8.5.2007 | 10:31
Með allt á hornum sér
Blaðamaður DV hringdi í mig fyrir helgi til að fá viðbrögð við þessari kosningaauglýsingu. Ég geri ráð fyrir að þau birtist í blaðinu í dag. Fyndnast finnst mér að Samúel er með horn!
Myndin er fengin af síðunni hans Steingríms Sævarrs Ólafssonar
Þessa auglýsingu er hins vegar mjög áhugavert að greina út frá jafnrétti og stöðu kynjanna. Hann er klæddur í jakkaföt = vald, hún er klædd í kvenleikann = valdleysi. Þar að auki stendur hún ekki í eigin fætur... en hann er svo sterkur að hann bara heldur á henni! Svo eru þau ekki hjón en ansi mikill hjónasvipur með þeim á myndinni... Þetta væri auðvitað algjör skelfing ef ekki væri fyrir hornin. Þau ná samt auðvitað ekki að bjarga þessu fyrir horn - en eru ansi táknræn í samhengi við framsetninguna.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Oftúlkun og aftur oftúlkun. Maður þarf greinilega að passa sig því feministar virðast hafa þá tilhneigingu til að henda öllu upp í eitt stórt samsæri.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:40
Held þú sért með samsæriskenningar á heilanum Jón Gunnar Allavega sérðu samsæri út úr öllu... Just so you know... þá erum við femínistar að plotta um eitt allsherjar samsæri!!
En væri nú engu að síður fróðlegt að sjá þína greiningu á myndinni. Hvað er myndmálið að segja? Og auðvitað er það kynjavinkillinn sem ég hef áhuga á.... goes without saying.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 10:48
Ég veit ekki hvort að myndin sé eitthvað sem maður eigi að túlka. Svona svipað og breskar auglýsingar eru ekkert sem maður á að reyna að hlæja að. Ég veit ekki hvort Framsóknarflokkurinn sé að reyna að horfa til ungs fólks (gangi þeim vel) með því að sýnast vera svona hress eða hvort þetta hafi verið besta myndin sem var tekin af fólkinu í myndverinu.
Ég ætla allavegana ekki að stökkva á einhverja túlkun sem felur í sér hleypidóma því ég veit ekki á hvaða forsendum þessi mynd var tekin. Annars finnst mér finnst þú hafa þá tilhneigingu til þess að sjá baráttu kynjanna alls staðar. Minnir mig svolítið á myndina 23 með Jim Carrey. Hvort það sé einhver samsæriskenning hjá mér er svo annað mál.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:28
Athyglisvert... Að klæða sig vel er "vald" ef maður erkarlmaður, en "veikleiki" ef maður er kvenmaður samkvæmt þessari túlkun þinni.
Fólk má ekki hafa gaman í einni einustu mynd án þess að hún sé túlkuð til öfga.
Sigurður Jökulsson, 8.5.2007 kl. 11:36
Guðmundur - nei ég held þvert á móti að fólk hafi EKKI verið að hugsa um jafnréttisvinkilinn (eða valdavinkilinn). Það er yfirleitt besta leiðin til að detta í klisjurnar - búa til það sem við erum vön að sjá!
Varðandi fatnaðinn þá er það vel þekkt að leiðtogaímyndirnar í kollinum á okkur tengjast karlkyninu - sér í lagi körlum í jakkafötum. Fötin skapa manninn er sagt... því miður... en það á sér stoð í raunveruleikanum - þ.e. hvað við sjáum og hvernig við túlkum það. Kvenleikinn hefur því miður ekki haft á sér ímynd valda eða áhrifa, allavega ekki í stjórnmálalegri merkingu.
Ps. Guðmundur - heldurðu í alvöru að einhver auglýsingastofa hefði hugsað: "já fínt, setjum horn á Samúel..."???
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 11:41
Fyrirgefið andmælendur, rosalega eruð þið forstokkaðir. Ekki séns að skipta um sjónarhorn "for crying out loud"? KA þú ert engill að geðslagi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 12:15
Guðmundur... að greina auglýsinguna er eitt - að segja frambjóðendum að skipta um föt er annað. Það er einmitt töluverð umræða varðandi fatnað kvenna (og eitthvað um karla þó það sé minna). Ef að þau hefðu staðið hlið við hlið hefði málið snúið öðru vísi við. Eitt af því sem er nefnilega í umræðunni er hvort að konur eigi endilega að þurfa að "klæða sig í valdið", þ.e. vera alltaf í drögtum eða hvort þær megi klæða sig kvenlega. Ég er reyndar alveg á því að sumar dragtir séu kvenlegar... en það er aukaatriði hér. Ég sá mynd í bæklingi frá Framsókn þar sem þau eru í sömu fötunum - hópmynd þar sem allir stóðu á eigin fótum - og það var bara fín mynd, að mig minnir.
Pointið er hins vegar samsetningin þegar þú ert komin með marga þætti samfléttaða í einni auglýsingu og þar skiptir einmitt mestu um að hún er komin í fangið á Samúeli. Annars eru fullt af öðrum auglýsingum frá Framsókn sem eru fínar... en þessi stendur út úr - og vekur þar af leiðandi auðvitað umtalið...
Annað sem er athyglisvert við þessa auglýsingu er að hún er úr takt við þeirra áherslur í jafnréttismálum. Þau eru til dæmis með jafna kynjaskiptingu í ráðherrastólum... og konurnar í Framsókn hafa verið mjög áhugasamar um jafnréttismál, þar á meðal Una María.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 12:18
Strákar. Myndmálið er til staðar í þessari auglýsingu, hvort sem ykkur líkar betur eða ver. Það er enginn að halda því fram að þessi uppstilling hafi verið ákveðin á þann hátt sem Guðmundur Páll lýsir. Það er hins vegar klárt að menn hafa ekki hugsað útí það hvað myndmálið er sterkt og til hvers það vísar. Ég er alveg sammála Katrínu varðandi skilgreininguna útfrá jafnréttinu. Framsóknarflokknum er bara ekki við bjargandi þegar kemur að auglýsingunum og þreytast ekki á að skjóta sig í báða fætur.
Guðmundur Örn Jónsson, 8.5.2007 kl. 12:22
Þetta er sniðugt.
Persónulega hefði ég viljað hafa Samúel beran að ofan og hana í Tiger bikini
Nei,nei þetta er svo sem saklaust, en annars þá er Samfylkingin að stúta öðrum á auglýsingamarkaðnum, með fyndnar auglýsingar sem vekja mikla lukku
Örvar Þór Kristjánsson, 8.5.2007 kl. 12:24
Já guð hjálpi okkur ef að þróunin verður svona að allir vanhugsaðir hlutir setji allt á annan endan. Það er hægt að túlka allt á góðan og slæman hátt, það fer bara eftir því hvernig fólk vill túlka.
Neikvæðni leiðir af sér neikvæðni. Jákvæðni hefur þó séns á að leiða af sér jákvæð viðbrögð.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 12:37
Hmmm. ætli þeir fáu framsóknarmenn sem nái kjöri muni ganga með þær fáu framsóknarkonur sem ná kjöri svona inn yfir þröskuldinn í þingsetningunni??
Zóphonías, 8.5.2007 kl. 13:57
ÚFFF þetta er of mikið Katrín...fólk sér það sem það vill sjá og þú greinilega þarft að sjá það neikvæða í þessu eins og svo mörgu öðru...Myndmálið sem þið talið um er ansi langsótt (mín skoðun auðvitað)...Vita allir sem til þekkja að Samúel er hress gaur og hafa þau örugglega ákveðið að slá á létta strengi saman...finnst þetta mjög skemmtileg auglýsing hjá þeim...
Reyndu nú að slaka á og njóta lífsins Katrín, fáðu þér fleiri hjólatúra með karlinum og sjáðu allt það fallega í kringum þig...Lífið er allt of stutt fyrir svona vitleysu
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 8.5.2007 kl. 14:33
Tómas - mér finnst gaman að spá í myndmál í auglýsingum - og held að við gerum allt of lítið af því. Tek fram að mér finnst konurnar í Framsókn hörkukonur og vona að fleiri þeirra komist inn á þing! Una María, sem er á auglýsingunni, er afskaplega ötul í jafnréttisbaráttunni og mér finnst hún ekkert minna ötul þrátt fyrir auglýsinga. Auglýsingin er hins vegar fín stúdía í kynímyndum og hvernig hlutverk kynjanna birtast okkur. Það er ekki óháð stöðu kynjanna í samfélaginu og því meðvitaðari sem við verðum um það því betra... en til þess að verða meðvitaðari þá þurfum við að benda á það og ræða það. Það er alveg hægt að gera rólega og án þess að fólk hlaupi í bullandi vörn - eða segi konu að halda KJ
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 15:24
Já já það er örugglega gaman að spá í myndmál...finnst þetta bara stundum vera svo neikvætt hjá ykkur (eins og titillinn, með allt á hornum sér)....var nú bara að stríða þér aðeins...fá blóðið til að rísa
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 8.5.2007 kl. 15:43
En Tómas það eru hjólreiðatúrarnir sem eiga að ná blóðinu á hreyfingu Titilinn valdi ég nú bara af því að Samúel Örn er með horn á myndinni... En svo er bara spurning um að vera jákvæður eins og Guðmundur segir (en gerir ekki) og lesa með svolitlu opnu hugarfari - eins og við séum að ræða málin. Spurning hvort staðalmyndin af reiða femínistanum sem er alltaf upp á háa c-inu fylgi ekki með í kollinum á sumum þegar þeir eru að lesa það sem hér er skrifað
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 15:48
Alltaf gaman að vera sakaður um neikvæðni.
Þetta bara býður upp á málefnaleg skoðanaskipti...
Eða hvað?............
Vandamálið hérna er að maður þorir varla að vera ósammála án þess að fá skítkast til baka.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:20
Guðmundur lestu bara fyrsta kommentið þitt og þá skilur þú kannski hvað ég er að meina.... ef þú ætlar að vera í jákvæða skapinu og jákvæður út í allt og alla þá þarftu að að halda því helt um gegn. Ekki koma hingað inn og kvabba í öðrum fyrir að vera neikvæðir á meðan þú ert að kvabba sjálfur... skiluru? Fínt ef þú kemur með aðra skoðun... en alltaf betra að tala ekki þvert ofan í það sem maður er að segja.... En aftur að greiningunni. Það er hægt að skoða svona auglýsingar út frá mörgum þáttum. Ég hef áhuga á jafnrétti og ég skoða auglýsingar út frá kynjavinklinum. Aðrir hafa kannski áhuga á tísku og greina myndina út frá því... er þetta tískan í ár? litirnir í ár? hvaðan eru jakkafötin? o.s.frv.
Það sem mér finnst skrýtnast... er þegar hingað veður inn fólk í massavís og hneykslast á því að auglýsingin sé skoðuð og rædd. Það er ekki að hafa ólíka skoðun - það flokkast frekar sem tilraun til þöggunar - að skilgreina hvað má og hvað má ekki tala um. Vona að fólk skilji muninn á því að hafa ólíka skoðun og hafa skoðun á því sem aðrir mega tala um.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 21:14
Jæja.
Þá er það bara þannig. Þú heldur áfram að túlka.
Ég skal halda kjafti. Það virkar best þannig er það ekki?
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:15
Nei, nei. vertu ekkert að því... ert ávalt velkomin. En ef þú vilt skoðanskipti... af hverju þá ekki að skiptast á skoðunum. Þú hefur t.d. ekki enn sagt hver er þín greining/túlkun á myndinni... Hefur ekki heldur rökstutt hvað þér finnst rangt við mína greiningu... eina sem hefur komið fram er að þú ert hræddur við að tjá þig og að þér finnist ég vera neikvæð og eigi að vera jákvæð en þú ert samt ekki jákvæður út í að ég sé að greina svona myndir og lesa eitthvað úr þeim sem ekki er jákvætt...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:22
Nú ef maður setur upp kynjagleraugun og greinir myndina með þeim, þá er augljóslega verið að höfða til feminista með þessari auglýsingu. Feministar gera þá kröfu að vera hampað fyrir kynferði sitt, fá stjórnunarstöður vegna kynferðis, komast á þing fyrir kynferði sitt og jafnvel að verða forsætisráðherra eingöngu fyrir kynferði sitt. Þarna er Sammi bara að hampa konu vegna kynferðis hennar. Ekki hefði hann hampað karli með sama hætti, svo mikið er víst.
Þrándur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.