8.5.2007 | 14:36
Fer þessu ekki að linna?
Af hverju þykir sumum í lagi að vera með svona fordóma opinberlega? Að vissu marki finnst mér gott þegar fólk opinberar fordóma sína því það er auðveldara að berjast við sýnilegan andstæðing heldur en úlf í sauðgæru. Ég aftur á móti verð miður mín að sjá alltaf aftur og aftur hversu skammt á veg við erum komin í jafnréttismálum. Þarna er framkvæmdastjóri að sýna bæði kvenfyrirlitningu og fordóma gagnvart samkynhneigðum án þess að blikna. Og þá auðvitað sem grín...
Rétt áðan asnaðist ég líka inn á bloggsíðu hjá einum sem kommentaði hjá mér og sá þar myndband þar sem karlmaður lék sér að því að kippa fötunum niður um eða upp um eða af konum þannig að þær stóðu eftir berar úti á götu... allt tekið upp og dreift út um allan heim. Það þarf engan snilling til að sjá að þegar slíkt er gert er það gegn vilja kvennanna - en mjög svo í anda karlrembu og ofbeldi - að taka það sem þeir vilja. Verst var að sjá að fólk, bæði konur og karlar voru að hlægja að þessu. Sama fólk hneykslast svo á menningarheimi Írana þar sem ekki má kyssa á hendur kvenna á almannafæri. Þó svo að mér finnist það óþörf regla... þá finnst mér hitt mun verra, en bæði eru af sama meiði - yfirráð karla yfir konum. Vona að þessu gegndarlausa kvenhatri og ofbeldi fari að linna. Eða ætlar fólk virkilega að berjast fyrir því að svona verði framtíðin?
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Mér þykir sárt að sjá að framkvæmdastjóri SÁÁ (en á Vogi fékk ég bata) skuli tjá sig með þessum hætti. Jafn sorgleg finnst mér spurningin.
Takk fyrir góðan pistil KA.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 14:49
Ég veit ekki hvort er verra; þessi spurning hans sem mér finnst asnaleg, eða að þú sakir hann um fordóma með fordómafullum aðdróttunum.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:37
Vitna ég aftur í þegar einn feministinn hérna á síðunni þinni sagði að við strákarnir værum orðnir eins og pirrandi mý. Ekki hrópaði ég upp yfir mig að hún væri haldin fordómum fyrir karlmönnum. Þetta er munurinn á mér og þér Katrín.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:45
Jón Gunnar - alltaf að bera saman epli og appelsínur!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 17:20
mér fannst þetta fyndið
Mundi (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 18:50
Sæl.
Hrikalegt að heyra um þetta myndband. En varðandi hugleiðingar þínar um Íran, þá get ég ekki séð að þetta sé sambærilegt. Enda er það ekki almennt viðurkennt hjá okkur að það sé í lagi að koma svona fram við konur, þ.e. að girða niður um þær á almannafæri. Svo finnst mér svolítið skrýtið að heyra þig tala um að þér finnist regla sem bannar snertingu við konur á opinberum stað, svo sem koss á hönd, sé "óþörf". Það orð finnst mér gera full lítið úr þeirri kúgun sem felst í þessari og fleiri reglum af sama meiði.
Hafsteinn Þór (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:12
Sæll Hafsteinn. Já það er mjög margt sem þarf að breyta varðandi kynjajafnrétti og þetta var kannski ekki heppilegasta orðið. Þar eru konur kúgaðar í nafni trúarbragða. Hér eru konur kúgaðar í nafni frelsis.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 21:24
Ekkert má nú segja. Þetta var bara smá djók hjá Ara. Ótrúlegt húmorsleysi hérna... þetta eru ekki fordómar, bara hans húmor og þetta er fyndið. Er samt ekki á móti hommum og þess síður gegn konum
Örvar Þór Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 09:46
Örvar þetta eru fordómar og ég trúi þér rétt passlega með að þú hafir ekkert á móti konum!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 10:03
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 10:04
Hahahahaha... já þú trúir því sem þú trúir. Ég les ekki fordóma úr þessu og sé þetta sem húmor. Við erum þá ósammála um það. En þannig er það nú bara...
Örvar Þór Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 12:47
Katrín, þú ert alveg að missa það. Nú er þú búinn að gerast sek um það að segja þennan mann fordómafullan í garð samkynhneigðra og kvenna. Þessi orð gætu verið mjög meiðandi fyrir manneskju að heyra. Segjum að þú yrðir beðin um að útskýra fullyrðingar þínar fyrir rétti. Myndi þá svar þitt vera á þennan veg? "Hann sagði að kampavín væri fyrir homma og kerlingar". Ég er ekki viss um að dómarar væru jafnviljugir til að samþykja slíkar aðdróttanir sem þú hefur hér í frammi.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:12
Jón Gunnar mér finnst reyndar auðvelt að útskýra af hverju þetta er fordómafullt. Held að hann ætti frekar að sitja fyrir svörum og útskýra af hverju þetta er ekki fordómafullt! Og að segja, þetta er bara "grín" eru ekki næg útskýring.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 18:46
ps. Og af því að þú talar um meiðandi... þá getur það verið meiðandi fyrir bæði homma og kerlingar að heyra svona fordóma
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 18:47
Þetta er enginn rökstuðningur. Fyrst þú telur þetta fordóma þá verður þú að rökstyðja það. Hann þarf ekki að rökstyðja sín orð því að þau fela ekki í sér neina fordóma nema þú gefi þér verulegar forsendur.
Hann verður ekki dreginn á teppið og spurður á hvaða forsendum hann sagði þessi orð.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:49
Jón Gunnar hvenær hefði þessi setning byrjað að vera fordómafull að þínu mati? Hvað ef hann hefði sagt: "Nei, er það ekki bara fyrir svertingja, homma, kellingar, öryrkja og múslima?"
Mér finnst eiginlega bara ótrúlegt að fólk skuli ekki átta sig á fordómunum sem felast í svona setningum...
Svo er ég alls ekki sammála því að hann þurfi ekki að útskýra sitt mál! Finnst hann eigi að gera það - eða þú að útskýra þitt mál, rétt eins og þú ferð fram á að ég útskýri mitt. Af hverju er þessi setning hjá framkvæmdastjóra SÁÁ ekki fordómafull?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 19:22
Ef hann hefði sagt: "Kampavín er fyrir aumingja. Er kampavín ekki bara fyrir homma og kellingar?" þá væri klárlega um fordóma að ræða. Það eitt að nota vafasöm orð um hóp manna en annað að fordæma hann.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:38
Og ég sagði í öðru svari áðan að hann gæfi það ekkert í skyn að það væri lítillækkandi að drekka kampavín. Núna er ég búinn að rökstyðja af hverju hann er ekki ENDILEGA með fordóma. Það getur vel verið að hann hafi sagt þetta vegna þess að hann hafi fordóma. Ég bara veit það ekki og ég get ekki verið viss um það með því að lesa út úr þessu hjá honum.
Núna er komið að þér, rökstuðning takk.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:41
Ég vitna aftur í orð einnar konunnar hérna á blogginu sem kallaði mig ásamt öðrum strákum "pirrandi mý". Hugsanlega niðrandi orð en ég saka hana samt engan veginn fyrir fordóma í minn garð.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:47
Fyndni er alltaf skemmtileg og verður jafnframt enn skemmtilegri fyrir þá sem fatta brandarann ef fólk í kring skilur hann ekki.
Það sem háttvirtur framkvæmdarstjóri SÁÁ gerir í þessum lymskulega orðaða brandara er að bregðast við meinhæðnislegri spurningu með kaldhæðnislegu svari. SÁÁ, ef fólk var ekki meðvitað um það, berst gegn áfengis og vímuefnavandanum. Með öðrum orðum, Ari drekkur ekki (hefði ég haldið, sem framkvæmdarstjóri SÁÁ).
Spyrjandi er meðvitaður um þessa staðreynd og spyr þess vegna viðmælanda lymskulega hvort áfengi hafi verið haft undir hönd. Ari kemur með snöggt tilsvar, bregður sér í gervi hinnar týpísku byttu og svarar útfrá þeim gefnu forsendum með línu, sem aðeins þeir sem halda að það sé hægt að mæla einhver "karlmennskustig" með því að drekka drykki sem eru vondir á bragðið gætu komið með.
Hilarity ensues.
Þetta svar hans hefur ekkert að gera með fordóma eða staðalímyndir, aðeins skondið tilsvar við fyndinni spurningu. Fólk ætti að venja sig á að hoppa ekki upp á nef sér og frekar að reyna að koma sér upp skopskyni. Heimurinn verður miklu betri staður ef fólk hættir að líta á sig sem fórnarlömb og tekur þess í stað virkan þátt í að vera eins góðar manneskjur og það getur orðið - eins og til dæmis Ari.
j (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:48
Fyndni er alltaf skemmtileg og verður jafnframt enn skemmtilegri fyrir þá sem fatta brandarann ef fólk í kring skilur hann ekki.
Það sem háttvirtur framkvæmdarstjóri SÁÁ gerir í þessum lymskulega orðaða brandara er að bregðast við meinhæðnislegri spurningu með kaldhæðnislegu svari. SÁÁ, ef fólk var ekki meðvitað um það, berst gegn áfengis og vímuefnavandanum. Með öðrum orðum, Ari drekkur ekki (hefði ég haldið, sem framkvæmdarstjóri SÁÁ).
Spyrjandi er meðvitaður um þessa staðreynd og spyr þess vegna viðmælanda lymskulega hvort áfengi hafi verið haft undir hönd. Ari kemur með snöggt tilsvar, bregður sér í gervi hinnar týpísku byttu og svarar útfrá þeim gefnu forsendum með línu, sem aðeins þeir sem halda að það sé hægt að mæla einhver "karlmennskustig" með því að drekka drykki sem eru vondir á bragðið gætu komið með.
Hilarity ensues.
Þetta svar hans hefur ekkert að gera með fordóma eða staðalímyndir, aðeins skondið tilsvar við fyndinni spurningu. Fólk ætti að venja sig á að hoppa ekki upp á nef sér og frekar að reyna að koma sér upp skopskyni. Heimurinn verður miklu betri staður ef fólk hættir að líta á sig sem fórnarlömb og tekur þess í stað virkan þátt í að vera eins góðar manneskjur og það getur orðið - eins og til dæmis Ari.
j (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.