélagsins af sér skýrslu um áhrif klámvæðingarinnar þar sem meðal annars var spáð auknum kynferðislegum tilvísunum í börn, aukinni eftirspurn eftir barnaklámi og aukningu á kynferðisofbeldi. 

Það skyldi þó ekki vera að afurðir klámiðnaðarins væru barnaníðingar og nauðgarar? Veit af gefnu tilefni að það þykir algjört tabú að velta þessum spurningum upp - en að mínu mati er það óábyrgt og hættulegt að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og ekkert sé. Vinsælasta klámefnið er það sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu. 


mbl.is Fangelsi fyrir að vera með barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vinsælasta klámefnið er það sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu." Hvaðan hefuru þessar upplýsingar? Hef aldrei lesið þetta áður í neinum blöðum eða neinsstaðar á netinu, þetta er bara bull og vitleysa í þér. Ef að þú átt að vera marktæk þá þarftu að vera með einhverjar heimildir þegar þú leggur þetta fram sem ég efa að þú hafir. Þetta er án efa bara einhver önnur kvenrembuskoðun.

glz (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þetta hafa rannsóknir leitt í ljós. Þú getur m.a. kíkt á grein í Veru frá 2004 um bandarískan fræðimann sem rannsakaði það klámefni sem var vinsælast... og þetta var niðurstaðan. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 13:08

3 identicon

"bandarískur fræðimaður" "grein í veru". ábyggilega allt mjög vísindalegar rannsóknir. get örugglega fundið e-n fávita með háskólagáðu sem hefur þveröfugar skoðanir en þessi "bandaríski fræðimaður".

ótrúlegt hvað þið feministarnir eruð blindir á það að skoða fræðilegar rannsóknir.

Leifur (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Leifur - þú gerir þér grein fyrir því að þetta er bloggsíða en ekki fræðirit, er það ekki?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 13:55

5 identicon

Ég er viss um að Leifur er þaullesinn í femínískum fræðum og lumar á alls kyns ritrýndum greinum sem afsanna vitleysuna í okkur Kata. Hljómar allavega þannig...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Sóley... alveg viss um það líka. Líka viss um að Óskar getur ekki sannað bullið sitt

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 14:20

7 identicon

Tók námskeið um þessi mál í HÍ þar sem okkur voru sýndar mjög algengar klámmyndir, þ.e. mikið keyptar, þekktir og vinsælir framleiðendur o.þ.h.   Því miður var þetta mikið til efni sem niðurlægði konur.  T.d. einn mjög vinsæll, minnir að hann heiti Max hardcore eða e-ð þannig og hann gerir út á það að láta ungar konur líta út sem börn, þ.e. lætur þær klæðast skólabúningum og þær eru gjarnan með tíkóspena og sleikjó.  Það er mjög mikilvægt í myndunum hans að stelpurnar séu ekki að fá neitt út úr mökunum, þær eru stjarfar á svip og gjarnan að sleikja sleikjó eins og börn á meðan hann kallar þær öllum illum nöfnum sem ekki verða höfð eftir hér.  Ég fékk hálfgert sjokk þegar kennarinn sagði að þetta væri algengt efni!  Senurnar ganga út á það að konan/stelpan er í þjónustuhlutverki, á að þjónusta kallinn, hún skiptir ekki máli.  Það væri fróðlegt að fá tölfræði um það hvernig efni er vinsælast... svo er það örugglega mjög misjafnt hvað fólk kallar ofbeldi og hvað ekki... fyrir mér var þetta ógeð og viðbjóður en kannski finnst mörgum þetta eðlilegt? Tja... og þó... þetta var bein tenging í barnaklám en ekki víst að allir fatti tenginguna. 

Kristín (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:31

8 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Jæja, svolítið tæpt ;P Nei í alvöru talað, barnaklám er viðbjóðslegt, þeir sem stuðla að kaup, sölu og dreifingur eru samsekir í framleiðslu þannig séð, og því mætti dómskerfið vel að fara lengra í ákvörðun refsingar. EN það er tæpt að segja að klámiðnaðurinn per sei sé gróðrastía fyrir barnaníðinga og nauðgara, jafngildir að segja að matreiðslunámskeið væru þjálfun fyrir hryðjuverkamenn að beita hnífum... Ef hægt að mynda tengingu? Já. Er það bein afleiðing? Varla... tæpt.

Gunnsteinn Þórisson, 11.5.2007 kl. 14:38

9 Smámynd: Depill

Vá Kristín! Klapp klapp! Max Hardcore er klámmyndaleikari og klámmyndaframleiðandi, hann er ekki það stór. Hann vann áður fyrir Vivid sem er mjög stórt í iðnaðinum og hefur afneitað honum.

Klámiðnaðurinn er langt um stærri en til dæmis öll samanlögð velta stórru íþróttagreinanna,  fótbolta, körfubolta og hafnarbolta ( http://www.familysafemedia.com/pornography_statistics.html ).

 Ég ætla ekki að neita fyrir það að barnaklám sé til, enda kemur fram í sömu könnun að barnakláms iðnaðurinn sé eflaust að velta í kringum $3 milljörðum (það á samt að taka þessa tölu með varúð og má ekki hugsa hana í sama samhengi og klámiðnaðinn þar sem hér er oft verið að ræða um hærri tölur en í hinum venjulega á hverju "transactioni") á ári. Þar er líka verið að hugsa vændið sé viðgengst sérstaklega í fátækari löndunum. Ég get samt ekki sett saman sem merki milli kláms og barnakláms. Sagt að bæði sé mjög slæmt, og karlmenn sem skoða klám þeir eru slæmir, er pedofílar og nauðgarar.

Það þýðir ekkert að koma með svona tilhæfulausar fullyrðinar á blogg sem er tengt af frétt af vinsælasta fréttavef landsins. Ég get alveg eins sagt að allir feministar eru pedofílar í leynum og vilja ekki viðurkenna og það er staðreynd vegna þess að tímaritið ( sem ég veit ekkert hvar er ) Hugsaðu sagði það árið 1957.

Þetta er leiðinlegt hjá ykkur feministum að koma með svona leiðinlegar fullyrðingar og gerir ekkert annað en að grafa undan málstað ykkar sem er þó oft ágætur.

Depill, 11.5.2007 kl. 15:36

10 identicon

Kúrsinn er þverfaglegur valkúrs og því nemar úr öllum greinum sem sátu hann.  Fer það í taugarnar á þér Óskar að áhrif kláms séu stúderuð á faglegan hátt?  En þar sem þú talar líka um Kynjafræði þá ganga þau fræði ekki út á karlahatur og sú skoðun þín lýsir fáfræði þinni á faggreininni, enda liggja fordómar oft í fáfræðinni.  En þið karlarnir hér hafið greinilega miklu meira vit og áhuga á þessum klámiðnaði og finnst allt gott og blessað um hann að segja, á meðan aðrir stúdera hann, lesa um afleiðingar, tengingar og þ.h. og mynda sér aðra skoðun út frá því.  Allt gott og blessað

Kristín (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:40

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Depill ég hef oft áður skrifað um tenginguna á milli kláms og kynferðisofbeldis. Þú lest allt of mikið í það sem þarna stendur þegar þú talar um að allir karlar sem horfa á klám séu pedófílar og nauðgarar. Það stendur nefnilega alls ekki þarna... ég hef stuðst mikið við kenningar Diana Russell því mér finnst hún með bestu kenninguna sem ég hef séð - og best rökstuddu. Sú kenning gengur út á að það séu orsakatengsl á milli en það séu ekki bein orsakatengsl, þ.e. ekki þannig að allir sem horfi á klám verði kynferðisofbeldismenn. Kenningin hins vegar segir að það séu margir samverkandi þættir og að klámið hafi þessi áhorf á suma karlmenn, svipað eins og að reykingar leiða til lungnakrabbameins hjá sumu reykingafólki. Þar með verður klámáhorf áhættuþáttur. Aðrir hafa bent á að klámið virðist hafa þessi áhrif á karlmenn sem eru veikir fyrir, þ.e. að klámið verði þess þá valdandi að ofbeldishneigðin brjótist út hjá þeim einstaklingum. 

Það er þessi áhættuþáttur sem mér finnst mikil þörf á að ræða - og líka fræða stráka um. Strákar eru undir miklum þrýstingi frá klámframleiðendum og umhverfinu að horfa á klám. Það þykir vera eitthvað karlmennskumerki hjá sumum (því miður). Það er mikil þörf að ræða áhrif kláms á stráka/karlmenn. Þau eru mun víðtækari heldur en tengingin við ofbeldi; hefur m.a. áhrif á hæfni/getu til að mynda náin tengsl, viðhorf til kynlífs o.s.frv. Klámið hefur líka áhrif á hvernig kynlíf menn stunda... og þar sem klámið selur lygar um hvað konum finnst raunverulega gott - þýðir það oft á tíðum verra kynlíf... 

Óskar - þú hefur aldrei tekið kynjafræði, hefur ekki hundsvit á kynjafræði, ert fúll í allar aðgerðir til að auka jafnrétti og draga úr ofbeldi gegn konum... þannig að þér ferst að tala um hatur. Eina hatrið sem skín í gegn úr einhverjum skrifum er þitt blinda hatur á femínistum og jafnrétti kynjanna.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 19:52

12 identicon

Það var nú ein norsk skólastelpa sem lék í einni svona klámynd hjá honum max til að safna pening fyrir bekkinn sinn svo þau gætu djammað feitast á russefeiring(norsk dimmitering). Mér þykir nú ólíklegt að bekkjarfélagar hennar eða Max nokkur Hardcore hafi beitt hana ofbeldi. Það er kannski eitthvað þarna sem kemur út eins og ofbeldi en þetta er leikið og stelpan tekur fullan þátt í þessu. Mín skilgreining á ofbeldi er nefninlega sú að það þarf að gera eitthvað sem annar aðillinn er ekki samþykkur til að það sé hægt að kalla það ofbeldi. Eins ótrúlegt og það hljómar þá er til fólk sem fær kick út úr því að láta niðurlægja sig í controled umhverfi. Mig langar líka að heyra allar stelpurnar sem standa í röðum fyrir utan klámstútíóin, hver það er sem er að beita þær ofbeldi. 

 Rannsóknir sem sýna fram á orsakatengls milli þess sem gerist í bíómyndum og klámmyndum eru alltaf hálf hæppnar. Það er spurning hvort kom á undan, hænan eða eggið.   Það er sem sagt hægt að kenna stríðum heimsins með öllum stríðsmyndum sem hafa verið gerðar.

Ég get samt verið sammála þvi að það eru fullt af ungum drengjum með skrítnar hugmyndir um kynlíf sem margar eiga eitthvað skilt við það sem er að gerst í kámmyndunum. Ég held að góð kynfræðsla og góður aðgangur að slíku efni myndi skila miklu meira en það að banna klám. Kynfræðsla hér á landi kennir manni lítið annað en typpi, píka, sæði, blæðingar, óléttar stelpur og nauðgarar. Sá líka áhugaverða mynd á bbc um stráka sem eru hooked on porn, margir þar töluðu um þetta sem fræðsluefni þar sem að þeim sé ekki kennt "hvernig á að gera þetta"

Ég er líka á móti því að banna klám, þá er einungis verið að búa til glæpamenn. Þá er líka verið að setja þennan iðnað neðanjarðar og erfiðara að fylgast með því sem fer fram þarna. Ef kona er misnotuð í ólöglegum bussines þá er erfiðara fyrir hana að kæra en ella. Svo finnst mér þetta baranaleg hugsun að bann komi í veg fyrir eitthvað. Sagan og reynslan hefur leitt allt annað í ljós.

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 21:34

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já einmitt - draumur allra skólastelpna að vera með gömlum karli sem fær kikk út úr að niðurlægja og beita ungar stelpur ofbeldi. Ein serían með honum gekk út á hann með ungum stelpum frá austantjaldslöndunum sem töluðu ekki ensku... þannig að þær voru mállausar. Þetta er ein birtingarmynd ofbeldisins og valdaójafnvægisins í klámi. Svo er þar að auki mjög truflandi hversu margir karlmenn fá kikk út úr því að sjá konur niðurlægðar og beittar ofbeldi. Svo eru femínistar sakaðir um karlahatur - en samt sem áður gerum við karlmönnum ekki svona hluti og fáum ekki kikk út úr því að sjá þá niðurlægða. Segir kannski sitthvað um hvað hlutirnir eru stundum öfugsnúnir...

Varðandi bannið þá er staðan nú einfaldlega þannig að klám er ólöglegt á Íslandi.

Tek hins vegar undir með þér í því að kynlífsfræðsla hér á landi er ekki nógu góð og það vantar stórátak í því. Líka klámfræðslu og skaðlegum afleiðingum og áhrifum kláms.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 22:58

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Bjöggi - eitt í viðbót. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að meirihluta kvenna í klámi hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Tölurnar eru frá um 60-90%. Með öðrum orðum - þeir sem vilja sitt klám eru að töluvert miklu leiti háðir því að barnaníðingar, nauðgarar og þeir sem stunda mansal skaffi konur í þennan bransa. Það er alveg umhugsunarefni út af fyrir sig - sérstaklega næst þegar þú sért unga skólastúlku beitta ofbeldi og niðurlægingu af gömlum kalli - þá geturðu velt því fyrir þér af hverju hún velur þetta... ef hún þá velur þetta yfir höfuð. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.5.2007 kl. 23:01

15 identicon

Ég sagði ekki að það væri draumur allra skólastelpna að vera með gömlum kalli, en það þarf ekki að vera ofbeldi þótt hún sé viljug til þess. Það eru peningar sem þær eru á eftir og ef þeim er sama hvernig þær fá hann þá er ekki hægt að kalla það ofbeldi þegar þær leggjast með gömlum köllum og þykjast vera mállausar. Fullt af fólki sem gerir hluti sem það myndi ekki gera nema væri fyrir peningana.

60-90% er soldið breitt bil, og eru ekki skekkjumörkin þarna 50%  Það er líka fullt af vændiskonum sem lenda í kynferðislegu ofbeldi og það hefur sýnt sig að banna vændi hefur ekki hjálpa neinum.  Svo eru klám og vændi ekki hlutir sem hverfa ef þú bannar þá, verða bara erfiðari viðureingar. Hvert er annars hlutfallið af konum sem lenda í kynferðisofbeldi eða áeitti á vinnustað, mig minnir að það hafi verið yfir 50% þannig að klám er ekki það hættuleg vinna.

Þegar þú bannar t.d. vændi ferð þetta ofbeldi neðanjarðar, konur þora ekki að koma fram og ómögulegt að fylgjast með því sem er á seiði og verstu perrarnir fá að njóta sín. Held að það sé svipað með klám. Kámsenan í ameríku var ógeðfeldari fyrir nokkrum, þá var klám bannað, núna er það framleitt fyrir opnum tjöldum og kámið reyndar orðið "siðlegra þar". Reyndar er fullt af fólki þar sem eru með fjölskyldufyrirtæki, lítil fyritæki, hjón sem taka myndir af sér og selja á netinu, þetta fólk gerir alveg það sama og þú ert að lýsa. Þú getur líka farið á stóra klúbba erlendis þar sem fólk sem fílar svona kynlíf kemur saman. Veit líka að stór hluti þessara fyrirtæka sem vildu halda ráðstefnuna hérna eru rekin af konum, konur sem eiga þau og konur sem eru markaðastjórar, ef það er svona mikið ofbeldi eru þá þessar konur ekki samsekar og því mikið af konum sem beyta kynferðislegu ofbeldi við framleiðslu klámefnis.

Mér finnst oft ekker gert minna úr konum en körlum í klámi, karlar eru bundnir, og þeir vel "plöggaðir" í alla staði Hommaklám, þar eru bara karlmenn niðurlægðir þar, held að hommaklám sé frekar stór iðnaður. Það eru líka til straight myndir þar sem menn eru niðulægðir. Þetta gengur nefninlega í báðar áttir og þetta kám stílað inn á "fólk" sem er fyrir s&m. Hvað er svona ótrúlegt að fólk vilji sjá það sem þið kallið niðurlægingu og ofbeldi. Hvað er eignlega S&M, eru þetta bara siðlausir kallar að beita konur ofbeldi. Það er eins og ykkur þykji það ótrúlegt að fólk geti verið soldið kinkí í kynlífinu. Það er líka fullt af ofbeldi í bíómyndum, á ekki að banna allt ofbeldi eða? Það eru netsíður á íslensku og útlensku þar sem þú finnur konur og kalla sem vilja láta gera þessa hluti við sig sem þú sérð í klámmyndum. Þetta er kannski lítill hópur, svona kannski jafnstór hópur og samkynhneigðir.

Það eru heldur ekki bara karlar sem horfa á klám, sá líka merkilega heimildamynd á channel4 eða 5. þar var talað við fólk sem fílaði klám, það var ótrúlega stór hópur kvenna sem var talað við, þær höfðu áhuga á klámi af öðrum ástæðum en karlar. Klám og ofbeldi í klámi er ekki bundi við konur, lagnt því frá, en það hafa bara konur rannsakað klám með tilliti til kvenna og skekkir það heildarsýnina töluvert. Getur þú bennt mér á rannsókn þar sem karlar í kámi eru rannsóknarefnið ?

Svo finnst mér hæpið að meiri hluti kláms innihaldi svona mikið ofbeldi og barnaklám, mér hefur ekki fundist það áberandi. Það er örugglega til fullt af því en þarf að banna allt af þvi að það eru nokkrir öfuguggar þarna úti. Held líka að meiri hluti karlmanna fíli ekki að horfa á solleiðis.

eiri hluti kláms innihaldi svona mikið ofbeldi og barnaklám, mér hefur ekki fundist það áberandi. Það er örugglega til fullt af því en þarf að banna allt af þvi að það eru nokkrir öfuguggar þarna úti. Held líka að meiri hluti karlmanna fíli ekki að horfa á solleiðis.

Já það er líka til mafíframleitt klám þar sem það eru þrælar sem leika í myndum, karl og kvennþrælar, fólk sem mafían á svona eins og rúmenarnir sem voru hérna að spila á harmonikkur. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 23:57

16 identicon

Erfitt að sjá allar þessar villur sem maður skrifar þegar maður er að vinna þetta í þessu litla boxi sem maður fær til að skrifa.  Ég var að tala um klám sem mafían framleiðir þarna í endann eða mafíuframleitt klám. Svo hef ég copy paste-að eitthvað smá þarna, svo nokkrar smávillur hér og þar og alls staðar

Verð samt eiginlega að seiga að á meðan það eru til myndavélar og kynhvöt í fólki er ekki bæld niður þá verður til klám.

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 01:30

17 identicon

Myndir Max Hardcore eru með vinsælustu myndum í sölu hjá "erótískum" verslunum þessa lands, það er haft eftir starfsfólki, Sami Max hefur ítrekað verið kærður fyrir nauðganir og ofbeldi gagnvart þeim konum sem hafa leikið á móti honum.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:42

18 identicon

Hann hefur ekki ítrekað verið kærður, það kom upp eitt atvik með eina leikkonu þar sem sögur voru uppi um nauðgun. Sú saga kom upp eftir heimildamynd sem channel 4 gerði var sýnd. Þessi kona kom í prufur hjá honum og var víst ekki viðbúin því sem max er frægur fyrir að gera.  Hún hefur ekki kært hann fyriri nauðgun og hefur ekki hætt að leika í Klámi eftir þetta

" Max H apparently made no effort to contact her again, but the experience had somehow made Felicity willing to do things on film that she hadn't been prepared to before. No charges were ever filed."

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 15:46

19 identicon

Sæl

Ég rakst á þessa síðu og mig langar að leggja smá inn í þessa umræðu.

Ég var að skila BA-ritgerðinni minni í gær og hún fjallar einmitt um klám. Í rannsókninni sem ég styðst við (íslensk rannsókn sem ég og bekkjafélagar mínir í fjölmiðlafræði í HÍ gerðum fyrir ári síðan) kemur fram að lang flestir vilja sjá klámmynd þar sem fullorðin kona og fullorðinn maður eru saman, næst flestir vildu sjá tvær fullorðnar konur saman.  Enginn af þátttakendunum valdi klám með ofbeldi, barnaklám eða dýraklám. 

Ég las um rannsókn (hef þetta ekki fyrir framan mig núna en vitna í hana í ritgerðinni) þar sem gerð var innihaldgreining á klámmyndum og samkvæmt því var ofbeldi lítil partur af senum í klámmyndum.

Ég get bent þér á fjölda rannsókna á þessu sviði þannig að ef þú hefur áhuga á að lesa þér meira til um þetta geturðu haft samband.

kv 

Lilja (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 16:12

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sæl Lilja. Já myndi mjög gjarnan vilja kíkja á BA ritgerðina þína Var sennilega á kynningunni í fyrra - var þetta ekki könnunin þegar þið greinduð klám í ýmsum miðlum líka og voruð með opna málstofu um niðurstöðurnar?

Varðandi þetta með ofbeldisfulla klámið - þær rannsóknir sem ég hef lesið eiga við útlönd... og greinin sem ég vísaði í úr Veru er bandarísk rannsókn. Þar var stuðst við sölutölur, þ.e. rannsakandinn fór á leigur og bað um vinsælasta efnið - og innihaldsgreindi það síðan. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.5.2007 kl. 21:56

21 identicon

Klám og ofbeldi

Ég er einn af þeim sem hef áhuga á og stunda BDSM og langar aðeins að koma með nokkra punkta út frá mínum sjónarhóli.

Í umfjöllun um klám og ofbeldi hefur hvað eftir annað komið í ljós að BDSM eða fetish myndir eru klipptar úr samhengi og birtar sem dæmi um ofbeldi í klámmyndum. Einnig langar mig að benda á að það er oft gífurlegur munur á BDSM klámi sem framleitt af "mainstream" framleiðendum og síðan BDSM eða fetish framleiðendum, þar sem mainstrem framleiðendurnir ná yfirleitt einhvernvegin að klúðra hlutunum og eru miklu ofbeldisfyllri og grófari heldur en hinir.

Magnús (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband