Í aðdraganda kosninga

Hér er nú smá viðbót sem hefði alveg mátt fylgja síðustu færslu. Fékk nefnilega inn um lúguna hjá mér í morgun hverfisfréttablaðið frá Sjálfstæðisflokknum. Dögg Pálsdóttir er með grein á forsíðunni og það er eina greinin eftir konu. Þrjár greinar eru eftir karla. Framboðslistinn í mínu kjördæmi er svo sýndur. Kynjahlutföllin frábær ef ekki er horft á sætin - konur í meirihluta, 6 á móti 4 körlum. En.... Í fyrsta sæti er karl. Í öðru sæti er karl. Í þriðja sæti er karl. Í fjórða sæti er kona. Í fimmta sæti er karl. Konur eru svo í sætum 6 - 10. Samkvæmt skoðanakönnun Capacent sem birt er í dag fær Sjálfstæðisflokkurinn 6 þingmenn kjörna - karlarnir 4 allir í öruggum sætum. Þetta er eins og í gamla daga þegar karlarnir borðuðu fyrst og konurnar fengu svo leifarnar... Ekki nógu góður listi frá Sjálfstæðisflokknum!

Og svo er það auðvitað myndmálið. Seldar eru auglýsingar í blaðið. Á fyrstu opnu blasir við auglýsing frá sólbaðsstofu hverfisins. Þarf eitthvað að taka það fram að myndin er "að sjálfsögðu" af ungri konu í litlu bikiníi í ljósum? Jamm - ekki að flokkurinn velji auglýsingar í blaðið en er ekki betra að sleppa því að hafa auglýsingar ef þetta er málið? Mér finnst allavega ekki við hæfi að flokkurinn taki þátt í skaðlegri útlitsdýrkun og hlutgervinu kvenna í kosningaplöggum sínum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hvenær fengu konur kosningarrétt og hversvegna?

Hrólfur Guðmundsson, 8.5.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Spurðu mömmu þína.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 19:00

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Mamma gat ekki svarað mér, hún var að fara yfir próf og þurfti svo að fara að elda ofan í mig.  Hún var eitthvað pirruð greyið.

Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 12:44

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hún hættir örugglega að vera pirruð ef þú færir henni blóm.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 12:58

5 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ræður eftirspurnin eftir þjónustunni ekki einhverju þarna um?

Magnús Vignir Árnason, 9.5.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband