8.5.2007 | 21:40
Græðgi
Var að horfa á kosningakastljósið. Síðast þegar ég horfði á það þá var umræða um heilbrigðismál og skattamál. Þá var kynjaskiptingin afleit - hér um bil allt konur um heilbrigðismálin og allt karlar um skattamálin. Í kvöld var skiptingin mun betri. Í fyrra hlutanum, umhverfismálin, voru reyndar 4 konur og 2 karlar en í seinni hlutanum var skiptingin hnífjöfn, 3 af hvoru kyni. Mér finnst miklu skemmtilegra að horfa á svona umræður þar sem bæði kyn koma saman og ræða málin... enda samræmist það minni hugsjón - meira gaman saman en í sundur. Líka gáfulegra og lýðræðislegra
Verst er reyndar hvað er stuttur tími fyrir hvert málefni. Jóhanna Vigdís þuldi einmitt upp fullt af málum sem þau ætluðu að ræða, eins og ábyrgð einstaklingins, hjóla og göngustíga og eitthvað fleira. Hefði verið gaman að heyra slatta um það - eftir að ég byrjaði að hjóla á föstudaginn er ég einmitt sérlega áhugasöm um hjólastíga! Síðast þegar ég átti hjól var það þriggja gíra og puð að hjóla upp brekkur. Nú er þetta leikandi létt...
En áfram með smjörið. Ég skil ekki hvað fólk er enn að hamast í stóriðjustefnunni - og þá er ég að meina að vilja halda áfram með hana. Það er ekkert nema græðgi. Það er verið að drepa jörðina og það verður að stoppa. Lausnin á því er ekki fleiri álver. Það er ömurlegt að horfa upp á það að fyrst er landsbyggðin brotin niður og svelt... og svo er komið með álver... eins og á silfurfati... sem einhverja lausn. Og svo er alltaf skemmtilegast að heyra þegar það er sagt að ríkið sé ekki að þessu. Yeah right. Síðan hvenær var Landsvirkjun einkafyrirtæki! Og ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki komið þarna nokkuð nærri??? Svo er það heldur ekkert nema græðgi þegar ein kynslóð tekur sig til og ráðstafar hér um bil öllum nýtanlegum virkjanakostum á einu bretti og byggir upp hvert álverið á fætur öðru. Hér eru skammtímarsjónarmið algjörlega látin ráða för - örfáum til hagsbóta í núni (aðallega erlendum álfyrirtækjum) en með óbætanlegum skaða fyrir jörðina, fyrir komandi kynslóðir og fyrir aðra atvinnuvegi.
En hvenær ætli jafnréttismálin verði á dagskrá í kosningasjónvarpinu???
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Jafnréttismálin blasa við þegar skoðaður eru oddvitar flokkanna. Það dugir að mínu viti ekki fyrir kallana í VG að fría sig frá kynjaójafnvæginu í leiðtogum kjördæmanna með því að kalla sig feminista. Sömu kallarnir fyrir það. Þið getið þó státað af tveimur konum á móti fjórum kallfeministum.
Sjáfstæðisflokkurinn er náttúrlega úti á þekju í jafnréttismálunum hvað þetta varðar. Ein kona - og bara ein kona ráðherra!
Samfylkingin í sama ójafnréttisgírnum. Ein kona leiðir lista.
Ég veit það fer ferlega í pirrurnar á ykkur VG feministunum - en það er óumdeilt að Framsóknarflokkurinn skákar öllum flokkunum í jafnréttismálunum. Þrjár konur og þrjár karlar leiða listana. Þrjár konur og þrír karlar skipa ráðherrastólana.
Þannig að ef eingöngu ætti að kjósa um jafnréttismál - þá tala verkin hjá Framsókn - og þann flokk ættu jafnréttissinnarnir að kjósa. Það er bara ekki nóg að vera kall og kalla sig feminista. Það breytir ekki samfélaginu í jafnréttisátt!
Hallur Magnússon, 8.5.2007 kl. 21:59
Alla flokkana skortir eitthvað upp á til að geta sagst vera með jafnréttismálin 100% í lagi. Ég er annars ekkert frekar VG heldur en eitthvað annað... Er sem stendur þverpólitísk talskona Femínistafélagsins en það er alls ekki ólíklegt að ég drífi í að velja mér einn flokk til að starfa með eftir að ég hætti sem slík... en er ekki ennþá búin að velja mér flokk. Er ekki einu sinni búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa....!
Vandamálið samt við ríkisstjórnina er að hún er búin að sitja ansi lengi við völd en hefur áorkað mjög litlu í jafnréttismálum. Það er eitt stórt mál sem stendur upp úr - fæðingarorlof karla - sem er eitthvað sem stjórnarandstaðan hefði líka gert. Að öðru leyti hefur verið gert eins lítið og mögulega hefur verið komist upp með. Framsóknarkonur hafa þó gert margt gott og staðið sig vel í baráttunni. Karlarnir aftur á móti svakalega óáhugasamir um jafnrétti.
Samkvæmt skoðanakönnun Capacent er VG með langbesta kynjahlutfallið inn á þing núna - 6 konur og 5 karla. Eini flokkurinn þar sem konur eru í meirihluta. En það er auðvitað bara skoðanakönnun... ekki reality. Hann kemur í ljós á laugardag. Og eins og þú segir - 4 karlar í fyrsta sæti, 2 konur. Karl sem formaður/forsætisráðherraefni.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem er með konu sem forsætisráðherraefni. Er annars með 5 karla sem oddvita og 1 konu - og innan við 40% hlutfall kvk sem komast á þing m.v. Capacent.
Framsókn og Íslandshreyfingin eru með 3 konur sem Oddvita. Mjög óheppilegt hins vegar í Framsókn að 2 af þessum konum eru í kjördæmum þar sem kynjahlutföllin í oddvitasætunum eru jöfn, sem ég held að bitni á þeim í atkvæðum. Í öðru kjördæminu var Framsókn samt fyrst til að birta framboðslistann. Veit ekki með hitt - en þetta hefði getað orðið alvöru samkeppnisforskot í kjördæmum þar sem eru nánast bara karlar í framboði - eða bara karlar í oddvitasætum.
Sjálfstæðisflokkurinn... ja... konurnar þar hafa hingað til ekki verið fylgjandi sænsku leiðinni í vændismálum og voru þar með einu konurnar á þingi sem ekki lögðu sameiginlega fram frumvarp (sem karlarnir stoppuðu svo inn í allsherjarnefnd svo það fór aldrei í atkvæðagreiðslu). Sjálfstæðisflokkurinn er með 5 karla og 1 konu í efsta sæti. Miðað við Capacent könnun verða konur hjá þeim líka undir 40%... Í mínu kjördæmi get ég valið um að kjósa karl, karl, karl, konu, karl, konu... Alls ekki boðlegt.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:18
Hefur einhvern tíman hvarflað að þér að láta málefnin ráða þínu atkvæði ferkar en kynferði frambjóðenda, svona eins og venjulegt heilbrigt fólk?
Annars eru jafnréttismálin ekki á dagskrá af því engin hefur áhuga á þeim málum, utan einhverjar háskólakellingar sem náðu prófi en skortir allan dugnað og hæfileika til að komast áfram.
Það eru heldur engin jafnréttismál sem brenna á almenningi, eða heldur þú að vændi eða seta í stjórn almenningshlutafélags sé eitthvert hitamál yfir matarborðum landsmanna?
Þrándur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:36
Held að við þurfum að vera raunsæ, það er ekki alltaf hægt að hafa skiptingu kynjana 100%. Ég er sáttur á meðan hún er nokkuð jöfn, aðeins fleirri konur eða aðeins fleirri karlar skiptir mig engu máli. Þetta var samt ágætis kosningakastljós og sumar konurnar þarna stóðu sig mjög vel. Ég hallast nú oftast að köllum í stjórnmálum en þessar kellingar voru bara helvíti flottar, fínt að fá eitthvað af þeim inn á þing.
Siggi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.